Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 17. desember 1988 Trúin, ástin og efinn. Minningar sr. Rögnvaldar Finnbogasonar á Staðastað. Guðbergur Bergsson skráði. 214 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.875 kr. Á hinum stutta tíma í Lundúnum hafði ég kynnst ýmsu fólki og allt átti það við einhver vandamál að stríða. Ég gerði mér þó ekki grein fyrir því þá, eins rækilega og síðar, að hvert andlit, sem bar fyrir sjónir og maður átti skipti við, var eins konar áskorun til mín sjálfs að glöggva mig á lífinu, samferða- mönnunum og sjálfum mér. Síðar hef ég orðið vitni að þvi að andskot- inn situr alls staðar á fleti fyrir í lífi og samskiptum mannanna, til að bregða fyrir okkur fæti og steypa í auðvelda glötun. Það finnst mér oftast sárast, hvað blindu mína varðar, að ég gerði mér ekki strax grein fyrir hver staða mín væri orðin i lífinu, eftir að ég vígðist til prests. Og þess vegna fannst mér ég vera þar hálf- Dagbók góðrar grannkonu Doris Lessing Þuríður Baxter þýddi 296 blaðsíður Forlagið Verð: 2.175 kr., 975 í kilju Hann rétti henni aspirínið og tók við peningunum hennar sem hún taldi hægt, mynt fyrir mynt, upp úr djúpum stórrar tösku með ryðguð- um Iás. Svo tók hann við peningun- um fyrir því sem ég hafði verið að versla — naglalakki, kinnalit, augnabrúnablýanti, varalit, vara- gljáa, púðri, augnaháralit. Heila galleríið: Ég var að verða allslaus. Hún stóð hjá og fylgdist með, í augnaráðinu svipur sem ég veit núna að er svo dæmigerður fyrir hana, ákaft og spyrjandi augnaráð þess sem þráir að skilja. Reynir að skilja og meðtaka allt. Ég lagaði gönguhraða minn að hennar og varð samferða henni út úr apótekinu. Á gangstéttinni fyrir utan leit hún ekki á mig en ég skynj- aði beiðni hennar. Ég gekk við hlið- ina á henni. Það var erfitt að fara svona hægt. Venjulega flýg ég áfram, en ég vissi það ekki fyrr en þá. Hun tók eitt skref, hikaði, rann- sakaði gangstéttina, og tók svo ann- HISPURSLAUS FRASOGN gerður ótímaburður. Þótt ég sæi það ekki strax, fann ég samt brátt, að mín beið ekkert minna en það að breyta sjálfum mér úr stúdent og verkamannssyni í kirkjunnar þjón, vígðan prest. Hvernig átti ég að fara að þessu? Þetta var mér allt meira og minna framandi. Starfið — ég hafði enga tradition að baki mér. Heimili, sem ekki hafði verið kirkjurækið, var ekki nógu sterkur grundvöllur til þess að það gæti leiðbeint mér í þessum efnum. Vini átti ég fáa, eig- inlega enga, innan þessarar stéttar, enga sem ég þorði að fara til með vandamál mín á þessu sviði. Ég vissi sannarlega ekki hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig átti ég að koma fram sem prestur í þessu nýja lífshlutverki mínu, — mér liggur við að segja gervi? Átti svipurinn að vera alvarlegur, dapur, upphaf- inn? Hvenær átti ég að forðast að brosa? Hvað átti ég að varast að nefna og tala um? Hve langt mátti ég ganga í spaugi og gamanmálum? Allt voru þetta vandamál sem ég reyndi að kryfja til mergjar. Það var kannski enga lausn að finna, enga regúlu sem ég gæti farið eftir. Eg þurfti að bregðast við hverju tilviki lífsins á þennan nýja máta og sér- stæða sem tilheyrði prestinum og hans lífsstíl. Átti ég að ganga í einhverjum sér- stökum fötum, dökkum, varast ljós föt og glæfraleg snið, flegnar skyrt- ur og stutterma? Hatturinn, átti hann að vera þessi frægi silkipípu- hattur, hattur töframannsins? Allir prestar á þessari tíð áttu sér silki- pípuhatt, allir nema ég. Ég fékk mér aldrei silkipípuhatt. Það var eitt með öðru sem mig skorti í þessu starfi mínu. Átti ég kannski að fá mér staf, silfurbúinn, og ganga hægt og virðulega svo að ég fengi notiö þess að berast um með staf í hendi. Stafur gefur ekki tilefni til gáskafulls göngulags eða hlaupa. Til að ná réttri sveiflu og hrynjandi í stafburði þá varð maður að ganga virðulega og hægt. Ég hafði séð að andagiftarmenn kirkjunnar, hírar- kíið í Reykjavík, gengu í þessu sem kallast „citydress" í Lundúnum og bisnessmenn nota þar fyrir hádegi. Teinóttar buxur og kolsvartir jakk- ar og vesti við hátíðleg tækifæri. Allir urðu að vera svartklæddir, um það var ekki að villast. Hvert vandamálið rak annað. Ég stóð sannarlega frammi fyrir nýju lífi. Á mig sóttu áhyggjur um formið og ytri umbúnað allan þótt innri rödd segði mér að allt væri þetta aumasti hégómi hjá því að vera maður. Og minnist ég þess að ég nefndi þetta við Sigurgeir biskup, af því að mér hraus hugur við öllum þessum prestlegheitum, og spurði hvort ég mætti ekki sleppa því að ganga í hempu. Hann tók því ósköp mannlega og sagði að það hefðu nú fleiri látið sér detta þetta í hug, en sú væri raunin á, að allir yrðu hempunni fegnir, það væri í henni visst skjól. Ég vissi það kannski ekki þá, en veit það síðar, að hann átti við andlegt skjól einhvers kon- ar, mér óskiljanlegt á þeirri stundu, sem hempan veitti mönnum í þessu starfi. Ég hélt nú sannast sagna heldur ekki að hann ætti við skjól fyrir vindi og næðingi, en mér var þetta óskiljanlegt af því að ég var reynslulaus og vissi ekki á hvern máta ein hempa gæti veitt manni andlegt skjól. Samt er sannleiks- neisti í þessu öllu saman. Nú er svo komið að mér fyndist fáránlegt að fara fyrir altari í kirkju í jakkafötum. Hempan er mér kær núna enda er hún meira í ætt við þau föt sem mér hugnast frá fagur- fræðilegu sjónarmiði. Aftur á móti þykir mér prestakraginn aldeilis makalaus, þessi rjómaterta sem hefur verið sett utan um hálsinn á okkur og á rætur í heldrimannaflík endurreisnartímans svo sem sjá má á sígarettupökkunum sem kenndir eru við Sir Walter Raleigh, enda kallaði hún frænka mín sígarett- urnar þær alltaf prestasígarettur. En hvað sem öllum efasemdum mínum leið tókst mér löngu síðar að glöggva mig á því að enginn hending er til í lífinu, og hvaðeina sem að höndum ber er áskorun til okkar sjálfra um að við reynumst menn, hverju sem við klæðumst. Á þessum árum var ég ekki far- inn að skilja dýrmæti hvers dags, svo ég tali ekki um hverrar stundar sem ég lét renna næstum viðstöðu- laust úr greipum mér. Það var ekki fyrr en löngu síðar að mér varð ör- lítið ljóst að tíminn í hverri frumu líkamans er ekki ótakmarkaður. Og það verður ekki fyrr en fer að halla degi, þegar kvöldskuggarnir fara að lengjast og teygja sig yfir grundirn- ar, að við áttum okkur á birtu hins hverfandi dags. Við skiljum hálf- partinn í rökkrinu hin fornu orð sem segja: Allt hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma. Að deyja hefur sinn tíma. Og líka það að átta sig á sjálfum sér hefur sinn tíma. Það er sagt að Maximos gríski, dýrlingur austur-kirkjunnar, hafi svarað því til þegar hann var spurð- ur, hvernig hann hefði náð slíkum tökum á bæninni (en hann var frægur fyrir bænalíf sitt og helgi), að öðrum fremur hafi andskotinn kennt sér þá iðju að biðja án afláts. Að sjálfsögðu átti hann þá við allar þær tálsnörur og freistingar sem hann hafði mætt á lífsleiðinni en sigrast á. Þó ég ætli ekki að bera mig sam- an við heilagan Maximos, þá kynni að vera eitthvað í reynslu hans sem við könnumst við, bæði ég og fleiri. Og þess vegna leitar maðurinn samfélags við skapara sinn eftir öll öfugsporin. „Það finnst mér oft- ast sárast, hvað blindu mína varðar, að ég gerði mér ekki strax grein fyrir hver staða mín vœri orðin í lífinu, eftir að ég vígðist til prests, og þess vegna fannst mér ég vera þar hálfgerð- ur ótímaburður. “ OLIKAR KONUR HITTAST að. Ég hugsaði um hvernig ég þaut daglega eftir þessum sömu gang- stéttum án þess að koma nokkru sinni auga á frú Fowler, þó að hún ætti heima í næsta nágrenni, og skyndilega leit ég upp og niður eftir götunum og sá — gamlar konur. Gamla menn líka, en aðallega gamlar konur. Þær lötruðu áfram. Stóðu tvær og tvær saman eða í hóp og töluðu. Eða sátu á bekknum á horninu undir hlyninum. Ég hafði ekki séð þær. Vegna þess að ég var hrædd við að líkjast þeim. Ég var hrædd þar sem ég gekk þarna við hliðina á henni. Það gerði lyktin af henni, sætsúr rykkeimur. Ég sá óhreinindin á horuðum gömlum hálsi hennar og á höndunum. Tröppur hússins voru brotnar og molnaðar og handriðið ónýtt. Án þess að líta á mig, því hún ætlaði ekki að biðja mig neins, gekk hún varlega niður slitnar tröppurnar og staðnæmdist fyrir utan hurð sem ekki passaði í dyraopið og hafði verið gert við með grófri spýtu sem negld var þvert yfir hana. Þótt þessi hurð hefði ekki haldið úti ketti sem á annað borð ætlaði sér inn. há þreifaði hún skjálfandi höndum eft irlykli,fann hann loks, rýndi eftir skránni og opnaði dýrnar. Og ég fór inn með henni. Mér var þungt um hjartað en einnig ómótt vegna óþefsins. Sem þennan tiltekna dag stafaði af ofsoðnum fiski. Við vor- um komnar inn í langan og þröngan gang. Við fórum eftir honum inn í „eld- húsið“. Ég hef aldrei séð annað eins nema þá á myndum í myndasafninu. okkar af örbirgð og neyð, húsum sem á að rífa og þess háttar. Það var eins konar framhald af ganginum með gamalli gaseldavél, fitugri og svartri af skít, gömlum hvítum postulínsvaski, sem var allur sprunginn og gulur af óhreinind- um, kaldavatnskrana sem gömlum tuskum var vafið utan um og drop- arnir láku úr jafnt og þétt. Nokkuð fallegt gamalt viðarborð var þarna líka með leirtaui á sem allt hafði verið „þvegið“ en var samt kámugt. Veggirnir voru flekkóttir af sagga. Staðurinn mettaður óþef, hræði- legum óþef... Hún leit ekki á mig meðan hún lagði frá sér brauð, kex og kattamat. Skærir litir umbúð- anna og merkimiðans á dósinni æp- andi á þessum ömurlega stað. Hún blygðaðist sín, en ætlaði sér ekki að biðjast afsökunar. Hún sagði eins og kæruleysislega en samt biðjandi: „Far þú inn í herbergið mitt og fáðu þér sæti.“ I herberginu sem ég fór inn í var gömul, svört járnkamína sem í log- aði eldur. Tveir ótrúlega fornir og slitnir hægindastólar. Annað fal- legt gamalt viðarborð og ofan á því dagblöð. Legubekkur með fata- hrúgum og taubögglum. Og gulur köttur á gólfinu. Allt var þetta óhreint og sóðalegt, óhugnanlegt og skelfilegt. Ég hugsaði um hvern- ig við sátum öll við að skrifa um hí- býlaprýði, húsbúnað og Iiti — um hvernigsmekkurinn breytist, hvern- ig við fleygjum hlutum og verðum leið á öllu. Og hér var eldhús í þann- ig ástandi að yrði birt af því ljós- mynd í blaðinu okkar myndu streyma til okkar peningagjafir frá lesendum. Frú Fowler kom inn með gamla, brúna tekönnu og tvo fremur fal- lega gamla postulínsbolla og undir- skálar. Að drekka úr þessum óhreina bolla er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Við sögð- um ekki margt því ég vildi ekki spyrja hana neins beint, og hún sat þarna titrandi af stolti og virðuleik. Hún strauk kettinum í sífellu — „Yndið mitt, gullið mitt,“ í hrana- Iegum gælutón — og sagði svo án þess að líta á mig: „Þegar ég var telpa átti faðir minn sína eigin versl- un, og seinna áttum við hús í St. John’s Wood, svo ég veit hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Og þegar ég fór sagði hún í þess- um sama tón, án þess að líta á mig: „Ég sé þig Iíklega ekki aftur?“ Og ég sagði: „Jú, ef þú býður mér.“ Þá leit hún loks á mig með bjarma af brosi og ég sagði: „Ég get komið síðdegis á laugardag og drukkið te, ef þú vilt.“ „Ó já, ég vil það, ég vil það.“ Og augnablik var á milli okkar inni- leiki, það er rétta orðið. Og samt var hún svo stolt, vildi ekki þurfa að biðja neins. Hún sneri sér undan og tók að strjúka kettinum: Hjartans gullið mitt, elsku litla ljósið mitt. Þegar ég kom heim um kvöldið var ég skelfingu lostin. Ég hafði skuldbundið mig. Ég var full við- bjóðs. Súr óhreinindaþefurinn loddi við föt mín og hár. Ég fór í bað og þvoði mér um hárið, snyrti mig og hringdi svo í Joyce og sagði: „Förum út og fáum okkur að borða.“ Við borðuðum góðan kvöldverð hjá Alfredos og töluð- um. Ég minntist auðvitað ekki á frú Fowler, en var samt allan tímann með hugann við hana: Ég sat og horfði í kringum mig og virti fyrir mér fólkið á veitingahúsinu, allir svo vel til fara og hreinir, og ég hugsaði: Ef hún kæmi nú inn í þetta veitingahús . . . þaðværieinfaltmál hún fengi það ekki. Ekki einu sinni til þess að ræsta gólf eða þvo upp. „Þegar ég var telpa átti faðir minn sína eigin verslun, og seinna áttum við hús í St. John’s Wood, svo ég veit hvernig hlutirnir eiga að vera. “ v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.