Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 19
að vekja þá upp og magna. Uppvakningar dragnast um með náfroðu í vitum og of- sækja ekki einungis meingjörðarmenn galdramannsins, heldur ættniðja þeirra í níunda lið. Með nákvæmum lýsingum er greint frá ýmiskonar galdrabrögðum. Innan um allt úrvalið í þeirri hryllingsbúð sveima síðan galdramenn fortíðarinnar líkt og villu- ráfandi sauðir. Galdrasögur þessa tímabils einkennast af formleysi. Þær eru tjáning þar sem tilfinn- ingar yfirgnæfa boðskap. I þeim takast á maður og náttúra, en í sögum af nafnþekkt- um galdramönnum eru það guð og kölski. I stað mildinnar, réttlætisins, öryggisins og úrræðnanna í galdramannasögum kemur refsiharka, ótti og úrræðaleysi er allsráð- andi í öðrum galdrasögum á átjándu öld. SÖGUR AF NAFNÞEKKTUM Galdramönnum í fljótu bragði mætti álykta sem svo að eftir því sem kenningar kirkjunnar ná sterk- ari fótfestu í íslensku samfélagi hljóti heiðin áhrif að lúta í lægra haldi. Því er þó alls ekki þannig farið í þjóðsögunum. Það sjáum við glöggt ef við fylgjum fordæmi Einars Olafs Sveinssonar frá því fyrr á öldinni, og berum saman sögur af nafnþekktum galdra- mönnum frá ólíkum tímaskeiðum. Fyrir valinu verða þeir Sæmundur fróði sem var uppi frá 1056 til 1130, og hinsvegar Þor- móður í Gvendareyjum sem lifði á 18. öld. I flestum sögum af Sæmundi fróða er klerkurinn að fást við djöfulinn og ára hans, og hefur ævinlega betur með kunnáttu sinni, eins og fyrr segir. í viðskiptum þeirra félag- anna er kölski nokkuð klókur á stundum, en má sín þó lítils gagnvart útsjónarsemi prestsins. Ýmis sagnaminni í þessum sögum eiga sér erlendar hliðstæður, en sögur af heimsku fjandans eiga sér ævafornar rætur. Lykillinn að kunnáttu Sæmundar er sam- kvæmt þjóðtrúnni sú menntun sem hann hlaut í Svartaskóla, er hann lærði til prests. Þar segir sagan að myrkrahöfðinginn hafi haft aðsetur og vanalega kippt til sín þeim nemandanum sem síðastur gekk út úr skól- anumv Sæmundur slapp naumlega undan þeim gamla — og hófst viðureign þeirra þar með. Einkenni þessara sagna eru m.a. þau hvernig galdramaðurinn tekur ára og púka í sína eigin þjónustu og beitir sjónhverfing- um við iðju sína. Svartiskóli gegnir miklu hlutverki í þessum sögum og sömuleiðis galdrabókin sem ýmist er nefnd „Rauð- skinna“ eða „Gráskinna". Samningur við djöfulinn kemur snemma fyrir í sögum þess- um, en framan af er það nær undantekn- ingalaust galdramaðurinn sem hefur betur með slíkum samningum — andstætt því sem síðar verður. Flestar bera þessar sögur keim af kristnum viðhorfum. Þormóður í Gvendareyjum er uppi sjö öldum síðar. Hann er ekki „lærður“ g^ldra- meistari í sama skilningi og Sæmundur, enda þótt hann kunni margt fyrir sér. Hann er íslenskur alþýðumaður sem fæst að jafn- aði hvorki við djöfla né púka, heldur rammís- lensk myrkraöfl, nefnilega sendingar og drauga. Hann gerir engan „kontrakt" um sálu sína, og beitir einvörðungu þjóðlegu kukli við það að fyrirkoma illum sendingum. Varnargaldur kann hann vel, og galdri sín- um beitir hann aldrei til ills, nema gegn mótstöðumönnum sem þá hafa ætlað honum sama hlutskipti og þeir hljóta sjálfir. Að þessu leyti er Þormóður dæmigerður fyrir nafnþekkta galdramenn sem sögur fara af á 18. og 19. öld. Þegar við berum saman þessa tvo sagna- flokka kemur í ljós að Sæmundarsögurnar, sem (nota bene!) eru eldri, byggja á kristnu viðhorfi sem þó er yngra en þær fornu hug- myndir og sú ramma þjóðtrú sem síðari flokkurinn birtir. Þetta er allrar athygli vert: Hvað veldur því að um svipað leyti og klerk- arnir hamast hvað mest gegn göldrum og kukli — um sama leyti og ætla mætti að áhrif kirkjunnar séu hvað sterkust í samfé- laginu, eykst vægi þjóðtrúarinnar og hinna heiðnu áhrifa í þjóðsögunum? Sé seilst í lyklakippu Bascoms, verður ekki betur séð en að tveir lyklanna geti hér komið að haldi. Sögurnar virðast bera vott um dulbúna uppreisn gegn ríkjandi gildum um leið og þær fela í sér mótstöðu gegn aðsteðjandi áhrifum. Svo virðist sem ís- lenska þjóðin hafi í munnmenntum sínum sýnt óbeint eða táknrænt andóf gegn að- steðjandi hugmyndastraumum kirkjunnar. Straumum sem alþýða fólks var ekki tilbúin að tileinka sér, enda þótt þeir væru mjög svo ríkjandi í þjóðlífinu. Kenndir Og Hvatir í GALDRASÖGUM Margar galdrasögur eru auðugar af fjálg- legum lýsingum á göldrum ýmiskonar, til „KOLBEINN satháttá klettasnös/kvaðst á við hann í neðra “ segir í Áföngum Jóns Helgasonar. Teikning Halldórs Péturssonar er við þjóðsöguna af Kolbeini Jöklaskáldi og lýsir um leið þeim gamansama þætti ígaldrasögunniþegar menn notuðu kunnáttu sína til að klekkja á Kölska. GALDRASAGAN tekur á sig óhugnanlega mynd: Menn og konur brennd á báli. I svæsnustu sögunum er óttanum veitt iitrás, losað um bældar hvatir og opnuð ný leið til skilnings á heiminum og lífinu, segir greinarhöfundur. Mynd: Haukur Halldórsson. „GALDRA Loftur er sendiboði illskunnar og hann hverf- ur af sjón'arsviðinu eftir að hann er orðinn djöfulsins eign: Hverfur til síns heima. Það þýðir að djöfuUinn er ekki lengur í heiminum heldur utan hans.“ Myndin er af Benedikt Erlingssyni í hlutverki Galdra Lofts í „Oskinni“ eftir Jóhann Sigurjónsson, sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. dæmis tilbúningi tilbera, sagnaranda, flæð- armúsa og skollabróka. Ef við stöldrum aðeins við tilberann, þá er hlutverk hans samkvæmt þjóðtrúnni að sjúga mjólkurfén- að og í sumum tilfellum að stela ull. Tilbera- sögurnar fela í sér augljósa andúð þar sem tilberamæðrunum er harðlega refsað: Einu sinni koma maður að morgni dags að ullarbing er hann ætlaði að breiða úr, en í því bili kom tilberi og þyrlaði burt með sér öllum bingnum. En fjörugur eldishestur var nærri og reið maðurinn honum á eftir tilberanum sem mest mátti hann. Sá maður- inn að hesturinn yrði að springa ef svo færi lengi fram, en þegar kom á hlaðið á Qórða bæ skauzt tilberinn úr bingnum og upp undir konuna er var úti stödd. Maður- inn hljóp að konunni og tók hana höndum, fann tilberann inn á henni og sleit liann frá henni og sprengdi hann. En svo hélt tilber- inn sér fast að sugurvartan slitnaði með af konunni og dó hún af blóðrás. (JÁ I, 421). Það sem eftir stendur að lokinni þessari sögu eru afdrif tilberans og móður hans. Æsilegur eltingarleikur fær blóðið til að streyma örar. Svo þegar búið er að króa sökudóginn af, hefur árásargirni áheyrand- ans verið mögnuð upp. Sögnin að „slíta“ er tvítekin í sögulok; tilberinn er slitinn af konunni og sprengdur, og síðan er tekið fram að sugurvartan hafi slitnað af og kon- unni blætt út. Hér eru ekki höfð mörg orð — en sterk. Og það eru þau sem óma eftir í huganum þegar sögunni er lokið: „Slíta“, „sprengja“, „slíta“, og „deyja". Einkunn athæfisins er síðan gefin í ástandslýsing- unni sem síðasta nafnorð sögunnar setur fram, en það er: „Blóðrás". Hér þarf ekki að tala um nein hugrenningartengsl, því það er sagt berum orðum sem segja þarf um viðurlög við galdri. Þau viðurlög mætti orða á einfaldan hátt: Kvalir, dauði, blóð. Skýr- ari skilaboð er vart hægt að flytja. Auðgun- ar- og ástargaldrar sem beitt er í ágirndar- og/eða hefndarskyni eru algengir í galdra- sögum. Auk tilberanna eru auðgunargaldrar m.a. skollabrækur og flæðarmús. Um skollabrækur segir í þjóðsögum Jóns Árna- sonar: Sá sem vill fá sér brækur þessar gjörir samning við einhvern í lifanda lífi er hann þekkir að hann megi nota skinnið af honum þegar liann sé dáinn. Þegar svo er komið fer hinn lifandi á náttarþeli í kirkjugarðinn og grefur hinn dauða upp. Síðan flær ha'nn af honum skinnið allt ofan frá mitti og nið- ur úr gegn og lætur það vera smokk því varast skal hann að gat komi á brókina. Því næst skal hann fara í brókina og verður hún óðar holdgróin, unz manni tekst að koma henni af sér á annan . . . Sá er ann- marki á með Finnabrækur að sá sem á þær getur ekki úr þeim losazt eða skilið þær við sig þegar hann vill, en á því ríður öll andleg velferð hans að hann sé búin að því áður en hann deyr, auk þess sem lík hans úir óg grúir alltrí lús ef hann deyr í þeim. (JÁ I, 415-16). Af þessum dæmum má ljóst vera að fjöl- margar galdrasögur höfða sterklega til ýmissa skilningarvita og framkalla sterk geðhrif. Mikið er höfðað til matarlystar og kynhvatar, en einnig öryggisþarfar — ekki síst líkamlegrar. Má segja að öllu þessu sé oftar en ekki misboðið í galdrasögum, aug- ljósléga til þess að vekja óbeit. Þegar galdramaður sleikir náfroðu úr vit- um draugs er bragð og lyktarlaukum áheyr- andans ofboðið, ekki síst þar sem náfroðan er vellandi sambland af „sauri og froðu- slefju“. Hér er um að ræða greinilegan and- snúning þess þegar kvendýr karar afkvæmi sitt í náttúrunni. Á tímum þegar sápa og barnasnyrtivörur voru ekki hluti af daglegri LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.