Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 20
20 IMHHMMM II i t 4 * I I » Lau g ard ag u r' désérríber 1988 m n Með strætó í jólainnkaupin Til hagræöis fyrir fólk í jólainnkaupum á Laugavegi og í Miðborg, sem vill not- færa sér bílastæði viö Skúla- götu, skal bent á aö frá kl. 13.18:30 gengur vagn frá Hlemmi á 15 mín fresti, eftir því sem umferð leyfir, um Laugaveg-Lækjargötu-Kalk- ofnsveg og Skúlagötu. Vagn- inn er merktur Hlemmur-Miö- borg. Með þessum vagni er unnt að taka sér far að og frá bíla- stæðum við Skúlagötu. Við- komustaðir á Skúlagötu verða vestan Klapparstígs og austan Vitastígs. Fram til kl. 22 laugardag- inn 17. des. og til kl. 23 á Þor- RiÖLBRAinraSKÓUíai BREiÐHOUl FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Skólaslit veröa í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, þriójudaginn 20. desember n.k. og hefjast þau kl. 15.00 Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari. RAFMAGNSVERKFRÆÐINGUR EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR Opinberstofnun óskareftiraö ráðastarfsmann með verk- eða tæknifræðimenntun á rafmagnssviði. í starfinu felst, m.a. yfirumsjón með tölvu- og stýri- búnaði, ásamt daglegum rekstri ýmissa kerfa. Launakjör samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 31. desember n.k. Með umsókninni þurfa að fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsókn skal skila á auglýsingadeild blaðsins Ár- múla 36, Rvk., merkt „RAF-100“. Farið verður með umsóknina sem trúnaðarmál. Námskeið um grundvallaratriöi stöðugleika skipa fyrir starfandi sjómenn verða haldin sem hér segir: 1. Stykkishólmur, 2.-6. janúar 1989: Skráning og nánari upplýsingar: Guðmundur Andrésson Stykkishólmsbær Sími 93-81136 2. ísafjörður, 27.-30. desember 1988: Skráning og nánari upplýsingar: Sævar Birgisson Sími 94-3899 3. Dalvík, 27.-30. desember 1988: Skráning og nánari upplýsingar: Guðmundur Steingrímsson Skipstjórafélag Norðlendinga, Akureyri Sími 96-21870 4. Vestmannaeyjar, 27.-30. desember 1988: Skráning og nánari uppiýsingar: Friðrik Ásmundsson Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum Sími 98-11046 Þátttakendur fá viðurkenningarskjal að námskeiði loknu. Samgönguráðuneytið láksmessu 23. des. munu all- ir vagnar, sem ganga milli Hlemms og Lækjartorgs aka um Laugaveg og Miðborgar- vagninn frá kl. 13 til sama tíma. Frjálst framtak I gatnagerð Föstudaginn 9. des. sl. var undirritaður samningur milli Kópavogsbæjar og Frjáls framtaks hf. þess efnis að Frjálst framtak tekur að sér gatnageró í hinu svonefnda Smárahvammslandi. Smára- hvammslandiö er um 30 hekt- arar og var gengið frá sölu meginhluta þess 11. febrúar. Þá keypti Frjálst framtak hf. rúman helming landsins en aðrir aðilar sem keyptu land- ið voru Byggingavöruverslun- in BYKO og Hagkaup. Kópa- vogsbær hélt nokkru landi eftir og hefur nú selt það til Toyota-umboðsins. Samningurinn sem undir- ritaður var felur í sér að Frjálst framtak hf. tekur að sér alla gatnagerð á því svæði sem fyrirtækið keypti í febrúarmánuði auk þriggja aðalumferðaræða sem tengj- ast svæðinu. Stefnt er að þvi aö uppbyggingu svæöisins verði lokið á árinu 1995, en framkvæmdir munu væntan- lega hefjast þegar á næsta ári. Þetta mun vera í fyrsta sinn hérlendis sem einkafyr- irtæki er falin skipulagning svo stórs svæðis fyrir at- vinnustarfsemi. Hefur að undanförnu fariö fram könn- un á slíkum svæðum erlend- is og leitað fyrirmynda þar sem bestur árangur hefur náðst. Við skipulagninguna er það haft í fyrirrúmi að svigrúm verði nægjanlegt, góð bílastæði og mikil áhersla verður einnig lögð á aðlaðandi umhverfi. Verður lögð áhersla á að hafa götur aö mestu tilbúnar þegar byggingaframkvæmdir hefj- ast, og að hafa gatnakerfið malbikað og fullbúið áður en atvinnustarfsemi hefst á svæðinu. Þá er einnig áform- að að hafa allar lóðir á svæð- inu sléttaðar og sáð í þær áður en framkvæmdir hefjast og tryggja þannig sem besta umgengni um svæðið. Kostnaðaráætlun gatna- gerðar á svæðinu er á þriðja hundrað milljónir króna og er þetta því stærsti samningur sem gerður hefur verið um gatnagerðarframkvæmdir hérlendis. íþróttamiðstöð íslands að Laugarvatni Nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra í maí 1987 til þess að gera tillögur um uppbyggingu íþróttamið- stöðvar íslands sem staðsett verði að Laugarvatni hefur nýlega skilað tillögum sínum til Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra. Kemst nefndin að þeirri niöurstöðu aö Laugarvatn sé sérstaklega ákjósanlegur staður fyrir íþróttir, útilíf og fjölbreytilega fræðslu og þjálfun fyrir alla landsmenn. Leggur hún eindregið til aö stjórnvöld taki höndum sam- an við íþróttahreyfinguna, íþróttakennaraskóla Islands, heimamenn og þá aðila aðra sem til samvinnu eru fúsir um þetta verkefni, að byggja sem allra fyrst upp íþrótta- miðstöð íslands að Laugar- vatni. Bendir nefndin á, að hefja megi rekstur íþróttamið- stöðvar að Laugarvatni án verulegs kostnaðar með því að samræma það sem kohna skal við það sem fyrir er og láta umsvif og reynslu af rekstrinum ráða hraða upp- byggingar og endurbóta mannvirkjanna. Laugarvatnsnefndin starf- aði undir forystu Hannesar Þ. Sigurðssonar en aðrir nefnd- armenn voru: Hafsteinn Þor- valdsson, Leifur Eysteinsson, Reynir G. Karlsson, Árni Guð- mundsson, Astbjörg Gunn- arsdóttir og Jóhannes Sig- mundsson. □ 1 iri 3 r 4 5 □ \ 6 □ 7 6 9 10 □ 11 □ |Í2 13 J □ Lárétt: 1 verk, 5 þýtur, 6 trjóna, 7 hvað, 8 lögmætar, 10 hreyf- ing, 11 blað, 12 grátur, 13 tjá. Lóðrétt: 1 skífa, 2 skák, 3 píla, 4 spil, 5 ótti, 7 harðneskja, 9 dimm, 12 fæði. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 smala, 5 stuð, 6 kyn, 7 óð, 8 orkuðu, 10 eins, 11 sig, 12 elna, 13 aukin. Lóðrétt: 1 styrk, 2 munk, 3 að, 4 auðuga, 5 skokka, 7 Óðinn, 9 usli, 12 ek. * Gengið Gengisskráning 241 - 16. i des. 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 45,700 45,820 Sterlingspund 83,311 83,530 Kanadadollar 37,894 37,993 Dönsk króna 6,7454 6,7631 Norsk króna 7,0227 7,0411 Sænsk króna 7,5189 7,5387 Finnskt mark 11,0467 11,0757 Franskur franki 7,6389 7,6590 Belgiskur franki 1,2449 1,2482 Svissn. franki 30,9936 31,0749 Holl. gyllini 23,1451 23,2059 Vesturþýskt mark 26,1180 26,1866 ítólsk líra 0,03528 0,03537 Austurr. sch. 3,7063 3,7160 Portúg. escudo 0,3136 0,3144 Spánskur peseti 0,4019 0,4030 Japanskt yen 0,36846 0,36943 irskt pund 69,658 69,841 SDR 61,9587 62,1214 ECU • Evrópumynt 54,1888 54,3311 • Ljósvakapunktar • RUV Laugardagur Kl. 23.00 Bítlavinafélagið. Ætli það séu ekki einhverjir gamlir bítlaviniraf ’68 kynslóðinni við stjórnvölinn á innlendu dag- skrárgerðinni? Sunnudagur Kl. 22.45 Eitt ár ævi minnar. Fylgst með bandarískri fjöl- skyldu í eitt ár og þeim áhrif- um sem dauðinn hefur á hana. Er nafnið þá ekki öfugmæli? • Stöí 2 Laugardagur Kl. 23.40 Mundu mig. Fyrrver- andi eiginkona manns losnar úr fangelsi eftir 12 ára dvöl þar vegna morðs á áskonu eigin- mannsins. Hún snýr aftur og beitir sérstæðum aðferðum til að minna hinn fyrrverandi átil- vist sína. Sunnudagur “ Kl. 22.30 Dómsorð. Það er furðulegt hvað dómarar og þeirra starf eru hugleiknir stjórnendum Stöðvarinnar... • Rás 1 Sunnudagur Kl. 19.33 Páll Bergþórsson veðurfræðingur spjallar um veðrið. Þáttursem enginn veð- uráhugamaður má missa af. • Rás 2 Kl. 17.00 Tengja. Kristján Sig- urjónsson tengirsaman lög úr öllum áttum frá Akureyri. • ÚTVARP ALFA Kl. 15.45 Ur víngarðinum. Þarft innlegg í umræðuna nú þegar jólaglöggið er i algleymingi og allt sem því fylgir. Verndaöur vinnustaöur Akranesi Tilboö óskast í að fullgera aö innan hús fyrir vernd- aöan vinnustað og dagvistun á Akranesi. Húsiö er ein hæö 526 m2. Verkinu skal aö fullu lokið 1. ágúst 1989. Útboósgögn veröa afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík og hjá Verkfræði- og teiknistofunni, Kirkjubraut 40, Akranesi til og meö 30. des. n.k. gegn 10.000 kr. skilatryggingu: Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnun- ar miövikudaginn 4. janúar 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BQRGARTÚNI 7. PÓSTHOLF 1450. 125 REYKJAVIK. i l|H HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstig 47 óskar eftir að ráða félagsráögjafa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt starf við ýmsar deildir Heilsuverndarstöðvarinnar, s.s. barnadeild, mæðra- deild, húð- og kynsjúkdómadeild ásamt heilsu- gæslustöðvunum í borginni. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur og í síma 22400. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, fyrir 31. desember n.k., á eyðu- blöðum sem þar fást.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.