Alþýðublaðið - 17.12.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Page 6
6 Laugardagur 17. desember 1988 ; Hugmyndin með þessu bókablaði er að kynna lesendum þær bækur sem líklcgt má telja að mest seljist fyrir þessi jól. Þannig var ekki lagt fagur- fræðilegt mat á bækurnar fyrst og fremst heldur hvort margir eða fáir kæmu til með að lesa þær. Valið fór þannig fram að bókaútgefendur lögðu fram lista yfir þær 3-5 bækur sem þeir teldu að mest seldust. Dómnefnd bókablaðsins valdi síðan af þeim listum þær 23 bækur sem hér eru kynntar. Þetta úrval ætti því að gefa nokkuð glögga mynd af því hvað mest verður lesið fyrir þessi jól. í blaðinu birtast síðan stuttir kaflar úr þessum bókum, valdir af höfundum eða útgefendum. Dómnefnd ákvað að skipta bókunum í fjóra flokka: íslenskar bók- menntir, erlendar bókmenntir, ævisögur og endurminningar og ýrnsar bækur. Ýmsir kunna að sakna bóka sem líklegar eru til mikillar sölu og fyrir því liggja ýmsar ástæður. Til að mynda fékkst ekki leyfi til að birta úr tveimur bókum, þ.e. íslenskum nasistum og Og þá flaug hrafninn. Þá tók dómnefnd ekki með svokallaðar afþreyingarbækur sem seljast grimmt nú sem fyrr. Því miður var ekki heldur unnt að birta úr barna- og unglingabókum. Það eru einfaldlega gefnar út of margar bækur. Einnig ber að geta nokkurra dýrra bóka sem gefnar eru út fyrir þessi jól og komast ekki á lista yfir sölu- bækur en eru þó athygli verðar. Þar má nefna Minningamörk úr Hólavalla- garði og Fegurð íslands eftir Collingwood. í dómnefndinni sátu: Brynja Birgisdóttir, innkaupamaður í bókadeild Hagkaupa, Eiríkur Brynjólfsson, kennari og rithöfundur, Sigríður Árna- dóttir, deildarstjóri bókadeildar Pennans í Hallarmúla, og Sigþór Hákon- arson, rafvirki og fyrrum bóksali. SAGT FRA STORLAXI Baráltusaga athafnamunns. Endunninningar Skú/a Pálssonar á Laxalóni. Eðvarð Ingólfsson skráði. 186 blaðsíður. Æskan. Verð: 2. 875 kr.________________ Árið 1950 tók ég mal minn og lagði land undir fót til Hafnarfjar- ar. Þaðan gekk ég til Krýsuvíkur, austur til Þorlákshafnar og þaðan norður yfir fjallgarðinn niður á Hellisheiði. Alls staðar þar sem vatn spratt fram, í árfarvegi, undan kletti eða mosató, nam ég staðar, bragðaði á vatninu og rannsakaði hitastig og fleira. För mín um sunnanvert Reykja- nes fyrir 38 árum var til þess að leita að hentugum vatnsgjafa fyrir fisk- eldisstöð. Á leið minni niður Hellis- heiði og um Mosfellssveit fann ég það sem ég leitaði að, uppsprettu sem hafði hentugt hitastig, tært vatn sem mér leist best á. í þessari löngu gönguferð kom ég auga á bæði Laxalón og Þóroddsstaði í Ölfusi en á síðarnefnda staðnum hóf ég formlega fiskeldi árið 1984. Árið 1951 hófst stærsti og mesti starfsvettvangur í lífi mínu: Fiski- rækt. Sama ár byggði ég klakhús og ibúarhús austan við Grafarholt, norðan við gildragið upp af Grafar- vognum. Staðinn nefndi ég Laxalón og ekki að ófyrirsynju þvi að þar ætlaði ég a rækta nytjafisk til út- flutnings. Reykjavíkurborg átti landið. Ég naut mikillar og góðrar fyrir- greiðslu vegna væntanlegs iðnaðar frá borgaryfirvöldum. Gunnar Thoroddsen, þáverandi borgar- stjóri, studdi mig mjög vel i þessu máli og vildi allt fyrir mig gera. Hann var vitur og frantsýnn maður og sá að þessi lítt þekkta atvinnu- grein gæti skilað bæði þjóðarbúi og borg góðum peningi þegar fram Iiðu stundir. Á Jótlandi þar sem ég þekkti gjörla til voru rúmlega 100 fiskræktarbú og þau flutfti út regn- bogasilung fyrir u.þ.b. 40 milljónir ísl. króna árlega. Markaður fyrir þessa vöru í Evrópu og Bandarikj- unum var ntjög góður og fengust 15-17000 krónur fyrir tonnið. Síðan þá hefur markaður fyrir þennan fisk margfaldast. Ég réð til mín danskan fiskrækt- armann, Niels Andersen að nafni, til að annast uppeldi regnbogasil- ungsins en hann hafði unnið við ræktun hans á Jótlandi í áraraðir. Mér var mikill l'engur að starfs- kröftum hans og reyndist hann mér hinn traustasti verkmaður og var umhyggjusamur við öll sín störf. Andersen starfaði hjá mér í fjögur ár. Ég reisti stærsta klakhús Iandsins við Grafarholtslæk þar sem unnt var að klekja út þremur milljónum hrogna. Ég byrjaði að rækta silung- inn í tveim litlum tjörnum. Ég hlóð torfveggi, setti sand í botninn og kom fyrir vatnsrennsli svo að um endurnýjun vatns var alltaf að ræða. Hrognin keypti ég af fisk- ræktarstöð í Danmörku, rúmlega 100 þúsund stykki. Fyrsta sending- in eyðilagðist því a kassarnir voru á hvolfi og köfnuðu hrognin af súr- efnisskorti. Ég pantaði um hæl jafnmikið magn og fékk það sent fljótlega. Þau voru flutt inn í litlum trébökkum sem raðað var í stærri kassa fylltan af is til að verja þenn- an dýrmæta og viðkvæma flutning hnjaski. Þegar klakinu var lokið voru seiðin alin upp í svonefndum upp- eldiskössum og síðan flutt úr klak- húsinu í fóðurtjarnirnar. Þegar þau voru Iátin í tjarnirnar í maí árið 1951 voru þau 1-2 snt að lengd en sjö mánuðum seinna voru þau orðin 12-16 sm á lengd og 20-30 grömm að þyngd og þar yfir. Þá flutti ég hluta ungviðsins í nýjar tjarnir til að ekki þrengdi unt of að því og það hefði jafnan nægt súrefni. Eftir 3 ár var svo hægt a slátra fiskinum til út- flutnings. Það var gert eftir að hann hafi hrygnt til að hægt væri að halda ræktuninni áfram. Silungnum var gefið tvisvar á dag í tjörnunum. Fiskúrgangi var hent út í þær og voru þá mikil sporða- köst. Geysilega mikið af úrgangi af þessu tagi fór forgörðum allt í kringum landið og hefði verið hægt a fóðra milljónir og aftur milljónir af verðmætum regnboga- silungi með því. Rúnt 6-7 kg af fisk- úrgangi þurfti til að ala upp eitt kg af silungi. Hiti vatns ræður miklu um vaxt- arhraða regnbogasilungs. Við bú- um við þau einstöku forréttindi hér á landi, einir þjóða, að hafa heitt vatn allt árið um kring og getum því alltaf sent ferskan eldisfisk á mark- að. Þetta sá ég strax og ég fór að kynna mér þessi mál.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.