Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 1
Ekki ein báran stök hjá Súgfirðingum: Hitaveitan biluð aftur og snjó- blásarinn úr leik VEGASAMBANDSLAUST SÍÐUSTU ÞRJAR VIKUR „Þaö botnar enginn i þessu. Við vorum rétt búnir að setja dæluna í gang þegar hún bilaði aftur" sagði Kristján Pálsson, sveitarstjóri á Suðureyri við Súgandaf jörð, er Vísir ræddi við hann í morgun. ✓ Hitaveitan þar bilaði mynd um hvað það er , vita. aftur i gær, en þá var ný- sem hefur farið i þetta lega búið að koma henni i sinn”, sagði Kristján. lag, að talið var, eftir „Það er talið næstum úti- stóru bilunina, sem varð lokað að það geti verið á dögunum. það sama og i fyrra skipt- ,,Við höfum enga hug- ið, en þó er það aldrei að Við vonumst til að úr þvi fáist skorið i kvöld en það er þegar byrjað að vinna viö að ná dælunni upp. Það var hálfkalt hérna i sumum húsum i nótt, en það er ekkert neyðarástand, enda var oliukyndingin sett i gang þegar hitaveitan fór aft- ur”. Kristján sagði aö ekki væri nóg með að hitaveit- an væri aö angra þá þessa dagana. „Blásari sá sem notaður er til að ryöja heiðina er alltaf aö bila og hann stöðvaðist alveg á föstudaginn,” sagði hann. „Það var gerð tilraun til aö ryöja heiðina á fimmtudag, en þá bilaði blásarinn. A föstudag var gerö önnur tilraun en þá fór i honum eitthvað stykki, sem ekki er hægt að fá hér á landi, og verð- um viö þvi að biöa eftir þvi i nokkra daga. Þaö hefur verið vega- sambandslaust við Suðureyri siðustu þrjár vikurnar og viö verðum sýnilega að sætta okkur við það i nokkra daga i viöbót” sagði Kristján að lokum. — klp — TRÚA EKKI LENGUR Á „FRELSUN" KÚBU Roll um nœstu helgi Sjá frítt á blaðsíðu 31 Kúbanskir útlagar, sem flúðu frá Kúbu eftir valda- töku Castros þar fyrir hart- nær tveimur áratugum, hafa lengi búið i Bandarikj- unum, einkum þó i Miami. Þeireru fáir, sem enn trúa þvi að Kúba verði „frelsuð” frá Castro, en samt sem áður eiga þeir erfitt með að slita sig frá þessari faliegu eyju. Sjá blaðsiðu 6. Fimmfoldur inn- flutningur sjónvarpa Sjá blaðsíðu 19 Þrír nemendur barnaskólans á Hvammstanga hafa undanfarna daga verið i starfskynningu hér svðra. Einn þeirra hefur veriö hjá okkur á VIsi, annar á rikisútvarp- inu, og sá þriöji hjá Vængjum. A myndinni sjást þeir Ragnar Karl Ingason og Bjarni Ragnar Brynjóifsson að fylgjast meö erlendum fréttum á fréttastofu útvarpsins. Nánar segir frá starfskynningu þeirra á bls. 2 I blaðinu I dag, en þcir, sem vilja kynna sér heimsfréttirnar, geta flett upp á bls. 7. Vísir rœðir við Snorra Pál Snorrason lœkni: FIMMTI HVER FULLORDINN MED HÁAN BLÓDDRÝSTINO Margir vita ekki að þeir eru haldnir þessum sjúkdómi Um 20% uppkomins fólks hér á landi er talið vera meö of háan blóö- þrýsting og i rannsókn- um Iljartaverndar hefur kontiö i ljós, að þrir af hverjum fjórum þeirra, sem rannsakaðir hafa verið, hafa ekki vitaö að þeir væru mcð sjúkdóm- inn. Þetta kemur meöal annars fram i viðtali við Snorra Pál Snorrason, lækni, sem birt er i VÍsi i dag. Of hár blóðþrýst ingur, eða háþrýstingur eins og sjúkdómurinn er einnig nefndur, er al- geng orsök heilablæöing- ar, hjartabilunar og nýrnabilunar. Ef vitað er um sjúkdóminn er hægt að beita ýmiss kon- ar lyfjum gegn honum, — oft með góðum ár- angri. Nánari upplýsingar unt háþrýstinginn er að finna á 10. og XI. siðu. Viltu vita hvað gerðist á sviði íþrótta um helgina? Þá skaltu lesa íþróttablað Visis, sem fylgir i dag eins og aðra mánudaga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.