Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. desember 1988 15 SMAMYNDIR ÚR LÍFINU Maðurinn er myndavél. Guðbergur Bergsson. 133 blaðsíður. Verð: 2.375 kr. Það er frábært að eiga unnustu, sem vinnur á Umferðamiðstöðinni, einkum ef maður er bílstjóri á Iang- ferðabíl. Þá er svo auðvelt að hitta hana. Um leið og ég kem inn í salinn og finn boliulyktina um allt, og í henni er enginn vottur af brasi, þyk- ir mér að ég sé kominn innst að vin- unni. Ég skynja að hún er í góðu skapi, bæði líkaminn og sálin. Þeg- ar ég segi „bæði“ man ég, að við er- um bæði ljósrauðhærð og eigum ýmislegt annað sameiginlegt. Við höfum verið hálftrúlofuð lengi og ætlum aldrei að trúlofast alveg, heldur vera alltaf ástfangin, ung og mata stundum hvort annað á pizzum og strlða mátulega mikið. Svo ætlum við aldrei að búa saman, þótt við kynnum að eignast börn. Þau verða að dvelja hjá foreldrum sínum á víxl, hlakka til að fara ým- ist til pabba eða mömmu, án þess að nokkur samkeppni verði um þau af okkar hálfu. Ef svo færi, að við neyddumst til að búa saman, þá býr hvort í sínum hluta íbúðarinnar, en við getum hist til ásta á legubekk í miðri íbúð. Síð- an umgöngumst við börnin í stof- unni og eldhúsinu. Við förum samt ekki að pæla í þessu fyrr en að því kemur. Það að skipuleggja lífið álít ég að sé að láta það fara út um þúf- ur. Ég hef þá reynslu af annarri kærustu og hún vann einnig á Um- ferðamiðstöðinni, í matsalnum, og ég setti bollulykt líka í samband við hana. Ég verð samt að segja, að bollulyktin hennar var ekki jafn góð og lyktin er núna. Ef ég fer að hugsa út í það, finn ég í huganum brælu af brasi. Hvernig ástum okkar lauk er heldur neyðarleg saga, sem gerðist fyrir utan Umferðamiðstöðina, á bekk móti sól, sunnudag í sólskini og blíðu. Ég ók á annarri leið þá, var á Keflavíkurrútunni og ekkert of ánægður, en gerði það helst vegna kærustunnar sem vildi vera stöðugt í Bláa lóninu, svo húðin yrði alltaf fín og hún fengi aldrei exem. „Af því ég veit að exemið hennar ömmu kemur fram á mér fyrr eða seinna," sagði hún tiltölu- Iega of oft til þess að maður beinlín- is fagnaði umræðuefninu. Ég held að Bláa lónið geti ekki komið í veg fyrir erfðir, hvorki hvað exem varðar né annað. Og húðin á henni var silkimjúk, enda var hún eldrauðhærð, og ég held að rauð- hærðar konur fái aldrei exem. En þó kann það að vera til í dæminu. En vegna hræðslunnar var hún haldin þeirri dellu að vilja aka með mér í rútunni, á kvöldferðinni eftir að hún lauk vinnu. Hún fór út á Stapanum og sagði: Ég húkka bíl niður í Bláa lónið og verð komin hingað á vegamótin þegar þú ferð aftur til Reykjavíkur. Menn geta ímyndað sér, hvernig ég var með öndina í hálsinum, með unnustuna öll kvöld í Bláa Ióninu, hugsandi um hana þar, lungamjúka bæði andlega og líkamlega, og engin trygging var fyrir að hún kæmist upp á vegamót og næði mér á baka- leiðinni. En henni tókst það alltaf, brosandi og ánægð eins og að sigri loknum. Samt hafði hún eyðilagt fyrir mér kvöldið, ég kemst ekki svo auðveldlega úr taugaspennu og í ástarspennu, eða ég er öllu heldur of spenntur vegna beggja spenn- anna til að geta orðið spenntur til ásta, heldur verð ég miklu heidur linur, og ungar stúlkur er Iítið fyrir að eyða tíma sínum í að koma karl- mönnum til. Þeim finnst allt vera sjálfsagt, og hvað ætli ég hafi staðið oft fyrir framan hana ofspenntur en linur? Ég gæti ekki talið það á fingrum mér, þótt ég væri alþakinn höndum. En böð í Bláa lóninu voru ekki það sem rak smiðshöggið á ógæf- una heldur mjólkurís með súkku- laðihettu. Ég var nýkominn úr tvöferðinni með hálftóma rútu, með það fáa ruskuga fólk sem ferðast um með áætlunarbílum, einkum karlmenn sem anga af súru tóbaki og gömlum saggafullum rúmdýnum. Þetta eru leifar af fólki fyrr á tið sem hefur aldrei eignast einkabíl og virðist vera piprað og troðið í stöppu, bæði af lífinu og eigin vanköntum. Sólin skein, og fyrir utan stöðina var sægur af útlendingum, venju- legu ungu klossafólki, og næstum allir bekkirnir voru setnir. Nema einn, sem var hjá öðrum þar sem sátu auðsæilega Þjóðverjar, af því strákurinn prjónaði í ákafa peysu en stúlkan ýmist sólaði andlitið eða tók nokkrar lykkjur, og bæði voru Ijósrauð kringum nef og augu, líkt og Þjóðverjar eru, annað hvort það eða holdið eins og hvít, kalónuð vömb eftir of mikið svínakjötsát. Kærastan og ég fengum okkur sæti á auða bekknum. Við vorum bæði með kaffi í máli og sígarettur, og það er þægilegt að reykja og drekka kaffi í sólskini. Svo sátum svo þarna, ég var að segja henni að ég yrði að fá ný dekk á bílinn og hún játaði: Já, góði gerðu það. Hún var alltaf sammála mér. Og nú þurfti hún endilega að fá sér ís, til að svala sér eftir kaffið, en yfir mig kom það sem kemur óvænt en kannski ekki á réttum tíma. Því lýstur bara niður, án þess ég hugsi beinlínis um neitt, kannski helst þegar útilokað er að ég fái neitt nema kannski koss, sem ég leitaði eftir, þegar hún hafði sest aftur hjá mér. En hún ummaði háðslega og hörfaði undan aftur á bak með ís- inn á lofti og stakk honum upp í sig, svo ég fékk koss með súkkulaði- bragði, þegar ég fékk hann, og sagði: Nei, ég vil ekki ískalda kossa . . . Þá sveigði hún sig betur frá mér, en ég kom betlandi fast á eftir með munninn, og það skipti engum tog- um, hún tók á móti mér og sveiflaði örmunum ósjálfrátt um háls mér og ísinn datt niðurjHn hálsmálið á skyrtunni, sem hafði víst gúlpað. Ég veinaði eins og kvenmaður við kuldann, en hún hló og sagði: Greyið. Þetta sagði hún of oft, og það fór í taugarnar á mér eftir blíðu, að hún skyldi finna stingandi orð: sko, greyið getur það ekki eða: nú er greyið búið. Nú bætti það ek-ki úr skák að hún bað mig að hreyfa mig ekki. Hún flissaði, en ég varð stjarfur og benti inn bakið og fann ísinn bráðna, meðan hún fór með höndina niður eftir því, en ísinn rann undan eða hún ýtti honum peðar af ásettu ráði, alveg niður að buxum. Þá rauk ég á fætur, og hún svipti skyrt- unni upp um mig í galsa, og kannski buxunum örlítið niður, nema hvað ísinn datt á planið, brún klessa, og klossafólkið hló. Sá sem hafði setið við að prjóna hætti því og hló iíka, rjúður um nef og augu, og það var engu líkara en ég, bílstjóri á Kefla- víkurrútunni, hefði gert á mig og unnustan væri að verka mig. Ég sagði samt ekkert, nema eitt, þegar ég steig á klessuna: Það er allt búið á milli okkar. Og það var líka búið. Fram að þessu hafði ég álitið að ég væri heill og sterkur maður, einfaldur að innri gerð og óbrjótanlegur, en ást mín og sjálfsvirðingin þoldu ekki meira en þetta. i ÍSLENSK ÞJÓÐMENNING Þjóðsögur og sagnir Sigfusar Sigfiíssonar 4T naR*.ARIÐ1987 Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenning er skipulagður sem 9 binda ritröð sem spannar yfir rúm þúsund ár í íslenskri menn- ingarsögu. 1. og 5. bindi eru þegar komin út. í heild sinni verður þetta mikla yfirlits- verk samið af um 50 íslensk- um fræðimönnum. ÁRIÐ 1987 Stórviðburðir í myndum og máli með íslenskum sérkafla hefur nú komið út í tuttugu og þrjú ár. Hefur frá upphafi verið heimsfræðari allrar fjölskyldunnar. \ Pjóðsögur og sagnir Sigfúsar Sigfússonar er eitt stærsta safn sinnar tegundar sem út hefur komið hér á landi. í heild verður það u.þ.b. 4400 blaðsíður í 11 bindum. 9 bindi hafa þegar komið út. Tvö næst síðustu bindin eru nú komin út. Á næsta ári lýkur útgáfunni. Óskar Halldórsson, Grímur M. Helgason, Helgi Grímsson og Eiríkur Eiríksson hafa búið þau bindi safnsins til prentunar, sem út eru komin. pókaútgáfan|DjóÖöaga n. Þingholtsstrœti 27 ■ 101 Reykjavík • Símar 13510- 17059 ■ Pósthólf 147

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.