Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. desember 1988 11 Skuggabox. Þórarinn Eldjárn. 173 blaðsíður. Gullbringa. Verð: Hann hafði fundið sér lítið og þægilegt borð úti í horni og sat nú þar og var byrjaður að líta í kring- um sig í lævísu hálfrökkrinu. Svo virtist sem hann væri með þeim fyrstu á vettvang, en smám saman fór fleira fólk að tínast að. Hann þekkti ekki sálu og enginn þekkti hann, fólkið sveif fram hjá honum, ýmist blátt eða rautt, en raunar var þessi merking algjörlega óþörf og ekkert annað en móðgun við erfða- eiginleika ættarinnar. Hið eina og sanna sameiningartákn ættarinnar var nefnilega hreint ekkert dautt merki eða mynd heldur af holdi og blóði, og beini. Það var skúffan. Kjögxskúffan fræga leynir sér ekki á nokkrum manni sem hana ber. Kort lét augun líða yfir salinn. Og sjá, hér og hvar voru að myndast eins og heilu skúffusamstæðurnar, hver og ein skúffa eins og lítil eftir- mynd af hinni frægu þjóðsagna- ÍláfJftiiÓMii Markaðstorg guðanna. Ólafur Jóhann Ólafsson. 250 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.480 kr. Ég er sá sem ræður. Ég er sá sem hefur völdin. Þegar ég skipa ykkur fyrir, þá hlýðið þið. Þegar ég rétti úr vísifingri, teygi fram handlegginn og segi: stökkvið, þá stökkvið þið. Þegar ég segi skríðið, þá skríðið þið. Því mitt er ríkið, mátturinn og dýrðin. Umfram allt: mátturinn.“ Sá sem tók við rekstri fyrirtækis- ins af honum hefði ekki kunnað að stjórna fólki, sagði dr. Gandí. Hann hefði skipað þvi fyrir eins og hundum i stað þess að vinna með því. Ekki skilið mannlegt eðli, ekki borið neina virðingu fyrir margliðu tilfinninganna, einatt gefið í skyn, að hann væri yfir starfsfólk sitt haf- inn. „Enda fór það á hausinn nokkr- um mánuðum eftir að ég hætti. Hrundi eins og spilaborg. í minni fjölskyldu höfum við alltaf haft gott lag á að vinna með fólki. Alltaf MALATFERLIS FRÆÐINGURINN KORT KJÖGX skúffu faktors Sorens Kjögx. Lýs- ingarnar á þeirri skúffu voru reynd- ar svo ævintýralegar að ef menn reyndu að sjá fyrir sér ættföðurinn í huganum varð útkoman alltaf miklu Iíkari pelíkana en manni. Skúffa faktors var því löngu orð- in að hugmynd. Hún var frum- skúffan eina sem allar seinni skúff- ur voru aðeins ófullkomnar eftir- myndir af og reyndu í sífellu að nálgast. Kort Iét augun renna um salinn. Hvar sem skúffu gat að líta brást ekki að blátt merki blasti við á boð- ungi eða í barmi. Ættanna kynlega bland hafði að sönnu skekist saman í ótrúlega fjölbreytilegum tilbrigð- um í þessum kynstofni sem þarna var saman kominn með aðstoðar- fólki sínu til að minnast upphafs^ ins, en gegnum hverja raun, gegn- um sérhvern frumskóg erfðaeigin- leika á hverri tíð hafði skúffan skákað sér. Tengdafólkið skar sig úr með skúffuleysi sínu og varð von bráðar ófrítt þarna á þessum stað, svo mjög normi firrt, svona af- sleppt og snubbótt niður um sig í framan, óverðugt og illa gert með merkið í barminum blóðrautt af skömm. Fólk tíndist áfram inn, en týndist í gímaldinu. Ungur maður skúffu- laus sat uppi á sviði og lék læpulega músík á mikla samstæðu tveim hangandi höndum. í miðju lagi stóð hann skyndilega upp og fór að dytta að snúrum og hljóðnemum á sviðinu. Hljóðfærið hélt áfram leiknum eins og ekkert hefði í skor- ist. Dagskrá niðjamótsins lá á borð- inu hjá Kort: „í tilefni af útkomu bókarinnar Kjögxætt eftir Jón Árnason boðar Ætttækni h/f til niðjamóts á Víða- vangi hinn 24. þessa mánaðar kl. 20/30. Dagskrá verður sem hér seg- ir: 1) Framkvæmdastjóri Ætttækni h/f, Jón Sveinsson, Nonni flytur ávarp. 2) Kvartettsöngur. Þröstur Kjögx og félagar taka lagið. 3) Stofnun Sorens Kjogx. B. Kjögx, skáld, gerir grein fyrir hús- málinu.“ ★ Kort sá að hann yrði að dulbúast. Hann seildist í vasann eftir sólgler- augunum. Verst þótti honum að vera ekki með skegg núna. Hann hafði löngum verið óreglumaður í skeggvexti, jafnvel þeir sem best áttu að þekkja hann gátu yfirleitt ekki svarað því umyrðalaust hvort hann væri með skegg eða ekki því það var alltaf að koma og fara. Sumir Kjögxar höfðu reynt að hylja skúffur sínar með skeggi, en það varð venjulega einungis til að ýkja og undirstrika enn frekar það sem hylja skyldi. Hann hagræddi gleraugunum vel á nefinu, og tók síðan að skima var- lega í kringum sig. En um leið kvað við hróp svo undir tók í salnum: — Kort, nei hvað sé ég, Kort, gamli gulur . . Hann sá að þetta átti að vera Jón Sveinsson, Nonni, sem hafði komið auga á hann og steðjaði nú í áttina til hans fagnandi með opinn faðm- inn. Hann var algjörlega óþekkjan- legur hið ytra, hafði að minnsta kosti fjórbreikkað síðan síðast, haddurinn fagri var á bak og burt og skallinn svo gljáandi að það var erfitt að ímynda sér hvernig nokk- urt hár hefði á sínum tíma getað fundið sér festu á öðrum eins svell- bunka. Umbúðirnar höfðu líka gjörbreyst, mussan fræga hafði orðið að víkja fyrir vönduðum tein- óttum jakkafötum. Hann bar stressara i hvorri hendi og stóð þarna með töskurnar í útréttum örmum eins og hlemmaleikari í sin- fóníuhljómsveit sem er að bíða eftir merki frá stjórnanda um lokaskell- inn. það eina sem gerði hann þekkj- anlegan voru orðin gamli gulur. Þetta gamalkunna ávarp hans virt- ist hafa fylgt persónuleikanum gegnum alla brotsjói tíma og tíðar- anda. Nú var Jón Sveinsson, Nonni, ÁTÖK ANDSTÆÐNA virkjað krafta þess til fulls. Leitt það í stað þess að reka það áfram. Takið frænku mína sem dæmi . . . að ég tali nú ekki um föður hennar, blessaðan." „Frænku þína?“ Indíru. Besta stelpa. Hvernig læt éj;! Besta kona, ætti ég að segja . . . Oskaplega líður tíminn hratt: ég man það eins og það hafi verið í gær, þegar við vorum börn að leika okkur saman.“ Hann varð dreyminn á svip. „Hún lagði hart að mér að taka við ráðherraembætti í stjórn henn- ar, þegar hún komst til valda. Bað mig þess oftar en einu sinni. Því miðursáégmérþaðekkifært . . .“ Frændi Indíru Gandí! Leikbróðir hennar! Allt að því ráðhcrra í stjórn hennar! Snillingur á sviði bók- mennta, eðlisfræði og viðskipta! Hverju ætli hann finni upp á næst? hugsaði Friðrik. Hversu lengi þurf- um við að sitja undir þessu? Skyldi karlinn trúa þessum sögum sjálfur? Valdimar ætti að vinda sér beint að efninu. Á augabragði. „Það er ég viss um, að þú hefur valdið frænku þinni miklum von- brigðum, þegar þú gast ekki orðið við ósk hennar,“ sagði Valdimar. „Mér hefur aldrei veist það auð- velt að neita fólk um liðsauka. Sér í lagi nánum vinum og skyldfólki. Eins og ég sagði við ykkur, þá hef ég alltaf Iitið á sjálfan mig sem eins konar lækni. Og þar að auki hefur mig alla tíð langað til að verða lönd- um mínum að jafn miklu liði og ég hef með nokkru móti getað. Álla tíð. — Það er mikil fátækt á Ind- landi. Þeir fjármunir, sem ég hef sent heim síðustu áratugi, hafa ekki verið nema örlítill dropi í hafið.“ Laug hann því, að hann sendi peninga til sveltandi fólks á Ind- landi? Var hann að búa þá undir ósvífnar kröfur um greiðslu fyrir þjónustu sína, sem enginn hafði minnst á ennþá? Friðrik gat ekki áttað sig á honum. Vissi ekki, hvar hann hafði hann. Það gerði hann órólegan. Þeir luku við humarinn; þjónn- inn tók diskana af borðinu og bauð þeim eftirrétt. Dr. Gandí var heitt. Hann hélt áfram að svitna, enda þótt hann hefði losað um hálsbind- ið og hneppt frá efstu tölunni á skyrtunni, eftir að hann lauk við súpuna. Hann hafði misst niður sósu á bindið. Friðrik grunaði, að fleiri blettir hefðu verið þar fyrir. Erindið. „Væri ekki réttast að snúa sér að erindinu?“ sagði Valdimar. Dr. Gandí brosti vingjarnlega, en svaraði þó engu. Eins og hann vissi, þá væru þeir Friðrik þangað komnir til að bera undir hann veigamikið erindi, sagði Valdimar. Þeim hefði verið bent á hann öðrum fremur. Þeir vonuðu, að hann gæti hjálpað þeim. „Kaffi,“ sagði dr. Gandí. „Væri ekki rétt að fá sér kaffi, áður en við snúum okkur að alvöru lífsins. Ykkur liggur varla svo óskaplega á, ungum mönnunum. Varla svo.“ Þeim lægi ekkert á, svaraði Valdimar. Ekki hætishót. „Gott,“ sagði dr. Gandí. „Gott. Þá fáum við okkur kaffibolla." Þjónninn gekk hringinn; þeir pöntuðu kaffi. Dr. Gandí bað hann um að færa sér vindil og koníaks- staup með kaffinu. „Ásamt sneið af ostaköku," sagði hann. „Örþunna sneið, rétt til að finna bragðið." Úti hafði byrjað að rigna meðan þeir átu humarinn, en nú var stytt upp með Ijósri þoku, sem skreið eftir götum og tyllti sér á bekki við gangstéttir. Það var sjávarlykt af þokunni, og hún rann saman við angan af nýju laufi úr húsagörðum í brekkunni fyrir ofan. Erindið. Valdimar hikaði við að minnast á það, meðan dr. Gandí sporðrenndi ostakökunni. Friðrik hafði ekki séð samstarfsmann sinn jafn ráðvilltan áður: hann drakk kaffið þegjandi, fitlaði við teskeiðina og horfði á eftir hverjum bitanum af öðrum hverfa ofan í Indverjann. Þögnin virtist ekki trufla dr. Gandí, heldur leit út fyrir, að hann nyti hennar. „Annar hver maður sem deyr hefur aldrei leitt hugann að undrum lífsins,“ sagði Gandí loks, stakk vindlinum upp í sig, beit af honum endann og veifaði í þjóninn til að láta hann kveikja í honum fyrir sig. „Ekki eina einustu kvöldstund, ekki brot úr degi. Annar hver mað- ur sem deyr hefur aldrei reynt að botna í skini tungls og stjarna né rafljósi Edisons. Flestir kveðja þennan heim án þess að hafa nokk- urn tíma hlustað á verk Mozarts eða Bachs, án þess að hafa litið í kviður Hómers eða leikrit Shake- speares. Ef til vill hefur þetta fólk orðið að vinna myrkra á milli alla ævi. Ef til vill hefur það ekki fengið lágmarksmenntun. Ef til vill hefur það verið gagntekið af sjónvarps- kassanum í stofunni heima hjá sér. Hverveit? Lífiðgeysist framhjáþví, meðan það sefur, stritar eða gónir á sjónvarpskassann. Hendist fram- hjá eins og hraðlest að næturþeli. — Lífið, piltar, lífið . . . Þið eigið gott að vera svona ungir.“ Hvernig gátu þeir minnst á erindi sitt eftir slíka ræðu? Hvernig gátu þeir snúið talinu að jafn stundleg- um efnum og viðskiptabraski eftir vangaveltur um tilgang lífsins og til- gangsleysi, undur þess og hverful- leika — eftir svo hyldjúpar hug- renningar? „Þú hefur eflaust rétt fyrir þér,“ sagði Valdimar, þegar Inverjinn var þagnaður. „Undur lífsins og svo framvegis . . . ekki rengi ég þig.“ . Þeir luku þegjandi við kaffið. Dr. kominn alla leið til hans og engin undankomuleið var fær lengur. — Blessaður vertu, gamli gulur, ekki vantar ættræknina, kominn um hyldýpishaf. — Römm er sú taug . . . svaraði Kort. — Sveinbjörn Egilsson, svaraði Jón Sveinsson, Nonni, að bragði. Leika Iandmunir, hélt hann áfram, þýdd eftir Ovid. Jæja, en hafðu mig afsakaðan. Ég verð víst að reyna að koma einhverju fútti í þetta Kjögxadót. Hann stakk hendi í jakkavasa sinn og dró þaðan nafnspjald sem hann smellti á borðið. — Kíktu við hjá mér á kontórn- um á morgun, ég er með alveg ekta djobb handa þér. Hann lyfti öðrum stressaranum í kveðjuskyni og gekk burt, en stans- aði svo eins og hann hefði allt í einu munað eftir einhverju. Hann kom aftur að borðinu til Korts, lagði þar frá sér aðra töskuna, opnaði hana og halaði upp úr henni heljarmik- inn doðrant sem hann rétti honum. Þetta var eintak af Kjögxætt eftir Jón Árnason, glóðvolgt og ilmandi af prentsvertu. — Eigðu þetta, sagði Jón Sveinsson, Nonni, gerði síðan honnör og smellti saman hælunum, tók stressara sína enn á ný og þusti brott. Gandi þurrkaði að nýju svitann af enni sér. Það var rakt í lofti og lítil kæling inni í veitingahúsinu. Til hvers var leikurinn gerður? spurði Friðrik sjálfan sig. Flugu þeir Valdi- ntar yfir Bandaríkin þver til þess eins að borga mat ofan í karlinn og hlusta á speki hans? Var hún þess virði — spekin? Höfðu þeir gert sig að kjánum? í þann mund sem Friðrik hugðist brjóta saman servéttuna, leggja hana á borðið og búast til brottfar- ar, sagði Indverjinn þýðlega: „Þið kornuð víst hingað annarra erinda en að spjalla við mig um lífið og til- veruna." „laug hann því að hann sendi peninga til sveltandi fólks á Ind- landi? Var hann að búa þá undir ósvífnar kröfur um greiðslu fyrir þjónustu sína, sem enginn hafði minnst á ennþá?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.