Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 15
ÍBÚÐARHÚSIÐ og kirkjan í Sauðlauksdal. Ljósm.: Helga Jónasdóttir. hugmyndum um notkun kartöflujurtarinn- ar, sem hann sótti til þeirra svensku: „Alslags jarðeplablöð mega brúkast sem reyktóbak. Blöðin plokkast á haustin þeg- ar þau eru orðin gul. En séu nokkur af þeim græn, pressa menn þau saman svo þau hitni og gulni. Menn saxa blöðin og tóbak saman við 'svo þau fái tóbakslykt. Verður þetta samsax sæmilega gott og þægilegt í tóbaks stað. Betra er að deigja þetta tóbak með vatni því, sem tóbak var í soðið, ellegar sveskjur, einiber eða birki- börkur. Þessi aðferð er komin fyrst upp hjá Svíum og þeir hrósa þessu jarðeplatóbaki mjög en þeir brúka nær helming af aI- mennu tóbaki þar saman við. “ Ekki fer sögum af því hversu tóbak þetta fagnaði vinsældum hér á landi, en speglar áhuga prófasts og óbilandi trú á margvíslegri hagkvæmni kartöfluræktar. Á meðan Björn lifði voru ekki fleiri af verkum hans gefin út. Ritið Arnbjörg var samið í kjölfar hinna miklu vinsælda Atla og eru sambærileg heilræði fyrir hús- móðurina og eiginkonuna Arnbjörgu. En um það er prestur lauk við Arnbjörgu tók hann sótt þá, er að lokum svipti hann sjón- inni. Handritið lenti í útideyfu og fór á fiæking, uns Þórður háyfirdómari Svein- björnsson fann það loks og kom á prent 1843, næstum hálfri öld eftir lát vísindak- lerksins. Bókin er afar fróðleg, og mjög skemmtileg aflestrar. Þar kemur meðal annars fram sú skoðun Bjöms að konurn- ar séu af Drottni „skapaðar til að mýkja geðsmuni karlmanna, að eggja þá til nær- gætni og meðaumkunar“. Hann bætir síð- an strax við, og vísar ef til vill til eigin lundarfars: „Og þess þurfa margir karl- menn“. Ljóðskáldið Eins og þessi bókalisti ber með sér sneri séra Björn sér meira að ritstörfum og fræðimennsku þegar á leið ævina, og fór þá minni tími í framkvæmdir á búi hans. Hann var vel að sér í búvísindum hverskon- ar og grasafræði, kennimaður þótti hann ágætur og þýddi m.a. Lúter úr þýsku. Þá skrifaði hann um lögfræði og sagnfræði. Hann ritaði Sauðlauksdalsannál, sem var með merkustu heimildum um atburði stórs hluta 18. aldarinnar, einkum árin 1750- 1776, en þá lýkur annálnum. Hann var ekki gefinn út fyrr en næstum tvö hundr- uð árum eftir dauða Björns. Björn var í rauninni fjölfræðingur, og heyjaði sér mikillar kunnáttu á erlendum tungum til að svala óslökkvandi fróðleiks- þorsta sínum með lestri útlendra fræðirita. Hann varð feykilegur tungumálamaður á mælikvarða þeirrar tíðar. Fyrir utan mikla latínu- og grískukunnáttu, skildi hann og talaði bæði dönsku og þýsku. Sænsku las hann reglulega eins og þekking hans á jarðeplatóbaki ber vitni um. í Sauðlauksd- al kenndi Eggert Ólafsson honum líka tals- vert í ensku og frönsku. Björn var skáldmæltur í betra lagi, þó lítið hafi verið gefið út af kvæðum hans. Á handritadeild Landsbókasafns er að fínna mörg kvæði og sálma eftir Björn, sum rituð með hans eigin hendi. Þar má meðal annars finna lofgjörð hans um Frið- rik Danakonung. Þar kallar hann konung- inn „föðurlandsins föður góða / föður rétt- an sinna þjóða“. Og í nýárskvæði frá 1759 er að finna skýringu hans á eigin larsæld í lífi og starfi, þar sem mikil og einlæg trú kennimannsins birtist með einkar fal- legum hætti. En þar segir í fyrsta erindi: Skylt er ég þakki þér þú Drottinn allsheijar, höndin þín hlífði mér hvar sem ég staddur var, margvísleg meinsemdin mína sem gerði braut, almittur olli því engan ég skaða hlaut. Björns er í dag minnst fyrir frumkvæði sitt í jarðræktarmálum. En sá leikvangur sem hann haslaði sér var miklu víðfeðm- ari. Eitt stærsta afrek Björns, sem þó ligg- ur í mestu þagnargildi miðað við önnur verk, var íslensk-latnesk orðabók. Að henni vann hann sleitulaust í 15 ár, frá 1770-1785. Orðabókin er stórbrotinn vitn- isburður um víðtæka menntun sveita- prests, sem aldrei sigldi til útlanda fyrr en roskinn og blindur, og óhemju þraut- seigju og dugnað víð erfiðar aðstæður. Að sönnu höfum við ekki nema fátæklega vitneskju um bókakost fræðasetursins í Sauðlauksdal, en ljóst er að klerkur hefur komið sér upp góðu bókasafni, líklega með dyggri aðstoð Eggerts Ólafssonar og bræðra hans, sem allir voru langdvölum í Sauðlauksdal og sigldu oft. Um gott bóka- safn vitna fleiri rit hans en orðabókin ein. Þegar Björn hafði lokið við orðabókina sendi hann handritið til nefndar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Nefndin greiddi honum 100 ríkisdali fyrir handrit- ið, en það dróst í ein 20 ár að koma henni á prent; orðabókin var ekki gefín út fyrr en 1814. Og þá urðu það að lokum tveir framsýnir norskir auðmenn, brennheitir áhugamenn um íslensk fræði og tungu, sem kostuðu verkið. Frágangur handrits- ins undir prentun var í höndum tungumála- snillingsins og íslandsvinarins Rasmusar Kristjáns Rask. Við endanlega útgáfu bætti Rask raunar dönskum skýringum við þá latnesku. I dönskum ritdómum um bókina var til þess tekið hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir Björn að semja slíkt verk, fjarri nauðsynlegum hjálpar- gögnum. Fremstu fræðimönnum dönsku ríkjanna bar saman um, að jafnvel í Kaup- mannahöfn hefði samning orðabókarinnar verið þrekvirki, hvað þá í bókafæð norður- hjarans. Rask kvað svo sterkt að orði um afrek Björns prófasts, að orðabók hans yrði íslandi til ævarandi heiðurs. Báru þó fáir menn útlendir eða íslenskir dýpra skyn á íslenska menningu en hann. Annar höfuðsnillingur, Sigurður Nordal, taldi verkið sömuleiðis í flokki mestu afreka íslandssögunnar. Það var því vel til fundið hjá Orðabók Háskólans að endurútgefa þetta mikía verk Björns á veglegan máta fyrir tveimur árum. Minningu þessa merka klerks hefur raunar verið sýndur margvíslegur sómi á síðustu árum. Búnaðarfélag Islands gaf út Atla og önnur rit Björns um búnaðar- mál fyrir rúmum áratug, og Sauðlauks- dalsannáll komst loks á prent 1988, 194 árum eftir að hann var allur. Nú bíður ekkert af verkum hans útgáfu, nema ljóð hans og kvæði, en á 200. ártíð þessa merka frumkvöðuls er að vænta, að undinn verði bugur að útgáfu þeirra. Lífsferill séra Björns var skýr en óvenju- legur vitnisburður um áhuga og þrekvirki sveitaprests á tímum þrenginga og stöðn- unar í sögu þjóðarinnar. Hann var í farar- broddi þeirra, sem reyndu að rífa íslenskt þjóðlíf úr aldalangri kyrrstöðu. Frumkvæði í landgræðslu og tilraunastarf í landbún- aði, atorkusemi í eigin búrekstri, fræðslu- og frábær fræðistörf munu halda nafni séra Björns Halldórssonar á lofti svo lengi sem íslendingar vilja forða arfleifð sinni frá glatkistu sögunnar. Frábær Fræðimaður Ævitíminn eyðist. Svo heitir einnig þekktasta kvæði prófastsins úr Sauð- lauksdal; heimspekiljóð, þar sem lýst er lífsskoðun manns, er leitar hamingjunnar í kappsfullu starfi og vinnan er æðst dyggða. Þar er máluð sterkum en einföld- um dráttum sú skylda að ávaxta það pund sem skaparinn gaf í vöggugjöf. Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Síst þeim lífið leiðist sem lýist, þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Eg skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig sem hlýtur, Bið ég honum blessunar, þá bústaðar, - minn nár í moldu nýtur. Þegar sex ár lifðu í nítjándu öldina tók Björn prófastur hæga banasótt á sumri aflíðanda. Dag eftir dag stráði sólin gliti sínu yfir spegilfáðan flöt Breiðafjarðar, þar sem örninn flaug yfir, og rauðmaginn lá á klöppum við hægan slátt fjöruþangs- ins. Á slíku sumri er erfit.t að deyja. En á tíunda sunnudegi eftir þrenningarhátíð gekk höfuðklerkur Sauðlauksdalsþinga loks inn til fagnaðar herra síns. Þann dag, ritaði eftirmaður hans að Setbergi, um sólarfalls skeið, „...lézt hinn sæli nmður, og öðlaðist það hlutskipti, er hann innilega hafði eftir þráð, að leysast héðan og vera með Kristo.“ Höfundur er umhverfisráðherra. Kvæði eftirséra BJÖRN HALLDÓRSSON í. Ektamakinn elskulegi útvalinn á gleðidegi. Kær skal mér, en öðrum eigi ann eg, meðan Iifir sá. 2. Þegar vetrar kuldinn kemur, krapahríðum yfirlemur. Æskilega okkur semur, inn í hreiðri kúrum þá. 3. Sumarblíða, sefur mæði sofnum við þá úti bæði. Því á vetrum vort sé fæði vöktum það sem frekast má. 4. í sparsemi af því neytum, annarra ekki ríkdóm skeytum. Unum hag og hvergi breytum, hagkvæm þykir byggðin smá. 5. Skorti brauðs ei skulum kvíða, skaparinn vill það ekki líða. Dreifir hann um foldu fríða fræi því sem seðjumst á. 6. Allir saman af því nærust, allir saman vel fram færumst, allir saman ef vér bærumst, iðjusamir því að ná. 7. Blessan Guðs í byggðarlögum, bót er vorum ráðahögum, æ so lengi eg er á dögum, aldrei kann mig hungur þjá. Þokuvísa Hvað viltu þoka hingað núna hyggstu að fá mig blindaðan? Taktu þér náttstað neðan brúna nöldraðu þar við búsmalann: fýsir mig ei þíns fylgilags fáðu þér biðil annan strax. Viljir þú hérna vafra lengur veit eg af þeim sem hefnir mín heyrðu nú, Kári, hvernin gengur hér eru sakar efnin brýn: dreptu hana þoku og dugðu mér, á dagsetri skal eg hrósa þér. Rétt er nú sem við mann eg mæli, mér birtast fjöllin loft og jörð, mér líst því ekki að hopa á hæli héðan af sé eg Arnarfjörð, þar sem i búi situr sæll, séra Vernharður Otrardæll. Almanaks- vísur 1750 Faivel hið forna ár fullvel þú reyndist mér einginn amaði sár ánauða þunginn hér. Hitt að höndum komandi horfi minn Guð! Til dýrðar þér. Á nýársdag 1751 So er ár áenda- ei réð Guð mér senda dauðans skeyti skæð Jesús málið mýkti- og við sinn forlíkti föður á himna hæð. Veit mér náð- visku ráð svo mínar greiði- Guð þinn heiður gjörðir orð og þanki. Kvæðin eru hér með nútíma stafsetningu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.