Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Page 6
Svo hrikalega horfir í heiminum, aö fjallaö er um atómstríö og afleiöingar þess sem eitthvað næstum óumflýjanlegt. Á myndum og í kvikmyndum reyna menn að geta sér til um útlit
borga og landa eftir hvellinn mikla. Þessi framtíöarsýn getur oröiö aö veruleika, ef ekki tekst aö hemja þaö brjálæöi sem býr aö baki. Miklar vonir eru bundnar viö kirkjuna í því
sambandi.
Hjálpa mér að fyrirgefa, þar sem
rangsleitni erhöfð íframmi;
að skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir
að dreifa Ijósi þar sem myrkurgrúfir
ogflytja fögnuð þar sem sorgin býr.
Meistari, hjálpa mér að kappkosta
ekki svo mjög að vera huggaður sem að hugga
ekki svo mjög að vera skilinn sem að skilja
ekki svo mjög að vera elskaður sem að elska.
Því að það er með því að gefa að vér þiggjum
með því að fyrirgefa að oss verður fyrirgefið
með þvíað týna lífi voru að vér vinnum það.
Það er meðþvíað deyja að vér upprísum til eilífs lífs.
Heilagur Franz frá Assisi
Þýð.: sr. Sigurjón Guðjónsson.
Sr. Kristinn
Ágúst
Friðfinnsson
IEf sú forsenda væri óyggj-
andi rétt, að í hernaðar-
bandalögunum sem slíkum
væru forsendur friðar eða
ófriðar fólgnar, væri auð-
velt að svara því til, að
kirkjan vænti þess að með tímanum
mætti viðunandi árangur friðarstarfs-
ins koma í ljós. En nú er það svo, að æ
fleiri gera sér grein fyrir því, að rætur
vandans liggja dýpra. Þar með er mik-
ilvægi eða nauðsyn bandalaganna ekki
dregin í efa. En vandinn lýtur að eðli
hinna dýpri forsendna hernaðarbanda-
laganna: Hvers vegna hervæðast þjóðir?
Þjónar hervæðingin aðeins vörnum og
öryggi? Er það satt, að jafnvægi geti
aðeins ríkt fyrir tilstuðlan sambæri-
legrar ógnar bandalaganna? Er trúlegt
að viðteknar forsendur friðar séu rétt-
ar?
Innan NATO eru margar herfræði-
legar stefnur ræddar. Oft má ekki á
milli sjá hvaða stefna verður ofaná í
umræðum. Kirkjan hefur hin síðari ár
reynt að hafa áhrif á bæði hernaðar-
bandalögin. Hún hefur reynt að hafa
áhrif á að upp verði tekin slökunar-
stefna, hatri verði snúið í gagnkvæmt
traust, tekin verði upp stefna sátta-
gjörðarinnar og að skuldinni verði ekki
einatt skellt á mótstöðuaðilann. í einu
orði: skrípaleiknum verði hætt. Kirkjan
vill halda á loft raunsærri umfjöllun um
gjöreyðingarhættuna og þá hernaðar-
hyggju, sem gegnsýrir ríki heimsins.
6
Eitt veigamesta viðfangsefni kirkjunn-
ar í þessu efni er að stuðla að viðhorfs-
breytingu. Annað veigamikið verkefni
er að fá hernaðarbandalögin til að
hlusta á raddir fólksins.
Kirkjan gerir sér grein fyrir raun-
veruleika líðandi stundar. Það er fjarri
sanni að hún telji einhverju endanlegu
markmiði sínu náð með því að koma á
veraldlegum friði. Hún veit að stjórn-
málaleg átök eru hluti mannlegs lífs, en
hún hafnar því, að gjöreyðingarógnun
sé raunsæ lausn. Hún veit einnig að á
veraldlega vísu er ekkert jafnvægi var-
anlegt. En hvað er þá kirkján að fara
þegar hún talar um frið?
Að skilningi Biblíunnar er friður það
einingarband og sá samhljómur þar sem
velferð, heill, jafrivægi allra krafta lífs-
ins og farsælt samband manna í millum
ríkir. Friðurinn vex af réttlæti kærleik-
ans. Aðeins í Guði er réttlæti kærleik-
ans fullkomið. Því getur heimurinn
hvorki gefið né tekið hinn sanna frið.
Hann er ekki af þessum heimi. Hinn
veraldlegi friður er þó alltaf hluti af og
í bakgrunni umræðu Biblíunnar um
frið. Nauðsynlegt er að þessi greinar-
munur sé skýr.
Veraldlegur friður, heimsfriður, er
háður pólitísku og efnahagslegu jafn-
vægi heimsins, öryggi einstakra þjóða
og andrúmslofti friðarvilja. Draumur-
inn um frið er því draumur um sam-
virkni alþjóðlegs jafnvægis og gagn-
kvæmrar virðingar fyrir mannréttind-
um. En verður þá friði komið á með
ógnarjafnvægi gjöreyðingarvopna? Nei.
Hervæðingin getur komist á það stig, að
styrkja þær stoðir, sem til ófriðar leiða,
og auka tortryggni. Þá er siðferðisvit-
und einstaklinganna beygð undir vafa-
sama hagsmuni.
Kirkjan þarf að ráðast að rótum
þeirrar heiftar, haturs og grimmdar,
sem að baki hervæðingunni býr. Kirkj-
an má ekki fjalla um frið á hinn hefð-
bundna hátt þrætubókarlistarinnar eða
út frá viðteknum forskriftum, sem rétt-
lætast af ótta og ógn. Kirkjan boðar von
og hugrekki, fórnfúsan kærleika og
virðingu fyrir mannlegu lífi andspænis
herskárri grimmd. Kirkjan vill efla það
almenningsálit, sem vill frið. skapa
vinsamlegt andrúmsloft milli fylkinga,
svipta umræðuna um stríð og frið and-
rúmslofti hernaðarhyggju og ótta, út-
rýma viðtekinni kreddufestu, hafna
stærilæti þjóðernishyggjunnar og hefja
kærleikann til vegs. Þar sem fólk gerir
sér grein fyrir eigin takmörkunum og
um leið rétti annarra til lífs er Guðs
vilji hafður í heiðri.
2Kristindómurinn hefur
ávallt kallað fólk til
ábyrgðar á mikilvægum
augnablikum í þjóðlífinu.
Ástæðan er einföld: samfé-
lagsleg ábyrgð hins kristna
manns. Það er veigamikið hlutverk
kirkjunnar að taka afstöðu til lífs ein-
staklinga og samfélags. Það gerir hún,
og á að gera, vegna þess, að henni er
annt um velfarnað, heill og hamingju
fólksins. Fyrir rösklega tuttugu og
fimm árum birtist í Morgunblaðinu
frábært viðtal við Stein Steinarr. í lok
viðtalsins segir skáldið: „Ég er alinn
upp í sveit eins og þú kannski veist, og
þegar ég var lítill drengur, var ég stund-
um sendur í kaupstaðinn, eins og það
var kallað. í raun og veru finnst mér ég
ennþá vera í einhverri slíkri kaupstað-
arferð, langri og yfirnáttúrulegri kaup-
staðarferð, en ég hef gleymt því, hver
sendi mig, og einnig því, hvað ég átti að
kaupa." (Mbl. 18.4.57). Svipað er okkur
líklega öllum farið. Hver sendi og hvað
átti að kaupa? Þeirri spurningu vill
kirkjan svara.
Orðið pólitík er mjög misnotað og
mistúlkað. Gjarnan er látið líta út fyrir
að það snúist einungis um flokkspólitík.
Pólitík snýst um líf mannsins í samfé-
lagi og náttúru, og helgast af því, að
taka afstöðu til mála. Kirkjan vill
vernda manninn og umhverfi hans fyrir
djöfullegum skrípaleik og hernaðar-
hyggju. M.a. þannig veitir kirkjan hinu
veraldlega valdi aðhald. Það er afar
mikilvægt að kirkjan austan járntjalds
fái eðlilégt svigrúm til athafna og geti
gagnrýnt stjórnvöld kommúnismans.
Þjóðkirkjufyrirkomulagið — svo rætt sé
sérstaklega um íslensku kirkjuna —
byggir einmitt á þeirri grundvallarsetn-
ingu, að fremur beri að hlýða Guði en
mönnum. Þó kirkjan geri sér grein fyrir
því, að hið endanlega og varanlega
markmið hennar næst ekki fyrir til-
stuðlan veraldlegra valdboða á hún sér
þó mörg mikilvæg félagsleg stefnumál,
sem fela í sér tryggingu á mannsæm-
andi lífi.
Ef hins vegar kirkjan fellur í þá
freistni, að fjalla um forsendur friðar út
frá staðbundnum forsendum. svo sem út
frá afstöðunni til hersetu á Islandi, get-
ur tvennt gerst: hinar raunverulegu for-
sendur friðarins gleymast, vandinn er
skilinn óleystur eftir og bönd einingar
um sókn til friðar rofna. Annars flokks
vandamál verða að víkja fyrir nauðsyn-
legri samstöðu um lífsstefnu gegn hel-
stefnu. Við verðum að skapa umræðunni
nýjan ramma, nýjar hugsunarleiðir, ljá
henni ferskleika skarpskyggninnar, sem
sér eðli hlutanna en ekki einungis um-
búðir þeirra, skurðgoðið.
Félagsleg afskipti kristinna manna
geta aðeins stuðlað að bráðabirgða-
lausnum deilna. Kristnir menn vita að
ekki er mögulegt að fjarlægja eða bæla
niður endanlega átök og deilur. En þeir
vilja afvopna átökin, stuðla að nýju
hugarfari. Friðflytjendur vilja sjálfir fá
að kanna innsta eðli hervæðingarinnar
en ekki láta aðra um að halda fram
hismi.
Jólahátíðin er í nánd. Fyrir komu
Jesú í heiminn væntu margir mikils
herkonungs, aðrir væntu friðflytjanda.
Þeir sem vænta friðflytjandans sáu von-
ir sínar rætast. Hann kom sem lítið
barn í jötu. Síðar var hann hengdur á
kross. En hann reis upp. Þessi mynd
segir okkur meira en mörg orð um það, í
hverju friðarsókn kristinna manna á að
vera fólgin. Hún verður alltaf háð á
annan hátt en viðteknar venjur fyrir-
skipa. Og hún segir okkur m.a. það, að
þegar allt kemur til alls eru tignirnar og
völdin máttvana gagnvart hinstu við-
fangsefnum og örlögum mannlegs lífs.
Kirkjunni ber að veita aðhald tignum og
völdum, sem svo oft hafa játast því, að
starfá í kristnum anda.
Sr. Hanna María
Pétursdóttir
Ég held að það sé ákaflega
mikilvægt að gera sér grein
fyrir að greina verður
skarplega að það sem er
pólitískt og svo hins vegar
flokkspólitískt. Það er ein-
faldlega í eðli kristins átrúnaðar að vera
pólitískur, þótt kristindómur verði aldr-
ei eign neins stjórnmálaflokks. Kristin
trú gengur með guðfræði sem hún elur í
þennan heim, guðfræði og hugmyndir
sem er túlkun á merkingu þess að lifa