Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 3
MATTHÍAS JOHANNESSEN Vid Stafnes Hafið eftirlíking af hugsun guðs samt er það raunverulegt eins og skáldskapur er lygi sem segir satt eins og goðsögn Hver fékk hafinu skýin að klæðnaði? Hér skulu þínar hreyknu hrannir brotna. Aldan eftirlíking dauðans kreppir hnefann eins og Hektor og deyr sem logi við fingur kviknar og deyr þar sem hrannirnar brotna og hafið hrifsar til sín. Hefur þú komið að uppsprettum hafsins sem er eftirlíking af hugsunum guðs eins og jörðin Kirkja við Selvog Einn fugl sem flýgur við fjólubláar skriður og niður hafs við nöturlega strönd en fjallið eina eitt og dauður gígur á hólnum útrétt hönd og bendir vísifingri að feigðarlausum himni og íslaust auga guðs sinn geisla sendir að vitund hrauns og vatns í vöku þinni en jörðin slekkur eld við engan himin þín eina jörð með áttlaust kvöld í undirvitund sinni. Islenzkt ævintýri En þegar duftið finnur fuglsins vængi og fjarlægð þess við hjarta þitt er skráð með hendi dauðans hinzta sinn á blöðin sem hending getur þurrkað út og máð og þegar allt er einnig grasi vaxið sem ilmur Hðins dags í brjósti þér og minning þín er moldin heit og gróin við mjúkan blæ með grös í fylgd með sér og þegar duftið fellur hægt að faðmi þíns frjálsa lands með nafn þitt greypt í stein og þröstur syngur eins og enginn hafi hér áður sungið kveðjuljóð við grein þá hvíslar jörðin hljótt við lyng og rætur og heimtir aftur vor sem liðið er og minning þín er íslenzkt ævintýri og eilíft vitni þess sem fylgdi þér. Og jörðin geymir duftsins spor er dagur af dauðans þögnum rís við svana háls og engjagrænan nið en vængur vorsins að veröld þinni leitar einn og frjáls. okkur jafnskiljanleg og steingeitarmerkið er huðnu og hafri eða kiðlingi sem leikur í grasi eins og bára við stein hugarveröld okkur jafnóskiljanleg og það væri fráleitt að koma haf- inu fyrir í teskeið. Skilningslausir gelta hundar til himins og hundsstjörnur svara með Ijósmerkjum fjarlægra skipa en við goðsögnin skilningslaus andspænis guði hlustum á stormviðrið hlustum á eftirlíkingu hugsana okkar um guð, Hvar varst þú Job þegar ég grundvallaði jörðina? GUNNLAUGUR Scheving: Fólk ísmiðju, kona meðgeislabaug. Myndin eríeigu Listasafns íslknds. Við sem bráðnum eins og lakk undir signeti þínu við sem erum einungis til í hugsun þinni, spyrjum einskis hlustum á storminn, hlustum á brimið í teskeiðinni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.