Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 17. desember 1988 COLIN FORBES ÓGNXB ALPAKA5TALAVS Ognir Alpakastalans Á síóustu árum hefur spennusagnahöfundurinn Colin Forbes sent frá sér hverja bókina á fætur annarri og notiö sívaxandi vinsælda. Margar bóka hans hafa verið gefnar út hér á landi og nú hefur ein bæst í hópinn. Hún nefnist ÓGNIR ALPAKASTAL- ANS og er þýdd af Snjólaugu Bragadóttur. Colin Forbes er mjög víðförull rithöfundur og þykir lýsa umhverfi og fólki svo snilldarlega.að lesandinn gæti sem best verið á staðnum. Söguþráður hinnar nýju bókar er í stuttu máli sá að í hrikalegum fjöllum Sviss ger- ast válegir atburðir sem virð- ast í fyrsta lagi ekki tengjast þeim mislita hópi fóiks sem allt í einu á ýmis erindi til landsins. Bandaríski blaðamaðurinn Bob Newman og unnusta hans, sem er læknir, eiga sín erindi til Sviss. Jafnt í glæst- um hótelum sem dimmum öngstrætum borganna finna þau að ekki er allt með felldu. Spennan hleðst upp í an- drúmsloftinu, einkennileg at- Vik eiga sér stað, og svo byr- ja morðin. Enginn getur treyst neinum, ekki einu sinni ástinni. Bob Newman finnur lykt af stórmáli sem varöað gæti örlög alla mann- kyns, en til að stöðva geðbi- i.nðan yísindamann og pen- ingasjúka ráðamenn þarf miklu til að fórna. Fegurð íslands Ein raunsannasta lýsing á landi og þjóð í lok síðustu aldar. Haraldur Hannesson hafði umsjón með útgáfunni, samdi ævisögu Colling- woods, þýddi sendibréf hans og samdi við þau skýringar; ritaði eftirmála, kannaði allt myndefni og samdi ásamt Ásgeiri S. Björnssyni texta með Ijósmyndum. Ásgeir S. Björnsson hafði NAUÐSTADDIR í ARMEHIU ÞURFA ÞÍNA HJÁLP Hjálparstofnun kirkjunnar hefur borist beiðni um hjálp á jarðskjálftasvæðinu við landamæri Armeníu og Tyrklands. Leggjumst öll á eitt. Bregðumst fljótt við neyðarkallinu og greiðum heimsenda gíró- seðla. Tugþúsundir Armena fórust í náttúru- Engin gjöf er þarfari. hamförunum þar á miðvikudag. Þeir sem eftir lifa eru hjálparþurfi. LANDSSOFNUNIN BRAUÐ HANDA HUNGRUDUM HEIMI uAlparstofnuh kirkiunnar Suðurgötu 22, Reykjavík W. G. Coflxngvvood einnig umsjón með útgáf- unni, kannaði allt myndefni og samdi texta með listaverk- um Collingwoods. Bókin Fegurð íslands og fornir sögustaðir hefur að geyma afrakstur íslandsferð- ar Collingwoods árið 1897 auk ævisögu hans sem Har- aldur Hannesson ritaði. Coll- ingwood var breskur forn- fræðingurog listmálari sem ungur hreifst af íslendinga- sögum og fornnorrænni menningu. Hann kynntist Ei- ríki Magnússyni í Cambridge og síðar dr. Jóni Stefánssyni og kom hingað með honum til þess að safna efni í bók sína Pilagrímsferö til sögu- staða, en sú bók hefur ekki verið gefin út á íslensku. Megintilgangur Colling- woods með ferð sinni hingað var sá að mála myndir af sögustöðum tengdum íslend- ingasögum og eru afköst hans á því sviði ótrúlega mik- il. Þegar Collingwood var kominn til Sögueyjarinnar kom þar margt á óvart. Nátt- úra landsins fangaði skjótt hug hans og heillaðist hann einkum af tærum litbrigðum hennar og óvæntum and- stæðum eins og glöggt sést í myndum hans. A ferðum sínum um sveitir landsins varð hann vitni að fjölmörgu því sem nú heirir sögunni til. Myndir Collingwoods eru því merkilegar heimildir um lífs- hætti og húsakost fyrri tíðar. Þess ber einnig að geta sér- staklega að hann hafði með- ferðis fullkomna Ijósmynda- vél og tók fjölda mynda af ýmsu markverðu í íslensku þjóðlífi. Hann ritaði einnig fjölda bréfa heim til fjölskyld- unnar þar sem hann lýsir landi og þjóð á mjög opin- skáan hátt. Alveg milljón Mál og menning gefur gefið út nýja unglingabók, ALVEG MILLJÓN, eftir hinn vinsæla höfund, Andrés Ind- riðason. Sagan er um 14 ára strák sem verður vitni að ráni á Laugaveginum. Hann hikar við að láta lögguna vita og tekur málin í sínar hendur þegar hann kenst á slóð ræningjanna. Sagt er frá átökum stráksins við skúrk- ana en jafnframt kemur skólalífiö og fjölskyldan við sögu og siðast en ekki síst vinkona sem hann eignast óvænt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.