Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 27
T ið Xúdvig C.' Magnússön; skrifstofú-' Et.ióri, erum gamlir kunningjar að' vestan,' þó að hann sé Skagfirðingur. Nú eru liðiri 52 ár, síðan við hittumst fyrst óg tókum tal samah. Það var fyrsta sumarið, sem ég var á skakskútu. Skútan lá við bryggjuna á Þing eyri í Dýrafirði, hafði vérið losuð síðari hluta dags, en átti eftir að taka salt, kol og kost út í næsta túr. Ég hafði í eina' fimm, sex tíma ýtt vögnum, hlöðnum blaut- um saltfiski, eftir járnbrautarteinum neðari af bryggju og út í fiskhúsið á Þingeyrar- odda, ásamt jafnaldra minum, Bjarna Andréssyni, Snæfellingi, sem nú hefur lengi átt heima í Reykjavík og var kunnur sem ein mesta fiskikló við Faxaflóa á drag- nótaveiðum, átti bát, sem hét Dagsbrún, og stjórnaði honum. Nú var orðið kvöldsett, og ég labbaði einn míns liðs út á odda, hafði alit í einu fengið Xöngun til að fara einförum og láta hugann fljúga til þeirra furðuheima, þar 6em ímyndaðar söguhetjur lifðu lífi sínu, áttu sér miklar og heitar sælustundir, lentu í ægilegum mannraunum og háðu tvisýna baráttu við grimmar skapanornir. Allt var þetta ámóta raurihæft og bálið rauða, sem brann við hafsbrún úti, og 6indrandi gullið, sem einhver hulin hönd uppheima virtist sáldra í sífellu yfir mynni íjarðarins. Ég var kominn yzt á oddann, þar sem ýmist bar að vitum mér ilm af hinum harð- gera gróðri sendinnar moldar eða saltan, en hugnanlegan eim fjörunnar, þegar ég tók eftir því, að á móti mér kom ungur maður, sem hlaut að hafa setið neðan við lágan rofabakkann, sem skildi á milli rík- is láðs og lagar þarna úti á oddanum. Ég hafði gengið um hríð mjög álútur og virt fyrir mér bláliljurnar, sem þarna spruttu, hafði skyndilega komizt í angurværa en notalega rómantíska stemningu, því að upp i huga mér hafði skotið þessum ljóðlínum úr sorgarljóði: „Bláliljan unir ein á fjöru- sandi, ástdaggir vorsins hægt á blöðum titra, — hún er að gráta.......Nei, léngra fór ég ekki..... En svo hafði ég þá ekki tekið eftir piltinum, sem áreiðanlega hafði 6?;*f áW1ö3 undir -bakkanum, áður en hann kíöin á grundina. Þetta var maður meðalhár, herðabreið- ur og þreklegur. Hann gekk hægt, og þó var sem hann fjaðraði í spori. Hann var í bláum, fallegum fötum, með gráan, ný- ^ýfan hatt á höfði og á fótum sánnnefnda blarikskó. Og mér var allt í 'einú h’orfin öll rómantík. Hann var svolítið öðru vísi til fara en ég, þessi piltur, ég berhöfðaður, i blárri, saltstorkinni peysu, rauðbrúnum, Þykkum speldisbuxum og glerhörðum, salt- blettuðum sjóstxgvélum. Ég rétti ofurlítið úr mér: Hoh, ég skammaðist mín hreint ekkert fyrir þennan búning, — ég vildi miklu heldur fara svona i land heldur en í margblettóttum og þrælkrumpuðum Ið- unnarfötum, sem áttu að heita spariföt. Ég reyndi að hreykja mér upp á stoltþúfri 6jómennsku minnar og llta niður á hina bláklæddu búðarloku. En mér tókst það ekki. Ég þekkti þennan pilt í sjón og vissi uð þó að hann væri í þjónustu Milljóna- íelagsins, var hann eiginlega ekki búðar- Xoka. Hann var í ýmiss konar vafstri fyrir verzlunina á sjó og landi og síður en svo, »ð hann væri neinn pappírsbúkur. Hann var sagður afbrigða leikfimismaður, líka Eterkur eftir aldri, eldsnarpur og áræðinn uð sama skapi og syndur eins og selur, eynti út í vélbát, þegar þá félaga vantaði til þess skjöktfleytu. Auk alls þessa var hann hestamaður. Og svo mátti þá ekki gleyma því, að ég hafði heyrt af honum hi'eina og beina hetjusögu. Vitaskuld lét ég eins og ég sæi ekki þetta Unga og víðfrsega glæsimenni, ætlaði svo 6em ekki að fara að núa mér neitt upp Við þennan pUt, sem var mér um flest fremri. Ég horfði á sólsetursbálið og tyllti mér þar á blárauðan skýjaklakk. En allt l einu var sagt mildum, eins og ofurlítið seimdrægum rómi: „Gott kvöld“. ' „Ha?“ anzaði ég eins og afglapi, áttaði Jriig síðan og stamaðú „Já, £Óða_kvöldi§L > ! 24. desember 1965 _______________________ Við höfðum báðir' numlð staðar; hann horfði á mig alvarlegur og virigjarnlegur, og svo sagði hann með sömu hægðinni: „Þú ert að láta þig dreyma i kvöld- kyrrðinni". „En þú?“ Allt í einu 'hljóþ. í mig gajsi og ég bætti annari spumingu við: „Heyrðu, hvað varð af henni? Sökk hún í jörð eins óg Grímur sálaði Ægir?“ Það lá við hann yrði raunalegur á svip- irin, og hann sagði í mildum áskökunartón: „Heldurðu að ég hljóti að vera svo inn- antómur, þó að ég sé tengdur verzluninni hérna, að ég geti ekki haft gaman af að labba einn hingð út eftir í góða veðrinu — rétt eins og þú?“ „Og svona afpússaður?" sagði ég stork- andi. Hann leit niður á fötin sín. Hann var í mjallahvítri skyrtu, sem var opin í hálsinn: „Mér fannst það eiga við veðrið og göng- una hingað að búa mig upp á. Það kostar mig ósköp litla fyrirhöfn...... Nei, ég var hieint ekki að punta mig fyrir neinni Síðan þetta kvöld höfum við ávallt ver- ið kxmnmgjar, og frá því að við tókum að reskjast, hofum við oftar og oftar minnzt okkar fyrstu samfunda. Við gerum oft að gamni okkar og stönzum iðulega við spaugi legar minningar úr beggja ævi, og við bros um að alvörunni, sem ríkti í öllu okkar samtali á Þingeyraroddanum kvöldið góða. En eitt hefur mér orðið minnisstæð- ast af öllu, sem hann sagði mér það kvöld. Það var hetjusagan, sem ég heyrði þá af hans munni. Hún var blátt áfram sögð, mér heyrðist ekki betur en hann brysti skilning á því, að nokkuð sérstakt væri við þá sögu. Svo var það einu sinni fyrir nokknxm árum, að ég sá eftir hann frásögukom. Þegar við hittixmst næst, sagði ég við hann: „Þú átt að skrifa söguna af ferðinni makalausu — og afrekinu þínu. Ég er ekki í vafa um, að með því hefur þú bjargað bæði mönnum og skipi.“ Hann setti hljóð- an. Síðan sagði hann: „Það er einkennilegt, að ég held þú Guðmundur Gís/ason Hagalín stelpu.“ Hann var þá svona. Hann var hreint ekkert upp með sér af því, að ég léti í það skína, að hann væri í stelpnastússi. Nú kímdi hann og sagði: „Þú virðist vera hissa. Ég skal nú segja þér eitt: Ég hef tekið eftir þér. Þú ert dálítið sérkemxilegur; og snaggaralegur ertu og rösklegur, og það. held ég, að ég hafi heyrt þig svara rækilega fyrir þig einu sirxni hérna uppi í búðinni. Og svo hef ég heyrt það eftir Jóhannesi hrepp- stjóra, að þú sért farinn að lesa stórskáld- in í sýslubókasafninu — á dönsku og norsku.“ Ég var mát í bili. Svo fannst mér ég þurfa að endurgjalda honum: „En þú, sem stekkur hæð þina I loft upp, leikur þér að bandvitlausxxm hestxxm, synd- ir út í báta úti á höfn og stekkur milli skipa í vitlausu veðri.“ Nú var ismn að fullu brotinn á milli okk- ar. Við tókum langt tal saman. Ég fékk að vita, að hann var réttra seytján ára, rúmum tveimur ámm eldri en ég, og ætl- aði í Verzlimarskólann á komandi hausti. ísland þurfti að eignast menntaða verzl- unarstétt, sagði hann. Ég sagði honum sitt- hvað um það, hvað ég hefði lesið og brot- ið heilann um, — og jú, ég lét hann heyra vísur. Ég væri líka farinn að krota sögur sagði ég, en annars yrði ég að láta mér nægja að búa til persónur og láta þær lifa í hugai'heimum mínum. Vísurnar mín- ar og kvæðin væru auðvitað leirbxxrður, — ég væri allt of ungur og ómenntaður til að geta ort nokkuð af smekkvísi og veru- legu viti. „Þú ert svei mér ekki svo galinn," sagði hann. „Þessu er ég hissa á. Jahá, það verður eitthvað úr þér. Ætli þeir séu margir, sem hugsa svona á þínum aldril" Nú varm hann mig alveg, og margt töl- uðum við. Já, áður en við skildum, þótt- umst við geta verið þekktir fyrir að spjalla ofurlítið um stúlkur í sæmilegri einlægni, e*x með.. fxnlegu nrðbrngði. Nema-hvað?. kunnir bara þá sögu betur en ég, minnsta kosti í sumum atriðixm. Ég gerði víst bara það, sem mér var eðlilegt, og trúlega hef ég ekki haft minnsta vit á því, hvað i húfi var — eða ég væri að vrixna neitt afrek.“ „Rétt, alveg hárrétt," sagði ég. „Þú varst ekki í neinni keppni um verðlaun eða frægð, — það kom bara fram í þér sú mannslund, sem í þér bjó og hefur á ýmsan annan hátt lýst sér sxðari.“ „Vertu sæll, góði,“ sagði hann með sín- um mjúkláta seimi. Svo var haixn farinn. Svo hittumst við um daginn: „Þú hefur ekki skrifað söguna?" sagði ég. Hann þagði, mælti svo: „Nei, en ég hef hugsað svo lítið út í þetta. Kannski, — já, vitanlega ert þú orðinn vanur að fiixna, hvað feitt er á stykkinu .Og ég þykist sjá, að þetta hafi verið dálítið sérstakt fei'ðalag." „Segðu íxnðulegt, og það á fleiri en einn veg.“ „Já, þú ert nú líka meiri sjómaður en ég, og þó að ég hefði nú viljað skrifa þetta, þá veit ég ekki, hvort ég gæti lýst einmitt sjómennskuþættinúm með nægi- legum líkindum." „Ég hugsa, að það verði nú aldrei gert — til fulls.“ „Þú meinar það........ Þarna sérðu. Þú verður að gera þetta, — þú mannst meira að segja söguna betur en ég- Þú hefur kúnnað betur að meta allar aðstæður. Og þá ber allt að sama brunni: Ef sagan á að verða sögð, þá verður þú að skrifa hana, en við báðir að lappa atvikin saman.“ „Segjum það. Við mælum okkur þá mót.“ Það var gert. Og hér er hún svo, — sagan: Torið 1010 vantaði verzlun Milljóna félagsins á Þingeyri í Dýrafirði verk- stjóra, og var starfi'ð auglýst í landsmála blöðum, bæði nýrðra og syðrá. 1 það var síðan ráðinn Magnús Guðmundsson frá Ludvig C. Magnússon. Sauðárkróíki, og flutti hann vestur með fjölskyldu sína. Hann átti tvo soniu og eina dóttur. Eldri sonur hans, Ludvig Carl, var þá tæpra 14 ára, og skömmu eftir komuna vestur, var hann fermdur í hinni gömlu Sandakirkju, en þar var þá fermt í síðasta sinn. Ludvig var röskur piltiur til hvens serri vera skyldi, og var hann ekki látinn vinna í búðinni, heldur við sitthvað úti við, meðal ann- ars aðstoðaði hann föður sinn á ýmsan hátt. Hann hafði og talsvert vanizt sjó á smábátum, hafði gaman af sjóferðum og var atls ósmeykur á sjó. Hann var því oft aðstoðarmaður þeirra, sem önn- uðust flutninga á vélbátum verzlunarinn ar um fjörðinn, og síðar stjórnaði hann oft vélbátnum Stabil, sem hafður var í slíkum ferðum, enda smemma laginn við vélar. f þennan táma hafði Kjartan Rósin- kranzson frá Tröð í Önundarfirði hafið verzlun á Flateyri, seldi útlenda vöru og keypti fisk af sjómönmum og land- vöru af bændum. Hann hafði áður verð hákarlaskipstjóri, reynzt afbrigða dugleg ur, kappsamur og aflasæll. En nú var hann kominn yfir fimmtugt, og svo hafði hann þá hætt skipstjórn, enda þótti hákarlaveiðin ekki gefa jafngóðan arð og áður, og Kjartani féll ekki eins vel þorskveiði. Tveim, þrem dögum eftir höfuðdag sumarið 1910 köm saltskip til Þingeyr- arverzlunar. Meðan verið var að skipa upp saltinu, hringdi Kjartan Rósinkranz- son til Carls Proppé, verzlunarstjóra, og bað hann að selja sér 30 tonn af salti og senda sér það norður að Flateyri. „Þú hlýtur að hafa nægan skipakost — svona í vertíðarlokin," sagði hann. „Ég vil helzt borga saltið í blautum saltfiski. Þið hafið ágætt þurrkhús, en ég ekkert, og nú er góður afli hjá mót- orbátunum, sem róa undir Barðann og hérna norður á álkanlinn.“ Carl Proppé var mikið ljúfmenni og manna greiðugastur, og lofaði hann að bæta úr þönf Kjartans á þarxn hátt, sem hann óskaði. Eitt af þilskipum Milljónafélagsins hét Christian, en hér mun það verða skrifað Kristján, því áð þannig var nafnið borið fram í daglegu tali og þannig skrifað utan á sendibréf til þeirra, sem á skip- inu voru. En stundium var skipið kall- að slúp Kristján — eða bara slúffan, til dæmis sagt: Hann Jón er stýrimaður á slúffunni, en slup kölluðu Danir ein- sigld skip, sem voru ekki tvístefnungar, heldur með skúla og höfðu beint bug- spjót með aðeins einu segli, sem kaliað var klýfer. Önnur segl á slíku skipi voru fokka eða stafnhyi-na, stórsegl og toppsegl. Kristján var aðeins rúmar 20 léstir að burðarmagni, langur, en frek- ar mjór og grunnur og hlóðst þannig, að hann var jafnan mjög aftúrhlæður. Hann var allbeinn með borði og fallegt skip undir seglum. Hann þótti góður siglari og stóð allvel á fiski, svo sem það ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.