Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. desember 1988 17 Guð almáttugur hjálpi þér Endurminningar sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar Jónína Leósdóttir skráði 294 blaðsíður Nýja bókaútgáfan Einu sinni haföi maður nokkur samband við mig, þegar ég var klerkur á Hálsi, og bað mig um að jarða ganilan mann er dáið hafði á Husavík. Maðurinn sagði, að það væri algjörlega ófært vegna snjóa og þess vegna yrði enginn við jarð- arförina. Það taldi hann eiginlega bara kost. Það hefði nefnilega ekk- ert verið varið i þennan látna karl. Útlitið var sannarlega þannig, að allt yrði ófært. Ég spurði því, hvort hann ætlaðist til að flutt yrði ræða, ef við yrðum bara tveir í kirkjunni. Nei, aldeilis ekki — en samt gaf hann mér upp einhverja lauslega lýsingu á karlinunt. Ég fór að sofa um kvöldið, en um tvöleytið um nóttina hrökk ég allt í einu upp. Þá var ég bæði sannfærð- ur um að það væri allt haugalygi, sem karlinn hafði sagt mér um gamla manninn, og að kirkjan yrði ÞEGAR HALDNAR VORU „POPPMESSUR" full! Og ekki gat ég staðið uppi ræðulaus í kirkjunni. Ég fór þess vegna inn á skrifstof- una mína, settist niður og ætlaði að semja ræðu eftir þeim upplýsing- um, sem ég hafði. Þá fannst mér herbergið verða svo fullt af reiði — svona eins og þegar maður kemur inn þar sem fólk hefur verið að ríf- ast — að ég fann bókstaflega raf- magnið i andrúmsloftinu. Svo ég fór út í fjós, sótti tíkina mina og hafði hana hjá ntér á skrifstofunni. En alltaf fann ég hvað reiðin var óskapleg yfir þeirri lýsingu, sem ég hafði fyrir framan mig. Ég byrjaði þvi að dútla við að skrifa ræðuna eftir mínu höfði. Lauk henni, skil- aði tikinni út afiur og fór að sofa. Strax klukkan níu unt morguninn var hringt og tilkynnt, að snjóbílar væru að leggja af stað frá Akureyri. Fólk ætli að fjölmenna að jarðar- förinni. í þetta skipti var ég sannar- lega spurður: „Hvernig vissirðu þetta?“. Þvi þetta var allt annað en karlinn hafði sagt ntér ... Ég er sannfærður um, að þarna var sá látni að gefa mér vísbendingar. Hann vissi, að ég hafði fengið rang- ar upplýsingar. Þeir höfðu nefni- lega alltaf verið upp á kant — sá látni og maðurinn, sem talaði við mig. Æskulýðsstarfið gekk i raun og veru ágætlega, þar til ég gerðist lat- ur eina vikuna og treysti mér ekki til að hafa tvær messur sama daginn. í stað þess að hafa fullorðinsmessu klukkan tvö og unglingamessu klukkan fimm, eins og venjulega, ákvað ég að láta krakkana bara koma líka klukkan tvö. Þetta voru mikil mistök. Það er skemmst frá því að segja, að það varð allt vitlaust! Þarna var auðvitað mætt fullorðið fólk í messuna — en á þessum árum voru messur mjög vel sóttar — og það varð greinlega óttaslegið, þegar það sá allan þennan fjölda al' ungling- um. Kirkjan var líka full l'yrir, svo það varð gífurlegur troðningur. Ekki batnaði það, þegar hinir fullorðnu sáu hvernig messan fór fram og heyrðu að við vorum með óþýdda textaeftir menn eins og Bob Dylan. Við sögðum þó yfirleitt l'rá þvi livað stæði í textanum. Drógum þaðsaman i nokkrar linur. En síðan glumdi þetta á ensku. Hljómsveitin lék lika hátt og snjallt — tónlist, sem krakkarnir voru hrifnir al'. Ekki þessa gömlu sálma. Fullorðnu kirkjugestirnir sann- færðust nú endanlega um það, að maðurinn, sem þeir höfðu kosið yf- ir sig, væri kolbrjálaður. Ekki þurfti lengur vitnanna við. Það upphófust því blaðaskrif og menn ruku með þetta í útvarpið. Einn heimtaði til dæmis að kirkjusalur- inn yrði endurvigður. Þetta gekk svo langt, að menn hugsuðu um það í fúlustu alvöru að segja sig hreinlega úr söfnuðinum . . . Þegar þessi læti stóðu sem hæst, kom biskup einu sinni í messu til okkar með einhverja klerka með sér. Hann hefur sjálfsagt viljað kynna sér málið, því þetta voru kall- aðar „poppmessur" og annað í þeim dúr. Það greip um sig mikil skelfing, þegar kirkjuvörðurinn kom og sagði að biskup og nokkrir prestar væru mættir, en þeir kæm- ust ekki inn. Væri ekki möguleiki að fá einhverja inni í salnum til að l'æra sig burtu? Ég sagði húsverðin- um, að hér yrði engu breytt. Biskup og klerkarnir yrðu bara að vera á þeiin stað, sem þeir hefðu náð í! Ég þóttist auövitað vita, að þeir væru komnir til að sjá hvað við værum að gera. Þess vegna gat ég ekki stillt mig um ;>ö ljúka mess- unni með því að segja „Þeita var nú allt og sumt!“ Það er svolitið einkennilegl hve annríkið í sálgæslustörfunum er sveiflukennt. Stundum lyllist allt al' vandamálum á skril'stofunni og síð- an minnkar álagið jafnskyndilega al'lur. Ejöldi jarðarfara l'ylgir líka sönut bylgjunum og á „hápunkt- um“ eða „öldutoppum" er cinnig mun meira um fréttir af eldsvoðum og öðrum harmleikjum. Það er eins og þetta haldist allt saman á ein- hvern hált i hendur. Ég held hiklaust, að gangur him- intunglanna sé þarna að verki. El' mannskepnan er um 80% vatn, eins og manni er sagt, finnst mér nel’ni- lega ekkert ósennilegl að tunglið geti hal'l áhril'á okkur — alveg eins og sjávarföll i hafinu. Ég hel' mcira að segja reynt að kanna þetta, ásamt nokkrum öörum starfshóp- um. Við lókum okkur til og bárum saman bækur okkar. Það voru ná- kvæmlega sömu bylgjutopparnir og lægðirnar hjá okkur öllum. Jarðarlarir og vandamálaviðtöl komu í kippum, en siðan voru hlé á milli. Þessi álagstimabil gcta varað töluvert lengi. Maður hcldur stund- um að nú sé þetta gengið yl'ir, en þá byrjar siminn að luingja. Alllal' bætast við fleiri jarðarlarii. Suma daga jarðar maður kannski tvisvar eða jafnvel þrisvar sinnum. Þetta er eins og holskefla. En ég tók þó ekki eftir þessu l'yrr en vinur minn, sem er slökkviliðsmaöur, benti mér á það. Þetta rann upp l'yrir mér, þeg- ar hann spurði: „Hefurðu tekið eft- ir nokkru i sambandi við samspil milli dauðsfalla, slysa og vanda- mála á skrifstofunni hjá þér?“ Þá lór ég að hugsa . . . Annað er einnig dálítið skrítið. Ég get alltal' deilt í fjölda athafna hjá mér með tölunni þrenuir. Ef ég fæ tilkynningu uin jarðarför, veit ég til dæmis fyrir víst að það koma tvær á eftir. Ef þær eru fjórar, get ég bókað að þær eiga cftir að verða sex. Það er alveg lygilegt hvernig þctta gengur upp. En það er bara svo margt undarlegt í líl'inu. Hlutir, sem náttúran sjáll' stjórnar. „Ég þóttist auðvitað vita að þeir vœru komnir til að sjá hvað við vorum að gera. Þess vegna gat ég ekki stillt mig um að Ijúka messunni með því að segja „þetta var nú allt og sumt!“ Rók Hclgu Thorixirfi u/n rnóAur sinn, ívKxr; GuÖfinwt Brfiiðtjöró : ■ ■ ; ■ Þetta er hún Minna „Engin venjuleg mamrna“ Helga Thorberg lýkur við sögu móður sinnar, Guðfinnu Breið- fjörð 200 blaðsíður ísafold Verð: 2.700 kr. Þú ert farin og hér sit ég með minninga- brotin sem þú skildir eftir. Ég vissi ekki þegar ég var að hvetja þig til að skrifa bókina og senda þig til hinna ýmsu út- gefenda til að fá einhvern til að skrifa bókina með þér að ég væri þá að leita langt yfir skammt. Ég vélritaði nú stundum fyrir þig einhverjar síður og hnikaði orði og staf að þinni ósk en mér fannst þá einhvern veginn að ég væri ekki rétta manneskjan til að vinna bók- ina með þér. Það var reynt að fá hinn og þennan til starfans en enginn fékkst. Síðan kom á daginn að leitin var óþörf, þessi aðili var ég sjálf. Ég fann alltaf vel hvað margir áttu bágt með að heimsækja mig á spítalann og tala við mig. Þeir vissu ekkert hvað þeir áttu að segja eða tala um og gátu ekki komið sér að því að spyrja um dætur mínar enda vissi ég lítið um þær þá. Jú, ég vissi að þær voru allar í útlöndum. Mér leið ELSKU orðið best ef ég var látin í friði og afskiptalaus. Það kom líka að því að lokum enda eru geðsjúklingar hvað minnst heimsóttir, þeir gleymast auðveldlega vinum og vanda mönnum Þessi hluti tilheyrði fyrstu fjórum árunum rúmlega sem þú dvaldir nær samfellt inni á Kleppsspítala. Þá voru eftir átta ár af tólf ára langri samfelldri dvöl þinni inni á stofnunum. Það kom í hlut Gyðu systur að heimsækja þig þessi fyrstu ár. Við Kristín vorum báðar farnar til Dan- merkur. Ég dvaldi þó ekki nema rúmt ár í Danmörku. Ég flutti fyrst aftur til Lellu föðursystur minnar eftir að ég kom heim en síðan reyndum við Gyða að halda heimili saman með Sigurði syni hennar. Það gekk nú eitthvað brösugt þó að pabbi hefði verið að reyna að að- stoða okkur þá með íbúð og innbú. Við reyndum auðvitað eins og við gátum bæði að koma til þín og taka þig heim. Þegar ég kom til baka frá Danmörku varst þú orðin óþekkj- anleg. Við Gyða fórum saman í leigubíl að sækja þig í bæjarleyfi. Gyða fór inn á spítalann að sækja þig. Ég beið í bílnum fyrir utan. Gyða kont út aftur og leiddi konu undir handleggnum. Ég þekkti ekki þessa konu. En þar sem Gyða leiddi hana inn í bílinn hlaust þetta að vera þú. Það var alveg hræðilegt að sjá þig aftur. Það var ekki nóg með að þú værir svo sljó af lyfjum að varla var hægt að ræða neitt við þig heldur hafðir þú líka breyst svo mikið í útliti. Þú sem hafðir alltaf veriö svo falleg og smart varst orðin hræðilega .feit, komin með gler- augu, íklædd einhverri konukápu og í hræðilegum kjól. í kvenveski varstu með lyfjaskammtinn þinn í MAMMA plastpoka. Þetta gat ekki verið hún mamma, þessi kona. En þetta varst samt þú, svona illa á þig komin. Það var þess vegna sem svo til allir vinir þinir týndust. Það gat enginn lagl það á sig að hitta þig og sjá þig svona. Fólki var verulega brugðið og fannst of erfitt að þurfa að horfa upp á að svona væri komið fyrir þessari fallegu, glöðu, duglegu og jákvæðu konu. Auk þess sem lítið var hægt að tala við þig á þessum tínia. Það spurðist lika út á meðal vina þinna og kunn- ingja að ef þú værir tekin í bæjar- leyfi væri erfitt að fá þig til að fara aftur inn á spítalann. Þú áttir það til að biðja um að vera keyrð eitt- hvað annað á leiðinni heim, kannski í sjoppuna í nágrenni spit- alans, hringja þaðan á leigubíl og stinga af. Þeir sem höfðu sótt þig voru auðvitað miður sín yfir þvi sem þú kynnir að gera af þér. Þeim fannst þau bera ábyrgð á þér. Hver gat lagt þetta á sig? Oft velti ég því fyrir mér hvað hefði komið fyrir mig. Hvað gerðist eiginlega sem or- sakuði þessa löngu dvöl mína á þessum stofnunum? Afhverju gátu engin lyf hjálpað mér? Af hverju reyndi enginn að hjálpa mér úl í lífið aftur . . .? Var þetta allt mér sjálfri að kenna? Skapaði ég sjálf þessa vanlíðan með hugsunum mínum sem ég réði ekkert við, allt þettu böl? Þessi ár, þessi löngu ár, vera mín inni á stofnun frá ástvinum mín- um, af hverju skiptisér enginn af mér öll þessi ár? Af hverju? Það voru ekki margir. Ein þeirra á meðal var Margrét stjúpa þín sem kom oft og heimsótti þig, þá orðin fullorðin kona. Sjáll' sagðir þú þá sem hefðu kannski viljað vera vinir þínir hal'a skort kjark til að koma og heintsækja þig og fylgjast með þér. Þér l'annst það ekkert skrýtið þótt þeir gufuðu upp. Nei, það var kannski ekki skrýlið. Okkar Gyðu naut hcldur ekki lengi við. Hún var á förum til Bandaríkjanna og átti eflir að dveljast þar í ellefu ár. Sjálf þráði ég mest að eignast mitt eigið heimili eftir allan flækinginn. Ég gaf því frá mér námsbrautina i bili, gilti ntig 19 ára gömul og l'lutti norður til Akureyrar. „Þú áttir það til að biðja um að vera keyrð eitthvað annað á leiðinni heim kannski í sjoppuna í nágrenni spítalans, hringja þaðan á leigu- bíl og stinga af “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.