Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 28
Sovétjól- j ólasovét aðurinn var ekki ánægður. Hann hélt sig vita lengra nefí sínu og kunna margt fyrir sér. En hann vissi ekki að hákarlarnir í Moskvu- borg heimtuðu beinharða valútu fyrir að aka ferðalöngum spölkom á milli húsa. Maðurinn Hákarlinn tók við kortinu og velti því fyrir sér. Bar það undir dauft ljósið í mælaborðinu og sló því nokkrum sinnum utan í stýrishjólið. Rétti síðan manninum kortið og hristi höfuðið: - Néra dollaras, nó valútas! Qttiqcqoq eftir ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON sat flötum beinum i rúminu og náði ekki upp á nef sér eftir kaldan dag. Hann var ekki ánægður. Maðurinn kom með félögum sínum til borgarinnar við dagsbrún til að ná morgun- flugi heim á leið fyrir jólin. Nú var hann strandaglópur á stjömulausu hóteli í Moskvuborg á sjálfum aðfangadegi jóla og nóttin helga fór í hönd. Maður þessi var harður í hom að taka ef því var að skipta og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hvorki lifandi né dauðum. Þess vegna sat hann nú upp á endann í köldu hótelherbergi með íjandsamlegu andrúmslofti um jól. Maðurinn var ekki ánægður. - Djöfull er kalt, maður! sagði sá litli þegar þeir gengu frá borði og niður land- ganginn í morgunsárið. Hann boraði hönd- unum dýpra ofan í úlpuvasana og skrölti eftir ganginum í flugstöðinni með húfuna skáhalt yfir annað eyrað. Hristi höfuðið öðm hvom og var alveg gáttaður á þessu lofts- lagi: - Var ekki um neina hlýrri borg að ræða til að skipta um flugvél? spurði hann manninn og bætti við: - Djöfulsins kuldi, maður! - Blessaður vertu, vinur! sagði sá stóri með vindilinn og dró að sér daunillt tóbakið: - Eins og Lúí Armstrong sagði í Háskóla- bíó á sínum tíma: - Enn hafið þið ekkert séð! Hann blés frá sér römmu tóbakslofti og hneppti þykkum frakkanum yfir ístmna: Hagræddi hattinum og setti upp gljáandi leðurhanska: - Maður lendir ekki í almenni- legúm kulda fyrr en maður striplast nakinn um Kirjálabotna með dmkknum Finnum á þorra, vinur! - Nakinn á þorra, maður? át litli eftir og hryllti sig. Þeir höfðu sótt farangurinn og stóðu á litlu torgi framan við flugstöðina í dimmri nepjunni: - Morar Finnland ekki í sjóðandi heitum sánaböðum og bemm stelp- um? spurði hann og hló upp í þann stóra. Maðurinn tók af skarið því honum gramd- ist þessi léttúð í félögum sínum og sagði: - Látið mig um þetta, piltar! Við þurfum leigu- bíl til að ná utanlandsfluginu heim í tæka tíð fyrir jólahátíðina! - Leigubfl, maður! sagði litli og lagði frá sér töskuna. Veifaði báðum höndum yfír höfði sér og tónaði skæmm rómi eins og kórdreng- ur úr Bústaðasókn: - Taxí, taxí, taxí! Maðurinn varð argur yfír þessum látum og sagði höstugur: - Látið mig um þetta, piltar! - Dollaras! sagði fyrsti rússneski hákarl- inn sem kom á vettvang eftir skerandi ópið frá litla kórdrengnum. Hann snaraðist út úr gamalli Lödu með brot um þvera fram- rúðu: - Dollaras! hélt hann áfram og leit vongóður á ferðalangana. Maðurinn gekk að hákarlinum og sagði byrstur: - Stans - aðalbraut - stopp! Hann mundaði fíngur framan í bílstjórann og hélt áfram: - Nó dollaró, góði, nét dollaras, néra, nix! Síðan sneri maðurinn sér að félögunum og bætti við: - Látið mig um þetta, piltar, ég er vanur að ferðast um svona lönd! Ennþá var myrkt af nóttu og dagurinn um það bil að rísa upp við dogg handan við sofandi íbúðablokkir í langri röð. Á torginu fómuðu sviðin tré brotnum greinum upp í nóttina og höfðu fyrir löngu gleymt uppruna sínum í flóru heimsins. Bogið grindverk lafði meðfram hluta torgsins og stakar grindur stóðu út í loftið. Maðurinn undraðist hve margir hákarlar voru úti að harka svo árla morguns. Fleiri Lödur dreif að og hákarlar hópuðust að þeim félögum: - Dollaras? spurði hákarlinn áfram á brotnu Lödunni. - Valútas! heimtaði annar á boginni Volgu. - Sígarettas? bætti sá þriðji við og sá var fótgangandi með litla handtösku. - Nó dollaró! sagði maðurinn pirraður. Hann var einarður í þessu landi og ekki kom til greina annað en borga með innlendum gjaldmiðli. Maðurinn benti með þumalfíngri í eigin barm og sagði þungur á brún: - Nét dollara, nó valúta, néra sigarettas, nix, nix, nix! Hann stakk hendinni ofan í buxnavas- ann og dró upp vöndul af rúbluseðlum: - Rúfles, sagði hann dræmt, röbells, rúbellerós! - Nét valúta? spurðu hákarlarnir einum rómi og hristu hausinn yfír svona skrítnum viðskiptaháttum: - Nét valúta - nét taxa! sögðu þeir svo og héldu hver sína leið. Mað- urinn stóð eftir á torginu með fullar hendur fjár og engan leigubfl. - Vantar þig dollara, vinur? spurði stóri og tíndi dollaraseðla upp úr vösunum: - Ég er með fullan pung af krónupeningum, mað- ur! bætti litli við og fór inná sig eftir buddunni. - Látið mig um þetta piltar! sagði maður- inn og bandaði hendinni við dollurum og krónupeningum. Honum var þungt fyrir hjartarótum því hér var tekist á um sjálf- stæði heimsins: - Við íslendingar ættum hvorki handrit né tvö hundruð mílna lögsögu ef við hefðum látið undan erlendu valdi! sagði hann og bætti við. - Ég er vanur að ferðast um svona lönd og hef verið bæði í Grímsbæ og Brimarhöfn! Að svo mæltu lagði maðurinn frá sér ferðatöskuna og hélt af stað á eftir Lödun- um. Hákarlarnir höfðu lagt þeim í röð hand- an við torgið og hann gekk á röðina með Rúbluvöndulinn á lofti: - Taxí! heimtaði maðurinn og bankaði höstugur upp á hveija Löduna á fætur annarri: - Taxí, híravogn- ur, taxas!!! En allt kom fyrir ekki. Hákarlar Moskvu- borgar báru enga virðingu fyrir rúbluseðlum: - Taxa? spurði maðurinn lágum rómi þegar röðin var rúmlega hálfnuð og Taxas??? bað hann undir lokin. Hann nam loks staðar við síðustu Löduna og hún var með brot um þvera framrúðuna. Maðurinn lét rúbluvöndulinn síga og ræskti sig. Hann var þurr í kverkum og stóð hljóður um stund andspænis hrörlegum Lödubflnum. Svipmyndir úr íslandssögunni flögruðu um torgið: Maðurinn sá tár falla í móðurmold á fundi við Kópavogslæk og Tyrkja reka grátandi konur í skip við Eyjar. Hann sá danskan sjóliða taka bláhvítan fána af bátsveija í Reykjavíkurhöfn og tók því hiklaust undir með Jóni Sigurðssyni og hrópaði af lífs og sálar kröftum: - Vér mótmælum allir! Maðurinn hrökk í kút við að heyra sjálfan sig mótmæla upphátt á köldu meginlandi og fann blóðið mjakast fram í vangana. Hann leit í kring um sig í grárri morgunskím- unni en Lödurnar voru famar utan ein með brotna rúðu. Maðurinn beið áfram á torginu og að- fangadagur jóla hékk frosinn í andrúmsloft- inu. Manninum var kalt. Jökulkalt. Smám saman lyfti borgin gráum augnalokum til hálfs og fólk á stangli silaðist áfram í hél- aðri vímu. Stöku bíll skrölti framliðinn eftir götunni og leitaði haltur að undankomu. Jólin höfðu ekki ennþá verið úrskurðuð heil- ög í landinu og dagurinn dró sig því brátt í hlé fyrir kuldanum. Enginn maður bjó sig undir að fagna sigri með ljósinu seinna um kvöldið: - Hvað er sigur? spurði mðurinn sjálfan sig um hádegisbilið og neitaði sér um að blása í kaun: - Og hvað er þá ósigur? Hann þagði dágóða stund og barði ekki úr sér hrollinn: - Hvers virði er sigur sem enginn veit um? spurði hann aftur skjálfandi og svipaðist um: - Hver veit um ósigur sem aldrei spyrst út? Maðurinn ypti öxlum og hélt áfram ein- ræðu sinni: - Hvorki Napóleon Bónapart né Adólf heitinn hefðu beðið ósigur í þess- ari borg ef aðrir menn hefðu ekki átt leið hér um til að segja frá! Hann leit aftur í kring um sig og dró loks ályktun: - Þögnin er hinn eini og sanni sigurvegari! Manninum leið miklu betur eftir að hafa uppgötvað gildi þagnarinnar. Hann leit ár- vökull yfír torgið og herti loks upp hugann. Sleppti takinu á seðlunum. Rúblumar féllu rólega til jarðar og hreyfðust hægt undan fjúkinu. Maðurinn stakk loppinn hendi í buxnavasann og síðan í hvern vasann á fætur öðmm en þar var enga valútu að finna. Loks dró hann upp rifíð brottfararspjald. Áftur húmaði að kveldi við torgið og vet- urinn næddi um strætin í borginni. Maðurinn velti brottfararspjaldinu á milli dofínna fíngra og leit um öxl til félaga sinna. Þeir vora löngu farnir burt í Lödu fyrir dollara og krónumynt. Sömuleiðis var ferðataskan hans horfín með allan farangurinn. Maðurinn stakk spjaldinu aftur í vasann og tók upp seðlaveskið. Hann gáði að banka- seðlum en fann aðeins krítarkort með mynd af Qalli. Maðurinn hikaði enn um stund en tók sig loks saman í andlitinu. Gekk stirður að Lödunni og drap létt á brotna rúðuna. Grenihríslu var troðið í sprunguna á rúð- unni. - Viðbúnaður þessi er líklega í tilefni jólahátíðar í bæ! hugsaði maðurinn: - Og þó! Skjárinn laukst upp og magurt andlit hákarlsins leit upp undan húfunni: - Dollaras? spurði hákarlinn vantrúaður. - Dollaró! svaraði maðurinn hljóðlega og rétti hákarlinum plastkortið. Hann leit í gaupnir sér og meðtók þögult sakrament: Islenska uppgjöf á framandi grand: - Dolla- ras! Hákarlinn tók við kortinu og velti því fyrir sér. Bar það undir dauft ljósið í mæla- borðinu og sló því nokkram sinnum utan í stýrishjólið. Rétti síðan manninum kortið og hristi höfuðið: - Nét dollaras, nét valútas! - Dollaró! sagði maðurinn ráðþrota og fann nístandi kalt umkomuleysið hvelfast yfír sig í auðn borgarinnar. Hann rétti sigur- vegaranum kortið og bað auðsveipur: - Dollaras??? Hákarlinn tók aftur við krítarkortinu og þefaði af því nokkram sinnum. Beit svo í endann á kortinu og hrækti brotinu á göt- una. Hann rétti manninum bitið kortið og glotti svo glampaði á tvær gulltennur í efri góm. Hreyfði sig í herðunum og sagði: - Nét dollaras! Ræsti Löduna og ók álútur af stað út í rökkrið. Maðurinn var ekki ánægður á bakvið óhreint linið og um gistihúsið vældi köld frostnóttin. Herbergið var jafn óhreint og línið svo jöfnuður ríkti á hótelinu. Krapi sat í homum. Spegillinn á baðinu var margbrot- inn og feit sápan var gul á litinn eins og hrossafita. Heitt vatn kom ekki úr krananum og kalda vatnið var rautt á litinn. Engin handklæði. Maðurinn þorði ekki að gægjast ofan í salemið af ótta við hið ókunna. Honum var hugsað til félaganna tveggja og ferðalags þeirra um borð í hlýrri flugvél- inni í vellystingum heim á leið. Mjúkar flug- freyjur bára fram veitingar fyrir dollara- seðla og krónupeninga. Félagamir höfðu væntanlega náð áfangastað fyrir stundu og héldu nú heilög jól í faðmi fjölskyldunnar við snarkandi arinelda. Borðíjalir svignuðu undan kræsingum og aftansöngur einn rauf kyrrðina. Bjöllur heimsins fylgdu hátíðinni í bæ með djúpum klukknahljómi í fjarska. Maðurinn hafði gengið einn um auð stræt- in í borginni með hálf étið greiðslukort í þijár klukkustundir. Loks fékk hann bílferð á gistihúsið og lét fyrir nýja ullarfrakkkann sinn. Hann greiddi fyrir óhreint herbergið með fermingarúrinu og nýburstuðum spari- skóm. Lét jakkafötin sín og skyrtu af hendi fyrir þurra brauðskorpu og soðið egg í skum. Loks tróð hann sokkunum upp í kranann til að stöðva sírennslið í kalda vatninu rauða. Maðurinn sat því í rúminu í nærbuxunum einum fata. Tjöldin vora löngu horfín frá glugganum og myrkur borgarinnar sveipaði útsýnið. Öðra hvoru gengu snjóaél fram hjá skjánum. Hann reyndi að láta atburði dags- ins líða úr þreyttum beinum og dró óhreint línið upp að höku. Hann var ekki ánægður. Ljósin í herberginu loguðu ekki utan per- an framan við baðdyrnar. Hún hékk eins og snara ofan úr loftinu og varpaði daufri birtu á bera gluggapóstana. Dragsúg lagði meðfram hurðinni og peran bærðist í loft- inu. Gul birtan hljóp eftir fölri gluggakist- unni eins og sviðsljós í fjölleikahúsi. Maðurinn sá kvikindið fyrst á miðju svið- inu og það gekk fram á gluggakistuna eins og hetjutenór í ópera eftir Wagner. Maður- inn saup hveljur og honum rann kalt vatn á milli skinns og hörands. Honum mátti þó vera ljóst að kvikindið féll vel að umhverfi í gistihúsinu: - Hver þremillinn! sagði maðurinn upp- hátt við þennan framandi gest fyrir norrænt mannkyn: - Skrítið að þessi kvikindi hafi aldrei numið land norður í Ballarhafí! hugs- aði hann og sagði svo í hálfum hljóðum: -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.