Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 18
18
Laugardagur 17. desember 1988
BISKUPSSAGA
Sigurbjörn biskup œvi og starf
Sigurður A. Magnússon skráði
440 blaðsíður,
þar af 56 myndasíður
Setberg
Verð: 3.750 kr.
Einsog plagsiður var um land allt
á þeim árum, urðu talsverðar svipt-
ingar í fyrstu prestkosningum í
Hallgrímssókn, ekki fyrst og fremst
milli umsækjenda sjálfra, heldur
milli ötulla og aðgangsharðra
stuðningsmanna, sem sumir hverjir
virtust því aðeins rakna úr trúar-
legu dauðadái, að sverfa mætti láta
til stáls i illvígum kosningahrinum.
Gáfu slíkar brýnur í engu eftir hin-
um alræmdu pólitisku orrahríðum,
hvorki að því er varðaði leikbrögð
né orðfæri.
Umsækjendur um hin tvö nýju
embætti í Hallgrímskirkju voru sex
talsins: Séra Jakob Jónsson, séra
Jón Auðuns, séra Sigurbjörn Ein-
arsson, séra Sigurjón Þ. Árnason,
Stefán Snævarr cand. theol. og séra
Þorsteinn Lúther Jónsson. Séra
Sigurjón var vitanlega fyrsti
kandídat KFUM-manna og hafði
Sigurbjörn Þorkelsson að kosn-
ingastjóra, en hann var jafnframt
formaður nýkjörinnar sóknar-
nefndar. Hann mun hafa beitt sér
fyrir því að séra Sigurbjörn yrði
annar kandídat þeirrar fylkingar,
en í kosningunum víxluðust at-
kvæði allavega. Sigurbjörn var til
dæmis töiuvert kosinn með Jóni
Auðuns og raunar mikið með öllum
keppinautum sínum.
Sigurbjörn kom til Reykjavíkur
einhverntíma í nóvember og var þá
allt komið í fullan gang með kosn-
ingaundirbúning. Umsækjendur
messuðu allir í útvarp úr Dómkirkj-
unni. Sigurbjörn messaði fyrsta
sunnudag í aðventu sem bar uppá
I. ta desember.Þegar messunni lauk
kom einn vinur hans og stuðnings-
maður, Guðmundur Gunnlaugs-
son, flaumósa og kvaðst hafa hlust-
að heima, en ræðan hefði ekki
heyrst. Hér hefðu greinilega verið
unnin skemmdarverk. Það hefði
ekki heyrst annað en skrall og
skruðningur.
Við athugun kom í ljós að mis-
farist hafði um tengingu og var ör-
ugglega óviljaverk, þó margir yrðu
til að túlka það sem skemmdar-
starfsemi. Það hefði reyndar verið
heldur fávíslegt uppátæki. Útvarp-
ið bauð Sigurbirni að flytja ræðuna
aftur séráparti úr talstofu, sem hef-
ur sennilega heldur orðið honum til
ávinnings en hitt.
Þó heitt væri í kolunum og víða
hart fram gengið, var kosning Sig-
urbjörns tiltölulega lítið skipulögð
miðað við merkingar. Hann var
ekki merktur með nema liðlega
þúsund atkvæði. En hann hafði
margt gott fólk i forsvari fyrir sig.
Kosningastjórar voru Frímann Ól-
afsson forstjóri og Jónína Guð-
mundsdóttir kona hans. Helgi Lár-
usson frá Klaustri lagði skrifstofu
sína undir bækistöð fyrir hann.
Framarlega í fylkingu stóðu Guð-
mundur Gunnlaugsson og Þorvald-
ína Ólafsdóttir kona hans, úr röð-
um KFUM&K, og Guðrún Guð-
laugsdóttir sem barðist stíft. Hún
var andspíritisti og mikil sjálfstæð-
iskona, rösk og fylgin sér. Þau Sig-
urbjörn urðu góðir vinir. Hann átti
sömuleiðis ítök meðal Alþýðu-
flokksmanna, og það átti séra Sig-
urjón reyndar líka, enda flokks-
bundinn krati. Þó Sigurbjörn væri
ekki flokksbundinn var hann alltaf
í tengslum við Alþýðuflokkinn og í
miklu vinfengi við Vilhjálm S. Vil-
hjálmsson (Hannes á horninu), sem
alla tíð reyndist honum tryggur og
hjálpsamur.
Ekki var fjarri lagi að Kirkja
Krists í ríki Hitlers yrði Sigurbirni
skeinuhætt í kosningunum. Menn
vildu margir ekki kyngja því, að
nasisminn væri andkristileg hreyf-
ing. Þeir gátu ekki rímað það við
kommúnistahatur Hitlers að hann
væri andkristilegur. Bókin þótti í
meira lagi viðsjál, en nægði samt
ekki þegar á reyndi til að bregða
fæti fyrir höfundinn. Annars féllu
atkvæði langtífrá eftir flokkslín-
um. Fjöldinn allur af sjálfstæðis-
fólki studdi hann eindregið og réð
að sjálfsögðu úrslitum. Fylkingin
varð mjög breið, enda hlaut hann á
þriðja þúsund atkvæða.
Sjálf kosningin fór fram i Aust-
urbæjarskólanum. Á kjördag, 15da
desember, opnuðu stuðningsmenn
Sigurbjörns skrifstofu í Grænu-
borg, þarsem Frímann Ólafsson
hafði á hendi forustu og við hlið sér
mikið lið og frítt. Þegar leið á dag-
inn gerði óveður með þeim afleið-
ingum að allt rafmagn fór af. Sigur-
björn var þá staddur í Grænuborg
og smalar hans að tínast inn fann-
barðir og kuldalegir. Þá fauk alltí-
einu upp stór gluggi sem vissi til
suðurs og stormhrinan skellti um
koll borði sem á var kaffi og ýmis-
legt meðlæti. Það fór allt í gólfið.
Sjálfur stóð hann í miðri hrúgunni
og uppgötvaði sér til stórrar furðu,
að ekkert af leirtauinu hafði brotn-
að. Það varð hróp mikið og halló:
ekki bryti gæfumaður gler. Smá-
vægilegt atvik, en einkar eftir-
minnilegt.
„Við athugun kom í
Ijós að misfarist hafði
um tengingu og var
örugglega óviljaverk,
þó margir yrðu til að
túlka það sem
skemmdarstarfsemi. “
Reykjavík — sögustaður við Sund
Saga og sérkenni höfuðborgar-
innar í máli og myndum
Þriðja bindi R-Ö
Páll Líndal
208 blaðsíður
Örn og Örlygur
Verð: 4.975 kr.
Vesturgata er i Vesturbœnum.
Snemma myndaðist stígur l'rá Hlíð-
arhúsum niður á uppsátur Hlíðar-
húsamanna sem var í Grófinni.
Þessi stígur (Hlíðarhúsastígur) var
á þeim slóðum sem Vesturgata er
nú. Þar sem þessi stígur var iengi vel
utan marka Reykjavikurkaupstað-
ar hafði bærinn ekki afskipti af
honum og lítið var gert til endur-
bóta af hálfu Hlíðarhúsamanna.
Var hann því lítt til umferðar fall-
inn. Doktorshúsið (*♦ Ránargala
13) var reist í sunnanverðu túni
Hliðarhúsaárið 1834. Áriðeftir var
sú jörð ásamt fleirum á þessum
slóðum innlimuð í Reykjavík. Eftir
þetta þótti ekki fært annað en gera
ráðstafanir til vegabóta. Hlíðar-
húsastígur lá meðfram Dúkskoti og
nokkuð áfram vestur en síðan slóði
frá honum að húsi landlæknis,
Doktorshúsi. Árið 1848 þótti rétt að
nefnastíginn formlega Læknisgötu
en það nafn náði ekki teljandi fót-
festu.
Eftir að bærinn eignaðist Hlíðar-
hús og Ánanaust var ákveðið 1866
að framlengja Læknisgötuna eða
Hlíðarhúsastíginn beint vestur að
sjó og setja reglu um hvernig byggja
mætti. Var þetta ein fyrsta, ef ekki
fyrsta meiriháttar skipulagsákvörð-
ÞETTA ER
HÚN REYKJAVÍK
un cr bæjarstjórn tók. Tekið var
l'ram að þar sem þetta yrði aðalveg-
urinn l'ram á nes, veitti ekki al' að
hann yrði sjö álnir á breidd! Var
Vesturgata fyrsta gatan úr miðbæj-
arkvosinni sem l'ékk l'ast l'orm;
Laugavegur kom lil síðar. Hvað
þvergötur áhrærði áleit byggingar-
nefnd að tvær nægðu' . . . fráHlíð-
arhúsaveginum niður að sjó, hin
austari nteðfram Hiíðarhúsabæn-
um vestanvert niður að sjó, og hin
ytri fyrir vestan vestasta hjallinn á
Mýrarholti’ (Klemens Jónsson
1929, 57). Hófst nú ‘. . . smíöi Vest-
urgötu lyrir alvöru. Þó voru fyrir
nokkrir moldarbæir og örreytiskot,
sem fljótlega hurlu eða aflögðust
og í staðinn komu timburhús og
steinbæir, og Vesturgatan varð sjó-
mannagata . . . Það var út af fyrir
sig skiljanlegt að sjómenn sæktu í
lönd við Vesturgötuna undir hús sín
og bæi, því þeir vildu hala sjávar-
götu skamma. Gömlu skútuskip-
stjórarnir og afkomendur þeirra
mynduðu þann kjarna, sem oft er í
gamni og alvöru nefndur Vestur-
bæjaraðallinn. Ekki vegna eigna
sinna eða umhverfis, heldur þykir
þetta fólk hafa tamiö sér sérstæðan
lífsstíl og verið trúrra hefð sinni og
uppruna en aðrir menn . . . Hinar
ytri aðstæður til góðs eða ills náðu
hingað seinast. Kreppan og þyt-
vindar stríðsgróðans sneiddu hér að
mestu hjá garði og Vesturgatan hélt
áfram að vera stabíl’ (Jón Otti
(Jónsson) 1969, (án blaðsíðutals)).
Vegabætur reyndust ekki eins hald-
góðar og í dagblaði vorið 1914 fær
Vesturgata þann vitnisburð að
ómögulegt sé að komast eftir henni
nema í háum vatnsstígvélum og í
október það ár segir í sama blaði að
þeir sem búi við götuna séu mögl-
unarlaust búnir að vaða forina í
mjóalegg.
Þótt nafnið Hlíðarhúsastígur
yrði lífseigt (talað var lengi um ‘að
fara vestur á Stíg’) vann þó Vestur-
götunafnið stöðugt á; hitt nafnið
hefur þó til skamms tíma heyrst.
íbúar við Vesturgötu voru 3i 1
þann 1. desernber 1985.
Nokkurn veginn á svæðinu milli
Vesturgötu 2 og Vesturgötu 4 gekk
fyrrunt kriki inn í fjöruna er nefnd-
ur var Grófin (■* þar). Sjávarmegin
við Vesturgötu, á niilii Hliðarhúsa
og Hellulands, var svonefndur
Svartiskóli. í fjörunni niður undan
Vesturgötu, austan Norðurstígs
‘(f)yrir neðan bakkann, þar sem nú
er skrifstola Alliance, voru miklar
klappir, sem einu nafni nefndust
Tíkarklettar’ (Hendrik Ottósson
1948, 67). Litla-Selsvör (■* Selsvar-
ir) var nánast í beinu framhaidi af
Vesturgötu, en þrír af síðustu Sels-
bæjunum (■* Sel) voru vestast við
Vesturgötu.
Vesturgata 2 Bryggjuhúsið. Þetta
hús var reist við norðurenda Aðal-
strœtis árið 1863 upp af bryggjunni
sem það er kennt við (■* Reykjavík-
urhöfn. örnefnalisti). Húsið stend-
ur enn en allmikið breytt. C.P.A.
Koch útgerðarmaöur lét byggja það
en hann varð einn af eigendum
Sarrteinaða gufuskipafélagsins.
Leyfinu fyrir byggingu hússins
fylgdi það skilyrði að opinn gangur
skyldi ætíð vera gegnum það að
bryggjunni. Um hann fóru t.d.
rnargir þeir sem komu sjóleiðis til
Reykjavikur. Siðar var ganginum
þó lokað. Húsið var einlyft með
portbyggðu risi. Yfir ganginum var
stór kvistur sem sneri að Aðal-
stræti. Vegna þess hvar húsið var
staösett (— Grófin) varð það eins
konar samkomustaður sjómanna.
Santkomur þessar áttu sér einkum
stað á vorin og síðari hluta sunnu-
daga. Um 1880 lét hafnarnefnd
setja loftvog á Bryggjuhúsið til hag-
ræðis.
P.L. Henderson kaupmaður (■*
Vesturgata 5a) varð siðar meðeig-
andi C.P.A. Koch að húsinu en árið
1870 seldu þeir Sameinaða gufu-
skipafélaginu húsið; það annaðist
þá skipaferðir til landsins. 1880
varð Fischersverslun (* Aðalstrœti
2, Fisclierssund) eigandi hússins og
var þá bryggjan nefnd Fischers-
bryggja, en 1904 tók Duus-verslun
við og var bryggjan þá nefnd eftir
henni. Árið 1907 var byggt einlyft
pakkhús austan við húsið og áfast
því.
Árið 1917 samþykkti bæjarstjórn
að taka húsið eignarnámi til að
framlengja Aðalstræti niður á nýju
hafnaruppfyllinguna. Ekkert varð
þó úr því.
Fyrirtækið Nathan & Olsen eign-
aðist Bryggjuhúsið 1927 og lét
skömmu síðar hækka það og gera
tvíloftað og enn síðar var pakkhús-
ið einnig gert tvílofta og urðu þá
þessi tvö hús ein heild.
Tölusetning húsa í borginni tekur
mið af Aðalstræti, elstu götu borg-
arinnar, og eru húsin talin frá
Bryggjuhúsinu, jafnar tölur á
hægri hönd en oddatölur á þá
vinstri.
HÖsið hefur lengi verið notað til
ýmiss konar verslunarreksturs. Um
skeið var Áfengisverslun ríkisins
rekin þar (■* Hafnarstrœti). Einn
góðan veðurdag var komin vefnað-
arvöruverslun í stað vínbúðarinnar.
Árni Pálsson prófessor átti leið
fram hjá búðinni eftir breytinguna
og varð honum þá að orði: ‘Ja, nú
er hún Snorrabúð stekkur’.
Á árunum 1986-1988 fóru fram
umtalsverðar endurbætur og breyt-
ingar á húsinu.
„Tölusetning húsa í
borginni tekur mið af
Aðalstrœti, elstu götu
borgarinnar, og eru
húsin talin frá
Bryggjuhúsinu, jafnar
tölur á hœgri hönd en
oddatölur á þá
vinstri. “