Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 31
INDRIÐI Waage íhlutverki Dr. Görtlers ísýningu Leikfélags Reykjavíkur frá 1943 á Ég hef komið hér áður, sem hann leikstýrði. Ljósm.: Loftur. ÚR SYNINGU L.R. á Tíminn og við frá 1960 í leikstjóm Gísla Hall- dórssonar. Leikarar taldir frá vinstri: Þóra Friðriksdóttir, Guðrún Asmundsdóttir, Sigríður Hagalín, Helgi Skúlason ogHelga Bachman. Ljósmynd/Oddur Ólafsson. ÚR SÝNINGU Leikfélags Hveragerðis á Óvænt heimsókn, 1966, í leikstjóm Gísla Halldórssonar. Á myndinni eru Valgarð Run- ólfsson (Goole lögreglufulltrúi) og Hjalti Rögnvaldsson (Eric Birling). Ljósm.: Studio Guðmundar. ÚR SÝNINGU Þjóðleikhússins á Óvænt heimsókn frá 1950 í leik- stjórn Indriða Waage. Talið frá vinstri: Valur Gíslason (Arthur Birl- ing), Baldvin Halldórsson (Eric), Indriði Waage (Goole lögreglufull- trúi), Regína Þórðardóttir (Sybil) og Hildur Kalman (Sheila). Ljósm. Vignir. ÚR SÝNINGU Leikfélags Akureyrar á Óvænt heimsókn nú ídesember 1994 íleiksljórn Hallmars Sigurðssonar. skyn að þau öfl, sem skapa mönnum örlög, búi í þeim sjálfum, rökrétt og óhagganleg." Lokaorð Sigurðar hljóðuðu á þennan veg: „Leiksýning þessi var mjög ánægjuleg, enda var henni ágætlega tekið.“ Ég hef komið hér áður (I have been here before) kom fyrst fram sama ár og Tíminn og við, árið 1937. í þessu leikriti gengur Priestley kannski lengst í því að fjalla um tímann og styðst þar við kenningar J.W. Dunne úr verki hans Tilraun með tímann (Experiment with time) og kenningar Uspenskíjs um tímann og endurtekninguna eins og þær eru settar fram í bók hans Nýtt líkan fyrir alheiminn (A New Model for the Universe). Peter Deminovitsj Úspenskíj var rússneskur rithöfundur, sem uppi var á árun- um 1878-1947. Hann reyndi að fella saman náttúruvísindi, m.a. afstæðiskenninguna, og indverska dulspeki. Úspenskíj var lærisveinn hins kunna dulspekings og heimspekings Gurdíéffs og kynnti kenningar hans fyrir vestrænum lesendum. ívanovitsj Gurdíéff var fæddur í Armeníu og lifði og starfaði í Frakk- landi síðustu æviár sín. Ein grundvallarstað- hæfíng hans var sú, að líf mannsins eins og hann lifði því væri líkast svefni; að komast handan við þetta svefnástand væri átak sem útheimti mikla vinnu, en ef menn leys'tu hana af hendi gætu þeir náð athyglisverðu stigi lífsorku og vitundar. Ég hef komið hér áður gerist um hvítasunnuhelgi í júní, árið 1937, í veitingahúsinu Svarta nautið, sem stendur afskekkt uppi á heiði í norðurhluta Englands. Þetta veitingahús er hvorutveggja í senn svei- takrá og gistihús fyrir örfáa gesti. Þessa helgi koma nokkrir gestir til dvalar í húsinu: ein rík hjón - þau Janet og Walter Ormund, skólastjóri barnaskóla - Oliver Farrant, og loks hinn vinalegi, en nokkuð skringilegi þýski kennari og fræðimaður - Dr. Görtler, sem kemur á þennan stað til að sannreyna kenn- ingu sína um tímann og endurtekninguna og gera vissa tilraun í því sambandi. Eigandi hússins er Sam Shipley sem jafnframt rekur staðinn ásamt dóttur sinni Sally Pratt. Við kynnumst einkahögum þessara ólíku einstakl- inga og skynjum brátt einhvern ósýnilegan þráð sem tengir líf þeirra saman með óræðum hætti. Það kemur fljótlega í ljós að Dr. Görtl- er er gefið að sjá og vita meira en almennt gengur og gerist, jafnvel að hann hafi innsýn í óorðna hluti og þar með aðstöðu til þess að grípa inn í líf annarra, ef hann kærir sig um. Ég hef komið hér áður er fyrsta leikrit Priestleys sem leikið var hér á landi, frum- sýpt af L.R. í Iðnó h. 12. nóvember 1943. Leikstjóri og þýðandi var Indriði Waage, sem jafnframt lék Dr. Görtler. Framsýningardag- inn segir í fréttatilkynningu hér í Morgunblað- inu - eftir að aðstandendur sýningarinnar hafa verið tilgreindir: „Leikritið fjallar um sérkennilegt efni og verður vafalaust mikið umtalað." Sigurður Grímsson kemst síðan svo að orði í leikdómi sinum í Mbl. h. 16. nóvem- ber, 1943: „Þó að jeg hafi drepið hjer á ýmis- legt sem jeg tel að betur hefði mátt fara, tel jeg sýningu þessa þó í heild með því besta sem jeg hefí sjeð hjer á leiksviði um langt skeið. Veldur þar hvorttveggja um, afbragðs skemmtilegt og athyglisvert leikrit og ágætur leikur þeirra, er mest mæðir á, enda ljetu áhorfendur óspart ánægju sína í ljós.“ Gift eða ógift (When we are married) er skopleikur eða farsi í þremur þáttum er ger- ist í bæ einum í Englandi upp úr síðustu alda- mótum. Þrenn hjón koma saman til þess að fagna sameiginlegu silfurbrúðkaupi þeirra á heimili einna þessara heiðurshjóna. Þetta leik- rit var tekið til sýningar af L.R. í Iðnó á árinu 1945 í leikstjóm Lárusar Pálssonar og þýðingu Boga Ólafssonar. En leikritið hefur einnig verið sýnt utan höfuðborgarinnar, því áhugamenn í Ungmennafélagi Reykdæla í Borgarfirði tóku það til sýningar 1979 undir leikstjóm Andrésar Jónssonar. í Morgunblað- inu h. 23. maí, 1945 sagði Sigurður Grímsson svo frá frumsýningu L.R.: „Skemmtu áhorf- endur sjer ágætlega sem vænta mátti, því leikritið er bæði fyndið og fjöragt, þó ekki verði það talið mikilvægar bókmenntir og það standi í því efni að baki mörgum leikritum þessa ágæta höfundar." Ennfremur segir svo í sömu umfjöllun: „Veislufagnaðurinn fer fram með nokkra öðru móti en til var ætlast í upphafi og margt ber á góma í umræðum hinna ágætu silfur- brúðhjóna, sem bæði er fróðlegt og athyglis- vert. Einkum er þó lærdómsrík sú niður- staða, er þau hafa komist að hvert í sínu lagi um maka sína og hjónabandið yfirleitt - og sitt sérstaklega - á þessum tuttugu og fimm árum er þau hafa búið saman. Er ekki ólíklegt að það hafi vakið margan heiðarlegan leikhúsgestinn til „frómrar umþénkingar“.“ Óvænt heimsókn (An Inspector calls) var samið árið 1945 og fyrst sýnt í Moskvu það sama ár, reyndar af tveimur leikhúsum sam- tímis við mjög góðar undirtektir. Það var fyrst leikið í Englandi ári síðar. Þetta leikrit er að öllum líkindum það leikrita Priestleys sem oftast hefur verið fært á svið. A.m.k. á það við hér á landi. Óvænt heimsókn var fýrst leikin hér í Þjóðleikhúsinu haustið 1950 - og var reyndar fyrsta erlenda leikritið sem tekið var til sýningar þar. Þá var Indriði Waage leikstjóri og lék jafnframt hlutverk Goole lögreglufulltrúa, en þýðandi var Valur Gíslason. Leikritið var síðan leikið af Leikfé- lagi Hveragerðis árið 1966 í leikstjóm Gísla Halldórssonar og hann setti það svo einnig upp hjá Leikfélagi Akureyrar 2 áram síðar. Og nú á jólum verður þetta leikrit enn á ís- lenskum leikhúsfjölum, er L.A. tekur það til sýningar í annað sinn, nú í leikstjórn Hallm- ars Sigurðssonar og nýrri þýðingu Guðrúnar Backman. Óvænt heimsókn gerist kvöldstund eina að vorlagi árið 1912. Þar er okkur sýnt inn í heim ríkrar fjölskyldu í Brumley, sem er iðnaðarborg í miðhéruðum Englands. Þetta kvöld ríkir hátíðarstemmning á heimili Biri- ing-fjölskyldunnar, því dóttirin á heimilinu, Sheila Birling, er að opinbera trúlofun sína og Geralds Crofts. Einnig á fjölskyldufaðir- inn, Arthur Birling, von á mikilli upphefð á næstunni og það er því léttur blær yfir sam- komu fjölskyldunnar - fólk er veisluklætt og í góðu skapi. Auk þeirra þriggja, sem þegar hafa verið nefnd, era einnig viðstödd þessa hátíðarstund móðirin Sybil Birling og sonur- inn Eric Birling. Þegar veislan stendur sem hæst ber óvæntan gest að garði, Goole lög- reglufulltrúa. Hann flytur óvænt og heldur óhugnanleg tíðindi, sem hrinda af stað at- burðarás er stöðugt tekur óvænta stefnu og gengur nær og nær öllum þeim einstaklingum sem viðstaddir eru þessa kvöldstund, stund sem byijar með mikilli gleði og hátíðarbrag, en fær smátt og smátt á sig aðra og breytta mynd eftir því sem á líður kvöldið. Með þessu leikriti stígur höfundur stórt skref í sálfræðilegri könnun persóna sinna. Tii að byrja með sjáum við aðeins yfirborðið, en eftir því sem á líður er skyggnst dýpra og dýpra og margir þættir dregnir fram í dagsljósið, sem persónur verksins vilja ber- sýnilega dylja. Með hárfínum athugunum sín- um á manneðlinu bregður höfundur upp eink- ar trúverðugri mynd af fólki af holdi og blóði. Hér er á ferðinni vel skrifað leikrit, þrungið spennu, sem í bland við ofurlitla dulúð og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.