Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 26
■tofur, geymslur, hesthús o. s. frv. til að hyggje Persepolis, en nýfundnar Hér er ekki unnt að lýsa nema að litlu leirtöflur hefðu sannað, að svo hefði ekki og ófullkomnu ieyti hinum stórfeng- verið. Forstöðumaðurinn benti okkur á legu byggingum, sem Persepolis hafa px-ýtt, en þó skal getið þeirra helztu. Þegar komið er upp af steinstigunum miklu, gestir keisaranna komu ríðandi þar upp á fákum sínum, blasir vi'ð „Hlið allra þjóða“. sem Xerxes lét byggja. Það er gert úr höggnum steinum og er skreytt með risastórum vængjuðum nautum og er um 5 motrar að hæð. Inn um þetta hlió komu sendiherrar og und- irkonungar með gjafir til keisarans og aðrir þeir, sem hann veitti áheyrn. Mikilfengiegasta byggingin hefur ver- 16 Apadana-höllin, sem Daríus lét byrja að byggja, en lokið var af Xerxes. Gólf hallarinnar er um 4 metrum hærra en sjálfur steinpallurinn. Flatarmál aðal- móttökusalarins er 3600 fermetrar og var þakið borið uppi af 72 háum stein- súlum. í dag standa uppi 13 af þessum súlum. Apadana var gimsteinn Perse- poiis og á tröppunum, sem liggja í höll- ina má sjá m. a. að fulltrúar 27 sigraðra þjóða komu með gjafir til keisarans. Allt er þetta skráð í listilega vel höggn- um myndurn á steininum. Önnur minni höll var einnig notuð fyrir einkamóttökur og eru mjög fagrar myndir höggnar á hliðar stiganna að henni. Sýna þær myndir af aðalsmönn- um Persa og Meda. í einkahöll Dariusar (Tachara) er mynd af keisaranum, þar sem hann á í bardaga við óargadýr. Mynd hans táknar hið góða, en óarga- dýrið hi'ð illa. Einkahöll Xerxes (Hadish) er algjörlega í rústum. en þar má þó sjá úthöggnar myndir af honum. S tærsta byggingin er „Höll hinna 100 súlna“, sem reist var af Dariusi. Aðalsalurinn er nærri 5 þúsund fermetr- ar að fiatarmáli. Það var hér sem Alex- ander mikli og kappar hans sátu að drykkju og svalli, sem endaði með því að þeir eyddu Persapolis í eldi. Þáð er glæpur, sem Persar hafa ekki enn þann dag í dag fyrirgefið Alexander. Austur af herbergjum drottningar eru stórar byggir.gar og er talið, að þar hafi verið fjárhirziur Persakeisara, sem söfn- uðu að sér óhemju auði og hvers kyns dýrgripum. Þessi or'ð Diodorus Silicus gefa nokkra hugmynd um þann auð, sem þarna var saman kominn: „Skipun var gefin um, að 3000 úlfaldar og ótölulegur fjöldi asna skyldi koma frá Susa til að flyjta á brott fjársjóði Persepolis“. í Persepolis hefur verið komið upp safni x hinum gömlu herbergjum drottn- ingar og kvennabúrinu. Við bláðamenn- irnir voru svo heppnir að fá forstöðu- mann safnsins sem leiðsögumann. Hann sagði okkur m. a., að áður fyrr hafi verið haldið, að þrælar hafi verið notaðir ýmislegt sem sannaði, að Persepolis var enn í byggingu þegar Alexander lagði eld í hallirnar. „Þið Vesturlandabúar kallið Alexander hinn mikla. Það gerum við Persar ekki. Fyrir okkur er hann aðeins Alexandei-, fjandma'ður, sem í einni af sínum ofsalegu svallveizlum eyddi Persepolis í eldi“. Forstöðumaðurinn sagði, að unnið væri að lagfæringum í Parsepolis og setja ýmsa hluti á þá staði, sem þeir ættu heima. Benti hann okkur meðal annars á risastórann kranabíl, sem hann sagði að ætti að lyfta stórri steinmynd, sem fallið hafði niður, upp á eina af hinum háu súlum í Apadana-höllinni. Sagði nann, að það væri til inarks um snilli þeirra sem byggðu Persepolis, að ekki hefði tekizt að koma steinmyndinni upp á súluna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og alla tækni nútímans. í hlíð Kuh-é-Rahmat fyrir ofan Perse- polis eru grafhvelfingar tveggja Persa- keisara, Artaxerxes II og Artaxerxes III. Þær eru höggnar í klettana. Um 4 kílómetra norður af Persepolis eru grafhvelfingar fjögurra keisara. Þar heitir Naqsh-e-Rustam. Þar valdi Darius mikli sinn hinzta hvílustað. Það gerðu einnig Xerxes, Artaxerxes I. og Darius II. Við héldum frá Persepolis til Naqsh-e-Rustam til að líta á grafhvelf- ingarnar. Þær eru höggnar inn í bjarg mikið og eru hátt uppi Við fórum inn í grafhvelfingu Dariusar mikla, en þang- að liggur mjög langur hringstigi, sem reistur hefur vei’ið fyrir ferðamenn. í grafhvelfir.gu hins mikla keisara er dimmt og drungalegt og undarlegar til- finningar bærast með manni. Grafhvelf- ingin er mög stór, en þar er ekkert merkilegt að sjá, því fyrir mörgum öld- um var hún rofin og rænd. Myndskreyt- ingar eru höggnar í bjargíð úti fyrir grafhvelfingunum. en þæi eru yngri, frá dögum keisaranna af ætt Sassana. Dagur var að kvöldi kominn, þegar við héldum frá Naqsh-e- Rustam og sner- um aftur til Shiraz. Við höfðum allir brifizt af stórfengleika rústanna í Perse polis, af þeirri snilli sem lá að baki bygginganna, af því mikla listafengi og þeim hagleik, sem fólst í myndskreyt- ingunum. Og samt sáum við aðeins 2.500 ára gamlar rústir. Það var jafnvel ímyndunaraflinu ofviða a'ð draga upp mynd af Persepolis þegar þar var dval- arstaður Persakeisara, konungs konung- anna, og hirðar hans, fagurra kvenna og tígulegra riddara — miðdepill heimsins. Björn Jóhannsson. Tachara — höll Dariusar mikla Darius, tákn hins góða, vinnur á óargad ýrinu, tákni hins illa. Myndin er á dyra- umbúnaði Tachara. ] Söknuður Eftir Gisla Jónsson fyrrv. alþingismann Þótt sólin brenni, samt er kalt — af suðri er volgur þeyr — því þú, sem áður varst mér allt, þú ert hér ekki meir. Þú varst mér maki, vinur, víf, og verndari um lífsins ál. Þú varst meira en hálft mitt líf. Þú varst hluti af minni sál. Ég sit hér einn og sakna þín, svona er lífið valt. Ég sé, að úti sólin skín, en samt er mér svo kalt. 3. júlí 1965. 26 lesbók morgunblaðsins 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.