Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 18
MYRKRAHÖFÐINGINN nýttur sem samgöngu- tæki. Höggmynd Ásmund- ar Sveinssonar af Sæ- mundi á selnum - hér rek- ur hann Saltarann í höfuð selsins og allt fer vel. ÍSLENZKT galdrakver sem varðveitt er á handritasafni Lands- bókasafnsins. Ljósm.:Margrét Guttormsdóttir. Galdrasagan - þroskasaga þjóðar egar skammdegisskuggarnir lengjast og myrkr- ið læðist yfir norðurhvel jarðar, lifna í innsta þeli íslendingsins glæður gamallar þjóðtrúar. Þær glæður hafa um aldir varpað kynlegum bjarma á þjóðlíf og menningu, og við þær Eldri galdramannasögur eru bjartsýnar og áhyggjulausar; Guð er á sínum stað og djöfullinn sömuleiðis. Síðar dimmir yfír þessum heimi galdrasagna. Þannig veittu sögurnar óttanum útrás - losuðu bældar hvatir og opnuðu leið til nýs skilnings á heiminum og lífínu. Eftir ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR hefur þjóðarsálin ornað sér á dimmum vetr- arkvöldum. í hinu sérkennilega rökkri ís- lenskrar sagnageymdar þrifust sögur af álf- um, draugum og tröllum sem ævinlega létu mest að sér kveða um jól og áramót. I sama rökkrinu nærðist óttinn við galdrakindina. Það var sá ótti sem varð uppspretta fjöl- margra galdrasagna sem gengið hafa um bæði nafnkunna menn og óþekkta, frá því land byggðist og fram á þessa öld. Er sá sagnabálkur orðinn mikill að vöxtum og svo mislitur að svo gæti virst sem hann félli undarlega að flóru íslenskra þjóðsagna. Ein- mitt þess vegna er fróðlegt að kanna með hvaða hætti íslenskar galdrasögur sveija sig í ætt við aðrar þjóðsögur, ekki síst með hliðsjón af kenningum um hefðbundið hlut- verk þjóðfræða. Hlutverk Þjóðsagna Menn hafa löngum velt fyrir sér því hlut- verki sem munnmenntir, þjóðtrú og siðir hafa að gegna í menningu hverrar þjóðar. Fræðimaðurinn William R. Bascom sem fyrr á öldinni var einn af frumkvöðlum hlut- verkahyggjunnar svokölluðu (fúnksjónal- ismans) hélt því fram að þjóðleg fræði hefðu fjórþættu hlutverki að gegna: 1) Þau stuðluðu að sjálfsvarðveislu menningarheildarinnar með því að staðfesta og réttlæta ríkjandi gildi (t.d. trúar- og helgisiði) og styrkja þar með stofnanir sam- félagsins í sessi. 2) Þau hefðu menntunar- og uppeldis- hlutverki að gegna, ekki síst þar sem ólæsi og menntunarskortur er við iýði. 3 Þau fælu í sér samneldni og mótstöðu- kraft og gætu þannig verið áhald til þess að beita félagslegum þrýstingi og halda fram valdi hefðarinnar. En samtímis þessu, og ekki síst, gætu þau verið: 4) Lausn úr sálrænni spennu, einkum þar sem boð og bönn eru ströng; útrás fyrir bælda gremju og uppreisn gegn kúgun sem birtist m.a. með brotum á bannhelgi og for- boðnum hlutum (taboo). f ljósi þess sem þegar hefur verið sagt um sérstöðu íslenskra galdrasagna, er freistandi að kanna hvort — og þá hvernig — hinir fjóru lyklar Bascoms ganga að ís- lenskri sagnageymnd um galdur og galdra- menn. Galdrasögur íslenskum galdrasögum má í grófum dráttum skipta í tvo meginflokka. Fyrri flokkurinn hefur að geyma sögur af nafn- þekktum gaidramönnum; mönnum sem al- þýða fólks þekkti og vissu hveijir voru. Þessar sögur eru mest ráðandi framan af, frá 13. öld og fram á þá 17. Síðari flokkur- inn hefur að geyma frásagnir af galdraiðju, þar sem óþekktir menn koma við sögu. Er þar um að ræða lýsingar á galdrabrögðum ýmiskonar, sögur af galdurmagni (þ.e. upp- vakningum, sendingum, sagnaröndum o.fl.) auk frásagna af ýmsum galdramálum. Þessi sagnaefni eru mest áberandi frá 16. öld og fram til þeirrar nítjándu. Báðir eru þessir sagnaflokkar fulltrúar ólíkra tímaskeiða í sagnahefðinni. í þeim má greina hugmyndaþróun sem fróðlegt er að skoða, og þessvegna skal nú stiklað á stærstu steinum: Sögur af íslenskum galdramönnum eru vinsælli framan af, og bera nokkuð annað svipmót en aðrar galdrasögur. Þetta eru nokkurskonar hetjusögur í munnmælum; fastar að formi og bjóða upp á túlkun og boðskap. í munnmælum frá 13. og 14. öld er sagt frá Sæmundi fróða. Heimildir eru m.a. Jóns saga helga, en þar er að finna elstu varðveittu frásögnina af Sæmundi. Er hann þá orðinn svo fróður í Svartaskóla að hann er við það að týna sjálfum sér, og hefur gleymt nafni sínu. Ekki er minnst á galdur í sambandi við lærdóm hans, og djöf- ullinn kemur ekki við sögu sem „meistari“ Sæmundar. Þegar kemur fram á 17. öld fjölgar hinum nafntoguðu galdramönnum. Nú ganga inn á sviðið Ólafur tóni, Straum- fjarðar Halla, Saurbæjar Oddur, Hálfdán á Felli og Árni á Látrum. Halla er sögð fremri Ólafi í fræðunum, enda lærð í hólum en hann í skólum. Sættir eru ágætar með kristnum viðhorfum og heiðnum, enda sagt um Höllu að hún hafi verið kirkjurækin þótt hún legði einnig stund á hin fornu fræði. Galdrabækur og rúnakver skjóta upp kilin- um, hólgöngur koma við sögu og talsvert er sagt frá sjónhverfingum ýmiskonar. Til- gangur galdursins er þó meinlaus. Hann er nokkurskonar íþrótt sem iðkuð er til gagns eða gamans en sjaldnast eða aldrei í illu skyni. Þegar komið er fram undir 1700 verða sögur af Sæmundi fróða enn ráðandi. Sæ- mundur er hér í Svartaskóla sem fyrr en nú hefur hann tekið djöfulinn í þjónustu síns. Hann lætur Kölska bera vatn í hripum, höggva við og flytja hrís. Samninga gera þeir sín á milli en Sæmundur kemst ævin- lega hjá því með ráðsnilld og rökfimi að gefa fjandanum sál sína. Þetta eru bjartsýn- ar sögur, lausar við beyg — enda fjandanum lýst sem auðtrúa og orðheldnum lítilmagna andspænis prestinum sem hefur visku og þekkingu á sínu valdi. Sú öryggistilfinning sem greinanleg er í sögum af nafnþekktum galdramönnum tek- ur mjög að veikjast eftir því sem nær dreg- ur sautjándu og átjándu öld, og um leið breytast sagnaefnin. í samtíðarsögnum frá 17. öld beinist athyglin frá galdramönnum að galdraiðjunni sjálfri þar sem kennir ýmissa grasa. Samningur galdramannsins við djöfulinn kemur nú til sögunnar, upp- vakning drauga, sendingar og fylgjur verða áberandi ásamt ýmiskonar fróðleik og frá- sögnum af galdraiðkunum. Frá þessum tíma eru ofstækisfull rit þeirra séra Páls í Selár- dal og síra Jóns Magnússonar þar sem eru ótrúlegar lýsingar á ásóknum djöfuls og púka. Loks er að geta um sagnir eftir yngri heimildum frá 18. og 19. öld þar sem segja má að galdraóttinn keyri um þverbak. Allt logar í illdeilum manna í milli, sendingar ganga ljósum logum milli héraða og bæja, ríða húsum og fénaði og drepa menn. Galdramenn eyða dijúgum tíma með náum og viðhafa andstyggilegar aðferðir til þess

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.