Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 29
Bvelgða eikarplanka, hentist í boga fram á milli þeirra Guðna og Jóhannesar, ei* hivorugur greip til hans, og lenti íurðu mjúklega á þilfarinu framan við stjórnvölinn og á milli hans og káebu- kappans, studdi á hann hnúum og vatt sér síðan við, sá á bakið á þeim báðum, hjálparhelilum sínum, ieit síðan á ská til (hlés, sá þar Sigurð goppast við sitýrið á hinum vind- og ölduknúna Njáli, skæl- brosa og lyfta annarri hendi í sigurhrósi. Eá þeif GíuÖhi Og Jóhannes, þeir höfðu áreiðanlega alis ekki áttað sig á því, hvað af Ludvig hefði orðið — uppnum- inn eða dumpaður í sjóinn, þar sem Kristján hefði steinrotað hann með skút- anum og sökkt honum í úfnar öldur! t-ri að var Jóhannes, sem varð fyrri til að koma til sjálfis sín, enda ekki van- ur að taka voveiflegum hlutum með fiáti og guðbænum, maður sá. Hann eneri sér við, sá Ludvig, honfði andartak grettur á hann og snaraðist síðan fram að kappanum til hans, greip í báðar axi- irnar á honum og sagði: „Þetta gerðirðu eins og flugfálki, heillakailinn.“ Svo sleppti hann honuim ieit til Guðna, sem stóð eins og stirðn- aður og studdist við stýrishausinn, virt- ist ekki eetla að trúa sínum eigin aug- um. Og Jóhannes kallaði, þrumaði: „HvaS er þetta, Guðni, reyndu nú að koma. Nú getum við þó komið upp fokk- unni.“ En Guðni leif til lands, og það var sem ekjálfti færi um hann. Nú horfði hann áreiðanlega á brimgarðinn, ef til vil.l hefur hann fyrst nú hugsað út í það, hver hefðu orðið örlög þeirra, hans og Jóhannesar, ef Ludvig hefði ient í sjóinn og Kristján rotað hann. Og Jóhannes arfimyndaðist í framan, sparkaði í þil- farið, kallaði, öskraði: „Hvað ertu að hugsa? Hver andskot- inn gengur að þér, maður? Eigum við kannski að standa bér eins og frosnir Bjódraugar og toíða ef.tir þvi, að blessað ekipið beri upp í brimið“? Svo komst þá kvik á Gúðna, sem hvorki skorti snerpu né lipurð. Og Jó- hannes þrammaði fram þilfarið, þeir Guðni og Ludvig á eftir honum, og jafnt voru þeir ailir komnir fram fyrir siglu, ILudvig engu seinni en hinir, þó að hann væri óvanur sjóstöðunni. Kvikur eins og köttur fór hann á handlás fram þilfarið, og svo var þá tekið að draga upp fökk- una, Guðni og Jóhannes báðir á drag- reipinu, en Ludvig stoppaði, dró til sín kaðalinn, jafnóðum og hann lengdist. Hann gerði hann síðan fastan. Jóhannes hafði brugðið við og farið aftur eftir að stýrinu, en Guðni gekk frá þeirri festingu fokkunnar, sem kom í veg fyrir að skautið rynni sitt á hvað eftir renni- boganum framan við sigluna. Þegar þeir höfðu lokið verkum sínum, Ludvig og Guðni, hafði Jóhannes undið til stýr- inu, horfði hálfboginn og grettur fram eftir þilíarinu — á þetta eina segl, sem upp var komið. Svo færðist bros yfir andlitið, og Jóhannes sagði við þá Öuöná og LiíÆvíg, sem komnir voru aít- ur á skutþiljurnar til hans: „Sbo, sko, — drengir! Hann stýrir, hann stýrir — og stefnan vel laust við Skagatangana! ....... Já, rétt hjá þér, svona vinurinn, nei, nær vindi skai ég ekki pressa þig, — ég veit, hvað þig vantar, vinurinn, — gott hjá þér svona.“ Nú talaði hann við skipið, mildur, lokk- andi, hrósandi. „Svona, kunningi, — nú getur drengurinn tekið við, — þú mis- virðir það ekki, — sko, því Jói Bjama- son aetlar ekki, skal ég segja þér, að bjóða þér upp á neitt smánariens inn á Hýrafjörð, — þú skalt fá að rækja þitt hlutverk með sóma........“ Nú leit hann á Ludvig: „Hérna, Lúlli minn, nú getur þú þetta, sko, svona, ekki láta kala jaðarinn, en heldur ekki fjaer vindi. Þú sérð, hvað bíður til hlés, ef nokkru skeik ar...... Já, þetta geng.ur vel hjá þér. Nú er okkur Guðna óhætt að fara að dútla við að skjóta rifum í stórseglið.“ Hann klappaði á koparnálina í stýris- hausnum og á öxl Ludvigs, klappaði þeim báðum, honum og Kristjáni, og síðan fóru þeir að leysa utan af stór- segliruu og rifa það, hann og Guðni. Ludvig heyrði, að Jóhannes sagði: „Við tvírífum, Guðni minn, það verður nógu erfitt að ná því upp, þó við höfum það ekki stærra, og ég held líka, að nóg sé á hann lagt með því. Hann þolir vita- skoxld mikil segl svona lestaður, og það er allt sterkt, sem hann Ólafur hefiur skiiað í hendurnar á okkur, ég á við segl og tó, en það er skrokkurinn, þó hann sé úr eik og koparnegldur, þá má öllu oifbjóða, — það held ég, að gigtin sé farin að grassera í mér, sem einu sinni var þó úr ófúnu timbrL“ Ludvig tók nú að svipast um, þó að hann hins vegar gætti vandlega bæði segis og stýris. Hann gaf rjúkandi brim- garðinum hornauga. Og nú fóru ónot um hann. Pór víst bezt sem fór, og það var ekki nokkur skapaður hlutur að hoppa þetta. En líkiega hefði maður ekki þurft að hafa fyrir að grípa sundtökin, ef maður hefði stungizt.....Nei, það var ekki vert að vera að hugsa um það. Ailt, sem tókst verulega vel, tókst víst anzi illa, eif það mistókst..... Nema þarna lónaði Sigurður á Njáli. Hann aetl- aði sjálfsagt að verða samferða inn fjörð inn. Ha? HvaS haíðl JoháilfléS annarS sagt, þegar hann var að tala við skipið eins og vin og fiélaga? Ekki bjóða þér upp á.......þú skalt fá að rækja þitt hlut- verk. Hann ætlaði þó víst ekki að leggja í það, sem þeir kölluðu kruss, sjóararnir, alla leið á Önundarfjörð, í þessu veðri og á svona hlöðnu skipi? Og enginn mat- arbiti, enginn vatnsdropi, ekkert brenni, engin kol — og þeir allir hlífarfata- lausir, meira að segja Ludvig og Guðni á blankskóm.......Hvers konar vitleysa var þetta eiginlega?.....Að hann ætl- aði sér fiyrir Skagatangana og leggjast á Follinum, fiá eitthvað úr landi matar- kyns? Luidvig leit til tanganna, sem skipið var nú að komast vestur fyrir. Þær voru orðnar ærið háar og brot- brattar, bárurnar, sem þar brustu — eða þá að sjá reykinn, sem upp af þeim lagði og stormurinn lyppaði eins og fingralipur spunakona hreinhvíta kembu. Það befði svo sem verið þægilegt — eða hitt þó heldur — að lenda þama upp _____ Annars sýndst Ludvig, að komið væri talsvert brim við Malirnar, vindurinn var svo skr.ambi utanstæður, — réttvis- andi norðan höfðu þeir verið að tala um, Jóhannes og Guðni........ Hana, þar voru þeir víst búnir að rifa stórseglið, og það stemmdi: skipið var úr allri hættu af Töngunum. Og Jó- hannes sagði svo hátt við Guðna, að Ludvig heyrði það aftur að stýri: „Farðu nú og láttu fokkuna dúndra niður, — ég fer afitur fyrir og stilli stýr- ið þannig aí, að hann gani upp í vind- inn." Þeir fóru síðan sinn í hvora áttina. „Láttu mig, ijúfurinn," sagði Jóhann- es og tók við stýrinu af Ludvig. „Farðu fram fyrir og settu fastan fiokkufalinn, meðan Guðni er að ganga þannig frá henni, að garrinn nái ekki áð leika sér með hana.“ Þegar þeir svo höfðu unnið sín verk, þjónar Jóhannesar, hafði hann vikið skipinu í þvervestur, eins og hann kall- aði það, og síðan kvaddi hann þá að kló- reipinu. Hann sagði við Ludvig: „Það er bezt að setja þig inn í, hvernig við förum nú að, lagsmaður. Þegar heist er á skipi og nógur er mannskapur, eru menn bæði við klófal og pikkfal, en nú verðum við að heisa fyrst svolitið í klóna, svo í pikkinn, svo aftur í Móna, úg ír/cr.a sraitt og sniátt, þangaS íil seglið er komið eins hátt í kló og það á að vera, þá endum við á því, að strekkja í pikMnn. Já, pikkurinn, það er sko risið á seglinu, drengiur minn. Nú verður þú að vera duglegur að stoppa, en við Guðni föllum í falinn, já, nú gild ir að láta ekki renna til á falnum undir nálinni, meðan við færum til hendurnar. Þetta verður, sikaltu vita, talsverður pressingur, .gjott til að hita sér á, lagsL“ Jú, Ludvig var til í tuskið. Honum var ekkert of heitt. Þeir voru allir orðnir gegndrepa frá hvirfili til ilja, bullaði meira að segja upp úr trí'tilskónum hans Guðna. Allvel gekk að koma upp seglinu. Þó mun það hafa tekið upp undir hálftdma, enda varð Jóhannes annað veifið að fara aftur að stýrinu og stilla það þannig, að seglið aðeins kæU í jaðar, en hvorki væri hætta á, að vindinum slægi í bak- segl né hann lægi of fast í seglinu. Jóhannes stillti stýrið í fyrsta skipti, þeg- ar komið var upp dálitið hom af stórsegl- inu, en áður en hann breytti um still- ingu á því öðru sinni, var fiokkunni lyft iítið eitt, og svo kom þá diálítill skriður á sMpið. Þegar hér var komið, var segl- dúkur settur yfiir lestarhlera og festur með tréfleygum og ennfremur gengið eins vandilega frá hurðum hásetaklefans og framast var unnt. Þegar svo stórseglið var komið í fulla hæð tvírifað, var fokkan dregin upp og gengið frá festingum á henni, og síðan var stytt lítið eitt í stórskautinu. Jó- | 24. desember 1965 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.