Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. desember 1988 » ( 5 Fjárlögin eftir aðra umrœðu Fjárveitinganefnd vill 515 milljónir Atkvœðagreiðsla um frumvarpið og breytingartillögurnar í dag. Niðurskurðardllögur upp á 1,2 milljarða boðaðar við þriðju umræðu Atkvæöagreiöslur fara fram í dag um fjárlagafrum- varpið og breytingatillögur viö þaö eftir aöra umræöu af þremur í sameinuðu þingi i gær. Þegar liggja fyrir tillög- ur fjárveitingarnefndar um breytingar á frumvarpinu, en tillögur þessar ef samþykktar leiöa af sér 515 milljón króna aukin útgjöld rikissjóðs frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Önnur umræða fór fram um fjárlagafrumvarpið í sam- einuðu þingi i gær. Atkvæða greiðsla fer hins vegar ekki fram fyrr en í dag og að jafn- aði er atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu stefnumark- andi um niðurstöðutölur frumvarpsins. Önnur frumvörp ríkisstjórn- arinnar er lúta að almennum efnahagsmálum og ríkissjóði eru sum hver langt komin. Á fimmtudag voru samþykkt sem lög breyting á lögum um viröisaukaskatt, sem er ein- faldlega frestun á gildistöku laganna. Þrjú frumvörp voru samþykkt milli deilda í fyrra- ,dag. Þetta eru frumvörpin um hækkun á skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði úr 1,1% í 2,2%, um staðgreiðslu opin- berra skatta, sem er að mestu tæknilegs eðlis, og frumvarpið um lántökugjald- ið. Öll þessi frumvörp eru komin frá neðri deild til efri deildar. Fyrstu frumvörpin um stað- festingu á bráðabirgðalögum aðgerðir í efnahagsmálum, viðkomandi breytingar á bráðabirgðalögum og frum- varpið um frestun á hækkun launa og búvöruverðs eru staðsett í fjárhags- og við- skiptanefnd neðri deildar eft- ir fyrstu umræðu. Frumvarp til lánsfjárlaga er hjá fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar eftir fyrstu umræðu. Á fimmtudag fór frumvarpið um vörugjald í nefnd eftir fyrstu umræðu í neðri deild, en frumvarp um skattskyldu fjarfestingalánasjóða og veð- deilda (innlánsstofnana) er i nefnd eftir fyrstu umræöu í efri deild. Frumvarpið um tekju- og eignaskatt (2ja prósentustiga hækkun tekju- skatts, stóreignaskattur og fleira) fór á fimmtudag í nefnd eftir fyrstu umræðu í neðri deild. Hvað fjárlögin varðar er úr- slitadagurinn því í dag. Fyrir utan breytingatillögur ein- stakra þingmanna kveður auðvitað mest á breytingatil- lögum fjárveitinganefndar. Meirihluti nefndarinnar legg- ur fram tillögur sem fela í sér alls tæplega 515 milljón króna útgjaldaaukningu, en við þriðju umræðu um fjár- lagafrumvarpið munu koma fram niðurskurðartillögur rik- isstjórnarinnar, sem alls eiga að draga útgjöld saman um 1.218 milljónir króna. Tillögur fjárveitinganefndar um aukin útgjöld upp á 515 milljónir samsvara 0,7% hækkun á niðurstöðutölu nú- verandi frumvarps. Af þess- um 515 milljónum eru 60,3 milljónir til komnar vegna aukins launakostnaðar vegna viðbótarheimilda og leiðrétt- inga. Hækkun vegna annars rekstrarkostnaðs hljóðar upp á 89 milljónir og viðbótarút- gjöld vegna stofn- og við- haldskostnaðar hljóðar upp á 365,5 milljónir króna. Ef sam- þykktar hækka tillögur þess- ar rikisútgjöldin úr 76.131 milljónum króna í 76.646 milljónir króna. Auk hreinna útgjalda er gert ráð fyrir því aó sértekjur ýmissa fyrir- tækja og stofnana rikisins lækki frá því sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu. í krónum talið eru mestu hækkunartillögurnar til menntamálaráðuneytisins eða um 186 milljónir króna, en þar á eftir kemur heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytið með 92,3 milljónir króna. Hlutfallslega er hækk- unin hins vegar mest hjá æðstu stjórn ríkisins, 2,8% og hjá landbúnaðarráðuneyt- inu, 2,6%. Af einstökum áberandi liðum má nefna að fjárveitinganefnd vill 85 millj- ón króna hækkun til bygg- inga grunnskóla og íbúða fyr- ir skólastjóra, 40,3 milljón króna hækkun vegna bygg- inga sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva og læknisbú- staða, 46,3 milljón króna hækkun vegna hafnarmann- virkja, lendingarbóta, lands- hafna og sjóvarnargaröa, 23,6 milljón króna hækkuri vegna landgræðsluáætlunar, 21 milljón króna hækkun vegna mötuneytis Fjölbrautaskól- ans á Akranesi, 15 milljón króna hækkun vegna sauö- fjárveikivarna og loks má nefna 13,6 milljón króna hækkun vegna endurskipu- lagningar Búnaðarfélagsins. I niðurskurðartillögunum er meðal annars gert ráð fyrir aö framlag til Vegagerðar lækki um 90 milljónir, fram- lag til Ríkisábyrgðarsjóðs um 78 milljónir og til bygginga- sjóðanna um 150 milljónir. Launakostnaður á að lækka um 320 milljónir, rekstrar- framlög um 80 milljónir og rekstrargjöld um 250 milljónir króna. DRAUMAR í LIT Þegar tveir jafn miklir dæg urlagarisar og Bubbi og Meg- as leiða saman hesta sína, þá er eðlilegt að álykta sem svo að útkoman úr því sam- spili verði meiriháttar meist- . araverk og ekkert annað. Blá- ir draumar heitir þessi sam- runi félaganna, ég segi sam- runi vegna þess að á plötu- umslaginu er andlitum þeirra skeytt saman og er útkoman vægast sagt stórskemmtileg. Besta umslag ársins að mínu mati. En þessi plata er ekki það frábæra meistaraverk sem ég bjóst við, kannski maöur hafi gert sér alltof miklar vonir? En hversvegna ekki? Það er ekki vegna tón- listarinnar, jassópusanna, blúsanna eða yfirvegaðra en tregablandaðra lagasmíða þeirra Bubba og Megasar. Á bláum draumum skipta þeir samviskusamlega með sér verkum, syngja ýmist sér á báti eöa saman. Það er ein- mitt lag sem þeir syngja saman, Ég bið að að heilsa, eftir Inga T. Lárusson við texta Jónasar Hallgrímsson- ar, sem mér finnst draga úr mætti Blárra drauma. Mér finnst í lagi með hljóðfæra- leikinn og útsetninguna en söngur Bubba virkar mjög til- gerðarlegur á mig og finnst mét Bubbi hafa gert betri hluti en þetta. í enda lagsins V laumar hann svo asnalegu Jeee-i, fáránlegt að enda lag- ið á einhverju búkhljóði! Megas og telpnakór Öldu- túnsskóla standa sig mun betur. Filterlaus kamel blús Bubba fær svipaða útrreið hjá honum og finnst mér hann með söng sínum skemma þennan ágæta blús sinn. Það er fyrst og fremst þetta sem ég hef út á Bláa drauma að setja. Bubbi virkar á köflum eins og hann sé að rembast við að syngja ein- hvernveginn öðruvísi en hans náttúrulega rödd gefur tilefni til. Það sama er ekki hægt að segja um Megas. Framlag Bubba er þó langt frá þv( að vera alvont því mér finnst lögin Seinasti dagurinn, saga um gamlan, látinn vinnufé- laga Bubba og Hann er svo blár (blúsinn, innskot, G.H.Á) alveg þrælgóð. Lagasmíðin Menn að hnýta snörur er ögr- andi, hrollvekjandi og hrein- skilin blanda af syntapoppi, jassi og vestramúsik. Sannur textinn er óhugnanlegur, sóttur í íslenskan veruleika: „Sjaldan þú heyrir um hryll- inginn þann / hengdan út í bílskúr sinn föður barnið fann / með skilaboð á miða skráð ég get ei meir / skuldin er hjá mér og þér á því lifa þeir.“ Sannarlega köld vatns- gusa frá Bubba framan í stjórnendur þessa lands. Þáttur Megasar í Bláum draumum er öllu jafnari og frammistaða hans ekki eins sveiflukennd og hjá Bubba. Lagið Flæðarmál er drunga- legt en fallegt, með voldug- um píanóhljómum spiluðum af Kenneth Knudsen, sem m.a. hefur spilað með danska kontrabassakónginum Nils Henning 0rsted Pedersen. Megan styðst eingöngu við píanóundirleik í laginu Tvær stjörnur og kemur það vel út. Textinn er fullur af söknuði og sársauka: „Eg sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á og ég sakna þín mest á nótt- unni þegar svipirnir fara á sijá.“ Vatnsrennibraunin er léttur ópus frá Megasi og gæti lag- ið alveg eins verið af Loft- mynd Megasaren hefði væntanlega skorið sig meir úr þar en á Bláum draumum. Það er fjörleg Karnival stemmning sem hviliryfir laginu og inniheldur þaö geysifallegan óbóleik sem Olafur Flosason sér um og leikur óaðfinnanlega. Ég er ekki frá því aö þetta sé eitt besta lag Blárra drauma. Af þeim lögum sem Bubbi og Megas syngja sam- an líkar mér einna best vió Einum of heví en i laginu fer Hammond-snillingurinn Karl Sighvatsson fimum höndum yfir nótnaborð orgelsins, hann klikkar aldrei á Hamm- ondinu. Það er sagt að alltaf hafi stefnt í svona plötu hjá þeim félögum. Nú er hún komin en er að mínu mati ekki há- punktur á ferlum þeirra sem listamanna. Bláir draumar eru þó vissulega þrælgóð plata, meö firnagóðum hljóð- færaleik frá landsins bestu jassspilurum, vel unnum lög- um og textum en hnökrarnir finnast mér liggja aðallega i söng Bubba. Þrátt fyrir þessa hnökra verða Bláir draumar aldrei að martröð, langt, langt frá þvi. ROKKPRESSAN T O P P F 1 M M T Á N 1. (—) BLÁIR DRAUMAR /i i . . BUBBI OG MEGAS 2. (1 ) 12 ÍSLENSK BÍTLALÖG . BÍTLAVINAFÉLAGID'.' 3.(10) TUNGLIÐ TUNGLIÐ TAKTU MIG . AGNESJOHANESEN 4. ( 6 ) SÍÐAN SKEIN SÓL \ ... SÍÐAN SKEIN SÓL 5.(2) COCKTAIL i ÚR KVIKMYND 6. ( 5 ) GÓÐIR ÍSLENDINGAR vi ^LGEIR GUÐJÓNSSON 7.(3) RATTLE AND HUM U2 8.(7) VOLUME ONE THE TRAVELLING WILBURYS 9. (—) ÍTALSKAR ARÍUR KRISTJÁN JÓHANNSSON 10.(11) JÓLAFRÍ . . . . ELLY VILHJÁLMS 11.(14) GREATEST HITS . . . FLEETWOOD MAC 12.(9) FROSTLÖG . ÝMSIR FLYTJENDUR 13.(8) BUSTER ÚR KVIKMYND 14. (—) ER ÁST í TUNGLINU? . GEIRI SÆM OG HUNANGSTUNGLIÐ 15.(4) NOW 13 . ÝMSIR FLYTJENDUR | | Listinn er byggöur á smásölu úr verslunum Steina hf., Sklfunnar og Grammsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.