Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 21
GULLFOSS í vetrarbyrjun. Svo hörð var Sigríður í afstöðu sinni til verndunar fossins, að hún kvaðst fleygja sér í hann þann dag sem virkjunarframkvæmdir hæfust. Sigríður í Bratt- holti og Gullfoss Um síðustu aldamót var Gullfoss leigður til 150 ára en kaupsýslumenn voru þá í óða önn að tryggja sér rétt yfír fossum í von um skjót- fenginn gróða þegar virkjunarframkvæmdir hæfust. Annar eiganda fossins, Tómas Tóm- Sigríður hafði hótað að fleygja sér í fossinn þegar fyrsta skóflustungan vegna virkjunarfram- kvæmdanna yrði tekin. Barátta hennar fyrir fossinum tók á sig ævintýrablæ. Almenningur dáðist að átthagaást og áræði Sigríðar, en peysuföt frá Reykjavíkurkonum leit hún á sem ölmusu og fór aldrei í þau. Eftir EYRÚNU INGADÓTTUR asson í Brattholti, fékk bakþanka og upp frá því hófust málaferli þar sem hann reyndi að fá samninginn ógiltan. Dóttir Tómasar, Sigríður, lagði á sig ómælt erfiði til þess að það tækist þau sex ár sem málaferlin stóðu. Þegar dómur féll í mál- inu, Brattholtsfeðginum í óhag, hótaði hún að henda sér í fossinn þegar fyrsta skófl- ustungan yrði tekin vegna virkjunarfram- kvæmda. Sigríður varð þekkt meðal samt- íðarmanna vegna málaferlanna og sýndu þeir henni margvíslegan heiður. M.a. gáfu sveitungar Sigríðar henni mynd af Gull- fossi er hún varð sjötug. Sigríði líkaði ekki myndin og henti henni í Hvítá. Sigríðar hefur jafnan verið minnst vegna baráttu hennar fyrir Gullfossi og árið 1978 var reistur minnisvarði um hana við foss- inn. Hinn 19. júní sl. var opnuð upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn hjá Gullfossi sem nefnd er Sigríðarstofa. „KARLMANNSHUGUR í KONUBRJÓSTI“ > Sigríður fæddist í Brattholti í Biskups- tungum hinn 24. febrúar 1871 og var dótt- ir Margrétar Þórðardóttur húsfreyju og Tómasar Tómassonar bónda. Af þrettán börnum þeirra hjóna komust sjö til fullorð- insára og var Sigríður næst elst. Sigríður var stórbrotin kona sem fór sínar eigin leiðir og mundu sumir hafa kallað hana sérlundaða. Víst er að hún hafði sterk skapgerðareinkenni sem komu fram í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var listfeng og það bar við að útlendingar sem voru á leið til Gullfoss keyptu af henni myndir sem hún hafði teiknað. Einnig var hún lagin við að sauma í undir- dekk en það er klæði sem breitt var undir reiðverið á baki hests. Sigríður var einnig vel að sér í grasa- fræði og þekkti nöfn á flest- um þeim blómum og grös- um sem uxu í heimahögum hennar. Sigríður var lítið fyrir mannfagnaði og fór sjaldan að erindisleysu að heiman. A yngri árum fór hún í réttir sér til skemmtunar en af ókunnum ástæðum hætti hún því um skeið. Oft var réttardagurinn eini dagur ársins þar sem öllum sveitungum gafst tækifæri til að hittast. Konur mættu þá yfirleitt prúðbúnar en karlar drógu fé í dilka. Systur Sigríðar fóru alltaf í réttir á meðan þær voru heimasætur en hún fór ekki SIGRÍÐUR Tómasdóttir í Brattholti. Þessi mynd afhenni er í Sigríðarstofu við Gulifoss. aftur fyrr en nauðsyn bar til. Þá dró hún í sundur fé ásamt körlunum. Sigríður hætti einnig að sækja kirkju á meðan slíkar ferð- ir voru enn almennar. Sigríður var víkingur til allra verka og vann framanaf að mestu við útistörf. Hún gekk í öll karlmannsverk, sló með orfi og ljá og batt. Eftir lát Guðrúnar, systur Sig- ríðar, árið 1918 þurfti hún að taka við innanhússtörfunum og eftir það vann hún jöfnum höndum úti og inni. A meðan faðir hennar lifði réð Sigríður miklu um búskap- inn en eftir lát hans árið 1926 og móður hennar árið 1928 tók Einar fóstursonur seirra við búinu og voru valdahlutföllin önnur eftir það. í manntali sem tekið var árið 1930 er Einar titlaður bóndi í Bratt- holti en Sigríður ráðskona þótt hún hafi erft jörðina eftir foreldra sína. Sigríður þótti fríð á sínum yngri árum og hafði mikið og fagurt ljóst hár. Jóhann Kr. Ólafsson, nágranni hennar, lýsti henni svo árið 1955: Hún er fremur toginleit, með fallegt hátt enni en dálítið kúpt, dökk augu og beint fallegt nef, slétt á kinn og frekar blökk í andliti, þó ekki rjóðleit. Stillt í framgöngu, ekki beint djarfleg og eins oj: hálf bæld á svip. Talar hægt og skýrt og leggur oft sérkenni- lega áherslu á orð og setningar. Mjög yfirlætislaus og dýravinur eins og það fólk allt. Listfeng var hún talin til handanna, en hefur víst lítið æft það. Jóhann var nágranni Sigríðar í sjö ár og fékk mikið álit á henni. Hann getur þess að hún hafi verið traust og viljasterk, hjálpfús og ágætur nágranni: Frekar var hún fátöluð, en þó alúðleg og fyrir kom að hún talaði af mælsku, en væri henni andmælt hafði hún ekki mörg orð, en þó duldist ekki að því fór fjarri að hún léti af sinni skoð- un, því að þras eða deilur munu henni ekki hafa verið að skapi, en greind vantaði hana ekki, en mér fundust skoðanir hennar svo rígbundnar stundum og þröngsýnar að mér var ómögulegt annað en að mótmæla þeim. Ég heyrði hana t.d. segja eitt sinn, að það liti svo út, að hver mað- ur, sem i hreppsnefnd kæmist yrði að versta manni þó að hann hefði verið besti maður áður. Átti þetta að koma fram í störfum þeirra fyrir sveitarfé- lagið. Hannes Þorsteinsson segir í minningum sínum að Sigríður hefði erft skaplyndi föð- ur síns og bæri „karlmannshug í konu- bijósti“. Víst er að Sigríður stóð fast á sannfæringu sinni og lét ekki í minni pok- ann baráttulaust. Árið 1908 kom upp sér- kennilegt mál þegar þrír sveitungar Sigríð- ar kærðu hana fyrir sýslumanni en hún hafði unnið skemmdarverk á girðingu sem „Girðingarfélag Eystri Tungna“ var byijað að leggja. Girðingin átti að koma í veg fyrir strok fjár til afréttar á vori og veija heimalönd bændanna fyrir framrennsli af- réttarfjár á sumri. Sigríður og Tómas voru mjög andsnúinn uppsetningu girðingar á fyrirhuguðum stað en þau óttuðust að strokfé á leið til afréttar að vori myndi safnast við girðinguna og gera usla í Bratt- holti. Ekki náðist samkomulag milli Tómas- ar og félagsins en þar sem land Brattholts náði einungis að Tunguheiði var byijað að leggja girðinguna án samþykkis hans. Sigríður þóttist ekki geta setið hjá að- gerðalaus og ásetti sér að rífa niður eða skemma girðinguna í þeirri von að hætt yrði við hana fyrir fullt og allt. Eitt sinn er hún var í smalamennsku á þessum slóð- um, braut hún 3-4 girðingarstaura og stuttu síðar, er hún var þar stödd í sömu erindagjörðum, braut hún 13-14 staura. í þriðja skipti fór Sigríður að heiman í þeim erindagjörðum að skemma girðinguna. Hún kippti upp 30-40 girðingarstaurum og varð það til þess að hætt var að girða í bili. Fljótlega komst á sá kvittur að Sigríður væri viðriðin skemmdirnar og er hún var spurð játaði hún á sig verknaðinn umyrða- laust. Faðir hennar bauðst til að bæta skemmdirnar með því skilyrði að hætt yrði við framkvæmdir og lét á sér heyra að hann myndi ekki verða á móti girðingunni ef hún yrði lögð á öðrum stað, fyrir fram- an Brattholtsland, og bauðst jafnvel til að _ styrkja þær framkvæmdir. Girðingafélagið hélt fund til að ræða þá tillögu og voru félagsmenii jákvæðir þótt ljóst væri að um mun dýrari framkvæmd væri að ræða. Fundinum bárust þá skilaboð frá Sigríði um að hún myndi ekki hika við að rífa niður girðinguna þótt hún yrði reist á öðr- um stað. Varð það til þess að fundarmenn höfnuðu tillögunni og ákváðu að kæra Sig- ríði fyrir sýslumanni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.