Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 24
 SPENNANDI % — ■ n Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska lambakjötið er hráefni sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einhi ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið ^þegarþu , hátíð®ii,a'- Lambalærí með Kahlua-sosu sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkmm sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðm hvom og nuddið safanum vel inn í læriðumleið. Hitið ofninn í 220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu tii þess að skolaþvíniður. MARKAÐ5NEFND

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.