Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 41
hafði m.a. skipulagt varnir Konstantínóp- els gegn krossförum, en eftir að tengdar- faðir hans hafði lagt á fiótta dró hann sig í hlé), og Alexíus Murzuphlus, en and- stætt Lascaris reyndi hann að smjaðra og koma sér í mjúkinn hjá Alexíus IV. Kross- farar voru farnir að örvænta og í febrúar 1204 fór sendinefnd krossfara til keisara- hallarinnar og fór fram á að Alexíus IV. greiddi skuldina. Alexíus IV. játaði einfald- lega fyrir þeim að hann væri ófær um að borga. Þegar fulltrúar krossfara voru að koma út úr höllinni réðst að þeim æstur múgur og murrkaði næstum úr þeim lífið. Múgurinn í borginni gerði síðan upp- steyt gegn keisara sínum. Stuttu síðar var tilkynnt að Alexíus IV. hafði verið settur af og var grískur aðalsmaður, Nicholas Canabus, tilnefndur arftaki hans. En þeg- ar Alexíus Murzuplhlus komast að þessu réðst hann inn í keisarahöllina, lét hand- taka Nicholas ojg drepa Alexíus IV. Faðir Alexíusar IV., Isak lést skömmu síðar af harmi. Valdaræninginn Murzuphlus tók við krúninni sem hinn nýi keisari Konstant- ínópel og kallaði hann sig Alexíus V. Ráðist Á Konstantínópel í Annað Sinn Hallarbyltingin var ögrun við krossfar- anna. Feneyingar voru lengi búnir að ráðleggja krossförum að gera eitthvað afgerandi í máli Alexíusar IV. Tillaga Feneyinga var að þeir ásamt krossförum ættu að gera hernema borgina og setja traustverðugan vestrænan keisara í há- sætið. Tillaga þeirra var að mati kross- fara réttlætanleg en ekki yrði auðvelt að tilnefna keisaraefni. Nokkrir leiðtogar krossfara lögðu til að Filipus af Svabíu yrði tilnefndur keisari rómverska og gríska keisaradæmisins. En þar sem hann var víðs fjarri og auk þess bannfærður af páfa kom það ekki til greina. í raun voru Feneyingar ekkert ýkja hrifnir af þessu því þeir vildu ekki of öflugt keisara- veldi sem gæti hugsanlega stefnt verslun- arveldi þeirra í hættu. Síðan var lagt til að sjálfur markgreifinn af Montferrat tæki við krúnunni. Þrátt fyrir velvilja Enríkós Dandolas í garð Boniface af Montferrat var hann að mati Feneyinga alltof metnaðarfullur. Að lokum var ákveðið að skipa 12 manna dómnefnd, þ.e. sex vestræna krossfara og sex Feney- inga, um leið og búið væri að hernema Konstantínópel. Ef kæmi í ljós að hent- ugra væri að kjósa vestrænan keisara að þá yrði Feneyingur kosinn sem yfirbiskup. Fyrsta atlaga krossfara og Feneyinga gegn Alexíus V. var gerð 6. apríl 1204 en henni var hrundið og mannfall mikið í röðum krossfara. Sex dögum síðar réðst krossfaraherinn aftur til atlögu og nú var heppnin með þeim því einhverra hluta vegna braust út eldur í borginni. Varnir Grikkja og málaliða keisarans brustu og krossfaraliðið streymdi inn í borgina. Murzuphlus flúði ásamt eiginkonu sinni til Þrakíu. Þegar fréttist um flótta hans ákváðu Grikkir að afhenda Theodore Lasc- aris keisaratignina þar sem hann var góð- ur herstjóri. En Lascaris gerði sér grein fyrir að baráttuandi Grikkja væri brotinn á bak aftur og því væri ástandið von- laust. Hann flúði líka og sigldi til Asíu. Eftir það mættu krossfarar og Feney- ingar lítilli mótspyrnu. Morguninn eftir tilkynntu Montferrat og Enríkó liðsmönn- um sínum að þeir hefðu leyfi til að ræna og rupla í þrjá daga. Þar með hófst eyði- legging Konstantínópel. En síðan var rómverska leiðtoganum það ljóst að eyðileggingin sem átti sér stað kæmi ekki að neinu gagni. Komið var á röð og reglu á ný. Allir þeir sem stolið höfðu einhveiju verðmætu áttu að afhenda þýfið aðalsmönnum. Þar með lauk seinni hertöku Konstantínópels. Rómverska Keisaraveldið Stofnað Boniface af Montferrat leiðtogi krossf- ara hafði vonast til að hann yrði kosinn keisari en eins og áður hefur verið greint frá voru Feneyingar ekki hrifnir af því. Baldwin IV., greifinn af Flandri, var kosinn keisari. Tómas Morosini frá Feneyj- um var gerður af yfirbiskupi. Þótt Bon- iface fengi ekki keisaratignina fékk hann vissa uppbót frá rómverska keisaranum. Hann fékk yfirráð yfir Anatólíu og eyjuna Krít. En þar sem Montferrat hafði enga löngun til að vinna lönd í Asíu krafðist hann þess að fá í staðinn Makedóníu og Þessalóníku og náði sínu fram. Hann seldi Feneyingum eyjuna Krít og Baldwin keis- ari skipaði hann konung yfir Þessalóníku sem þó laut keisar- anum. Þann 16. maí 1204 var Baldwin krýndur keisari við mikla viðhöfn. Þegar páfanum bárust fréttir af gripdeildum, morð- um og skemmda- verkum krossfar- anna í Konstant- ínópel fylltist hann viðbjóði, því þetta var ekki góð leið til að vinna hug og hjörtu grískra þegna og ekki góð auglýsing fyrir kristna krossfára að hegða sér á svo villi- mannlegan hátt. Páfinn fordæmdi voðaverkin sem unnin voru á fólki og kristnum byg- ingum. Hann fékk líka nasasjón af skiptingu ríkis og kirkju sem gerð var án neinns samráðs við hann. Vald hans hafði verið hundsað eða virt að vettugi. Auk þess sá hann hvernig krossfarar höfðu verið leiknir af klækjum Feneyinga. Þeir krossriddarar sem höfðu farið til Sýrlands frá meginher krossfara í Feneyj- um gerðu sér þegar grein fyrir að ekki væri von á liðshjálp krossfara þegar kom- ið var fram á árið 1204, því meginherinn var enn í Konstantínópel án þess að sýna á sér neitt fararsnið. Baldwin keisari hafði m.a. stært sig af því að margir riddarar handan hafsins, þ.e. frá Sýrlandi og Palestínu, hefðu kom- ið til krýningarathafnar hans og taldi hann þá á að vera hjá sér áfram. Og þegar það spurðist út að arðbær og rík lénssvæði var hægt að fá í Grikklandi fóru margir þeir riddarar sem höfðu misst sín svæði í hend- ur múslima hópum saman til Konstant- ínópels. Upphaflegt takmark fjórðu krossferðar- innar að taka Egyptaland og aðstoða trú- bræður í Jerúsalem mistókst algerlega. Það sem fjórða krossferðin leiddi af sér var krossferð gegn kristnum. Höfundur er sagnfræðingur og kvikmynda- fræðingur. HEIMILDIR: New Lexicon Websters Dictionary. 1. bindi. New York 1987. Newhall, Richard A.: The Crusades. New York 1963. Runciman, Steven: A History of the Crusades 3. Harmondsworth 1971. Tiemey, Brian og Sidney Painter: Westem Europe in the Middle Ages 300-1475. Fjórða útg. New York 1983. Villehardouin, Geoffrey: Conquost of Constantinople. Harmondsworth 1963. Wright, Esmond ritstj.: History of the World. Prehistory to the Renaiss- ance. 1. bindi. London 1985. Þorleifur H. Bjarnarson og Ámi Pálsson: Miðaldasaga. 2. útg. Reykjavík 1953. Ci- nema (þýskt kvikmyndatímarit) Movieline (bandarískt kvikmy ndatímarit). AUSTURRÍSKA vöðvafjallið Amold Schwarzenegger ætlar að gera út á ævintýri krossfara og keppa við Kevin Kostner. ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Jólaþula I Tilhlökkun og gleði ríkjum ráða Rauðar húfur setja svip á bæi Úti í glugga skóa af snót og snáða Vitja sveinar, sinna um barnahagi, Og allir reyna langnættið að nýta, Njóta þess að skreyta, föndra og baka, Kertin ljóma, hver þarf þá að sýta Æðisköst er Kári kann að taka? Rita á kort og leggja á sig að leita Löngum stundum búð úr búð að gjöfum, Eríi þessum ekki viljum breyta Inn við bein nautn af þessu höfum. Kalt þótt eyland sveipi myrkrið svarta Inn sanni jólafriður ylji og lýsi í hjarta. Jólaþula II Kerti þeir sníkja og kjöt viija fá Á kvöldin þeir oft inn um gluggana gá Tæma svo potta eða taka af hellum Telja það sniðugt að vekja með skellum. Enginn samt rekur þá rauðklæddu burt Raunar er sveinunum fagnað með kurt Á jólin þeir minna, þótt éi sé og krap Jafnan þeir færa okkur léttara skap. Ómar af lögum og Ijómi af stjörnum Langnættið styttir hjá mannanna börnum Um hús líður hangi-ilmurinn góði Nú hnusar sá ellefti af sveinastóði Um mjúka og harða er masað í hljóði Með hátíðaróskum lýk ég svo Ijóði. Höfundur er tónlistarmaður. VALGERÐUR ÞÓRA Ræktun Vegna regnskúra í tilfinningakjarrinu nást kvistirnir þurrir frá freðnum rótum af því að þeir linast í regninu þannig að með hógværð og HtiIIæti má skilja þá frá. Gegnum vætu þokulífsins í hógværð og hörku á víxl sést ofurlítill grænn angi sem tjáir hljótt en hratt að von hans verði óvéfengd um framhald að hafa ósk og vera glaður í voninni um að óskin lifi áfram í anganum smáa. Ræktun er þegar ég tek afhöggnu tilfinningastubbana og flyt þá upp úr dimmri sálinni til að vita hvaða Ijósafl fær í stubbinn líf. Ræktun kemur ofurlítilli hógværri hæglátri natni yfir stubbi eða einu fræi sem fær að vera í fríði í umhverfi með réttri hlýju og rakastigi og það á sínum tíma teygi anga vonarinnar grænum upp móti Ijósi og enn meira lífi. Það er svo gott að gleyma sér í gróðursetningu einhvers sem vex upp eða ekki allt eftir tilfinningum handa eða hugar Allt er háð sjálfu sér samt og á sinn kraft í hlýju alls sem er. Höfundur er bókasafnsfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.