Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 7
7 88GT iðdmtííðb ÁT íuQeb'iSv'Lic i Laugardagur 17. desember 1988 Býr Islendingur hér? Minningar Leifs Muiier. Garðar Sverrisson skráði. 255 blaðsíður. Iðunn. Verð: 2.680 kr. Meðal verka minna í nýja starf- inu var að þvo upp matarskálar og hjálpa sjúklingum á klósett. Og án þess að hafa nokkra kunnáttu til var ég látinn aðstoða við að búa um sár, sum stór og ljót. Oft þurfti að hreins út ígerðir og voru menn þá skornir og sárunum haldið opnum á meðan gröfturinn var að hreinsast út. Mér er sérstaklega minnisstæð- ur þýskur fangi sem Brauer hét og skorinn var sjö skurði í handiegginn og fimm í handarbakið. Skurðun- um átti öllum að halda opnum og settum við bara umbúðir um þá. Einn morguninn kom ég að Bráuer þar sem hann lá í blóði sínu og gat ekki komið upp orði. Umbúóirnar höfðu þá rifnað og blóðið fossað um allt rúm. Bráuer missti mikið blóð og var lengi að jafna sig. Þegar okkur virtist hann loks á góðum batavegi reyndist nauðsynlegt að í DAUÐABÚÐUM NASISTA taka af honum alla höndina. Eftir þá aðgerð voru ekki lengur not fyrir Bráuer í Sachsenhausen og var hann því sendur á Transport, en það fannst Þjóðverjum þægilegasta aðferðin til að láta menn hverfa. Fjölskyldur þeirra fengu þá senda dánartilkynningu sem á stóð: „Lést i flutningum.“ í hverri viku lést fjöldinn allur af sjúklingum og aldrei leið svo dagur að ekki gæfu einhverjir upp önd- ina. Langoftast urðum við sjálfir að meta það hvenær samfangar okkar voru látnir, hvenær óhætt væri að rýma rúm þeirra fyrir nýjum sjúkl- ingum sem lágu veikir á víð og dreif í öllum bröggum. Blochfuhrer, venjulegur SS-maður, lagði mat á það hversu alvarleg veikindi fang- anna væru og hvort ástæða væri til að flytja þá á Revier eða Schonung. Það var algerlega á valdi þessara manna hvort aivarlega veikir sjúkl- ingar komust undir læknishendur þótt þeir hefðu enga þekkingu til að skera úr um það hverjir voru haldn- ir alvarlegum sjúkdómum og hverj- ir ekki. Þar við bættist að þeim var það ekkert kappsmál að greina sjúklinga rétt. Þvert á móti hentu þeir bara gaman af mistökum sín- um sem voru ófá og kostuðu marg- an manninn lífið. Þegar við vorum búnir að fjar- lægja líkin úr kojunum ók einn okkar þeim burt á sérstakri lík- kerru. Sá sem hafði það starf með höndum var fluttur til og settur í eitthvað annað fáeinum dögum eft- ir að ég byrjaði. Kom það þá í minn hlut að aka líkunutn burt á kerr- unni. Mér var sagt að ég ætti að flytja þau niður í líkkjallara sem væri þarna skammt frá. Þetta verk- efni lagðist illa í mig. Á leiðinni sem likunum var ekið um voru yfirleitt margir á ferli. í þau skipti sem ég hafði orðið vitni að llutningunum fannst mér nöturlegt að sjá líkin hanga á kerrunni. Og nú átti ég sjálfur að drösla þeim þarna á milli fyrir allra augum. Mér féll þetta mjög illa en vogaði mér ekki að segja eitt einasta orð af ótta við að verða þá sendur aftur í skurðinn. Ég vildi mikið til vinna að losna við það. Þótt líkin væru sjaldnast meira en fjörtíu til fimmtíu kíló átti ég fullt í fangi með að lyfta þeim upp á kerruna því sjálfur var ég komin niður fyrir sextíu kíló og þreklaus eins og gamalmenni. Á árinu sem nú var senn liðið frá því Gestapó svipti mig frelsi hafðiég reynt meira og orðið fyrir meiri vonbrigðum en ég hafði nokkurn tíma trúað að ætti fyrir mér að liggja. Heima í Reykjavík vár ég einn af þeim drengjum sem fæstum hefði komið til hugar að þyrftu mikið að hafa fyrir lífi sínu. Sumarvinna á sild var ekki mikið fyrir drengi eins og mig sem áttu að feta i fótspor feðra sinna og verða virðulegir kaup- menn. Mér fannst að foreldrar min- ir hefðu gert mikil mistök með því að láta mig ekki kynnast lífinu að- eins betur áður en ég hélt út í heim, að minnsta kosti hefðu þau getað leyft mér að fara í sveit, hugsaði ég. En hvernig gátu þau gert sér í hug- arlund að sonur þeirra ætti el'tir að lenda í raunum eius og þeini sem nú tóku við? Niður i líkkjallarann lágu tröpp- ur ogaflíðandi braut fyrir kerruna. Á leiðinni niður veittist mér alltal’ erfitt að halda í við kerruna, sér- staklega þegar þyngri líkin héngu á henni. Þá var ég oft að því kominn að tnissa hana úr höndunum. Að- koman niðri i kjallaranum var svo hryllileg að ég mun aldrei fá með orðum lýst þeim tilfinningum sem um mig fóru þegar ég kom þangað fyrst. Á gólfinu lágu likin tugum saman í tveimur hrúgum. Nýjum líkum mátti ég aðeins sturta í aðra hrúguna þvi í hinni voru eingöngu þau lík sem búið var aö draga úr all- ar viðgerðar tennur — stíftennur, plómur og gull. Að því verki unnu langar l'yrir tvölaldan súpu- skammt. Yfirumsjón með starlinu hafði þýskur tannlæknir, Hermann Pook, sem allat gölur siöan helur verið viðurkenndur tannlæknir í Vestur-Þýskalandi og var það síðasl þegarég vissi. Pook fékk föngunum venjulega naglbita til starfsins og urðu þeir að taka ofarlega á gómun- um til aö brjóta örugglega engar tennur. Fyrir bragðið var allt á l'loti í blóði og rann lyktin af því saman við dauninn af líkunum. Þetta haust fannst mér ég kom- inn óraveg Irá uppruna mínum og þeirri mynd sem ég hafði gerl mér af lyrstu manndómsárunum. Von- brigðin voru ylirþyrmandi. Mér fannst líf mitt hafa snúist upp i al- gera martröð. Ég fann að héðan í frá yrði ég aldrei aftur sami grun- lausi drengurinn. Til þess hafði ég reynt of mikið. Allt of mikið. „Nýjum líkum mátti ég aðeins sturta í aðra hrúguna því í hinni voru eingöngu þau lík sem búið var að draga úr allar við- gerðar tennur... “ A vegum úti Jack Kerouac Ólafur Gunnarsson þýddi 284 biaðsiður Mál og menning Verð: 2.675 kr. Kvöld eitt þegar Dean hafði verið í mat hjá mér, hann var þá búinn að ná sér í bílageymsludjobbið í New York, þá hallaði hann sér yfir öxlina á mér, þegar ég var að hamast við að vélrita, og sagði: „Svona maður, stelpurnar láta ekki biða eftir sér, drífum okkur.“ Ég sagði: „Bíddu nú við, ég verð tilbúinn um leið og ég hef lokið þessum kafla,“ og það var einn besti kafli bókarinnar. Ég klæddi mig í hvelli og við þutum til New York að kíkja á nokkrar konur. Við espuðum hvor annan upp í strætó í dularfullu fosfórskini Lincoln- ganganna, við hölluðumst patandi hvor að öðrum og góluðum og töl- uðum æstir saman, ég var farinn að smitast af Dean. Hann var bara unglingur og gífurlega. spenntur yfir Iífinu, og þó hann væri loddari, þá var hann bara að plata vegna BOKMENNTIR ,BEAT'- KYNSLÓDARINNAR þess að hann vildi finna til og kynn- ast fólki sem annars hefði ekki nennt að veita honum eftirtekt. Hann var að plata mig og ég var með það á hreinu (fæði og hús- næði, og hvernig á ég að „fara að því að skrifa“ o.s.frv.) og hann vissi að ég var með þetta á hreinu (þetta hefur ætíð verið undirstaðan undir vináttu okkar) en mér var alveg sama, það fór vel á með okkur, ekk- ert þras, engar kröfur, við gengum á tánum hvor í kringum annan eins og ofsa ástfangnir nýir vinir. Ég var sennilega farinn að læra meira af honum en hann af mér. Um það sem ég var að setja saman hafði hann þetta að segja: „Haltu áfram, allt sem þú gerir er svo sannarlega mikilfenglegt." Hann stóð fyrir aft- an mig á meðan ég var að semja sögur og æpti: „Já! Svona á það að vera!“ „Vá! Það var lagið!" og „Guð minn góður!" Hann þerraði sig í framan með vasaklút. „Heyrðu, það er svo margt sem hægt er að gera, svo margt sem hægt er að skrifa um! Það er rétt svo maður viti hvar best er að byrja og alls ekki að láta hanka sig á tísk- unni og fá á heilann alls konar bók- menntadellur og stífna upp af mál- fræðiskrekk . . . Það var rétt vinur, þetta líkar mér.“ Og ég sá dýrlega eldingu blossa af æsingi hans og sýn á lífið, hann sagði mér frá henni með slíkum orðaflaumi að fólk i strætisvagninum leit urn öxl til að skoða þennan „yfir sig æsta bjálfa“. Fyrir vestan hafði hann dvalið einn hluta ævi sinnar á billanum, annan t steininum og þann þriðja á bóka- safninu. Hann hafði sést trylla nið- ur freðnar götur, berhöfðaður og með bækur undir hendinni að fara á billann eða klífa tré til að komast á háaloftið til vina og kunningja, þar sem hann lét dagana líða við lestur og lá í leynum fyrir löggunni. Við fórum til New York, ég man ekki hvað var málið, tvær svartar stelpur, þar var engar stelpur að hafa, þær áttu að hitta hann á kaffi- teríu en létu ekki sjá sig. Við fórum í bílageymsluna þar sem hann þurfti eitt og annað að dudda, skipta um föt í skúrnum og nostra dálítið við útlitið og svoleiðis fram- an við sprunginn spegil, síðan lögð- um við í hann. Þetta kvöld hitti Dean Carló Marx. Það gerðist óg- urlegur hlutur þegar Dean hitti Carló Marx. Þeir eru báðir skarpir í betra lagi og kunnu strax vel hvor við annan. Tvö stingandi augu litu i önnur tvö stingandi, hinn heilagi loddari með hinn Ijómandi huga, og hinn sorgmæddModdari með Ijóðræna hugann sinn myrka, en slíkur er Carló Marx. Frá þeirri stundu sá ég Dean örsjaldan, og ég var dálítið sár þess vegna. Lífsorka þeirra féll hvor að annarri, ég var sveitalubbi í samanburði, ntér tókst ekki að fylgjast með þeim. Öll sú tryllta h®igiða sem síðar átti eftir að verða var þá að hcfjast. Þá hrærðust allir mínir félagar og það sem eftir stóð af fjölskyldu minni í einn stóran sandbyl yfir nóttinni í Ameríku. Carló sagði frá gamla góða Bull-Lee, Elmer Hassel og Jane Lee í Texas að rækta stuð, Hassel á Rikerseyju, Jane skjögraði til og frá um Times Square í amleta- mínrúsi með litla barnið sitt i lang- inu og hafnaði á Bellevue. Og Dean sagði Carló Irá fólki lyrir vestan sem við vissum engin deili á, eins og til að mynda Tornmy Snark, bægi- fótsblóðsugunni á billanum scm var finn spilamaður og hálfhcilagur hommi. Hann sagði frá Ray John- son og stóra Ed-Dunkel, leiklélög- um og kunningjum af bisanum, óteljandi stelpum og kynsukkveisl- um og klámmyndum, hann sagði frá ævintýrum og konum þeim og körlum sem hann dáði. Þeir brun- uðu saman niður göturnar og nutu allra skapaðra hluta fullir af ofsa æskunnar, allt þetta varð síðar svo raunalegt og meðvitað og innan- tómt. En á þeim tíma dönsuðu þeir niður göturnar eins og fígúrur, og ég skrölti á eftir, en þannig hef ég allt mitt lif elt fólk sem ég hef áhuga á, því eina fólkið sem mér hentar eru þeir trylltu, þeir sem eru trylltir að lifa, trylltir að tala, trylltir að öðlast náð, trylltir í allt á sömu stundu, þeir sem aldrei geispa eða segja eitthvað þreytt, heldur loga, loga, loga, sem himnesk hágul Jók- erblys að springa eins og kóngulær yfir stjörnum himinsins, og í hvolf- inu sérðu blátt ljós sundra og allir segja: „Ó, ó, ó.“ Hvaða nöfn voru slíkum ungmenn- um gefin í Þýskalandi Goethes? Þar sem hann langaði svo ofsalega að læra að skrifa líkt og Carló, þá gerðist það eins og skot að Dean hljóp í hann með þeirri hjartans einlægni, sem aðeins loddara getur prýtt: „En Carló, leyfðu mér nú að- eins að tala, það sem ég á við er . . .“ Ég sá þeim ekki bregða lyr- ir í alll að tvær vikur á meðan þeir njörvuðu niður samband sitt í olsa- fengið tal sólarhringinn gjörvallan. „Við fórum til New York, ég man ekki hvað var málið, tvœr svartar stelpur, þar var engar stelpur að hafa, þær áttu að hitta hann á kaffi- teríu en létu ekki sjá Sig. *•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.