Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 9
Irska leikrítaskáldio
Þegar írski rithöfundurinn og leikrita-
skáldiö Brendan Behan dó aðeins 41 árs
að aldri árið 1964 var hann löngu orðinn
þekktur bæði austan hafs og vestan fyrir
villimannslega drykkju sína ekki síður en
afrek sín sem meistari hins mælta og
ritaða orðs. Þessi villimennska sem svo
hefur verið kölluð lýsti af persónu hans
þegar hann hafði verið undir áhrifum
áfengis langtímum saman, og sögur af
hátterni hans áttu greiðan aðgang að
slúðurdálkum dagblaða með þeim tví-
bentu afleiðingum að fleiri lásu bækur
hans og sáu leikrit hans en ella og að sú
falska ímynd skapaðist um hann að hér
færi friðlausi listamaðurinn per se og
írskur kaþólikki í þokkabót, flækingur-
inn með stóra hjartað sem ekki fékk af-
borið grimmd tímans, iágkúru tíðarand-
ans eða hverfula blíöu fagurra kvenna og
varð að drekka til að lifa í hörðum heimi.
Nú væri stílhreint að segja: En Brend-
an Behan drakk til að deyja — og víst er
það að hann drakk sig í hel — en sann-
leikurinn er betri, þótt hann sé miskunn-
arlaus og sár eins og fæðing: Eins og
aðrir alkóhólistar drakk Brendan til að
svala ógurlegri fíkn. Þar skiptir engu
hvort menn eru listamenn eður ei, eða
knattspyrnuhetjur, eða bankaritarar.
Brendan drakk vegna þess að um hann
var rætt í blöðunum. Hann drakk einnig
vegna þess að hvergi var á hann
minnst____
Líf hans er því öðrum þræði harmsögu-
legt, því hann var gæddur hæfileikum
langt umfram flesta menn. Sum verka
hans leiftra af andagift, ríkulegu skop-
skyni, mannást og snilld. Þó hafði of-
drykkjan svo sogið úr honum frjómagnið,
að hann gat ekki fest síðustu verk sín
sjálfur á blað, heldur varð að þola þá
niðurlægingu að tala inn á segulband og
eftirláta öðrum að vinna skapnað úr
Brendan með eiginkonu sinni, Beatrice, 1956.
hraflinu. Hér á eftir fara nokkrar svip-
myndir úr lífi þessa manns. Þær lýsa
frægð og upphefð og grimmri glötun.
Sagnamaður — og
snemma orðheppinn
Brendan Behan sagði oft þá sögu — og
hann hafði yndi af að segja sögur og var
flestum öðrum snjallari í þeirri íþrótt — að
hann hefði alist upp í hinni örgustu fátækt.
Eftir því sem gekk og gerðist í fæðingar-
borg hans Dýflinni á þeim tímum var það
ekki alls kostar rétt, enda er það einkenni
sagna að fjalla rétt um það sem er logið en
eftirláta sagnfræðingum og stærðfræðing-
um það verkefni að skilja sannleikann frá
kjarnanum.
Föðurafi Brendans hafði verið málara-
meistari og í móðurættina átti hann mat-
vörukaupmenn að sem sjálfir voru af stönd-
ugu bændakyni frá Meath-sýslu á írlandi.
Foreldrar Behans bjuggu að vísu í leiguhús-
næði — þetta var áður en leigjendasamtök
komu til sögunnar og þegar húseigendur,
margir vellauðugir, þóttust því betri sem
þeir gátu hirt meiri okurleigu án þess að
kosta nokkru til við viðhald húsa sinna. En
'Behan-fjölskyldan var engan veginn á
vonarvöl, heldur bjó þarna vegna þess að
húsnæðið var í eigu föðurömmu Brendans
og leigan engin.
Faðir Brendans var einnig málari, en þó
Guðbrandur Gíslason
tók saman í tilefni af
jólaleikriti Leikfélags
Reykjavíkur, sem verð-
ur Gísl eftir Brendan
Behan
vel menntaður: Hann ku hafa lært til
prests, en kaus heldur að mála þök en heyra
skriftir. Móðir hans var ljóð- og söngelsk
þótt ekki gengi hún menntaveginn. Ekki fer
hér mörgum sögum af æskuárum Brendans,
en þó skal þess getið að hann þótti snemma
orðheppinn og með gott brageyra. Á heimili
hans var honum innprentuð föðurlandsást
og guðhræðsla. Hann skriftaði vikulega þar
til hann lenti í fangelsi á Englandi árið 1940
og var settur útaf sakramentinu.
Úr einu fangelsi í annað
Frá sextán ára aldri og þar til hann varð
tuttugu og tveggja ára, ef undan er skilið
sex mánaða tímabil, var Brendan Behan í
einu fangelsinu eða öðru, ófrjáls maður.
Enskir dómstólar sviptu hann frelsinu fyrir
virkan stuðning hans við IRA (the Irish
Republican Army), sem enn þann dag í dag
er í fréttunum og þá sem nú var ólögleg
frelsishreyfing íra sem barðist með oddi og
egg fyrir stofnun sjálfstæðs írsks lýðveldis
á Irlandi öllu og vildi reka Englendinga af
höndum sér. IRA-menn börðust fyrir mark-
miðum sínum á Englandi ekki síður en á
Irlandi og Norður-frlandi, en eins og kunn-
ugt er er Norður-írland undir enskri stjórn.
Þegar Brendan gekk til liðs við IRA,
skiptust liðsmenn hreyfingarinnar einkum í
tvö hópa, annars vegar eldri menn sem
höfðu háð frelsisstríðið gegn Englendingum
1919—21 og gátu ekki unað samningum sem
gerðir voru í kjölfar þess, og hinsvegar
SJÁ NÆSTU SÍÐU
9