Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. desember 1988 9 guðmundur andri thorsson Mín káta angist. Guðmundur Andri Thorsson. 154 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.375 kr. Um kvöldið fórum við á ekta ítalskan restaurant með ekta músík, ekta innréttingu, ekta stemmningu, ekta pizzum og meira að segja al- vöru ítala sem stóð við ofn og fleygði pizzunum upp í loft og greip þær svo tvær stúlkur sem sátu beint fyrir framan hann gripu andann á lofti og skríktu. Við settumst og stimamjúkur og sléttrakaður þjónn birtist allt í einu beinn í baki með tvo ríkulega skreytta matseðla, hneigði sig og laumaðist burt með þannig látbragði að það var mjög áberandi hvað hann var Iítið áber- andi. Pizzugerðarmaðurinn hnoð- aði af kappi og var almennt mjög mikil landkynning því hann tók að gaula angursfullum rómi: Non dimenticare a me/ io voglio bene solo a te — svo færðist röddin í auk- ana í næstu línu: Chiami a tio zio amore mio — en hneig í trúnaðar- fullt hvísl í þeim tveimur sem eftir fylgdu: Lui ha i soldi per darsi/ per portar al prete per farsi — og reif sig UNGUR MAÐUR ÁSTFANGINN loks upp í hæðir í lokalínunni og síðasta orðið var tekið með ítalska hnykknum: Sposar presto! presto! presto! Stúlkurnar áttu ekki orð. Við ekki heldur. Hins vegar var manninum í næsta bás ekki orðs vant. Hann var að útskýra fyrir fólkinu sem sat með honum hvernig ætti að búa til pizzur. Hann sagði að aðalmálið væri að ná botninum réttum, þá kæmi hitt á eftir og það væri sko ekki sama hvernig maður hnoðaði. Fólkið horfði með tóm- legum jæjasvip á hann. Hinum megin við okkur var hins vegar full- ur maður með rauðan tjásuklippt- an hárlubba. Hann var í gráteinótt- um jakkafötum með útvíðum buxnaskálmum, í appelsínugulri skyrtu og með breitt fjólublátt bindi. Bindishnúturinn var eins og hann hefði síðast lagað hann fyrir viku. Töffari árgerð 1970. Hann var að tala við amerískan túrista sem hlustaði áhugasamur á þetta inn- fædda eintak. My brother is a cook in Keflavík, sagði sá rauðhærði i bygginn. Brother hljómaði eins og brothel í munni hans. Ameríkaninn lyfti augabrúnunum með skilnings- ríkum svip. Þjóninn stimamjúki nálgaðist þá til að taka við pöntun- um. Sá ameríski vildi súpu. Rauð- hausinn pantaði sér hins vegar dýr- asta kjötréttinn og bætti síðan við: And I will have som Irish coffee á undan. Þjóninn sneri sér undan með háttvísum viðbjóði. Þegar hann kom auga á okkur lyftist brúnin ögn, við pöntuðum pizzur og ég ákvað fá mér rauðvín með úr því að ég hafði ekkert þurft á afrétt- ara að halda. Sigríður leit á mig eins og hún væri að velta því fyrir sér hvort ég væri kannski drykkju- sjúklingur og ákvað svo að fá sér líka rauðvín. Þegar hann var farinn sagði hún: Ég vona að þessi gond- ólaræðari kunni að gera botninn. Það er víst svo mikilvægt . . . Ég hristi hausinn og sagði: Eg held að þessi maður sé að villa á sér heint- ildir og þetta sé enginn goldólaræð- ari. Ég held að þetta sé Kristján Jó- hannsson. Rauðvínið kom. Þjónninn stóð þráðbeinn með aðra hönd fyrir aft- an bak og hellti ofurlítilli lögg hjá mér. Mig langaði að kitla hann, en stillti mig og tók þátt í hirðsiðun- um, sveiflaði glasinu upp við nefið, þefaði, hrukkaði ennið, saup á, lét vínið ganga í samband við munn- vatn, velti vöngum hugsi. Ég ákvað að gurgla ekki og kyngdi. Ég var engu nær. Þetta var bara eitthvert rauðvín með einhverri pizzu. En ef þjóninum fannst þetta gaman var mér alveg sama. Ég kinkaði kolli með fjarlægum þóttasvip og hann hellti í hjá Sigríði og fyllti síðan mitt glas. Síðan laumaðist hann burt. Við skáluðum. Sigríður gretti sig og sagði að rauðvínið væri frekar vont. Ég sam- sinnti kröftuglega ogútskýrði fyrir henni að ég hefði ekki viljað særa þjóninn. Við skáluðum aftur. Við horfðumst í augu. Mér fannst rauð- vínið fínt. Pizzugerðarmaðurinn var ekki lengur með hljómleika. Hann virtist vera að þreifa fyrir sér með lög því hann var eitthvað að humma með sjálfum sér. Ég heyrði að hann byrjaði á O soli mio en hætti við af því hann kunni það ekki og fór að raula: Það er brenni- vín í flöskunni, það er flatbrauðs- sneið í töskunni. Kjötrétturinn lá kólnandi og óhreyfður hjá rauð- hausnum sem var á öðrum írska kaffibollanum sínunt. Hann var að segja túristanum frá því hvernig það væri að vera sjómaður við strendur íslands. Túristinn horfði heillaður á náttúrubarnið. Kvöldið leið við kertaljós, milda gula birtu, flökt, við bulluðum um bókmennt- ir, ég horfði á kjálkana á henni þeg- ar hún tuggði, fingurna þegar hún skar, varirnar þegar hún drakk, augun meðan ég talaði. Klukkan varð tíu og síðan ellefu. Við kláruðum kaffið og borguðum. Þjónninn spurði hvernig maturinn hefði bragðast. — Fínt, takk fyrir mig, sagði ég. — Fyrirgefðu, sagði hann eins og íslensk sveitakona. Við risum á fætur og hann stóð á nteðan auð- mjúkur með hendur fyrir aftan bak uns hann gat ekki hamið sig og tautaði: Það er mér ánægja að þjóna tveim svona yndislegum manneskjum. Ég sagði fyrirgefðu og við fórum út. Gjólan var orðin að kuli. Full börn hrundu um hrín- andi og dragfin. Edrú börn sátu inni í bílum, prúð og frjálsleg í fasi og þeyttu bílflautur. Gömul hjón laumuðust á kvöldgöngu hinum megin á gangstéttinni. Kall með hatt stóð með samanbitnar varir og horfði á emjandi kösina. eg sá hvergi rónann. Við hikuðum örlítið fyrir utan. Sigriður stóð og horfði á mig í káp- unni sinni, hún hafði grafið hend- urnar í kápuvösunum og horfði á mig í rökkrinu, sposk á svip, með úfið hár, hún hallaði sér örlítið aft- ur og hægri fóturinn tók ímyndað jittebúggspor. Ég hryllti mig og bauð henni arminn. Hún tók hann og við röltum af stað, hún var mjúk upp við mig, við gengum samtaka — við géngum tvö. Við gengum heim. „Rauðvínið kom. Þjónninn stóð þráð- beinn með aðra hönd fyrir aftan bak og hellti ofurlítilli /ögg hjá mér. Mig langaði að kitla hann, en stillti mig og tók þátt í hirðsiðunum... “ ZOPHONIASSON VKINGS LÆKJARÆTT FANGINN OG DOMARINN Þáttur af Sigurdi skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust . með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirðr. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldréi verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VIKINGSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið ■saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k; og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SF ÞÓRÐUR KAKAU Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í Islendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.