Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 1
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Fjöldauppsagnir félagsráðgjafa framundan Mikíl óánægja er ríkjandi meöal félagsráögjafa er starfa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, vegna sí- vaxandi vinnuálags annars vegar og mjög lakra launa- kjara hins vegar. Samkvæmt heimildum Alþýöublaösins hafa 2 félagsráðgjafar sagt upp störfum viö hverfisskrif- stofu F.R. í Breiðholti, en stöðugildi þar eru 5,5. Þá hef- ur yfirmaður sömu hverfis- skrifstofu sagt upp vegna til- færslu til annarrar stofnunar. Þá hefur 1 félagsráðgjafi sagt upp á áfangastöðinni við Amtmannsstíg og heyrst hef- ur af uppsögnum hjá félags- ráðgjöfum Unglingaathvarfs- ins. Heimildir greina um leið frá því að hér sé aðeins um toppinn á ísjaka að ræða, jafnvel megi búast viö fjölda- uppsögnum í náinni framtíð. Stöðugildi félagsráðgjafa hjá F.R. eru alls á fjórða tug. Fyrir utan mikið vinnuálag vegna manneklu eru þaö launamálin sem brenna mest á þessum starfsmönnum F.R. Launamál félagsráðgjafanna hafa verið til umræðu á ann- að ár, en aðeins takmörkuð hækkun hefur náðst í gegn. Félagsráðgjafar hjá F.R. komu saman á fundi í gær þar sem samþykkt var harð- orð ályktun um málið. í ályktun félagsráðgjafanna segir meðal annars: „Stofn- unin er alvarlega undirmönn- uð og vinnuálag því allt of mikið á einstökum starfs- mönnum. Ekki síst er þetta erfitt vegna þess að félags- leg úrræði eru af skornum skammti; allir þekkja t.d. dag- vistar- og húsnæöisvandann. Ástandið versnar stöðugt meö vaxandi atvinnuleysi og því sem því fylgir. Æ erfiðara reynist að manna lausar stööur félagsráðgjafa við stofnunina, enda vinnuað- staða, í Ijósi ofanritaðs, næsta óviðunandi. Nú virðist stefna í að þjónusta Breið- holtsútibús, sem á að þjóna öllu Breiðholtinu, lamist upp úr áramótum vegna starfs- mannaeklu". Verslun fyrir jólin g KRINGLUJOL? Jólaumferðin í miðborg Reykjavíkur virðist vera minni nú í ár en undanfarin ár. Telja menn að Kringlan hafi betur í baráttunni um viðskiptavin- ina. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins innan lögregl- unnar, virðist sem umferðin í miðborginni sé ekki eins mik-' il fyrir þessi jól og undanfar- in ár. Segja þær að ekki virð- ist sem hin aukna umferð i borginni skili sér í miðborg- ina. Stöðugur straumur sé hins vegar í Kringluna. Boðað hefur verið að Laugavegurinn verði lokaður i dag frá klukkan 13 til 22. Lög- reglan ætlar að fylgjast með umferðinni og „handstjórna" ^henni eins og þeir kalla það. Þess má geta að bifreiðaeig- endur þurfa ekki að borga neitt í stöðumæla í miöborg- inni í dag og standa þeim yfir 500 stæði til boða. Línur að skýrast Fjárlög til atkvæða í dag — eftir aðra umrœðu. Niðurskurðartillögur sjá dagsins Ijós við þriðju og síðustu umrœðu. Önnur umræöa um fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar fór fram í gær en atkvæöa- greiösla fer fram i dag. Þá skýrast línur verulega um afdrif frumvarpsins og breyt- ingatillagna við það. Meiri- hluti fjárveitinganefndar hefur lagt fram breytingatil- lögur við frumvarpið sem ef samþykktar leiöa til 515 milljón króna hækkunar ríkis- útgjalda, en ríkisstjórnin boð- ar flutning niðurskurðatil- lagna við þriðju umræðu upp á rúma 2 milljarði króna. \ Á blaðsíðu 5 er greint nán- ar frá þessum tillögum um útgjaldaaukningu og niöur- skurð. Af 515 milljón króna útgjaldatillögum fjárveitinga- nefndar stafa 365,5 milljónir af ýmiss konar stofn- og við- haldskostnaði en um 150 milljónir vegna launa- og rekstrarkostnaðar. Tillögurnar hljóða upp á 0,7% hækkun fjárlagafrumvarpsins og á lang mesta hækkunin að renna til menntamálaráðu- neytisins. í greininni á blað- síðu 5 er enn fremur farið yfir stöðu helstu efnahags- og ríkisfjármálafrumvarpa ríkis- stjórnarinnar. BÓKABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS Veglegur bókablaósauki fylgir Alþýðublaðinu sem í dag er 24 blaðsíður. í bóka- blaði Alþýðublaðsins er að finna umsagnir um helstu jólabækurnar í ár, úrdrætti úr bókum jólanna og ýmislegt annað efni tengt jólabókaflóðinu í ár. Umsjónar- maður bókablaðs Alþýðublaðsins er Eiríkur Brynjólfsson. Sjá bls. 6-24. Petterson morðingi Palme? HAHN HEFUR KAHHSKI TAUB SIG VERA AÐ VIHHA FYRIR MIG sagði hryðjuverkamaður sem er kunningi Petter- sons, í samtali við sœnskt dagblað í gœr. Sá situr nú í fangelsi fyrir sprengjutilraeði og morð i Sví- þjóð. Yfirheyrslur yfir Carl Gust- av Crister Petterson og fram- burður vitna benda sterklega til að þar sé kominn morðingi Olofs Palme. Að sögn Einars Karls Haraldssonar, sem bú- settur er í Sviþjóð, eru sænskir fjölmiðlar uppfullir af greinum um þennan 41 árs gamla Svía. Segir Einar Karl að komið hafi fram i gær að Petterson hefur viðurkennt að vera „Grand-maðurinn“ svokallaöi sem stóð fyrir ut- an Grand kvikmyndahúsið að kvöldi morðdagsins. Að sögn Einars hefur þaö einnig komið fram að Petter- son var í nánum vinskap við hryðjuverkamann sem nú sit- ur í fangelsi fyrir að drepa saksóknara með sprengju og fyrir aðrar sprengingar m.a. á skrifstofium lögmanna. Sá mun hafa litið á þessar að- gerðir sínar sem pólitíska hefnd gagnvart samfélaginu. I viðtali við eitt sænsku blað- anna i gær sagði þessi hryðjuverkamaður að hugsan lega hefði Petterson talið að hann væri að vinna fyrir sig þegar hann skaut Palme. Petterson er alkóhólisti og á langan sakaferil að baki. Einar segir að enn hafi þó ekkert komið fram sem bendi ótvírætt til þess að Petterson sé morðinginn en nú sé aug- Ijóst að handtakan byg’gist á lögregluvinnu en engri kenn- ingasmíð eins og áður var. Öll lögreglurannsókn hefur verið unnin upp á nýtt og í stað þess að pólitiskir em- bættismenn stýri rannsókn- inni sé nú beitt morðtækni- legum rannsókngm. „Flestir Sænska lögreglan telur sig hafa fengið staðfest að Petterson sé maðurinn sem beið fyrir utan Grand-kvikmyndahúsið, kvöldið sem Olaf Palme var myrtur. hallast mjög að því að þarna sé morðinginn fundinn. Og ef svo er þá er þungu fargi létt af þjóóinni þvi undir niðri hefur þetta legið þungt á mönnum og það er merkilegt hve margir Svíar hafa syrgt Palme af nánast trúarlegri innlifun fram á þennan dag,“ segir Einar Karl Haraldsson í samtali við Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.