Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 2
i >:») *.:># 2 » .r. ‘ D'-.í t j Laugardagur 17. desember 1988 JUmifMMB Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaöamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakió. SKÚLASKEIÐ Sá sérstæöi atburöur geröist í umræöum um bráöa- birgðarlögin á fundi efri deildar Alþingis fyrr í vikunni, aö Skúli Alexandersson, þingmaóur Alþýðubandalagsins, lýsti því yfir, aö hann myndi ekki greiða atkvæöi gegn van- trauststillögu á ríkisstjórnina. Skúli lýsti því einnig yfir, aö ríkisstjórnin gæti ekki heldur reitt sig á stuðning hans í einstökum málum. Skýringarnar sem þingmaður Alþýðu- bandalagsins gefur á þessu háttalagi er sú, aó Skúli segist vera ranglega ásakaöur af sjávarútvegsráöuneytinu um lögbrot viö meöhöndlun sjávarafla, en eins og menn rekur minni til, var meintur ólöglegur sjávarafli hjá fyrir- tæki þingmannsins, Jökli hf. á Hellissandi geröur uþþ- tækur. Skúli Alexandersson áréttaði í þingræðu sinni, aö ekkert heföi sannaó ákærur á hendur honum og enginn fundist sem heföi staðfest þær. Hérer rétt aó minnaá, aö samkvæmt íslensku réttarkerfi er sakborningur saklaus uns sekt hans er sönnuö. Skúli Alexandersson getur því litiö á sig sem saklausan mann. Þaö veröur hins vegar aö teljast stórfuröulegt aö þingmaðurstjórnarflokks blandar saman einkamálum sínum og útistööum viö einstakt ráðuneyti viö stuöning sinn viö ríkisstjórnina. Einnig mætti Sþyrja: Hvað ef meintur ólöglegur sjávarafli Jökuls hf. reynist ólöglegur? Hefur þá þingmaóurinn í raun farið fram á aö stuóningur hans viö ríkisstjórnina sé háöur viöurkenningu einstakra ráðuneyta á lögbrotum? Líkt og sakborningur telst saklaus uns sekt hans er aö fullu sönnuö, verður ákæra sjávarútvegsráðuneytisins aö teljast gild þangaö til annaö er sannað. Aö gera mál Jökuls hf. á þessu stigi aö umræöu á Alþingi, og meö þeim hætti að tengja það við vantrauststillögu á ríkisstjórninaer með öllu óskiljanlegt og í reynd skríþaleikur einn. Því miöur veröur þjóöin allt of oft vitni aö fáránlegum uppákomum á Alþingi í ætt viö yfirlýsingar Skúla Alexanderssonar þingmanns fyrr í vikunni. Minnkandi til- trú þjóðarinnar á störfum stjórnmálamanna og hverfandi virðing fyrir Alþingi, ásérekki síst skýringu í óvönduðum vinnubrögðum alþingis- og stjórnmálamanna. Einkamál alþingismanna og einstök kjördæmismál eru sett á oddinn líkt og um stórfellda þjóöarhagsmuni væri aö ræða og einstakir þingmenn hafa í þungum hótunum ef þeirra hjartans mál fái ekki rétta afgreiðslu. Þannig hafa margir stjórnarliðar misnotað aðstöðu sína — einkum ef meirihluti ríkisstjórnar er knapþur á Alþingi — og þrýst í gegn sínum kjördæmismálum með því aö beita þeim mútum, að annars sé stuðningur þeirra við ríkisstjórnina eðaeinstök stjórnarfrumvörpekki tryggur. Þettaeru ógeö- felldar en þekktar aöferðir stjórnarliöa á Alþingi gegnum tíðina. Þegar einstaka stjórnarlióar eru farnir að lýsa því yfir, að þeir styöji ekki ríkisstjórnina í einstökum málum og styöji jafnvel vantrauststillögur á ríkisstjórnina, wegna þess aö einkamál þeirra rekast ekki þeim aó skaþi í dóms- kerfinu, keyrir þó um þverbak. UMRÆÐA t! Ingólfur Margeirsson skrifar AF ÖRLÖGUM ÞJÓÐAR Eg er nýkominn úr langri ferd um Sovétríkin. Ég heim- sótti meðal annars Eistland, eitt þriggja Eystrasaltsríkja sem hve mest hefur verið í heimsfréttunum hvað varðar þjóðernisvakningu i kjölfar opnari umræðu og lýðræöis- iegri vinnubragða í anda glasnost og perestrojku. Ég var staddur fyrir framan bleikmáluðu þinghöllina í gamla hverfinu í Tallinn, höfuðborg landsins, þann 16. hefði dottið í hug að frelsis- vonin kæmi frá Kreml. En svona er sagan mótsagna- kennd og óútreiknanleg — likt og framhald perestrojk- unnar. Það sem kom mér á óvart var samstaðan. Rök forystu Þjóðfylkingarinnar voru sjálf- gefin; perestrojkan hvetur til opnunar og að sannleikurinn um fortíðina sé sagður að fuilu. Þar með rís saga, menning og hefðir Eistlands úr bældri gleymsku. Þráin n n *■ * 1 UL . 11 51 ** II EESTf KEfl RIIGIKEEIEKSI EESTI NSK SUVERAANSEKS! II !f r W R? lf \Si *> ít m. m »r V Eistlendingar krefjast aukins lýðræðis og sjálfræðis fyrir framan þing- höllina i Tallinn, höfuðborg Eistlands. nóvember s.l. þegar þingið samþykkti að hafna breyting- artillögum Gorbatsjovs Sóvetleiðtoga á stjórnarskrá Sovétríkjanna. Tillögunum um breytingar var hafnaö þar eð þingheimur, líkt og Þjóð- fylkingin og þjóðin öll, taldi að breytingar Gorbatsjovs viö stjórnarskrána veiktu hlut Eistlands í Æðsta ráðinu og minnkuðu yfirráðarétt Eist- lendinga yfir eigin jörð. En þingió gerði meira en að hafna breytingartillögum Gorbatsjovs þennan dag á tíu stunda þingfundi sínum. Þingið breytti einnig ákvæð- um í stjórnarskrá Eistlands þar sem ákveðin ákvæði verða sjálfkrafa æðri ákvæð- um í stjórnarskrá Sovétríkj- anna. Þannig settu Eistlend- ingar varnagla við hugsan- legu forræði frá Moskvu, þótt eftir standi að sjá hvort sá fyrirvari haldi í raun þegar og ef á reynir. Ég gekk um torgið þar sem fólk á öllum aldri hafði safn- ast fyrir með spjöld og borða þar sem þingið var hvatt til að standa við hlið þjóöarinn- ar í kröfunum um aukið lýö- ræði og baráttu fyrir fullveldi og sjálfræði landsins. Eistneski fáninn blakti; blár, hvftur og svartur, tákn um sjálfstæði, sögu og hefðir þessa þjáða lands sem að- eins hefur upplifað tvo ára- tugi frelsis á þessari öld, á árunum 1920- 40. Fólkið á torginu fyrir fram- an þinghúsið var þögult og mótmæli jsess voru kyrrlátleg og kurteisisleg. Engu að síður var aflið og samstaðan sláandi; þjóðin hafði vaknað af vetrarsvefni undanfarinna áratuga og loks eygt leið til sjálfstæðis f vorinu í Moskvu; perestrojkunni. Fæstum um sjálfstæði, sjálfræði og yfirráð yfireigin landi fylgja með krafti í kjölfarið. Það sem kom mér verulega á óvart var samstaða komm- únistaflokks landsins og Þjóðfylkingarinnar. Forysta kommúnistaflokksins sem allt frá innlimum Eistlands f Sovétríkin 1940, hefur verið leppstjórn í þráðum frá Moskvu. Eistlendingar hafa kallað forystumenn kommún- istaflokksins og þingmenn- ina „vél til að lyfta höndurn." Það segir allt um álit eistnesku þjóðarinnar á sjálf- stæði þingsins. En nú höfðu málin snúist við, sögðu mér borgarbúar í Tallinn. Forysta kommúnista- flokksins hafði skynjað vitj- unartfma landsins. Og þegar Ijóst var aö það var ekki bannað að tala um fortíðina lengur, að þjóðernisstefna væri ekki lengur fordæmd, heldur allt að þvf fyrirskipun frá ráðamönnunum í Kreml, snerust leiðtogar Eistlands á einni nóttu. Flestir þeirra voru nefnilega Eistlendingar og báru hag landsins fyrir brjósti þótt ytri aðstæður hefðu fengið þeim það erfiða hlutverk að vera „vél sem lyfti höndum.“ Vinir mínir f Eistlandi sögðu, að forysta kommún- istaflokksins og þingmenn- irnir væru loksins orðnir raunverulegir fulltrúar þjóðar- innar. Allar þessar hugsanir sóttu á mig um kvöldið þegar ég stóð við gluggann á hótelher- berginu mínu á 21. hæð og horfði yfir kvöldhiminn sem grúfði sig yfir vetrarlega höfuðborgina. Á náttborðinu mfnu lá bók sem ég hafði tekið með mér frá Islandi: ÚR ELDINUM TIL ÍSLANDS, ævi- saga Eðvalds Hinrikssonar. Hann var einn þeirra flótta- manna sem flúðu Eistland upp úr síðari heimsstyrjöld. Eðvald rak upp á íslands- strendur, giftist fslenskri konu og gerðist íslenskur rfkisborgari. Eðvald, sem er faðir fþróttamannanna Atla og Jóhannesar Eðvaldssona, hét upprunalega Evald Mik- son. Saga hans er að mörgu leyti saga Eistlands á þessari öld. Eðvald var knattspyrnu- hetja, gerðist foringi í PolPol, verndarlögreglu landsins, en flúði út á landsbyggðina er Rússar hernámu landiö 1940, skömmu eftir undirritun frið- arsamnings Sovétmenna og Þjóðverja sem færði Moskvu Eystrasaltsríkin. Ógnarstjórn Sovétmanna ríkti í eitt ár. Á þeim tíma var 6 prósent þjóð- arinnar myrt eöa send í þrælabúðir í Síberíu þar á meðal fremstu menn þjóðar- innar í hernum og stjórnmál- um. Þegar Þjóðverjar snerust gegn Sovétmönnum 1941 var eitt þeirra fyrsta verk aö her- nema Eystrasaltslöndin. Eist- land komst nú undiryfirráð nasista. Eðvald tók upp gamla starfið í PolPol en skömmu síðar reyndu Þjóð- verjar að skjóta hann en hann slapp við dauðann og sat í fangelsiseinangrun á annaó ár. Starfstíminn hjá verndarlögreglu Eistlands undir yfirráðum nasista átti þó eftir að reynast Eðvald dýr. Þegar Rússar hertóku landið haustið 1944, flúði Eð- vald landið í bát yfir Eystra- salt og til Svíþjóðar. Þar voru haldin yfir honum réttarhöld sem meintum stríðsglæpa- manni en hann var sýknaður og lagðist í siglingar og hafn- aði loks á íslandi. Reyndar átti Eðvald eftir að þjást áfram fyrir fortíð sína; á ís- landi reyndu ýmsir aðilar, og þar er þáttur Þjóðviljans Ijót- ur, að sverta hinn nýja íslend- ing og saka hann um múg- morð og stríðsglæpi. Sá kafli bókarinnar hlýtur að vera erf- ið lesning hverjum íslending í dag. Grimmdarverk Sovétmanna héldu áfram í Eistlandi í stríðslok og að stríði loknu. Eistlendingar voru fluttir nauðungaflutningum úr landi en Rússar fluttir inn I landið, eistnesk tunga var látin víkja fyrir rússnesku, þjóðfáninn bannaður og sömuleiðis þjóðsöngvar og hefðbundin menning landsins og landið arðrænt, m.a. með umfangs- mikilli auðlindanýtingu í þágu Sovétríkjanna. Menn mótast af slíkri lífs- reynslu. Þjóðir mótast af slik- um örlögum. Ég skil vel beiskju Eðvalds Hinrikssonar og dómhörku sem stundum örlar á í bókinni. Annað væri óeðlilegt. Og kannski þarna, við hót- elgluggann í Tallinn með bók Eðvalds á náttborðinu, varð mér Ijóst þessi firnakraftur sem vaknað hefur úr dvala og brotist fram í eistnesku þjóð- inni. Beiskja, en framar öllu von, bjartsýni og trú á fram- tíðina. Næsta dag keypti ég mér silfurnælu í fánalitum Eist- lands. Ég bar hana í jakka- borð.iniu sem eftir var ferð- arinnar i Sovétríkjunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.