Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 36
Jól á Eyrarvegi 35
Eftir JÓHANN ÁRELÍUZ
egar veiddist vel af rjúpu
í Vopnafirði fengum við
svo marga fugla að aust-
an, ásamt hangikjöts-
lærum og hangikjöts-
bógum, að þeir nægðu
okkur sjö á aðfanga-
dagskvöld og gamlárs-
kvöld. Þá var hátíð í bæ.
Verst þótti manni ef lambahryggurinn var
á borðum bæði þessi kvöld. Lambahryggur
út af fyrir sig príma matur og vel iagaður
af mömmu, ekki vantaði það, en því miður
næstum því hversdaglegur miðað við ijúpurn-
ar. Ilmurinn af þeim fyllti bílskúrinn, þvotta-
húsið og eldhúsið og að lokum holið, herberg-
in og stofuna í Eyrarvegi 35. Það var dásam-
leg angan! Það spruttu upp sprænur og runnu
lækir í munni mér við tilhugsunina eina um
þessar dásamlegu kvöldmáltíðir. Bragðlauk-
amir biðu í ofvæni. Ég klappaði og strauk
rjúpunum frammi í skúr og taidi þær hvað
eftir annað. Bar þær saman og athugaði
gaumgæfilega hvar þær höfðu verið skotnar
greyin. Blessuð saklausa rjúpan hvíta, mælti
hún móðir mín og bar svuntuhornið snöggt
að augum sér, nú fara jólin að koma!
Og svo hamfletti kall faðir minn ijúpurnar
á Þollák (stundum aðeins fyrr og stundum
kannski seinna ef svo illa vildi til) og þá var
alltaf talað um að reyta þær en var aldrei
gert. Pabbi vann eins og þræll fyrir jólin,
fyrst á skóverksmiðjunni og svo í rammagerð-
inni hjá nabbna, og mamma blessunin fór
valla úr fötum síðustu sólarhringana: svaf
þetta þijá til fjóra tíma kannski á nóttu.
Ljósið úr eldhúsinu og kökuilminn lagði
undir herbergishurð mína þegar ég sofnaði
og hvatti mig til dáða þegar ég spratt á lapp-
ir með stríðþanda görn í svartasta skamm-
deginu. Ég var í sjöunda himni, mér leið eins
og blóma í eggi! Tók smákökur og allt sem
til féll (möndlur, rúsínur, döðlur, sveskjur,
súkkulaði og síróp) svo fijálsri sem ófijálsri
hendi.
Það var yfirleitt vonlaust að fela neitt fyr-
ir mér. Ég var bíræfinn og ófyrirleitinn, úts-
moginn, áræðinn og hugmyndaríkur að leita
uppi kökur og allt bakstri tilheyrandi og
skipti þá minnstu hvort mig bar niður í eld-
húsi, búri, bílskúr eða öðrum vistarverum.
Mömmu féll þetta stundum þungt og reyndi
að fá mig ofan af þessari iðju með gæsku
sinni og umburðarlyndi. Systir mín Kristín
gat orðið asskoti hvöss á brún og brá og hörð
í horn að taka, söng stundum hreinlega í
henni og hvein, ja í fyllstu hreinskilni: hún
öskraði á mig: hættu þessi helvítis rupli Jói
og fór mig óbiíðum höndum. Hún var ekkert
lamb að leika sér við hún Dysta. Augun skutu
gneistum bak við hornstrandargleraugun! Því
minna sem pabbi frétti af þessu því betra.
Og bræður mínir þrír gátu svosum ósköp lít-
ið aðhafst. Vignir og Þormóður sjaldan
heima. Og Simmi naut stundum góðs af at-
orku minni, ég mútaði honum hreinlega á
mitt band. Líkaði honum það ágætlega enda
sjaldan flotinu neitað. Ég fór nebbnilega
mínu fram. Það var spennan og græðgin sem
dreif mig áfram og áfram enn: áfram í leit
að nýjum kökukassa, kexpakka, rúsínupoka,
eplum og appelsínum.
Allt féll í ljúfa löð í stafrófinu hjá mér:
sírópskökur, gyðingakökur, hálfmánar, kom-
a.e •
ÉG VAR bíræfinn og ófyrirleitinn,
útsmoginn, áræðinn og hugmynda-
ríkur að leita uppi kökur og allt
bakstri tilheyrandi og skipti þá
minnstu hvort mig bar niður í eld-
húsi, búri, bílskúr eða öðrum vistar-
verum.
Mynd: Árni Elfar.
flekskökur, kleinur, röndótt terta, skúffuterta
og mætti gera listann langan ef minni hrykki
til.
Mætti mér fyrirgefast þótt minni mitt sé
örlítið farið að láta á sjá eftir öll þessi ár,
sumar síður þess séu svoltið lúðar, og eina
og kannski tvær vanti jafnvel alveg, það er
ekki eins og bernskujólin hafi verið í gær
og reyndar ein fjórtán fimmtán árin síðan
ég hefí verið á Islandi um jól og áramót.
Og spúsa mín Kerstín bakar í hæsta lagi
piparkökur og lúsíuketti fyrir jólin. Maður
er mikið til dottinn út úr þeim stórkostlegu
íslensku veisluhöldum hins myrkasta skamm-
degis.
En áfram með smjörið! Nr.l voru þó loft-
kökurnar hennar Hillu frænku, Torfhildar
móðursystur minnar. Hilla heitin var sérfræð-
ingur í loftkökubakstri: hún kunni kúnstina
að fá þær til að lyfta sér á það óumræðilega
æðra stig. Og kæmu loftkökurnar of snemma
í Eyrarveginn var voðinn vís! Ég einbeitti
mér að þeim af ráðnum hug, enda hreint
sælgæti. Ég stóðst ekki mátið. Ég gat ekki
annað! Alveg forfallinn loftkökuneytandi frá
fyrstu stundu. Frá því að búið var að baka
loftkökurnar þurfti ekki að óttast nándar-
nærri eins mikið um annan bakstur. Há-
marksunaður munaðar þegar þær bráðnuðu
á tunginni og ekki spillti fyrir ef maður skol-
aði þeim niður með Vallassi, Mix eða Cream
Soda. Þá var hátíð í bæ og ég lék mér ung-
ur og óspilltur að gamla dótinu mínu á með-
an ég taldi óþreyjufullur dagana þangað til
ég gæti opnað nýju pakkana, sbr.:
Bráðum koma blessuð jólin,
bömin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta kerti og spil.
Höfundur býr í Svíþjóð.
Nokkur orð um kirkjur
og kirkjustaði á íslandi
Arið 1969 hóf Einar Páls-
son útgáfu á bóka-
flokknum „Rætur ís-
lenskrar menningar", og
kallar hann fyrsta bindið
„Baksvið Njálu“, þar
varpar hann fram þeirri
tilgátu að fyrstu land-
nemar á íslandi hafi sett bæi sína niður eft-
ir ákveðnu kerfi og nefnir þar til Rangárþing
og kallar þetta Hjól Rangárhverfis. Hvort
hér er um fastmótað kerfi að ræða eða tilvilj-
un hvar bæir voru byggðir læt ég ósvarað,
en ekki hef ég heimildir um að slíkt hafi tíðk-
ast í Noregi eða írlandi og Suðureyjum, en
frá þeim löndum munu flestir landnámsmenn
komnir, en mér þykir trúlegt að landnemarn-
ir hafi flutt með sér háttu og venjur síns
heimalands.
Ég tel víst að þessir menn hafi fyrst og
fremst litið eftir landkostum og aðstöðu hvað
varðar landrými, vatnsból, veiðiskap o.fl. Hér
voru menn fijálsir og gátu valið sér bústað,
þetta var andstætt því sem var í Noregi á
fyrstu árum landnáms.
Þegar fólki fjölgaði í landinu, lög voru
sett og þjóðveldi komið á og héraðsskipan,
hafa flestir stærri bændur byggt hof á jörðum
sínum og tryggt sér þar með nokkuð víðtæk
völd innan hvers héraðs. Hvort þessi hof
hafi verið sett eftir einhveiju ákveðnu kerfi
hef ég hvergi séð skráð, til dæmis í ein-
hverri vissri átt frá bæjarhúsum.
Eftir að kristni var lögtekin varð sú breyt-
ing á að stórbændur og goðorðsmenn fóru
að reisa kirkjur á jörðum sínum, enda var
talið að þeir sem kirkjurnar áttu hefðu víst
rúm fyrir jafn marga menn, sem staðið gætu
innan kirkju þeirra. Maður gæti ætlað að
mörgu hofínu hafí verið breytt í kirkjuhús
og þá þjónað sama hlutverki sem áður en
annarri trú, þó má vel vera að hofin hafi
verið brotin niður og kirkjur byggðar á öðrum
stað.
En var nokkur hefð til dæmis í Noregi um
það hvar kirkjur skyldu standa? Þegar í fyrstu
kristni á Islandi virðist annað uppi á teningn-
um og skapast ákveðin hefð. Við skulum nú
Eftir ODDGEIR GUÐJÓNSSON
GREINARHÖFUNDUR hefur dregið upp línur milli kirkjustaða á
Suðurlandi til skýringar á því sem hann segir ígreininni.
0 50 km
i___________________i
líta yfir kirkjur á Suðurlandi. Þar kemur í
ljós að þær eru næstum hver einasta suðaust-
ur frá bæjarhúsum, í öðrum landshlutum er
ég ekki nógu kunnugur svo ég geti sagt um
fasta reglu þar, hvað þetta varðar, en fróð-
legt væri að vita hvort þessu sé þannig varið
þar. En hér er ekki öll sagan sögð. Ef við
tökum kort af íslandi og skoðum kirkjustaði
þá kemur eitt athyglisvert í ljós.
Það má heita undantekningarlítið að þijár
kirkjur eru í beinni línu og stundum fleiri og
skal ég hér taka nokkur dæmi til skýringar:
1. Eyvindarhólar, Ásólfsskáli, Stóri-Dalur.
2. Skógar, Holt, Kross. 3. Stóri-Dalur, Voðm-
úlastaðir, Sigluvík. 4. Holt, Voðmúlastaðir,
Hábær. 5. Keldur, Breiðabólstaður, Kross.
6. Eyvindarmúli, Stórólfshvoll, Oddi. 7. Keld-
ur, Stórólfshvoll, Sigluvík.
Þetta læt ég nægja til skýringar þessu
máli. Þessi regla á ekki aðeins við um Rangár-
þing. Það má segja að þetta gildi um alla
landsfjórðunga. Eg tel að hér sé varla um
tilviljun að ræða, en hvort sterk hefð eða
trúaratriði koma hér til sögu væri fróðlegt
að kanna.
En með hvaða hætti formenn gátu tekið
þessar beinu línur er ráðgáta. Þó er hugsan-
legt að þeir hafi verið fróðari um gang himin-
tungla en ætlað hefur verið og eftir þeim
hafi þeir getað miðað áttir og línur um langa
vegu. Allt þetta er rannsóknarefni, sem fróð-
legt væri að kryfja til mergjar.
Nú mætti spyija: Er hér ekki komin sama
reglan, sem Einar Pálsson hefur sett fram í
ritverkinu „Rætur íslenskrar menningar" og
vikið er að í upphafi þessa máls?
Höfundur býr á Hvolsvelli, en var bóndi í Tungu
í Fljótshlíð.