Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 17. desember 1988 23 I SKUGGA HARÐSTJÖRNAR Ást og skuggar. Isabel Allende. Berglind Gunnarsdóttir þýddi. 264 blaðsíður. Múl og menning. Verð: 2.675 kr. Þau óku í gegnum alla borgina, skuggsælar götur fína hverfisins, meðfram gróskumiklum trjám og virðulegum húsum, gegnum grá- móskulegt og hávaðasamt hverfi millistéttarinnar og loks framhjá þyrpingum aumlegra húskumb- alda. Francisco Leal fann hvernig Irene þrýstist upp að baki hans og hugsaði um hana meðan þau þutu áfram á hjólinu. í fyrsta sinn er hann sá hana, ellefu mánuðum fyr- ir þetta örlagarika vor, virtist hon- um eins og hún hefði stokkið út úr sögu um sjóræningja og prinsessur og þótti stórfurðulegt að engum öðrum skyldi finnast það sama. Þá var hann að leita sér að vinnu sem ekki tengdist sálfræðinni. Einka- stofan hans var alltaf tóm, hún kostaði hann stórfé og skitaði engu í aðra hönd. Honum hafði einnig verið sagt upp við háskólann því sálfræðideildinni hafði verið lokað, hún var álitin gróðrarstía hættu- legra hugmynda. Mánuðum saman fór hann á milli menntaskóla, sjúkrahúsa og iðnfyrirtækja en varð æ vondaufari þar til hann sannfærðist loks um að öll námsár- in erlendis og doktorsprófið kæmu ekki að neinum notum í hinu nýja samfélagi. Það stafaði þó ekki af því að búið væri að leysa öll mann- leg mein og íbúar landsins væru upp til hópa hamingjusamt fólk heldur þjáðist ríka fólkið ekki af til- vistarvanda og hinir höfðu ekki efni á þeim munaði að borga fyrir sálfræðimeðferð þótt þeir þörfnuð- ust hennar sárlega. Þeir bitu bara á jaxlinn og þraukuðu í þögn. Á unglingsárum virtist lífið blasa við Francisco Leal en þegar hann var kominn um þrítugt hlaut sér- hverjum manni að virðast hann bú- inn að vera, hvað þá honum sjálf- um. Um tíma sótti hann huggun og styrk í pólitísku neðanjarðarstarf- semina en brátt varð óhjákvæmi- legt að hann legði eitthvað í búið. Skorturinn í húsi Lealhjónanna var orðinn að fátæktarbasli. Hann reyndi að bera sig vel þar til allar dyr virtust endanlega Iokaðar, þá bug- aðist hann kvöld eitt af tauga- spennu og brotnaði saman í eldhús- inu meðan móðir hans var að útbúa kvöldverðinn. Er hún sá hann þannig á sig kominn þurrkaði hún sé um hendurnar á svuntunni, færði sósupottinn af plötunni og tók hann í fangið eins og hún hafði gert þegar hann var lítill drengur. — Sálfræðin er ekki það eina sem hægt er að vinna við, sonur. Þurrkaðu þér nú í framan og leit- aðu að einhverju öðru — sagði hún. Fram að þessu hafði Francisco ekki hugkvæmst að breyta um starf en orð Hildu bentu honum á nýjar leiðir. Hann hætti að vorkenna sjálfum sér og velti fyrir sér hvað hann gæti gert sem veitti honum jafnframt einhverja ánægju. Hann valdi ljósmyndun því þar var sam- keppnin ekki svo hörð. Hann hafði keypt sér japanska ljósmyndavél meö öllum búnaði fyrir mörgum ár- um og hugsaði með sér að nú væri kominn tími til að þurrka af henni rykið og nota hana. Hann setti í möppu nokkrar myndir sem hann hafði tekið, leitaði í símaskránni að heppilegum vinnustöðum og datt þannig niður á kvennablað. Ritstjórnin var til liúsa á fimmtu hæð í fornfálegri byggingu með nafn stofnanda útgáfufyrirtækisins letrað gullnum stöfum yfir dyrun- um. Meðan menningaruppsveiflan í landinu stóð yfir ogallt snerist um þekkingaröflun, upplýsingaflóðið var að drekkja fólki og prentuð blöð seldust betur en brauð ákváðu eigendurnir að gera breytingar á staðnum í stíl við þá bylgju af eftir- væntingu og áhuga sem flæddi yfir landið. Þeir byrjuöu á neðstu hæð- inni, teppalögðu út í öll horn og klæddu veggina með við af fínustu sort, fjarlægðu úrsérgengin hús- gögnin og fengu í staðinn önnur úr áli og gleri, byrgðu gluggana og settu upp loftljós, lokuðu af stiga- gangana til að koma þar fyrir pen- ingaskápum og festu upp rafeinda- búnað sem opnaði og lokaði dyrun- um eins og fyrir galdur. Byggingin var að verða að völundarhúsi þegar leikreglurnar breyttust skyndilega á ný. lnnanhússarkitektarnir komust því aldrei upp á fimmtu hæðina þar sem enn voru sömu upplituðu hús- gögnin, forsögulegar ritvélar og ævafornir skjalaskápar ásamt óstöðvandi þakleka. Þessi íburðar- lausu húsakynni voru i litlu sam- ræmi við lúxusvikublaðið sem þarna var útgefið. Þar Ijómuðu allir regnbogans litir á glansandi pappír, utan á kápunni brostu léttklæddar fegurðardísir og blaðið státaði af framsæknum kvennaskrifum. En vegna ritskoðunar á síðari árum varð að setja svartar rendur yfir nakin brjóst og tala undir rós um forboðna hluti eins og fóstureyð- ingu, rass og frelsi. Francisco Leal þekkti blaðið vegna þess að hann hafði einhvern tíma keypt það handa móður sinni. Eina nafnið sem hann mundi var Irene Baltrán en hún var þar blaða- maður og skrifaði alldjarfar greinar sem var fágætt á þessum tímum. Hann bað því um að fá að tala við hana. Honum var visað inn i rúnt- gott herbergisem fékk birtu sina frá stórum glugga en þaðan sást upp á hæðina sem gnæfði svipmikil yl'ir borgina. Þarna voru fjögur skrif- borð með jafnmörgum titvélum og innst í herberginu var snagahengi með litrikum kjólum. Hvítklæddur hárgreiðslumaður var að greiða stúlku en önnur beið eftir að töðin kæmi að sér og sat hreyfingarlaus eins og skurögoð, djúpt hugsi yfir eigin fegurð. Honum var bent á Irene Baltrán og líkaði strax úr fjar- lægð vel við svipinn á henni og sér- stætt úfið hárið sem náði henni nið- ur á axlir. Hún benti honum að koma með ástleitnu brosi og átti þar meö hug hans allan því þarna sem hún stóð var hún nákvæmlega eins og hann hal'ði hugsað sér hana við lestur drengjabóka og í draum- um unglingsáranna. Þegar hann var kominn yl'ir til hennar vissi hann ekki hvað hann átti af séraðgcra og stóð ringlaður l'rammi l'yrir henni. Hann horfði bergnuminn i augu hennar sem augnmálningin gerði enn áhrifameiri. Að lokum tókst honum að koma upp úr sér orði og kynnti sig. — Ég er að leita að vinnu — sagði hann flausturslega um leið og hann lagði möppuna með myndun- um á borðið. — Ertu á svarta listanum? — spurði hún beint út án þess að lækka róminn. — Nei. — Þá getum við talað saman. Bíddu min hérna frammi og þegar ég er búin hér kem ég og tala við þig; Á Ieiðinni út krækti Francisco framhjá skrifborðum og opnum töskum á gólfinu með skinnkrög- um og pelsum sem voru cins og afrakstur el'tir nýlega safarifcrð. Hann rakst utan í Mario, hár- greiðslumanninn, sem skaust l'ram fyrir hann með Ijóslokkaða hár- kollu i höndununt sem hann var að bursta. Hann beið frammi í afgreiðslunni og l'annst timinn líða ATTA SMASOGUR HÉbiLcmn aðh&i [KINAR HAR ©UOMUNDSSON] Leitin að dýragarðinum. Einar Már Guðmundsson. 233 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2.670 kr. Suma daga gerði ég ekkert nema að bíða. Eftir að hafa beðið á einum stað var ég strax farinn að bíða á öðrum. Ég hafði mestan áhuga á lager- störfum, þar næst á afgreiðslu- störfum, en fyrir utan Blaðburðar- börn óskast svaraði ég öllum at- vinnutilboðum sem auglýst voru í blöðunum. Ég sótti meira að segja um starf yfirþjóns á hóteli og stöðu Iektors við Háskólann og'skrifaði slík býsn af bréfum að eitt sinn þeg- ar Steini kom í heimsókn og sá alla bunkana sagði hann með hásu, rámu röddinni: „Gústi, þú breytist bráðum í bréfa- skóla . . .“ og skömmu síðar bætti hann við: „Ha nei, atvinnurekend- ur ætti ekki að skorta pennavini á meðan þú gengur atvinnulaus." en þegar hann hló opnaðist munnur- inn einsog fuglsgoggur án þess þó að hlátursgusur fylgdu, aðeins hás sónn á meðan sterkbyggður líkam- inn hristist. En þrátt fyrir ötular bréfaskriftir, munnlegar umsóknir og ótal ferðir inn og út um dyrnar á ráðningastof- unni varð ég þess fljótt áskynja að um bæklaða menn með klumbubót er ekki slegist á vinnumarkaðinum. Þetta var súrt epli en ég kyngdi þvi samt og af minni hálfu var það al- gjör úrslitatilraun — ég var farinn að mæna löngunaraugum á apótek- in og gældi við kogaraglös í hugan- urn — þegar ég svaraði heildsölu- fyrirtæki sem auglýsti að sölumann vantaði strax. Ég hafði togað buxnaskálmina yfir spelkuskóinn og var ekkert nema kvíðinn á leiðinni upp brak- andi tréstigann. En svo stóð ég frammi fyrir dyrunum; nístandi þögnin þaut í gegnum mig og von- leysið kom í gusum. Á einu bretti heljtust öll gömlu svörin yfir mig. Ég ákvað að snúa við og var lagð- ur af stað tilbaka þegar húninum var snúið og frísklegur maður í blá- um bleiserjakka kallaði til min. Ég leit aftur fyrir mig og ætlaði að fara að afsaka hávaðann, dynkina sem svo oft fylgja spelkuskóm, en um leið brosti maðurinn og bauð mér inn. „Ágúst heiti ég,“ sagði hann. Við stóðum á gólfinu i teppalagðri skrifstofunni og ég gat ekki annað en endurtekið orð hans, stóð einsog stamandi j)áfagaukur og sagðist lika heita Agúst, tók ekki einu sinni fram að ég er kallaður Gústi. Þegar við slepptum handabandinu fann ég hvað ég var þvalur i lófanum. Þetta var greinilega fjölskyldu- fyrirtæki, því tveir menn mjög áþekkir Ágústi sátu við sitt skrif- borðið hvor — það voru Jóhann og Ellert — og pikkuðu önnun kafnir á reiknivélar en á ljósgrænum vegg hékk innrömmuð Ijósmynd af föð- ur þeirra. Hann var blessunarlega laus við þann þóttafulla frumherja- svip sem svo oft fylgir stofnendum fyrirtækja og ég hafði séð á fjöl- mörgum skrifstofum annars staðar í borginni; þvert á móti var hann smáfríður, með veikgeðja andlits- drætti og þunnt svart yfirskegg. Það var ekki að sjá að bræðurnir álitu að bæklun mín væri fyrirtæk- inu til trafala. Nokkrar spurningar af formlegum toga og ég var ráðinn á staðnum. ég var ekki einu sinni spurður um kunnáttu í reikningi, því síður inntur eftir verslunarprófi og seinna, eftir langan velheppnað- an sölutúr, sagði Ágúst að betri meðmæli en limaburð minn hefði ég ekki getað mætt með á staðnum. „Sölumenn eiga að vera haltir,“ sagði hann, „annars eru þeir ekki sölumenn." Þessu var Jóhann hjartanlega sammála og á meðan við drukkum og skáluðum fyrir söluafrekum mínum endursagði hann gamla bíómynd um bæklaðan sölumann. „Hann var alveg eins og þú Gústi. Ég man bara ekki hver lék hann.“ Aðeins Ellert sagði ekki neitt. Hann var frekar fámáll að eðlisfari enda skrollaði hann meira en góðu hófi gegndi. Ég var með fast kaup, að vísu frekar lágt, en oná það bættust prósentur af sölu. Þær gátu híft það verulega upp og strax og ég fór að fá mínar eigin hugmyndir hækk- uðu laun mín enn meira. Starfinu fylgdu einnig svört jakkaföt. Seinna sagði Jóhann mér að í þcim hefði Ellert útskrifast sem stúdent. Þau voru örlítið farin að gljá en fóru mér samt svo vel að í heil tvö ár sátu þau utan á líkama mínum, en auk jakkafatanna fékk ég leður- hanska og sýnishornatösku. Sýnis- hornataskan var með gylltum læs- ingum og með hana í framsætinu á rauða Volkswagen-rúgbrauðinu yf- irgaf ég borgina aðeins örfáum dög- um eftir að ég var ráðinn. fljótt því þar nlátti skemmta sér við að horfa á óvenjulega hersingu af ljósmyndafyrirsætum á undirföt- um, börn með sögur í smásagna- samkeppni barna, uppfyndinga- mann sem var staðráðinn í að kynna þvagbunumæli, nýtískutæki til að mæla kraft þvagbununnar, par sem leitaði ráða hjá umsjónar- manni ástarbréfadálksins vegna vandræða í ástarlífinu og konu eina með kolsvart hár sem kvaðst gera spákort og lesa l'yrir örlög manna. Þegar hún kom auga á hann nam Inin staðar í forundran eins og hún hefði séð fyrir-boða. „Hann horfði berg- numinn í augu henn- ar sem augnmálningin gerði enn áhrifameiri. Að lokum tókst hon- um að koma upp iir sér orði og kynnti sig. „Eg hafði togað buxnaskálmina yfir spelkuskóinn og var ekkert nema kvíðinn á leiðinni upp brak- andi tréstigann. En svo stóð ég frammi fyrir dyrunum; níst- andi þögnin þaut í gegnum mig og von- leysið kom í gusum“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.