Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 34
JÓHANN Sigurjónsson. án þess að sonnettuþýðingu þeirra verði gerð lítilleg skil. XI Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum, því að flestum er kunnugt að Helgi Hálfdanarson er með allra beztu og snjöll- ustu þýðendum þessa lands og hefur unnið stórvirki á því sviði og flutt hingað heim í hlaðvarpa íslenzkra bókmennta margt önd- vegisrit heimsbókmenntanna og auðgað ís- lenzka tungu og menningu með þýðingum sínum. Mörg ef ekki flest þýðingarstórvirki sín hefur hann unnið á þeim árum frá þvi unga lýðveldið okkar var stofnað. Mættu menn gjaman minnast þess á lýðveldisári. Hér var ekki ætlunin að ræða almennt um þýð- ingar Helga, heldur drepa lítillega á son- nettuþýðingar hans, sem eru á sjötta tug eða meir, ór ýmsum málum, einkum þó ensku. Þar af m.a. hátt á annan tug Shake- speare-sonnetta og röskan tug eftir William Wordsworth (1770-1850), en hann var í hópi allra beztu sonnettuskálda og sá sem hóf þetta ljóðform (sónháttinn) til fyrra gengis eftir að það hafði í Englandi legið í lægð á átjándu öld. Áhrifa Wordsworths í skáldskap gætti víða. Hann var straum- hvarfamaður í enskum bókmenntum og einn þeirra fremstu, sem ollu þáttaskilum í enskum kveðskap. Hann var einn af hinum svo nefndu „vatnaskáldum" („the Lake poets“) og litlu eldri en hinir tveir sem voru: Samuel Taylor Coleridge (1772- 1834) og Robert Southey (1774-1843). Þeir áttu allir heima í hinu fagra Lake District (Vatnahéraðinu) í Norður-Éng- landi. Hefur Helgi Hálfdanarson þýtt ljóð eftir þá alla, einkum þó Wordsworth, sem var afkastameira og þekktara skáld en fé- lagamir og áhrifa hans gætti víðar, m.a. á Norðurlöndum (Skandinavíu) hjá upphafs- mönnum rómantísku stefnunnar í skáldskap þar. Árið 1798 kom út ljóðabókin „Lyrical Ballads", nafnlaus, og árið 1800 í nýrri útgáfu, aukinni. Kom seinna í ljós, að höf- undarnir voru þeir félagarnir og vinirnir, W. Wordsworth og S.T. Coleridge, en flest kvæðanna voru þó eftir Wordsworth. Segja má að kvæði þessu séu tímamótaverk og með þeim heQi rómantikin innreið sína í enskar bókmenntir og skipi álíkan sess þar sem kvæði Oehlenschlágers í Danmörku uppúr 1800 og seinna kvæði Wergelands og Welhavens í Noregi og kvæði Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar hér heima á Fróni. í „Afturelding Noregs" („Norges Dæmring" útg. 1834), sem er sonnettusveigur Welhavens til Noregs, gætir greinilega áhrifa frá Wordsworth. Var þess áður minnst, að Matthías Joc- humsson hefði þýtt 17 þeirra. XII í þýðingum sínum ræðst Helgi ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur. Auk þeirra sem nefndir voru þýðir hann sonnett- ur eftir stórskáld einsog Michael Drayton (1563-1631), sem var ári eldri en Shake- speare (1564-1616), en lifði 15 ámm leng- ur en hann; John Milton (1608-1674); William Cowper (1731-1800); Byron lávarð (1788-1824); Percy Bysshe Shelley (1792- 1822) og John Keats (1785-1821), fagur- kerann mikla, sem sagði hin heimskunnu orð, sem oft er vitnað til, í tíma og ótíma: „A thing of beauty is a joy for ever“ („Fag- ur hlutur er æ til yndis“). Úr frönsku eftir skáld sem Joachim du Bellay (1525-1560); Pierre de Ronsard (1524-1585); Charles Baudelaire (1821- JAKOB Jóhannesson Smári. DANIEL Ágúst Daníelsson. HELGI Hálfdanarson. 1867), José-Maria de Hérédia (1842- 1905), Paul Verlaine (1844-1896) og Art- hur Rimbaud (1854-1891). Hið vinsæla og ástsæla ljóðskáld Frakka, Paul Verlaine, eitt ljóðrænasta skáld þeirra á síðari tímum, er fæddur sama árið og sonnettan „Ég bið að heilsa“ tekur sér bólfestu í Bragatúni hér heima. Úr spænsku hefur Helgi þýtt a.m.k. tvær sonnettur. Báðar eftir Lope de Vega (1562- 1613), og úr ítölsku aðrar tvær, eftir Mic- helangelo Buonarotti (1475-1564). Þá hefur hann m.a. þýtt úr þýzku tvær fagrar sonnettur eftir Rainer Maria Rilke (1875- 1926). Þótt hér hafi lítilsháttar verið drepið á sonnettuþýðingar Helga Hálfdanarsonar úr nokkrum helztu málum 'álfunnar, hefur hann þýtt ótal margt fleira í bundnu máli, undir ýmsum öðrum, margvíslegum og fjöl- breytilegum bragarháttum og hefur á því sviði verið hvorttveggja í senn mikilvirkur og vandvirkur. Dæmin um þetta eru ljós, hveijum sem kann að lesa sér að gagni. Sonnettuþýðingar hans eru að jafnaði af- bragð, ekki aðeins að kunnáttu og miklum lærdómi, heldur má líka sjá á þýðingum þessum, að þar er skáld á ferðinni gætt skáldlegu innsæi og kann að beita skáldleg- um tökum í meðferð máls, forms og efnis og teygja og sveigja málið til hins ítrasta að vild sinni eftir ströngustu kröfum þess í allri meðferð. Hér koma tvær sonnettuþýð- ingar hans sem dæmi um það sem sagt var. Hin fyrri þýðing á kvæði eftir Rilke og hin síðari þýðing hans á frægri sonnettu eftir Milton, frumtextinn enski fylgir til samanburðar: KONA OG ÖRLÖG (R.M. Rilke) Sem konungur á veiðum gálaust velur það víngias sem er hendi næst í svip, og einsog sá sem átti glasið, felur með alúð frá þeim degi slíkan grip, eins hafa þorstlát örlög borið sér einhverrar líf að vör, sem fátæk ævi varðveitti síðan vel sem brotthætt gler, viðkvæmt og fínt og sízt við hversdags hæfi, með gát í luktu leynihólfi falið sem löngum geymdi það sem dýrmætt var (það er að segja, það sem dýrt var talið). Það beið þar einsog allt sem tíminn veldur einungis gleymsku, fólva hnignunar, varð aldrei dýrt og ekki fágætt heldur. Því miður hefur undirritaður frumtextann ekki við höndina en eigi að síður má sjá að þýðandinn kann að láta tunguna þjóna sér og þýðingu sinni að vild án þess að meiða hana eða skemma, þótt í því efni finnist manni að teflt sé á tæpasta vaðið í einstaka tilfelli. Og á móðurmálinu er orðið til gott ljóð í ítölskum sónhætti og frumtext- anum komið vel til skila, í engu misboðið, hvorki í efni né formi. Hitt dæmið er ekki af léttasta taginu, en það er kvæði Miltons sem hann yrkir um blindu sína í ítölskum eða Petrarca-són- hætti: BLINDAN (John Milton) Ég minnist þess, hve ljósið burtu leið um lífs míns hádag inná rókkurlönd, og gáfa sú, er glepur dauðans hönd, varð gagnslaus þungi, meðan sál mín beið þess eins að vekja iauf á lífsins meið en leit með ótta Herrans refsivönd og spurði: „Hvort mun hverfa sólarrönd, er hálfnað bíður vinnudagsins skeið?" Og þolinmæðin galt hið glögga svar: „Guði var aldrei þörf á mennskri dáð, því mátturinn er hans og dýrðin hæst. Hver hollur þjónn hans ok í auðmýkt bar. Þótt ofurhuginn gæti marki náð, var hinn, sem þolinn beið, hans barmi næst.“ Hér á eftir sjáum við svo þessa sonnettu á frummálinu og getum borið hana við þýðingu Helga og hljótum að viðurkenna að vel hefur til tekizt, en verkið hið vanda- samasta og viðkvæmasta til þýðingar. í formála að þýðingum sínum á sonnettum Shakespeares, segir Daníel Ágúst Daníels- son eftirfarandi um sonnettur Miltons: „Sonnettur hans eru samfelld ljóð, án bils eða þagnar (nema við kommu eða punkt) en að öðru leyti eftir fyrirmynd Petrarc- as. Sagður er þessi sónhattur vera á einsk- is skálds færi nema Miltons.“ ON HIS BLINDNESS (John Milton) When 1 consider how my light is spent E’re half my days, in this dark world and wide, And that one Talent which is death to hide, Lodg’d with me useless, though my Soul more bent To serve therewith my Maker, and present My true account, least’the retuming chide, Doth God exact day-lábour, light denýd, I fondly ask; But patience to prevent That murmur, soon replies, God doth not need Either man’s work or his own gifts, who best Bear his milde yoak, they serve his best, his State Is kingly. Thousands at his bidding speed And post o’re Land and Ocean without rest: They also serve who only stand and waite.“ Þegar textamir eru bomir saman, er augljóst að ekki er um neina orðabókarþýð- ingu að ræða, en hitt er líka jafn augljóst, þegar grannt er gáð, að þýðandanum hefur tekizt með ágætum að ná tökum á efni og anda kvæðisins og binda í hið knappa form sónháttarins og skapa þar með enn eina ljóðperluna á okkar „ástkæra, ylhýra" máli, sem er „allri rödd fegra". XIII Eins og á fyrri tíð, eigum við hin síðari ár margan góðan þýðanda á bundið mál sem óbundið. Á þessu sviði eru ævintýrin enn að gerast - og sum hver hin markverð- ustu, einsog t.d. þegar Daníel Ágúst Daní- elsson (f. 1902), fyirum læknir í Dalvík, vinnur það mikla afrek að þýða allar son- nettur Shakespeares, 154 talsins, á íslenzka tungu og gerir það með þeim glæsibrag að hljóta almannalof fyrir og góða dóma gagn- rýnenda. Daníel Á. er kominn mjög við ald- ur, hátt á níræðisaldri, þegar þýðingar hans koma út á einni bók á vegum Menningar- sjóðs, árið 1989. Daníel Ágúst Daníelsson er maður vest- firzkrar ættar, fæddur að Vöðlum í Önund- arfirði og átti þar heima til níu ára aldurs, en flutti vorið 1911 með foreldrum sínum og 5 systkinum til Suðureyrar í Súganda- firði og sleit þar bamsskónum og lifði ham- ingjusama bernsku og æsku í skjóli góðrar fjölskyldu við leik og störf, þ.á m. verzlunar- störf, unz hann hleypir heimdraganum og lætur útþrána rætast. Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, einn af æskufélögum Daníels Á., lýsir honum og foreldrum hans þannig í „Súgfirðinga- bók“, bls. 372-374: „Daníel Bjarnason og Guðný Finnsdóttir höfðu búið á Vöðlum í Ónundarfirði og flutt- ust með börnum sínum sex vorið 1911 til Suðureyrar. Daníel hafði jafnframt bú- skapnum stundað sjóinn á þilskipum frá Flateyri. Hann var þéttur maður á velli og herðamikill, skeggjaður, smiður og hag- leiksmaður, fróður og hygginn. Guðný var hógvær kona og háttvís og bar í augnaráði festu og íhygli, en glettnisglampar léku oft um andlit hennar í orðræðum við fólk ...“ „Daníel Ágúst var næst yngstur systkin- anna. Hann var hár og beinvaxinn, bjartur yfírlitum með glóbjart hár, íþróttamaður og allur vel á sig kominn. Hann fór til Ameríku og hóf þar læknanám, en tók embættispróf við Háskóla íslands og varð síðan starfandi læknir. Hann var um aldar- fjórðungs skeið læknir í Dalvík. Kona hans er Dýrleif Friðriksdóttir frá Efri-Hólum í Þingeyjarsýslu ..." Hér hefur verið minnst á fáein atriði og stiklað á stóru um lífshlaup þess manns, sem átti það fyrir að liggja, á efri árum sínum, að þýða sonnettur Shakespeares og hljóta fyrir það maklegt lof og verðskuldaða athygli landa sinna. XIY Um langt árabil hafði Daníel Ágúst Daní- elsson, læknir, unnið að þýðingum „Son- nettanna" og rannsakað og kannað baksvið þeirra og sögulega tilurð og skrifaði um þetta langan og ítarlegan formála, fróðleg- an og glöggan, eitt hið bezta skrif sem enn hefur verið sett fram á okkar tungu um sonnettur Shakespeares. Formálinn er hart- nær fjörutíu blaðsíður í nítján köflum. Um uppruna sonnettanna og um sónháttinn segir Daníel Á. m.a. þetta í 18. kafla, bls. 67: „ítalska sonnettan var upphaflega lýriskt brunakvæði, ort á miðöldum ofanverðum og hélst svo að mestu til endaloka þeirra. Alla tíð síðan (að undanteknum síðari helm- ing átjándu aldar) hafa sonnettur verið ort- ar víða um heim og svo að segja um allt milli himins og jarðar og þá að sjálfsögðu einnig um ástina. Sónhátturinn er knappur og kröfuharður, enda skilar hann jafnan flestum bragarhátt- um skýrar, sérkennum skálda sinna, hvers og eins. Mörg snilldarverk í ljóðagerð heimsins eru í einföldum og afskornum búningi són- háttarins. Um aldir hefur hann haldið velli við hliðina á fögrum og frægum bragarhátt- um, svo sem hexameter, terza rima og ottave. Frumsamdar íslenzkar sonnettur eru á meðal fegurstu ljóða tungunnar...“ Og undir þetta má fyllilega taka með Daníel Á. Daníelssyni og benda jafnframt á, að fyrsta íslenzka sonnettan, sem á 150 ára afmæli á þessu ári, sonnetta Jónasar, „Ég bið að heilsa“, er meðal þeirra allra fegurstu, svo unaðsblíð og eftirminnileg að hún er og verður greypt í hug og hjarta þjóðarinnar um ókomna tíð, um aldir eða svo lengi sem íslerzk tunga verður töluð. ÉG BIÐ AP * SA Nú andar suðrið „ týðum. A sjónum allar bárur „ :a og flykkjast heim að fögru di ísa, að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund i drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður! Það er stúlkan min. OHJ Höfundur er fyrrverandi skólastjóri í Hafnarfirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.