Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 12
12 ♦ > i > Laugardagur 17. desember 1988 ' ♦ * < > * * HINN FRJALSI MUNNSÖFNUÐUR Svarti sauðurinn. Séra Gunnar Björnsson og munnsöfnuðurinn. 211 blaðsíður. Tákn. Verð: Ég fór drengur með pabba niður í Dómkirkju. Við sátum uppi á lofti og ég horfði hugfanginn á mjög errilega konu í kirkjukórnum. Hún var alveg stórmyndarleg. Og hún söng þannig, að undirhakan á henni skalf í söngnum. Hún hafði svona gott víbrató. Á sokkabandsárum mínum var ég oft beðinn að spila á selló við jarðarfarir. Þá var fjalimyndarlega konan líka að syngja. En nú heyrði ég ekki betur en það væri kominn þessi sami skjálfti í allan kórinn. Og flutningurinn á jarðarfarasálmun- um var eitthvað svo dökkur, ívið bældur og titrandi, að mér fannst, óforskömmuðum slöttólfi ofanúr guðfræðideild, að ef einhver guð- fræði byggi að baki þessari túlkun, þá væri það að minnsta kosti röng guðfræði. Mörgum árum seinna hefi ég skipt um hlutverk. Égstend hempu- klæddur við gafl á líkkistu ungs manns. Það er hvítur vetrardagur. Brimskaflar við snævi þakta strönd. Krúnk í hrafni. Það er lítil byggð við ysta haf að jarða einn af sínum efnilegu sonum. Kirkjukór- inn stendur uppi á söngloftinu í kringum organistann. Það er móða á rúðunum i þéttsetinni kirkjunni. Við þekktum öll hinn látna. Og við tökum öll þátt í sorginni. Við erum að fylgja kærum vini til grafar. Hér er engin tilgerð, af því að þess þarf ekki með. Athöfnin er látlaus og eðlileg. Söngurinn einlægur — og það var kóræfing í gærkvöidi. Þegar einhver í söfnuðinum deyr, hjálpumst við öll að, svo að útför hans megi gerð virðulega. Prestur- inntalar, kirkjukórinnsyngur. Lög- reglubílnum er breytt í líkbíl. Strák-' arnir hjá hreppnum taka gröfina. Við vitum öll hvar við höfum hvert annað. Það er ekkert að óttast. Svona var þetta líka í Reykjavík hér áður fyrr. En þáð er orðið langt síðan. Og það gerist margt á langri leið. í mars 1983 var útför í Fríkirkj- unni, sem ekki er i frásögur færandi sérstaklega. En svo vildi til, að að- standendur óskuðu eftir söng kórs, sem oft syngur við jarðarfarir í Dómkirkjunni. Að sjálfsögðu var orðið við þeirri ósk. Nokkru síðar jarðsöng ég tvisvar í Fossvogs- kirkju. I hvorugt skiptið báru syrgj- endur fram óskir um sérstakan kór. Mér varð því á að boða þennan sama kór úr Dómkirkjunni til þess- ara athafna beggja. Og var svo blá- eygur að halda, að það gæti gengið hávaðalaust. En ég átti eftir að komast að öðru — og það heldur betur! Ástvinir hinna látnu voru að vísu ánægðir. En þetta athæfi mitt var kært til formanns Fríkirkjusafnað- arins. Hverjir í ósköpunum báru fram þá kæru? Jú, það voru nokkr- ar manneskjur, sem sungu í þeim kór Reykjavíkur og nágrennis, sem haft hefur af því fulla atvinnu árum saman að syngja við jarðarfarir. Það mun hafa fylgt ákærunni, að fengi þessi sami kór ekki útfarasöng í Fríkirkjunni, þá mundi fara að sneiðast um söngkrafta í þeirri kirkju ásunnudögum í framtíðinni. Nú var sem sagt kominn nýr frí- kirkjuprestur. Og það var víst snar- vitlaus maður. Ógurlegur geðhund- ur, ráðríkur og yfirgangssamur. Og það stóð ekki á verksummerkjum. Að dirfast að útvega annan söng en þann, sem alltaf hafði verið áður. Var ekki hér verið að ganga freklega á rétt þess kórs, sem lítur á sig sem sjálfskipaðan til þess að syngja við mikinn meiri hluta allra þeirra út- fara, sem fara fram í Reykjavík og nágrenni? Ja, það var víst ekki of- sögum sagt af þessum gjörómögu- lega presti. Maðurinn var greinilega ekki starfi sínu vaxinn!! Malotte heitir tónskáld, amerískt að ég held. Malotte þessi hefur sam- ið lag við bænina, sem frelsarinn kenndi, Faðirvorið. Þetta lag hefur hlotið gríðariegar vinsældir á ís- landi og verið flutt í seinni tíð við fjölda jarðarfara. Því var fljótlega komið á flot í Reykjavík, að lag þetta væri ekki fullsæmt af flutningnum, nema kór sá syngi, er mest umsvif hefur haft á sviði útfarasöngs á suðvestur- horni landsins um langt árabil. Þessu trúðu margir, enda alkunna, að sé vitleysan endurtekin nógu oft, þá endar með því að menn neita að hafa nokkuð fyrir satt nema hana. Það er að vísu mikill misskilning- ur, að enginn nema þessi marg- nefndi kór geti sungið Faðirvorið. En sú vitneskja breiddist út um land allt, að væri óskað eftir þessu lagi' við útför, yrði undir öllum kring- umstæðum að tilkalla kórinn góða. Þetta varð til þess, að mönnum þótti engin jarðarför verulega flott, nema tryggt væri að þessi kór feng- ist til þess að syngja. Með tímanum mátti það svo heita hending, ef aðr- ir kórar fengu að koma nærri útför- um fína fólksins. Dökki tónninn, bældi söngurinn og skjálftinn mikli höfðu orðið of- aná í tónlistarsmekk íslendinga. „Ástvinir hinna látnu voru að vísu ánægðir. En þetta athæfi mitt var kœrt til formanns Fríkirkjusafnaðarins. Hverjir í ósköpunum báru fram þá kœru?“ jlfflsm TONI MORRISON j. ASTKÆR PVtlTZER-VEROlAVNlN 1988 Ástkœr. Toni Morrison. Útfur Hjörvar þýddi. 251 blaðsíða. Forlagið. Verð: 2.575 kr. Þegar reiðmennirnir fjórir komu — skólakennari, annar bróðurson- urinn, þrælaveiðari og lögreglu- stjórinn — var svo hljótt í húsinu við Bluestone Road, að þeir héldu að þeir hefðu orðið of seinir. Þrír þeirra stigu af baki, en einnn sat kyrr í hnakknum með riffilinn til- búinn og renndi augunum til vinstri ög hægri við húsið, vegna þess að það-var eins líklegt að strokumað- urinn reyndi að skjótast í burt. Þó að stundum værir ekki að vita nema þeir fyndust einhverstaðar saman- hnipraðir: undir gólffjölum, í búr- inu, einu sinni í reykháf. Og þá var jafnvei farið með gát, vegna þess að þeir stilltustu, þeir sem dregnir höfðu verið upp úr eplapressu, ofan af hlöðulofti, eða, í þetta eina skipti, niður úr reykháfi, kunnu að fylgja þægir með smástund. Þegar þeir höfðu verið gripnir svo að segja glóðvolgir, virtust þeir viður- kenna að tilgangslaust væri að reyna að snúa á hvítan mann og voniaust að komast undan riffli. Brostu jafnvel eins og barn, sem er gripið með hendina ofan í sultu- krukkunni, og þegar reipið var tek- ið fram til að binda þá gátu menn ekki einu sinni verið vissir. Negrinn, sem hengdi haus með smá sultubros á vör, gat allt í einu rekið upp öskur ÞRÆLAHALD OG ANAUÐ eins og naut eða eitthvað, og tekið upp á ótrúlegustu hlutum. Gripið í endann á riffilhlaupinu, kastað sér á manninn, sem hélt á honum — hvað sem var. Svo að maður varð að víkja til hliðar og láta annan um að binda hann. Að öðrum kosti endaði það með því að maður drap það sem manni var borgað fyrir að ná lifandi. Ólíkt því sem var með slöngu eða björn, var engin fjárvon í að flá dauðan negra, og dauður var hann ekki þyngdar sinnar virði í peningum. Sex eða sjö svertingjar komu gangandi upp veginn að húsinu: Tveir drengir á vinstri hönd þræla- veiðarans og nokkrar konur á hægri hönd hans. Hann benti þeim með rifflinum að stansa og þau námu staðar þar sem þau voru. Bróðursonurinn kom aftur frá því að gægjast inn í húsið, og eftir að hafa lagt fingur á varir sér til merkis um þögn, benti hann með þumal- fingrinum til að láta vita að það sem þeir væru að leita að væri á bak við húsið. Þá fór þrælaveiðarinn af baki og slóst í hóp með hinum. Skólakennari og bróðursonurinn fóru að vinstri hlið hússins, hann og lögreglustjórinn að þeirri hægri. Gamall og geggjaður negri stóð við viðarhlaðann. Það mátti strax heyra að hann var geggjaður vegna þess að hann gaf frá sér hljóð líkust lágværu kattarmjálmi. Á að giska tólf metrum fyrir aftan þesfinan negra var annar — kona með blóm í hattinum. Að líkindum geggjuð líka, vegna þess að hús stóð graf- kyrr — en veifaði höndunum eins og hún væri að banda frá sér kóngullóarvef. Þau störðu þó bæði á sama stað — skýli. Bróðursonur- inn gekk að gamla negranum og tók af honum öxina. Síðan gengu þeir allir að skýlinu. Inni í skýlinu blæddi tveimur drengjum í sagið og forina við fæt- ur negrakonu, sem hélt alblóðugu barni við brjóst sér með annarri hendi og kornabarni upp á fótun- um með hinni. Hún leit ekki við þeim, sveiflaði bara kornabarninu að plankaþilinu, hitti ekki og var að gera aðra tilraun þegar gamli negr- inn hljóp, enn mjálmandi, skyndi- Iega og óvænt — á þeirri örskots- stund sem mennirnir störðu á það sem var að sjá — inn um dyrnar að baki þeim og þreif barnið rétt i því að móðirin var að sveifla því í þilið. Þeim varð strax Ijóst, einkum skólakennara, að hér var ekkert að heimta. Króarnir þrír (nú fjórir — vegna þess að hún hafði átt von á einu þegar hún strauk) sem þeir höfðu vonað að væru á Iífi og nógu vel á sig komnir til að fara með aft- ur til Kentucky, fara með aftur til baka og ala almennilega upp til að vinna þau verk sem voru svo aðkall- andi á Sælustað, voru það ekki. Tveir lágu opineygir í saginu, þriðja fossblæddi yfir þá sem mestu skipti — konuna sem skólakennari hafði gortað af, þá sem hann sagði að gerði ágætt blek, fjandi góða súpu, straujaði flibbana hans eins og hann vildi hafa þá, auk þess að eiga eftir að vera tíu ár í barneign. En nú var hún orðin vitlaus vegna mis- þyrminga annars bróðursonarins, sem hafði ofboðið henni með bar- smíðum svo að hún strauk burt. Skólakennari hafði ávítað bróður- soninn og beðið hann um að hug- leiða — bara hugleiða — hvernig hesturinn hans mundi bregðast við ef hann væri barinn meira en þyrfti til að venja hann. Eða Chipper, eða Samson. Hugsaðu þér ef maður misþyrmdi hundunum þannig. Það væri aldrei hægt að treysta þeim framar í skóginum eða neinstaðar. Maður væri kannski að gefa þeim að éta, rétti fram bita af kanínu- kjöti, og skepnurnar breyttust aftur. í villidýr — bitu í höndina á manni og stykkju burt. Því hafði hann hengt þessum bróðursyni með því að leyfa honum ekki að fara með á þrælaveiðarnar. Lét hann verða eft- ir, gefa skepnunum, elda ofan í sjálfan sig, elda ofan í Lillian, ann- ast uppskeruna. Sjá hvernig honum félli það, sjá hvað gerðist þegar maður misþyrmdi skepnum, sem Guð hafði falið í umsjá manns — hvaða vandræði það leiddi af sér, og hvaða missi. Nú voru þau öll töpuð. Fimm. Hann gæti heimtað barnið sem barðist um í fanginu á gamla, mjálmandi manninum, en hver ætti að annast hana? Því að konan — það var eitthvað að henni. Hún horfði á hann núna, og ef hinn bróðursonur hans gæti séð það augnaráð mundi það ábyggilega verða honum góð lexía: Maður get- ur einfaldlega ekki misþyrmt skepnum og vænst góðs árangurs. Bróðursonurinn, sá sem hafði sogið úr henni mjólkina á meðan hinn hélt henni niðri, vissi ekki að hann skalf. Frændi hans hafði tekið honum vara við slíkum veikleika, en það virtist ekki hafa haft tilætl- uð áhrif. Af hverju skyldi hún haga sér svona? Af því að hún hafði verið barin? Fjandinn eigi það. Hann hafði ótal sinnum verið barinn, og hann var hvítur. Einu sinni hafði það verið svo sárt, og hann orðið svo illur, að hann hafði mölvað brunnskjóluna. í annað skipti hafði hann látið það bitna á Sam- son — fleygði bara í hann nokkrum steinum. En engar barsmíðar höfðu gert hann . . . ég á við, hann hefði aldrei . . . Hvers vegna gerði hún þetta? Og að þessu spurði hann lög- reglustjórann, sem stóð þarna jafn furðu lostinn og þeir hinir, en skalf ekki. Hann kyngdi aftur og aftur með erfiðismunum. Hvers vegna skyldi hún láta svona? Lögreglustjórinn sneri sér við og sagði síðan við hina þrjá: „Það er best að þið farið. Mér sýnist að ykk- ar verki sé lokið. Mitt er að hefj- ast.“ Skólakennarinn sló hattinum sínum á lærið og spýtti áður en hann yfirgaf eldiviðarskýlið. Bróð- ursonurinn og þrælaveiðarinn hörfuðu út með honum. Þeir litú ekki á konuna í piparplöntubeðun- um, með blómið í hattinum. Og þeir litu ekki á um það bil sjö andlit, sem höfðu þokað sér nær þrátt fyrir riffil þrælaveiðarans. Þeir höfðu fengið nóg af negraaugum. Opnum augum smá negradrengja í saginu, augum iítillar negrastelpu, sem störðu milli votra fingranna sem héldu um andlit henni svo að höf- uðið féll ekki af, samankreist augu grátandi negrakróa í fanginu á gamla negranum, sem rifaði aðeins í augun á þar sem hann rýndi niður á fætur sér. En verst var negrakon- an, sem ekki virtist hafa nein augu. Þar sem hvítan í þeim var horfin, og þar sem þau voru samlit húð henn- ar, virtist hún vera blind. Þeir leystu múldýrið, sem þeir höfðu fengið Iánað til að bera strokukonuna aftur þangað sem hún átti að vera, frá hesti skóla- kennara og bundu það við girðing- una. Síðan létu þeir brokka úr hlaði, með sólina beint í hvirfilinn, og skildu lögreglustjórann eftir hjá bölvaðasta negrahyski, sem þeir höfðu nokkurn tíma séð. Og bar allt vitni um til hvers það leiddi að veita smáfrelsi, svokallað, fólki sem þurfti að annast og leiðbeina í smáu og stóru til að forða því frá þeirri villimennsku sem það kaus. „Hvers vegna gerði hún þetta? Og að þessu spurði hann lögreglustjórann, sem stóð þarna jafn furðu lostinn og þeir hinir, en skalf ekki. Hann kyngdi aftur og aftur með erfiðismunum. Hvers vegna skyldi hún láta svona?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.