Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 20
VINSTRI hendi teiknuð sem galdrakort íriti eftirJean Belotfrá 1649. SÚRREALÍSK galdramynd eftir Max Ernst frá 1957. umhirðu ungabama má ætla að lyktin af nýfæddu barni hafi verið enn nátengdari móðurtilfinningu en nú á dögum. Lyktar- skynið var og er ríkur þáttur í sambandi móður og bams; þessu lyktarskyni er stork- að þegar galdramaðurinn karar afkvæmi dauðans. í þá daga var algengt að lík „stæðu uppi“ í bæjum eða útihúsum áður en greftr- að var, og fólk fyrri alda þekkti nályktina; þessa annarlegu lykt sem er flestu nútíma- fólki framandi. Magnaðar eru einnig lýsingar á tilbera- smérinu þar sem afurð tilberans eru valin ýmis samheiti svo sem „æla“, „gubb“, „spýja“ og „drafli". Raunar má segja að tilberasögur séu eitt gleggsta dæmið um líkamlega tilhöfðun í galdrasögum. í lýsing- um á tilurð og aðbúnaði tilberanna er sterk- lega höfðað til kynhvatar. Fyrst er tilberinn borinn milli bijósta konunni þar sem dreypt er á hann vígðu víni með reglulegu millibili uns hann er fullþroskaður. Þá fær hann að sjúga sig fastan við hana innanlærs á sér- stakan sepa. Vissulega má segja að þar sé hentugasti felustaðurinn — undir pilsum konunnar — en þó verður ekki framhjá því litið hversu nálægur tilberinn er kvenleika hennar, bæði bijóstum og sköpum. Galdrasögur hafa því margar lag á að æsa upp árásar- og hefnigirnd áheyrandans eftir að búið er að kitla girnd hans eða vekja viðbjóð sem réttlætir refsinguna. Þannig fær áheyrandinn fullnægt árásar- þörf og bældum kynhvötum sem hann getur réttlætt með góðu móti inni í veruleika sög- unnar. Sú tjáning sem birtist í líkamlegri tilhöfð- un galdrasagna á sér margþættar rætur. Ekki þarf að leita grannt til þess að skynja þar hina klassísku freudísku togstreitu gagnvart kvenlíkamanum, þar sem kastast er á milli þrár og óhugnaðar, ástar og við- bjóðs. Duldar hugmyndir sem tengjast fijósemi og getu koma þama einnig við sögu. En samþætting sköpunar og kynferðislegrar virkni (fijósemi) virðist í sögum þessum tengjast galdraiðjunni með margslungnum hætti. Fátækt miðalda hélst í hendur við minnkandi fijósemi bæði í bókstaflegum og yfirfærðum skilningi. Því fylgdi minnkandi félagsleg, menningarleg og andleg fijósemi bágum kjörum. Hin dulda vitund um minni fijósemi reynir að bregðast við — en bæling- in er mikil og aðstæður; samfélagslegar, menningarlegar og andlegar, eru óhagstæð- ar. Þegar sköpunarþörfin nær að bijótast fram í gegnum hindranirnar gerist það með harkalegum hætti; tjáningin verður sterkari og óheflaðri en ella hefði orðið. Því má segja að tilefni sagnanna — galdraiðjan — beri vott um sköpunarþörf: Hún er viðbragð við „getuleysi". Þessa þörf leitast samfélagið hinsvegar við að bæla niður. Raunar má grípa til samlíkingar við mannslíkamann í þessu sambandi. Líkami í lélegu næringará- standi dregur úr virkni sinni og er illa fær um að viðhalda fijósemi og getu þótt „and- inn sé að sönnu reiðubúinn" — sama á við um samfélagið. En „andi“ menningarheild- arinnar heldur áfram að starfa í formi munnmennta. Þannig gera sögurnar hvort- tveggja í senn: Þær veita sköpunarþörfinni útrás, samtímis því að drepa hana niður. í þeirri togstreitu er aðdráttarafl sagnanna fólgið. Aheyrandi galdrasögunnar er knúinn til afstöðu gagnvart einhveiju sem ógnar hon- um. Hann skynjar að öryggi og velferð eru í hættu; hann óttast galdrakindina og bregst við í samræmi við það: í huganum refsar hann galdramanninum með hroðalegum hætti, og sagan gerir honum auðveldara um vik með því að ýta undir sómatilfinningu — um leið og hún æsir lægstu hvatir — og minnir á hin óskráðu lög. Með einfaldri hvatatilhöfðun storka gal- drasögurnar viðteknum gildum og almennu verðmætamati. Er hér kominn þriðji lykill Bascoms, sem er lausn úr sálrænni spennu þar sem boð og bönn eru ströng. Tilhneig- ingin er ekki meðvituð, heldur ósjálfráð, og birtist í hneigð sagnanna. Þannig eru ís- lenskar galdrasögur á vissan hátt útrás fyr- ir bælingu og uppreisn gegn hugmynda- fræðilegri kúgun, þar sem þær bijóta bann- helgi og taka á forboðnum hlutum. Galdra Loftur Eins og fyrr segir, harðnar í heimi galdra- sagna þegar nær dregur 18. öld. Refsihark- an, óttinn og úrræðaleysið verða með tíman- um allsráðandi og ná hámarki á 18 og 19. öld. En mitt í þeirri sundurgerð kemur fram sagan af Galdra Lofti. Sú saga varð til þess að umturna viðhorfi íslenskra galdra- sagna í einni svipan. Sagan af Galdra Lofti er ein magnaðasta þjóðsaga sem sögð hefur verið á íslensku. Hún hefur oft á tíðum verið álitin ein myrk- asta mannhaturs saga 18. aldar — og hafa menn lítt sést fyrir í túlkun hennar. Ég vil hinsvegar freista þess að sýna fram á að sagan af Galdra Lofti hafi verið lykillinn að lausn sagnahefðarinnar út úr þeim hug- myndafræðilegu þrengingum sem þjökuðu þjóðina á tímum galdraótta og ofstækis. Loftur Þorsteinsson var uppi á árunum frá 1700-1722 og var skólapiltur á Hólum. Segja munnmælin að hann hafi verið for- sprakki að ýmsum galdraglettum, býsna afdrifaríkum. Mergjaðasta atriðið í frásögn- um af honum er þó tilraun hans til þess að koma höndum yfir galdrabók sem ýmist er nefnd „Gráskinna" eða „Rauðskinna" Gottskálks biskups grimma. Sagan er til í tveimur gerðum sem báðar eru skráðar um miðbik 19. aldar af þeim Gísla Konráðssyni og séra Skúla Gíslasyni. Eftir að Loftur hefur lært allt sem hann getur úr Gráskinnu og árangurslaust leitað meiri þekkingar til annarra galdramanna gjörðist hann: .. . svo forn og illur í skapi að allir skóla- piltar urðu hræddir við hann; þorðu þeir ekki annað en láta allt vera sem hann vildi þó þeim stæði stuggur af. Einhverntímann snemma vetrar kom Loftur að máli við skólapilt einn sem hann vissi að var hugað- ur og bað hann að hjálpa sér til að vekja upp biskupa þá hina fornu. Hinn taldist undan, en Loftur kvaðst þá mundi drepa hann (JÁ 1,573). Lyktir málsins urðu þær að pilturinn lét undan og skömmu eftir háttatíma fóru þeir á fætur og út í kirkju, þar sem Loftur hóf særingar. Sviðslýsingin er skáldleg og áhrifamikil: „Tunglskin var úti og bjart í kirkjunni..." segir þar. Og særði Loftur þar til biskuparnir voru upp komnir, allir nema Gottskálk. Allir vita hvernig þessu lauk. Gottskálk þrumdi særingarnar af sér lengi vel, en kom að lokum upp og mælti: „Vel er sungið sonur, og betur en ég hugði, en ekki nærð þú rauðskinnu minni.“ Loftur umhverfðist þá og hamaðist og var sem aldrei hefði hann sært fyrr. Snéri hann þá blessunarorðunum og faðirvori upp á djöful- inn, kirkjan hrikti öll og lét á reiðiskjálfi ... (JÁ I, 573-4). Fór svo að lokum að Loftur tapaði leiknum og sálu sinni sömuleiðis. Hvað sem líður þessum heiftarlegu sær- ingum er Loftur talinn eiga sér viðreisnar von. Honum er komið fyrir hjá presti á Stað- arstað sem var svo mikill trúmaður að öllum þeim sem sturlast höfðu eða orðið fyrir gjörningum batnaði við handayfirlagningu hans. Ekki dugði það þó til í tilfelli Lofts. Einn daginn þegar prestur brá sér af bæ, reri Loftur til fiskjar. Síðan segir: Maður þóttist sjá það af landi að grá hönd og loð- in hefði komið upp þegar báturinn var kom- inn út fyrir landsteinana og hefði tekið um skutinn þar sem Loftur sat og dregið svo alltsaman í kaf (JÁ I, 575). Þannig fór um sjóferð þá. Hitt vitum við ekki, hvað það raunverulega var sem þessi ólánsami skólapiltur gerði til þess að verð- skulda þá andúð sem enn þann dag í dag hvílir yfir minningu hans. Enginn veit hvort afstaðan til Lofts hefði orðið önnur hefði hann notið lengri lífdaga, náð að taka út þroska og komast til veraldlegra metorða. Þjóðsagnahefðin spyr ekki að því hvað hefði gerst „ef“. En því er ekki að neita, að jafn- vel í sögunni af Galdra Lofti örlar á fyrir- gefningartón. Sjálfsmynd Og Heimsmynd Flestar ef ekki allar afurðir mannlegrar sköpunar fela í sér ákveðna heimsmynd. Nátengd hugmyndinni um heiminn er hug- myndin um sjálfið, því þar á milli eru óijúf- anleg bönd; til að skilja heiminn verður hver að skilja sjálfan sig. Sjálfsmyndarleitin tengist þeirri viðleitni að líma heiminn saman og koma reglu á ruglingslega mynd hans: Allt er betra en heimsmynd Heraklitusar sem hélt því fram að heimurinn væri kaos. Pví er fróðlegt að svipast um í heimi galdrasagna og athuga hvernig þar er um að litast. Hvort og þá hvenær er þar óreiða eða skipulag. Hver er „ég“ í þessum sagnaheimi og hvar er „minn“ staður? í eldri galdramannasögum er snyrtilegt um að litast og regla á flestum hlutum. Guð er á sínum stað, djöfullinn sömuleiðis — og ekki leikur vafi á því hvar galdramanninum skuli skipaður sess. Hann gengur á guðs vegum og á í fullu tré við djöfsa. Heimsmyndin er í föstum skorðum. Þetta eru bjartsýnar sögur, áhyggju- lausar, einkum framan af, þar sem gætir gamansemi og léttlyndis. Góðmennskan skín úr hveijum drætti í persónulýsingu prest- anna og kölski kemur lítið við sögu nema í tilfelli Sæmundar. Galdrarnir eru í versta falli hrekkir og brellur, en oftast græsku- laust grín. Þegar fram líða stundir gerast galdramannasögurnar þó alvörugefnari og ekki alveg lausar við beyg, eins og við sjáum í sögum af Þormóði í Gvendareyjum, þar sem gætir nokkurrar óreiðu. Engu að síður sér þar vel til kennileita. Gott og illt eru enn á sínum stað og engin ástæða til að örvænta. Þegar kemur fram á 18. öld og sögur af galdri verða áberandi, dimmir nokkuð yfir í heimi sagnanna. Rétt er að geta þess að þetta gerist um sama leyti og þjóðin gengur í gegnum tímabil mikilla erfiðleika með harðindum og mannfelli, hafísum, drep- sóttum og eldgosum. Nú verður hið illa at- hæfí þungamiðja sagnanna. Samsömunin við fórnarlömb illskunnar er enn mjög sterk, en nú er fátt til bjargar. Hér er meiri óreiða á hlutunum en í eldri sögunum. Það ægir saman galdrabrögðum og kukli af ýmsu tagi: Uppvakningar og sendingar ganga héraða á milli, meiða fólk og fénað; tilberar endasendast um sveitir; viðsjárverðir mis- yndismenn sitja um líf saklausra ferðalanga og engum er að treysta. Höfðingjarnir og prestarnir eru horfnir af sögusviðinu — illsk- an er allstaðar og allsráðandi. Gamansemin hverfur veg allrar veraldar, en ótti, örvænt- ing og skert lífssýn setur mark sitt á sögurn- ar. Jafnvægið í veröldinni er horfið og í því er hryllingurinn fólginn. Þessu linnir ekki fyrr en djöfullinn kemur aftur inn á sjónarsviðið og með honum drott- inn. Það gerist í sögunni af Galdra Lofti. Þar með hefur illskan aftur fundið upphaf sitt utan heims eða „þar“ — en vonin og fyrirgefningin er hinsvegar „hér“. Þetta hljómar kannski undarlega í ljósi þess að Loftur — fulltrúi hins illa — er það sem sagan hverfist um. En Loftur er ein- mitt sendill illskunnar og hann hverfur af sjónarsviðinu eftir að hann er orðinn djöfuls- ins eign: Hverfur til síns heima. Það þýðir að djöfullinn er ekki lengur í heiminum heldur utan hans. Hugmyndaþróun Sú hugmyndaþróun sem hér hefur verið lýst á sér stað í fjórum áföngum. 1) I fyrsta áfanga eru elstu sögur af Sæmundi fróða þar sem gætir glöggt kirkju- legra hugmynda sem rekja má til kristni- tökuferlisins um árið þúsund. Viðhorf sem eiga sér eldri rætur og byggja á fornum hygmyndum falla í skuggann um hríð. 2) Þau ná sér aftur á strik á 16.-18. öld, 3) en þegar kemur fram á 18. og 19. öld eru þjóðtrúarfræðin borin ofurliði og við það myndast tómarúm sem hinar nýju hug- myndir ná ekki að fylla samstundis. Þetta er þriOji áfanginn; tímabil galdralýsinganna þegar heimsmyndin verður eins og Heraclit- us sá hana: Tvístraður hryllingur. 4) Tómarúmið fyllist með nýrri heims- mynd og hugmyndafræðilegri sátt í sögunni af Galdra Lofti. Þar með er fjórða og síð- asta áfanganum náð, og kirkjuheimsmyndin hefur sigrað. Þannig má segja að jafnvel ljótustu sögur 18. og 19. aldar sem í fljótu bragði virtust vera tilgangslaus óskapnaður hafi haft veigamiklu hlutverki að gegna í þroskasögu þjóðarinnar. Líkt og martröðin er úrvinnsla undirvitundarinnar á andsnúnum aðstæðum og útrás fyrir ótta og ráðleysi, þannig veittu sögurnar óttanum útrás — losuðu bældar hvatir og opnuðu leið til nýs skilnings á heiminum og lífínu. Svo ólíkar sem margar þeirra kunna að virðast öðrum þjóðsögum, uppfylla þær allar kenningu Williams Bascoms um fjórþætt hlutverk þjóðfræða. I sínum myrka margbreytileika voru galdra- sögurnar, þrátt fyrir allt, nauðsynlegur liður í þeirri hugarfarsbreytingu sem átti eftir að eiga sér stað í íslensku samfélagi með betri tíð og batnandi lífsafkomu. Höfundur er cand. mag. í íslenskum bókmennt- um og stundakennari í þjóðfræðum við Há- skóla Islands. Heimildir: - Bascom, William: „The Four Functions of Folklore". The Study of Folklore. Ritstj. Alan Dund- es, 1965: 279-99. - Dégh, Linda: „Oral Folklore". Folklore and Folklife, 1972: 53- 83. - Einar Ólafur Sveinsson: Um islenzkar þjóðsög- ur. Rvk. 1940 - sami: „Folkságner om islándska háxmástare". Arv.- Tidskrift för Nordisk folke- minneforskning. 2. árg. 1946. - Hastruþ, Kirsten: Nature and Policy in lceland 1400-1800. An Anthropological Analysis of Hi- story and Mentality. Oxford 1990. - íslenzkar þjóðsögur og ævintýri l-IV. Jón Árna- son sá um söfnun og útgáfu. Rvk. MCMLXI og MCMLV. - Ólína Þorvarðardóttir: Galdur í munnmælum. Hlutverk, hneigð og þróun íslenskra galdrasagna. Ópr. cand. mag.-ritg. v. Hl’ 1992. 20 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.