Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 24
4- „Gullöldin“ í norrænni Aárunum 1982-’83 var haldin í þremur virðuleg- um söfnum og sýningarhúsum í Bandaríkjun- um sú yfirlitssýning á norrænni myndlist ár- anna 1880-1910, sem kennd var við norður- ljós. Að lokum var sýningin sett upp í Gauta- Stórfengleg myndlist liggur eftir norræna listamenn áranna 18 90-1910 og sumir hafa kallað tímabilið gullöld. Ný myndhugsun varð til með raunsæisstefnu og natúralisma sem gekk útá að mála lífið „eins og það er“. Síðanhélt symbólisminn - táknsæið - innreið sína. Eftir GÍSLA SIGURÐSSON borg. Hér bar nýrra við; Norðurlandalista- menn höfðu yfirhöfuð lítið verið viðraðir sem sérstæð heild úti í hinum stóra heimi og flestir þeirra lítt kunnir utan Munch. Kirk Varnedoe, sá er hitann og þungann bar af vali á sýninguna, taldi þó að gildar ástæður lægju fyrir tómlætinu; nefnilega þær að afar lítið af Norðurlandalist væri til á helztu söfnum í heiminum. Hún væri þessvegna ekki nægilega sýnileg og það er víst ekki nóg að hún sé til í söfnum í Skandinavíu. Kirk Vamedoe hafði verið prófessor í fagur- listum við Institut of Fine Arts við New York-háskóla og aðstoðarsafnstjóri við Museum of Modern Art í sömu borg. Honum þótti farast vel það vandasama verk að velja verk á sýninguna. Óhætt er að segja að sýningin vakti tilætl- aða athygli og í tengslum við hana kom úr hjá J.M. Stenersen forlaginu í Oslo vönduð listaverkabók: „NORDISK GULLALDER KUNST þar sem Vamedoe skrifar formála. Þetta var gott tímabil í Norðurlandalist; um það eru víst flestir sammála. Hitt er svo annað mál, að þegar farið er að tala um „gullöld", þá er verið að gera því skóna að eitthvað hafi risið hæst á tilteknu tímabili og ekki náð sér á jafn gott strik fyrr eða síðar, samanber gullöld Forn-Grikkja og gullöld í sagnaritun á íslandi á 13. öld. ísland var með í norðurljósasýningunni. En frá þessu tímabili var ekki úr mörgu að velja; hinir svokölluðu brautryðjendur í íslenzkri myndlist voru rétt að byrja. í bók- inni eru vel kunnar landslagsmyndir eftir Þórarin B. Þorláksson og sú fræga og stóra Heklumynd Ásgríms frá 1906, sígild perla íslenzkrar landslagslistar. Þá Ásgrím og Þórarin þarf ekki að kynna fyrir íslending- um. Þessvegna er þeim sleppt í þessari kynn- ingu. Norræn myndlist hafði akademísk ein- kenni og menn byggðu löngum á fýrirmynd- um sunnar úr álfunni. Það hafði í stórum dráttum orðið sú breyting frá því sem var fyrr á öldum, að listamenn voru ekki um- fram allt að sinna verkpöntunum frá kirkj- unni. Biblíumótíf og annað sem sackja varð í hugarheiminn voru ekki í tízku lengur. Þess í stað voru komnar rómantískar túlkan- ir á náttúrunni og fátt var eins rómantískt í augum málara á fyrriparti 19. aldar og há, snækrýnd fjöll með lækjarsprænur sem bunuðu framaf háum klettum og leystust upp í úða innan um blómgresi. í þessum fjallafaðmi var oft dálítill bjálkakofi og kona, sem kannski var að mjalta kú. Fátt virtist geta rofið óendanlegan frið dalalifsins. Slík myndefni voru gjaman sótt suður í Alpa. Norðmenn þurftu þess aftur á móti ekki og á Þjóðlistasafninu í Osló eru slíkar myndir þar sem villt náttúra og seljalíf eru vegsöm- uð. Norskir listamenn fóru að leggja rækt við það sér-norska strax uppúr 1800 og byggðu þá á stórbrotinni náttúru, gamalli bændamenningu og sagnahefð. Norður- landamenn fóru sína sérstöku leið í átt til módernisma, segir Vamedoe í bókinni; ekkj gegnum impressjónisma og síð-impressjón- isma eins og þjóðir sunnar í álfunni. Þjóðem- ishyggja og sjálfstæðisbarátta blandaðist inní þessa þróun á Norðurlöndum. í Finn- landi varð listin til að mynda snar þáttur í þjóðernisrómantík, sem aftur á móti var hreyfiafl í sjálfstæðisbaráttu. Svo er að skilja af umfjöllun í bókinni, að Norðmenn og Finnar hafi verið nokkuð sér á báti, en að frönsk áhrif hafi átt greiðari aðgang að Svíum og þýzk áhrif að Dönum. í aðdrag- anda að þessu tímabili er ekki hægt að segja að ísland komi við sögu. Krafa tímans - eða eigum við að segja tízka - verður síðan sú, að málarar eigi að mála lífið „eins og það er“. Þarmeð var áherzlan aftur komin á mannlífið og umfram allt hinn vinnandi mann og líf alþýðunnar. Sú niðurstaða Varnadoe í bókinni er at- hyglisverð, að norrænir listamenn hafi orðið enn norrænni, ef svo mætti segja, við það að dveljast í París. Það var meðvituð menn- ingarpólitík Frakka í Þriðja lýðveldinu að gera París að Mekku myndlistarinnar og það tókst. Norrænir myndlistarmenn flykkt- ust þangað og máluðu sínar búlivarðamynd- ir og af fólki á Signubökkum. En jafnframt eignaðist heimafengið myndefni mögnuð ítök í þeim. Þeir sveifluðust eins og pendúll milli þess sem þeir sáu og upplifðu í París og náttúru heimalandsins, sem þeir litu nú oft í nýju ljósi. Andstæðurnar koma fram í verkum þeirra: Stórborgin/öræfakyrrðin, alþjóðleg framúrstefna/útkjálkaást. Það var eins og þeir þyrftu að komast til Parísar til að fínna sitt norræna eðli, segir Varnedoe. Á þessum tíma gat Skaginn nyrzt á Jót- landi virzt sem hver annar útkjálki og kannski fýrir utan Færeyjar og ísland ein- hver alsíðasti staður, sem listamaður veldi sér til búsetu á árunum fyrir aldamót. Svo fór samt að nokkrir afbragðs góðir myndlist- armenn settust þar að og eru síðan nefndir Skagamálararnir. Tveir þeirra frægustu höfðu lært og gert víðreist í Evrópu: Peder Severin Kroyer og Christian Krohg. Aftur á móti var Anna Ancher það ekki og sáralít- id skólagengin í myndlist. Hana má þó telja í allra fremstu röð myndlistarkvenna á Norð- urlöndum fyrr og síðar. Það var sú hugmynd að mála lífið „eins og það er“ sem beindi þessu fólki á Skag- ann. Þar voru þeir í daglegu samneyti við stórskorna, veðurbarða sjómenn, sem urðu óendanlegt myndefni, jafnframt því fá- brotna og einfalda, svo og kyrrðinni. Verk Skagamálaranna eru glæsislegur kapítuli í norrænni myndlistarsögu og þau ber hátt á þessu tímabili, sem sumir hafa kallað gull- öld. „Vaxandi einangrunarhyggja um 1890“, BACKER: BLÁ INNANHÚSSMYND Harriet Backer er líklega nafn sem klingir ekki mörgum bjöllum hjá íslenzku nútíma- fólki. Hún var samt afar góður málari þessi norska. kona eins og myndin ber með sér: „Blá innanhússmynd“ frá árinu 1883. Inn- anhússmyndir eða stofumyndir af þessu tagi voru talsvert vinsælt myndefni á þess- um tíma og oftast unnið í anda nákvæms raunsæis. Hér eru hinsvegar ný áhrif komin til sögu og Harriet Backer útfærir myndefn- ið á „malerískari“ hátt en tíðkast hafði. Hér þótti farið all djarflega með liti, skuggarnir eru bláir eins og heiti myndarinnar bendir á, en sá blámi er allsstaðar dempaður. Höf- undurinn túlkar friðsæla stemmningu en gætir þess jafnframt að myndin sé sterk í uppbyggingu: Veggurinn til hægri og loftið mynda ásamt speglinum einskonar rými utanum kommóðu, mynd á vegg, blóm í potti - og konuna með handíðirnar. í bók- inni Norræn gullaldarlist er þessi mynd tal- in lykilverk í norskri myndlist á árunurn fyrir 1890. I henni er einhverskonar magn- aður galdur, sem er hafinn yfir tíma og tízku. Sá galdur liggur umfram allt í litnum. Harriet Backer var á unga aldri nemandi norska landslagsmálarans J.C. Dahl, sem var yfirmáta rómantískur í list sinni. Síðar var hún marga vetur í Berlín og Weimar og veturinn 1870 á Ítalíu og síðar við fram- haldsnám í Múnchen. Síðan lá leið hennar til Parísar þar sem hún bjó í áratug og málaði bæði þar og úti á Bretagneskaga. En 1889 fluttist hún alkomin heim til Nor- egs þar sem hún hélt lífsverki sínu áfram og rak jafnframt málunarskóla. Meðal nem- enda hennar þar var Harald Sohlberg sem hér er einnig kynntur. SCHJERFBECK: SAUMAKONAN Helene Schjerfbeck, 1862-1946, er ein af örfáum listakonum frá Norðurlöndum sem verulega hafa komizt á blað og í bókinni um gullöldina er ein mynd eftir hana. Hún átti að baki geysilega víðfeð- man námsferil, fyrst í Finnlandi, síðar í langan tíma í París og St. Pétursborg. Gagnstætt landa sínum Gallen-Kallela, skipti Schjerfbeck sér ekki af sjálfstæðisbaráttu landa sinna, þjóðernisróman- tík eða Kalevalakvæðum. Hún varð eins „internat- ional“ og verða mátti og afskaplega vel með á nótunum í hræringum listarinnar. Auk þess að búa í París, var hún um tíma í Vínarborg og tvívegis á Ítalíu. En líkt og gerðist hjá fleiri Iistamönnum, - 24

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.