Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 2
VILHJÁLMUR Bergsson: Lífrænar víddir.
F arvegur
Jólarabb eftirBolla Gústafsson
Spámenn koma og fara. Um
þessar mundir birtast þeir
í líki hámenntaðra sérfræð-
inga í þjóðfélags- og stjóm-
vísindum. Þeir draga álykt-
anir af mannkynssögunni
og segjast þá gjarna sjá
fyrir óorðna atburði eins
og fyrirrennarar þeirra
hafa gert um aldir.
Nýprentað dagblað á borði mínu greinir
frá varnaðarorðum vel metins stjórnmála-
fræðings. Hann spáir heimsbyggðinni
ófriði, þótt múrar, sem skildu að öndverð-
ar, ósættanlegar skoðanir ýmissa þjóðar-
Ieiðtoga tuttugustu aldar, séu nú fallnir. —
Þú, maður merkra aldamóta, þú, sem getur
vænst þess að lifa árið 2000, skalt ekki
búast við einhverri óvæntri paradísarheimt
handan þeirra hér á þessari stríðshijáðu
jörð. — Þetta felst í orðum stjórnmálafræð-
ingsins og spádómsorð hans hljóða svo:
„Markalínur milli menningarheima verða
víglínur framtíðarinnar.“ Þetta sagði
Samuel P. Huntington prófessor við Har-
vard-háskóla og hnykkti á þeirri fullyrð-
ingu, að í stað hugmyndafræðilegra átaka
þessarar mestu sprengjualdar mannkyns-
sögunnar verði árekstrar menningarheima
ríkjandi í heimsmálum á nýrri öld.
Árátta manna að ala á bölmóði er
óneitanlega lífseig. Þeir þreytast seint á
því að teija þjóðunum trú um, að ekki
megi slaka á klónni, hægja á ferðinni eða
tala á lægri nótunum. Dramatísk spenna
er talin lífsnauðsynleg gegn leiðindum. Það
er helst ekki gert ráð fyrir að menn geti
talast við og fræjum þeirrar skoðunar er
hvarvetna dreift. I snjöllum þýðingum Geir-
laugs Magnússonar á pólskum nútímaljóð-
um (í andófinu, útg. 1993) eru kvæði eftir
skáldkonuna Evu Lipska. Þar á meðal er
Aðvörun, fjarstæðukennd en áleitin útlegg-
ing skálds á þessari síbylju:
ég vara þig við þér
treystu þér ekki
þú gætir skotið þig í hnakkann
hvenær sem er
eða gengið fram hjá þér
gleymt þér
yfirgefið þig
þér er trúandi til þess
treystu ekki hægri hendinni
sem undirritar þér dauðadóminn
treystu ekki vinstri hendinni
gæti hlaupið í skarð þeinar hægri
gættu þín á eigin hugsunum
sem skyndilega hlaupast á brott
stökkva út úr brennandi þotu heilans
varastu þögnina
sem færir þig sér í nyt
hún gæti leyst þér tunguhaftið
Tortryggnin er sem fyrr förunautur
mannsins og lætur mjög að sér kveða.
Trúin á andlegar framfarir, hvað þá sið-
bót, nær því ekki að dafna, heldur minnir
fremur á þurrkuð blóm, sem gleðja engan
með angan, en safna á sig ryki. Það er
síst að ástæðulausu, en á rætur að rekja
til skefjalausrar eigingimi. Hún er sem
fyrr undirrót tortryggni, haturs og grimmd-
ar. Áhrif hennar koma í veg fyrir, að menn
líkra og ólíkra skoðana leggi sig fram um
að hittast, ræði saman og þegi saman. Ég
segi þegi saman og vísa til ljóðsins hér að
framan. Menn sem ætla að leysa samfélags-
vanda af ýmsu tagi verða að eiga saman
kyrrðarstundir, horfa í himininn upp, já,
leyfa heilagri þögn að leysa haft tungunn-
ar. — Ráðstefnuform samtímans gera alls
ekki ráð fyrir því. Þeir sem vinna að samn-
ingum og friðarmálum þeytast á milli staða
taugastrekktir af tímaskorti. Hvert samfé-
lag verður að eiga heilaga kyrrðarstaði.
Það eru sameiginlegir hagsmunir mann-
kynsins, að leiðtogar ólíkra trúarbragða,
mismunandi menningarviðhorfa og gróinna
hefða geti talað saman án öfga, að menn
læri að meta og virða ólíkar skoðanir. Sag-
an kennir okkur, að hvers konars öfgar
leiða til misskilnings og oftar en ekki til
tortímingar og hruns. Samkvæmt frásögn
heilagrar ritningar varð upphaf kristin-
dómsins hér á jörðu fjarri öllum hávaða,
en bar svip hógværrar gleði yfir fæðingu
lífs í fátækt og nægjusemi. Þögulir sátu
nokkrir fjárhirðar saman við lítið bál í ná-
grenni Betlehem, fáfróðir erfiðismenn og
ekki áhyggjulausir. Þeir sátu í þögn dimmr-
ar nætur og horfðu í eldinn. Þá leysti þögn-
in loks tunguhaft himinsins — þaðan barst
þeim óvæntur boðskapur um frið og frelsi.
Fyrirheitið um frið og frelsi, sem þar var
boðað og fylgt eftir, felst í kenningu Krists,
sem hvílir á grunni algildrar kærleiksfórn-
ar. Ég býst við, að Ewa Lipska hafi varla
gert ráð fyrir, að út af ljóði hennar, Aðvör-
un, yrði lagt á þennan veg. En sönn list
hefur sér það til gildis, að ólík viðhorf geta
fundið sér sameiginlegan farveg í henni.
Listin er farvegur menningar og trúar. En
farvegurinn stíflast, er öfgar og óheilindi
ráða huga og hroki þyrlar upp ryki sýndar-
mennsku og hégómagimi. Það er krafa
sannrar listar um heiðarleika og einlægni,
sem gefur henni gildi og mikilvægast hlut-
verk hér í heimi. Hún á að hrífa menn úr
fjötrum vana og værðar og knýja þá til
að talast við, að leita kyrrlátra staða fjarri
erli og spennu og finna leiðir til sátta og
samlyndis.
Jólablað 1994
Forsíðan.
Myndin er eftir Peder Severin Kröyer frá
1882 og heitir „Hjá kaupmanninum þegar
ekki fískast“.Myndin er í tengslum við grein
um „gullöld“ í myndlist Norðurlanda 1890-
1910. Kröyer var frá Stavanger en settist að
í Danmörku, var víðreistur heimsmaður ílist-
inni og jafnframt einn þeirra sem settust að
á Skaganum á Jótlandi. Myndir hans þaðan,
bæði úrgleðskap, en einnig úr harðri lífsbar-
áttunni í fískimannasamfélaginu, teljast með
því bezta frá þessari „gullöld".
Farvegur.
Jólarabb eftirBolla Gústafsson á Hólum, bls. 2.
Gengið frá Barcelona.
Ný smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson,
bls. 4-5. Mynd: Einar Hákonarson.
Brautryðjandi og þjóðsagnapersóna.
Um Björn Pálsson flugmann eftir Lindu Sal-
björgu Guðmundsdóttur, sagnfræðing, bls.
4-8.
Lokkur ástarinnar á
handritasafni Landsbókasafns.
Eftir Gunnar Hersvein, heimspeking, bls. 9-11.
Kóngsins gæska hefur ísland úr duftinu.
Össur Skarphéðinsson, umhverfísráðherra,
skrifar um séra Björn í Sauðlauksdal og
brautryðjandastörf hans, bls. 12-15.
Feður og synir.
Ný smásaga eftir Einar Má Guðmundsson
rithöfund, bls. 16.
Galdrasagan - þroskasaga þjóðar.
Eftir Ólínu Þorvarðardóttur cand mag., bls.
18-20.
Sigríður í Brattholti og Gullfoss.
Eftir Eyrúnu Ingadóttur, sagnfræðing, bls.
21-23.
„Gullöldin“ í norrænni myndlist.
Gísli Sigurðsson lítur á Norðurlandamyndlist
áranna 1890-1910, bls. 24-27.
Sovéljól - jólasovét.
Smásaga eftir Ásgeir Hannes Eiríksson, bls.
28-99. Mynd: Árni Elfar.
Við erum ekki ein...
Sigurður Karlsson, leikari, skrifar um leik-
ritahöfundinn J.B. Priestley I tilefni aldaraf-
mælis hans, bls. 30-32.
Landnám sonnettunnar á íslandi.
Eftir Þorgeir Ibsen, fyrrv. skólastjóra, bls.
32-34.
Storm King listamiðstöðin í New York.
Myndafrásögn eftir Einar Fal Ingólfsson,
blaðamann og Ijósmyndara, bls. 35.
Jól á Eyrarvegi 35.
Endurminning eftir Jóhann Árelíuz, rithöf-
und, bls. 36.
Um kirkjustaði og kirkjur á íslandi.
Eftir Oddgeir Guðjónsson, fyrrv. bónda I
Tungu, bls. 36.
Miðaldakirkja lögð í rúst.
Páll Björnsson, sagnfr., segir frá örlögum
háskólakirkjunnar í Leipzig, bls. 37-38.
Haust í skóginum.
Ljósmyndir og textar eftir Sigurð Blöndal,
fyrrv. skógræktarstjóra, bls. 38.
Kristnir gegn kristnum
í fjórðu krossferðinni.
Eftir Christof Wehmann, sagnfræðing, bls.
39-41.
Kjalamesið góða.
Eftir Pétur Pétursson, þul, bls. 42.
Á slóðum Saffróar og Hómers.
Ferðaminningar eftir Onnu Maríu Þórisdótt-
ur, bls. 44-45.
Mannrán og málagjöld.
Karl Helmut Kortsson, dýralæknir á Hellu,
segir frá forföður sínum, bls. 46.
íslenzku Bing & Gröndahl plattarnir.
Eftir Halldór Halldórsson, útgerðarfræðing,
bls. 47.
Verðlauna-krossgáta bls. 43.
Verðlauna-myndagáta bls. 48.
Ljóð.
Eftir Matthías Johannessen, bls. 3, Friederich
Hölderlin (í þýðingu Hannesar Péturssonar)
bls. 8, Ragnar Inga Aðalsteinsson, bls. 8,
Agústínu Jónsdóttur bls. 11, ísak Harðarson,
Ragnar Rögnvaldsson, Kristjönu Emelíu Guð-
mundsdóttur og Guðmund Kristjánsson bls.
17, Elísabetu Jökulsdóttur og Pjetur Hafstein
Lárusson bls. 23, Valgerði Þóru og Þórunni
G. Guðmundsdóttur bJs. 41, Þóru Ingimars-
dóttur og Þóru Björk Benediktsdóttur bls.
42, Maríu Skagan og Kristin Gísla Magnús-
son bls. 45, Kristján J. Gunnarsson og Ás-
laugu Jensdóttur bls. 47.