Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. desember 1988 l.f.i 13 Draumspeki Draumaráðningamar í þessari bók eru sóttar í forn- ar heimildir, svo sem Cypri- anus og Sybille, en nú hefur allt breyst mikið, því á þeirra dögum voru ekki til vísindi eða tækni, eins og við þekkj- um I dag: Þess vegna hefur verið leitast við að þýða drauma um t.d. þotur, sjón- vörp og eldflaugar sam- kvæmt þessu kerfi og á sama grundvelli og fyrstu draumaráðningarnar voru. Kerfi þetta er byggt á langri reynslu. Það voru forn vísindi að ráða draum. Við getum lesið um drauma í Biblíunni, en þar réði Daníel til dæmis draum Nebúkadnesers, þó að merkilegastur drauma sé Opinberun Jóhannesar, en þar sagði hann fyrir um heimsstyrjaldirnar og fall nasista. Kaldear hinir fornu voru annars þeir fyrstu, sem réðu drauma. Munkarnir, sem sátu í klaustrum miðalda reyndu líka að ráða í leyndarmál draumheima og Marteinn Lúther hafði mikinn áhuga á draumaráðningum. Tyco Brahe, hinn þekkti danski stjörnufræóingur, trúði líka á drauma og merk- ingu þeirra og hafði mikinn áhuga á að komast að fram- tíð manna með því að fylgj- ast með gangi stjarnanna á himninum, og það eru til rit eftir hann, þar sem hann skrifar um þessi vísindi. En þetta gerðist allt fyrir löngu. Trúum við enn á drauma? Skipta þeir nokkru máli? HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND Jón Jónsson Fyrra bindi af sögu hafrannsókna við ísland, rakin frá önd- verðu til 1 §37. Þar er fyrst greint frá skrifum íslenskra og erlendra höfunda um fiska og aðra sjávarbúa og lífríki hafs- ins kringum landið í fornum ritum, síðan hefst hafrannsókna- þáttur útlendinga á 19. öld og smám saman verða rannsókn- ir þessar umfangsmeiri og vísindalegri og hlutur íslendinga í þeim vex, uns þeir gerast jafnokar erlendra vísindamanna í fiskifræði og hafrannsóknum. Höfundur Hafrannsókna við Islander dr. Jón Jónsson fiski- fræðingur, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hefur hann ráðist í stórvirki með riti þessu og lagtdrög að því lengi. Bókin er prýdd fjölda mynda, m.a. litmynda úr handritum. Bókaútgáfa /HENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7* REYKJAVÍK • SlMI 6218 22 GÓÐ BÓK ER GERSEMI CULLVÆCAR BÆKUR sannur glaðningur fyrir bókavini Reykjavik sögustaður við Sund, þriðja bindi, R—Ö. Páll Líndal skráði Reykjavíkur bækurnar geyma mikinn fróð - leik um elstu byggð á íslandi. í þeim er mikill fjöldi gamalla og nýrra mynda. „Nú er kamift að lokum hins ágœla böka- flokks um Söguslaðinn við Sund, sem Páll Líndal hefur seH saman i samráði við aðra fróða menn og myndasmiði, og verður verk þeirra að leljasl bceði hagkvæmasta og skemmtilegasla uppsláHarrit um Reykjavik sem hér hefur verið gefið út." Aðalsteinn Ingólfsson. DV., 28. nóv. 1988. ORN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 11, SIMI 8 48 66 Fegurð Íslands eg fornir sögustaðir Svipmyndir og sendibréf úr íslandsför W.G. Collingwoods 1897 Islandsvinurinn Collingwood lýsir í máli, vatnslitamyndum og Ijósmyndum iandi og þjóð í lok síðustu aldar. Haraldur Hannesson, Asgeir S. Björnsson, Björn TH. Björnsson, Janet Collingwood Gnosspelius skráðu formála o.fl. ,,Ómelanleg gjöf ... á helgan blótstall iands okkar og sögu" Björn TH. Björnsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.