Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 17. desember 1988 Á FERÐ OG FLUGI JÖHANNA KRlSTJÓNSDÓniR Fíladans og framandi fólk. Jóhanna Kristjónsdóttir. 2/0 b/aðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.480 kr. Auðvitað upplifir maður alltaf eitthvað nýtt. Eftir á verður öll reynsla til örvunar, en hún er mis- jafnlega skemmtileg á meðan á henni stendur. Ég hafði til dæmis aldrei lent í skothríð áður. Einhvern tíma verður allt fyrst, hugsaði ég með mér, en varð að því búnu að setjast niður í forstofunni á Kenthóteli, því að það var eins og beinin i fótunum á mér hefðu breyst í graut. Ég var að koma niður úr morgun- verði. Kenthótel er í miðborginni og þetta var um níuleytið. Ég man það var þriðjudagur. Ég hafði komið með rútunni kvöldið áður og aetlaði út að viðra mig. í anddyrinu voru nokkrir menn að tala saman, og ég veitti þeim enga sérstaka eftirtekt, sá að einn þeirra bjóst til að ganga út af hótel- inu rétt á undan mér. Systir mín heima á íslandi var að færast á fimmtugsaldurinn þennan dag og ég hafði hripað á miða texta að af- mælisskeyti. Þar sem Tyrkland er tveimur tímum á undan fannst mér ekki bráðliggja á að senda skeytið. Ég skundaði því á eftir umræddum manni að útidyrunum. Og þó. Væri ekki best að senda skeytið núna . . . ég var að leggja af stað að móttökuborðinu og sá þá, að maðurinn hnígur niður á stétt- inni og svo heyrðist skorhvellur. Á næsta augnablikum fór allt í upp- nám, enda eru þau óralöng i endur- minningunni. Fyrir utan lá maður- inn og blóðið fossaði úr brjóstinu á honum. Eftir á að hyggja er hnýsi- legt að spyrja sig, af hverju ég brást þannig við að hlaupa út og stumra yfir manninum. En ég get ekki svar- að því nún'a fremur en þá.Þó man ég að einhver kallaði á eftir mér. Ég horfði agndofa á hvernig aug- un rúlluðu í höfðinu á honum . . . síðan fór eitthvað með eldingar- hraða hjá höfðinu á mér, annar hvellur og blóð spýttist úr hægra fæti mannsins. Hótelfólkinu var nú nóg boðið og einhverjir komu og drógu mig inn og skelltu mér niður á stól og það var náð í óblandað raki. Ég man ég hugsaði: . . . hvað skyldi mamma segja ef hún sæi mig vera að drekka klukkan niu að morgni . . . Maðurinn var fluttur burtu í skyndi, þá hafði lífsandinn yfirgef- ið hann. Það var krökkt af lögreglu og einn byssumaður af fjórum náð- ist. Hinir komust undan. Seint"og um síðir fékk ég skýringu á málinu. Maðurinn sem var skotinn hét Taliir Vesek og hann var bæjarstjóri í Cizre, sem er lítill bær í Suðaustur- Anatólíu. Ættir Veseks og bræðr- anna fjögurra höfðu háð blóðugt ættarstríð kynslóð fram af kynslóð. Það voru allir búnir að gleyma hvernig það hafði byrjað en það breytti engu. Nokkrum mánuðum áður höfðu bróðir bæjarstjórans og frændi verið drepnir á heimili sínu og skömmu síðar var gamall afi bræðranna gerður höfðinu styttri i staðinn. Ég horfði öldungis steinhissa á konuna í móttökunni, sem sagði mér frá þessu sein'na um daginn, þegar ég mundi loksins eftir því að senda systur minni skeytið. Konan sagði ósköp blátt áfram frá þessu. „Svona atburðir eru ekki óalgengir í þessum hluta Anatólíu. Heiður fjölskyldu hefur verið svívirtur og ættastríðinu linnir ekki.“ Ég spurði hvernig farið yrði með mál bróðurins sem náðist. Lífstíð- arfangelsi eða hvað? Hún hristi höfuðið. „Hann fær sennilega væg- an dóm, vegna þess hvernig málið er vaxið. Hann hefði Iíklega fengið þyngri refsingu ef seinna skotið hefði lent í höfðinu á þér . . .“ LEIT STULKU AÐ MÓÐUR SINNI Hvora höndina vilnt? Vita Andersen Inga Birna Jónsdóttir þýddi 275 blaðsíður Túkn Verð: 2.495 kr. Eldhúsið var fullt af svörtum reyk. Það er kviknað i, hugsaði hún. Það er ekki gaseldavélin. Hcldur ekki ofninn. Brauðristin. Hún var orðin appelsínugul og gló- andi þar sem hún stóð á borðinu. Svartur reykur vall út úr henni. Hún flýtti sér að slökkva á henni. En hún hélt álram að vera rauðgló- andi og það komu neistar út úr slökkvaranum. Hún var búin að brenna svarta rönd á borðið. Anna opnaði gluggann. Þetta var því að kenna, að hún hafði ekki gætt að sér. Hún hafði verið kærulaus. í hvert einasta sinn, sem maður gætir sín ekki gerist, eitthvað. Hún ýtti við brauðristinni með handarbakinu og brenndi sig. Þá hellti hún tveimur bollum af vatni yfir borðið og brauðristina og það sauð og kraumaði. Sót, brenndur viður og brcnndir brauðmolar, allt í einum hrærigraut. Pabbi verður óður. Hún tók and- köf úti við gluggann til þess að fá ferskt loft í lungun. Síðan hellti hún mjólk í bolla og þótt hann fylltist hélt hún áfram að hella í hann. Hún var svo einkenni- lega magnlaus og horfði á það hvernig hönd hennar hélt áfram að hella og hvítur mjólkurstraumur flæddi yfir borðið og niður á gólf. Hún hélt áfram að hella þar til ekki var eftir meiri mjólk. Svo drakk hún. Hún tók tvær diskaþurrkur og lyfti brauðristinni, henti henni síð- an í vaskinn. Skrúfaði frá kranan- um. Hún skúraði brennda ferninginn með skúringadufti. Það varð svart. Þegar hún hafði skolað klútinn og þurrkað þetta upp til að sjá hvernig þelta leit út undir duftinu hafði það ekki hal't nein áhrif. Það var djúp brunarauf á borðjnu. Hún yrði að mála þetta svo hann sæi það ekki. Hún gæti notað bláu málning- una, sem var uppi á háalofti. Það yrði þó varla nóg. Ef til vill yrði hann glaður, ef hún málaði allt eldhúsið. Það var Ijótt og leiðinlegt. Grátt og viðarlitað. Bleikt yrði flott. Hún elskaði bleikt og mamman líka. Hún kæmi hugs- anlega heim, ef eldhúsið væri bleikt. Hún hafði svo oft sagt: — Þetta eldhús gerir mig þunglynda. Ég fell ekki inn í þetta umhverfi. Ætli það væri nokkur málning til á verkstæðinu? Bleik. Maður gat búið til bleika málningu með því að blanda saman rauðu og hvítu. Hún yrði að fara niður á verkstæði og stela dós af málningu. Bara að hann vteri ekki farinn heim. Maður gat aldrei reitt sig á fullorðið fólk, því það ræður sjálft yfir tíma sínum. Hún ataði út fjóra diska og rað- aði þeim á brunablettinn. Þá þurrk- aði hún mjólkina upp með þremur hreinum diskaþurrkum og henti þeim inn undir vaskinn hjá borð- tuskunum, sem Iyktuðu af úldnu kakói. Guði sé Iof, að hann var á verk- stæðinu, þegar hún kom þangað dauðþreytt eftir gönguna. — Pabbi, ég er að fara í afmæli á morgun og mig langar til að biðja um peninga til að kaupa gjafir fyrir. — Ertu loksins búin að eignast einhverja félaga, sagði hann og tók brúna seðlaveskið sitt upp úr rass- vasanum. Það var svo þykkt, að það var engu líkara en að bakhlut- inn á honum væri mun stærri þar megin. Hún leit í kringum sig til að at- huga hvort þarna væri nokkur bleik málning. Hann gaf henni nokkrar krónur. Farðu svo, sagði hann. — Mig langar svo að leika mér með rennarann, sagði hún. — Flýttu þér þá, þvi þetta er vinnustaður, en ekki leikskóli. Þegar hún var lítil fannst henni svo gaman að snúa sér á honum. Þetta var slípirokkur, sem var not- aður til að renna með stólfætur og hvers kdnar sívala hluti. Hann fór af stað, þegar stigið var á bretti niðri við gólf. Viðnum var haldið með járni og svo var skorið með því og hluturinn, sem verið var að renna, varð sívalur. Henni fannst svo gaman að standa á brettinu og láta þungan taktinn fara í gegnum sig. Þegar enginn sá stal hún tveim- ur dósum af hvítri málningu. Hún sá hvergi rauða. Hvað var rautt? Naglalakk mömmunnar. Hún hellti málning- unni úr dósunum tveimur í fötu ög setti naglalakkið út í. Hún hrærði í því með sleif. Izzedina kom og þef- aði af þessu. — Ef þú gerir eitthvað, sagði hún við hana, — drep ég þig. Ég hef svo mikið að gera. Farðu inn að sofa. Málningin hélt áfram að vera hvít. Hvernig gat hún gert hana bleika. Kinnalitur mömmunnar. Hún hrærði í litlu kringlóttu dósinni svo farðinn varð að dufti. Ennþá var málningin hvít. Duftið, sem mamma notaði til þess að lita föt með. Það var svart, svo var brúnt og fjólublátt. Fjólu- blátt eldhús. Myndin af bleiku eld- húsi var þó það, sem sat fastast í kollinum á henni. Rauðbeðusafi. Hún hellti öllum vökvanum úr stóru glasi af rauðbeðunt niður í fötuna. Nú varð það bleikt. En því aðeins að hún hrærði í því. Um leið og hún hætti að hræra flaut rauð- beðusafinn ofan á. Þegar hún smurði málningunni á varð hún röndótt og flekkótt. Aðeins úr fjar- lægð virtist hún vera bleik. Hún setti þykkt lag á borðið þar sem brauðristin hafði brennt það. Eld- húsborðið, skápana undir borðinu og fjóra veggskápa málaði hún, því sem eftir var af málningunni smurði hún á veggina og dálitlu neðst á eldhúshurðina. Hana vant- aði meiri málningu, en hún náði heldur ekki alveg upp. Því miður hafði hún verið svo vitlaus að mála fyrst þar sem brauðristin hafði staðið. Og þar eð hún varð að standa uppi á eldhúsborðinu til þess að ná upp í skápana neydd ist hún til að leggja dagblöð ofan á blautu málninguna. Þau voru hálfföst, þegar hún tók þau af aftur. Þess vegna varð hún að mála borðið á ný. A meðan hún var að mála eldhús- ið hafði hún það á tilfinningunni, að pabbinn yrði ekki glaður. Þetta var allt saman honum að kenna. Hann hefði getað sett upp fellegri lampasvo maður þyrfti ekki að kveikja á brauðristinni til að geta haldið út að vera þarna. Hann var auk þess alltaf að gera vitleysur. Hella niður á borðið. Unt daginn braut hann disk og það eina, sem hann sagði, var „ansans“. Hann sagði aldrei „ansans“, þegar henni varð eitthvað á. Ansans, mér varð það á að mála eldhúsið bleikt. Það hljómaði heimskulega. Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, ReykjavíK, óskar eftir starfsfólki í gef- andi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistar- heimila og skrifstofa Dagvisar barna, sími 27277. VESTURBÆR — MIÐBÆR Vesturborg Hagamel 55 s. 22438 Ægisborg Ægisíðu 104 s. 14810 AUSTURBÆR Efri Hlíð v/Stigahlið s. 83560 BREIÐHOLT — GRAFARVOGUR Foldaborg Frostafold 33 s. 673138 Hraunkot Hraunbergi 12 s. 78350 Deildarstjóri á sviði hugbúnaðar Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra á sviði hugbúnaðar. Umsækjandi skal hafa háskóla- próf í verkfræði eðatölvufræði og reynslu í að hanna og koma upp tölvukerfum fyrir rauntímavinnslu. Jafnframt þarf viðkomandi að hafa reynslu í forritun og verkefnisstjórnun og geta unnið sjálfstætt að skipulagningu verkefna. Mjög góðenskukunnáttaer áskilin. Starfið hefst með u.þ.b. þriggja ára dvöl við störf erlendis til þess að taka þátt í verkefnisstjórn- un við uppbyggingu nýs ratsjárkerfis. Umsóknir berist í síðasta lagi 6. janúar 1989 til Ratsjárstofnunar Laugavegi 116 Pósthólf 5374 125 Reykjavík bt. Jóns E. Böðvarssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.