Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 35
ALEXANDER Libermana: Adonia, 1970-71. ALICE Aycock: Þreföldstefnuskrá II, 1987.
Storm King
listamiðstöðin
Texti og ljósmyndir: Einar Falur Ingólfsson
Á tæplega 200 hektara landareign skammt
fyrir utan New York-borg er Storm King-list-
amiðstöðin; stærsti og líklega einn merkasti
skúlptúrgarður Bandaríkjanna. Staðsetning-
in gæti ekki verið ákjósanlegri. Þama á
hæðóttum og grónum Hudson-dalnum eru á
annað hundrað höggmyndir og skúlptúrar
til sýnis á grasflötum, í skógarlundum og á
engjum, svo að áhorfendum fínnst mörgum
hveijum að þama upplifi þeir nánast fullkom-
inn sammna listar og náttúra. Enda hafa
gagnrýnendur látið hafa eftir sér staðhæf-
ingar á borð við að „hvergi í Ameríku finn-
ist jafn fullkominn staður til að njóta mynd-
listar“.
Verkin í garðinum era öll gerð eftir 1945
og er kappkostað að koma hveiju þeirra
fyrir f sem bestu samræmi við náttúrana,
og ef unnt er hefur listamaðurinn þar hönd
í bagga. Flest verkin era í eigu stofnunarinn-
ar en einhver era í langtímaláni. Skúlptúr-
amir era eftir meira en eitt hundrað lista-
menn og á meðal þeirra margir af kunnustu
myndhöggvuram og skúlptúristum aldarinn-
ar, þar á meðal Siah Armajani, Louise
Bourgeois, Alexander Calder, Mark di
Suvero, Robert Grosvenor, Barbara Hep-
worth, Alexander Liberman, Henry Moore,
Louise Nevelson, Isamu Noguchi, Richard
Serra, David Smith og Kenneth Snelson.
Árið 1960 var þá nýstofnaðri Storm King-
listamiðstöðinni gefin áttatíu hektara landar-
eign, ásamt myndarlegum húseignum í Hud-
son-dalnum fyrir norðan New York-borg, í
jaðri Catskills-þjóðgarðsins. Nafn sitt dregur
stofnunin af samnefndu fjalli í nokkurra kíló-
metra fjarlægð, en myndarlegur tindur þess
var meðal eftirlætis viðfangsefna landslags-
málara á svæðinu á áram áður. Storm King
opnaði þetta sama ár, 1969, með fjármagni
frá tveimur auðkýfingum og í dag er stofnun-
in rekin með gjafafé frá einstaklingum og
fyrirtækjum, féíagsgjöldum, aðgangseyri og
ríkisstyrkjum. Árið 1985 var safninu gefið
meira land og stækkaði það garðirtn um
helming.
í eigu Storm King-listamiðstöðvarinnar
er nokkuð af fígúratívum verkum evrópskra
og bandarískra listamanna, en aðaláherslan
hefur þó verið lögð á óhlutbundna stálskúlp-
túra frá sjöunda og áttunda áratugnum. Þar
skipa öndvegi hópar verka eftir David Smith
og Alexander Liberman. Verkum í eigum
safnsins hefur fjölgað jafnt og þétt, bæði
með kaupum og gjöfum, og gefur að Iíta
lykilverk þekktra listamanna á borð við Ne-
velson, Calder og Serra, sem og verk vax-
andi yngri skúlptúrista.
Á hveiju ári kynnir safnið á veglegan
hátt verk eins myndlistarmanns, með sýn-
ingu jafnt utan- sem innandyra. í ár era
sýnd skúlptúrar og teikningar eftir Miu
Westerlund Roosen og 1995 verða það verk
eftir Mark di Suvero.
Safnið er opið í aprílbyijun til loka nóvem-
ber og geta gestir þrætt stíga milli verka,
tekið með sér nesti og snætt undir beram
himni, notið leiðsagnar listfræðinga um svæð-
ið, eða bara flatmagað á einni grasflötinni í
umhverfi sem verður varla ákjósanlegra.
TAL STREETEREndalaus súla, 1968.
ALEXANDER Liberman: Uíonskviða, 1974-1976.
ALEXANDER Calder: Eldsverð, 1976.
I
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 35