Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 17. desember 1988 Ein á forsetavakt. Dagur í lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Steinunn Sigurðardóttir. 173 blaðsiður. Iðunn. Verð: 2.980 kr. „Hún kunni strax í æsku að koma til hvers einasta manns, sama hvort það var gamalmenni eða barn. Hún gaf líka mjög mikið af sjálfri sér, ef einhver þurfti á henni Jean M. Auel 618 blaðsíður Vaka-HelgafeU Verð: 2.890 kr. Fyrir opinu hékk þykk mamm- útshúð. Það var svo stórt að meira að segja Talut gat gengið inn um það án þess að beygja sig. Fyrir inn- an var rúmgott svæði, nokkurs konar inngangur, og handan þess var annar bogi gerður á sama hátt og sá fremri. Svo gengu þau inn í hringlaga anddyri. Veggirnir voru dökkir og mynduðu hvelfingu. Er þau gengu i gegnum anddyrið tók Ayla eftir því að á veggjunum sem voru eins og felumyndir úr mammútabeinum hékk ytri fatnað- ur á snögum og þar voru einnig hili- ur með ílátum og áhöldum. Talut dró frá innri húðina, gekk inn fyrir og hélt henni til hliðar á meðan gestir hans gengu inn fyrir. Ayla gekk niður nokkur þrep og starði undrandi í kringum sig. Þarna var mikið af áhöldum sem hún hafði aldrei séð og margt ann- að sem kom henni ókunnuglega fyrir sjónir. Þá lagði sterkan ilm að vitum hennar. Margt af því sem hún sá var henni fullkomlega framandi en hún undraðist það sem hún bar kennsl á. í herberginu sem þau voru komin í gat að líta stórt eldstæði nærri miðju gólfi. Verið var að steikja stórt kjötstykki á löngum teini. Hvor endi hvíldi í gróf í uppréttu leggbeini úr mammútskálfi en neðri endi þeirra hafði verið festur í gólf- ið. Grein úr hjartarhorni hafði verið gerð að sveif og henni sneri ungur drengur. Hann var einn af börnun- um sem komið höfðu til Aylu og Hryssu. Ayla þekkti hann aftur og brosti til hans. Hann brosti þá til hennar. Hún var undrandi yfir því hve ■rúmgott herbergið var og þægilegt FYLGST MEÐ FORSETA að halda. Það er ekki síst þess vegna sem hún er orðin forseti." Þótt þessi skýring æskuvinkonu Vigdísar forseta sé rétt, þá kemur margt fleira til. Vigdís Finnboga- dóttir er sprottin úr fágætum jarð- vegi og það var nauðsynleg for- senda fyrir einstökum ferli hennar. Sigríður Eiríksdóttir, móðir henn- ar, var félagsmálafrömuður, svo óalgengt sem það var meðal kvenna á íslandi fyrir hálfri öld. Hún var hjúkrunarkona og formaður félags þeirra áratugum saman, auk þess sem hún lét margvísleg önnur mál til sín taka. Finnbogi Rútur Þor- valdsson, faðir Vigdísar, var einn þriggja verkfræðiprófessora sem fyrstir voru skipaðir á íslandi. For- eldrar hennar voru því báðir braut - ryðjendur. Það varð hún líka sjálf svo um munaði, fyrsta kona í heim- inum sem var þjóðkjörinn forseti. Sjálf segir hún i spaugi að hún sé kominn af „formönnum." Svo mikið er víst að meðan aðrir íslend- ingar af hennar kynslóð voru lang- flestir sveitafólk, sjómenn og verkamenn, þá er Vigdís Finnboga- dóttir ein af fáum sem tilheyra borgarastéttinni í landinu. En for- eldrar hennar voru engir venjulegir borgarar og æskuheimilið kapítuli út af fyrir sig. Þar var ekki hægt að setjast til borðs án þess að tala um þjóðmál og hjónin voru alls ekki alltaf á sama máli. Húsmóðirin á heimilinu lét ekki kveða sig í kút- inn, enda var hún leiftrandi greind og fljót að hugsa. Húsbóndinn var ákaflega formfastur, mikill íslend- ingur í sér og skemmtilegur í sam- tali. Á þessu heimili stundaði Sigríður Eiríksdóttir þá iðju sem var einstök meðal húsmæðra í bænum, að sitja löngum við ritvélina og skrifa bréf í þágu ýmissa málefna. Lengi var dóttirin í andstöðu við „félags- málastúss" móður sinnar og stærði sig af því að „vera ekki í neinu fé- lagi.“ Nú hafa mál hins vegar skip- ast svo að það er Vigdís Finnboga- dóttir sem er eins konar formaður í aðalfélaginu, þjóðfélaginu. Hún \itur meira að segja við sama borð- stofuborð og móðir hennar forð- um, þegar hún skrifar bréf og ræð- ur á tölvuna sína, af sömu hugsjón og velvilja og hún er alin upp við. Þegar hér er komið sögu hefur Vigdís forseti ákveðið að gefa kost á sér til embættis næstu fjögur ár. ■ Hún hefur setið í átta ár, svo að þriðja kjörtímabilið er fyrir hönd- um. Menn höfðu velt því mikið fyr- ir sér hvort hún ætlaði að halda áfram, og sögusagnir voru á kreiki um að hún hygðist ekki gera það. Nú eiga flestir íslendingar erfitt með að hugsa sér annan á forseta- stóli, einnig þeir sem voru andvígir henni áður en hún var kjörin. Stundum lítur jafnvel út fyrir að sá hópur fólks sem var henni hvað andsnúnastur vilji hennar sóma nú mestan. Sú hugarfarsbreyting og almennar vinsældir sýna kannski betur en nokkuð annað hvernig Vigdís forseti hefur staðið sig. Að sjálfsögðu eru þeir líka til sem gagnrýna hana. Þegar það bar á góma sagði forsetinn: „Blessuð vertu, ég fer í taugarnar á mörgum. Það getur enginn verið allra við- hlæjandi.“ Svo sagði hún söguna af föðurafa sínum, séra Þorvaldi í Sauðlauksdal. Á níræðisafmælinu var haldinn um hann mikil lofræða, þar sem klykkt var út með því að hann væri hvers manns hugljúfi. Þá reis öldungurinn úr sæti í mót- mælaskyni og sagði: „Nei, svo mik- ill vesalingur var ég aldrei." „Svo mikið er víst að meðan aðrir íslend- ingar af hennar kyn- slóð voru la'ngflestir sveitafólk, sjómenn og verkamenn, þá er ' Vigdís Finnbogadóttir ein af fáum sem til- heyra borgarastéttinni í landinu. “ ÞRIÐJA BÓKIN UM AYLU til íveru og smám saman vöndust augu hennar daufri birtunni þarna inni. Eldstæðið var það fremsta í röð eldstæða fyrir miðju í langhúsi sem var um tuttugu og fimm metrar á lengd og næstum sjö á breidd. Sjö eldar, sagði Ayla við sjálfa sig, þegar hún hafði þrýst fingrun- um að lærinu á sér svo litið bar á og talið á þann hátt sem Jondalar hafði kennt henni. Brátt fann hún hve hlýtt var þarna inni. Eldarnir hituðu þetta hýsi, sem var að hálfu leyti neðan- jarðar, meira en eldar gerðu í þeim hellum sem hún var vön. Reyndar var vel heitt þarna og hún sá nokkr- ar manneskjur innar sem voru allar léttklæddar. En það var ekkert dimmara innst en fremst. Loftið var nær allt jafn- : hátt og um fjórir metrar eða svo upp í það. Fyrir ofan hvert eldstæð- anna voru göt til þess að hleypa reyknum út og birtu inn. Sperrurn- ar voru úr mammútabeinum og á þeim hékk fatnaður, áhöld og mat- ur en miðhluti loftsins vargerður úr mörgum hjartarhornum sem flétt- uð höfðu verið saman. Skyndilega fann Ayla lykt sem fékk vatnið til að koma fram í munninn á henni. Þetta er mamm- útakjöt! hugsaði hún. Hún hafði ekki smakkað þetta bragðsterka, meyra kjöt síðan hún hafði farið úr helli Ættarinnar. En hún fann einn- ig ilm af ýmsu öðru sem verið var að sjóða. Ilminn af sumu þekkti hún en öðru ekki. Allt í einu fann hún hve svöng hún var. Er þeim var bent að ganga eftir vel troðnum slóða sem lá eftir miðju langhúsinu rétt við nokkur eldstæðanna tók hún eftir bekkjum með loðskinnum á. Þeir gengu út frá veggjunum. Setið var á sumum þeirra og lét fólkið fara vel um sig og ræddist við. Hún fann að á hana var horft er hún gekk hjá. Svo sá hún fleiri bogadyr úr fílstönnum og velti fyrir sér hvað væri fyrir innan en hún kunni ekki við að spyrja að því. Þetta er eins og stór, þægilegur hellir, hugsaði hún. En þegar hún tók að virða fyrir sér tennurnar í dyraumbúnaðinum, löngu mamm- útabeinin sem notuð voru sem stoð- ir og bjálkar og veggina varð henni ljóst að þetta var ekki hellir sem ein- hver hafði fundið. Þetta var vistar- vera gerð af mannahöndum. Fyrsta herbergið sem þau höfðu komið í, þar sem verið var að steikja kjötið, var stærra en hin og þegar Talut vísaði þeim inn í fjórða her- bergið sá hún að það var álíka stórt og það fremsta. Undir veggjunum voru nokkrir auðir svefnbekkir og var því auðvelt að sjá hvernig þeir voru gerðir. Þegar neðra gólfið hafði verið gert með uppgrefti hafði efra gólf- ið, sem var rétt fyrir neðan yfirborð jarðar að utan, verið látið halda sér nokkuð breitt beggja vegna undir veggjunum og svo hafði það verið styrkt með mammútabeinum. Þá höfðu önnur mammútabein verið lögð ofan á efri gólffletina en á milli beinanna hafði verið lagt gras og ofan á það húðpokar sem fylltir höfðu verið með mammútaull og öðrum mjúkum efnum. Er nokkur ullarlög höfðu verið lögð ofan á þetta voru þar orðin hlý og þægileg rúm eða flet. Jondalar velti því fyrir sér hvort einhver ætti sér samastað þarna. Þar var engan að sjá en þótt fletin væru öll auð var eins og einhver hefði sofið í þeim. Eldur logaði í viðarkolum í eldstæði, loðskinn og húðir lágu á nokkrum bekkjum og á snögum héngu þurrkaðar jurtir. „Gestir búa venjulega við mammútseldstæðið,“ sagði Talut. „Það er að segja ef Mamút bannar það ekki. Ég ætla að spyrja.“ „Auðvitað mega þau vera hér, Talut.“ Röddin barst frá auðum bekk. Jondalar sneri sér við og sá að ein skinnahrúgan fór að hreyfast. Svo sá hann glitta í tvö augu í andliti þar sem á hægri kinninni var húðflúr sem féll saman við hrukkurnar í þessu afar gamla andliti. Það sem hann hafði haldið að væri vetrar- feldur einhvers dýrs reyndist vera hvítt skegg. Loks hreyfðust tveir langir og grannir, krosslagðir fót- leggir og rétt á eftir voru þeir réttir fram af brúninni á efra gólfinu. „Vertu ekki svona undrandi, Zelandoníi. Konan vissi að ég var hér,“ sagði gamli maðurinn sterkri röddu sem gaf lítt til kynna hve ald- urhniginn hann var. „Gerðirðu það, Ayla?“ spurði Jondalar en hún virtist ekki heyra til hans. Það var eins og Ayla og gamli maðurinn gætu ekki litið hvort af öðru. Reyndar var því lík- ast sem þau horfðu inn í sálardjúp hvort annars. Svo settist unga kon- an fyrir framan Mamút, krosslagði fótleggina og hneigði sig. Jondalar varð bæði undrandi og vandræðalegur. Hún notaði merkjamálið sem hún sagði að fólk Ættarinnar hefði notað. Þá sat hún eins og kona af Ættinni sem vill sýna undirgefni og virðingu þegar hún biður um leyfi til þess að mega segja það sem henni býr í brjósti. Hann hafði aðeins séð hana sitja þannig einu sinni áður og þá hafði hún verið að reyna að segja honum eitthvað mjög mikilvægt sem hún gat ekki komið á framfæri á neinn annan hátt því orðin sem hann hafði kennt henni höfðu ekki dug- að til þess. Hann velti því fyrir sér hvernig hægt væri að tjá sig á Ijós- ari hátt á táknmáli en í orðum en mest hafði honum komið á óvart að þetta fólk skyldi yfirleitt tjá sig. Allt í einu óskaði hann þess að hún hefði ekki gert þetta nú. Hann roðnaði er hann horfði á hana beita táknmáli flathöfða í viðurvist ókunnugra. Hann langaði til þess að rjúka til hennar og lyfta henni á fætur áður en einhver annar gæti séð til hennar. Þá fannst honum óþægilegt að sjá hana sitjandi í þessari stellingu því það var eins og hún væri að sýna gamla manninum þá virðingu sem Dóní bar eða hinni miklu Móður jörð. Forðum hafði hann haldið að þessi viðræðumáti væri einkamál þeirra tveggja og aðrir yrðu ekki Iátnir sjá til þeirra er hún tjáði sig þannig við hann. Það var líka annað að tjá sig þannig við hann þegar þau voru ein en hann langaði til þess að þau kæmu vel fyrir hjá þessu fólki. Hann vildi að því félli vel við hana. Hann vildi ekki að það kæmist að því hver for- tíð hennar var. Mamútinn leit hvasst á hann en sneri sér síðan aftur að Aylu. Um hríð virti hann hana fyrir sér en svo klappaði hann henni á öxlina. Ayla leit upp og sá viturleg og ljúf augu hans umlukin fínum hrukk- um og pokum. Húðflúrið undir hægra auga hans minnti á dökka augnatóft og i nokkur augnablik hélt hún að þetta væri Creb. En gamli, heilagi maðurinn hjá Ætt- inni sem hafði tekið höndum sam- an við Izu um uppeldi hennar var dáinn og það var Iza líka. Hver var hann þá þessi maður sem vakti svo sterkar tilfinningar með henni? Og hvers vegna sat hún við fætur hans eins og kona af Ættinni? ‘Stattu á fætur, mín kæra. Við getum rætt saman síðar,“ sagði Mamútinn. „Þú þarft að fá tíma til að hvílast og borða. Þetta eru rúmin. Þar er sof- ið.“ Hann benti á bekkina eins og hann reiknaði með því að segja þyrfti henni það. „Qg þarna eru fleiri loðfeldir og annar rúmfatnað- ur.“ Ayla stóð virðulega á fætur. Gamli maðurinn sá að hreyfingar hennar báru vitni áralangri þjálfun og það færði honum enn meiri vitn- eskju um þessa konu. Á þessum stutta fundi þeirra hafði hann feng- ið að vita meira um Aylu og Jondal- ar en nokkur annar í búðunum vissi um þau. Og hann vissi líka meira um það en nokkur annar þarna hvaðan Ayla kom. „Sjö eldar, sagði Ayla við sjálfa sig, þegar hún hafði þrýst fingr- unum að lœrinu á sér svo lítið bar á og fal- ið á þann hátt sem Jóndalar hafði kennt henni. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.