Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 11
II yisnt Mánudagur 13. mars 1978 Meðal lækna sem starfa á deild- inni er Snorri Páll Snorrason yfir- læknir. Visir leitaði til hans um upplýsingar um þennan krank- leika. Og fyrsta spurningin var: „Hvað er of hár blóðþrýstingur og af hverju stafar hann?” „í stuttu og einföldu máli má segja að hann stafi af hindrun á olóðrennsli i gegnum minnstu slagæðarnar. Hjartað dælir blóði út i stóru slagæðarnar, sem fiytja það i þær minni. Of hár blóðþrýst- ingur verður þegar minnstu slag- æðarnar dragast saman og þrengj- ast. Hjartað þarf þá að dragast saman af meira afli (þrýstingi) til að koma blóðinu i gegnum þessa auknu mótstöðu. Hjá um niutiu af hundraði sjúk- linga er ekki vitað um grundvall- arorsakir þess að æðarnar drag- ast saman. Hins vegar er vitað að of hár blóðþrýstingur er ættgeng- ur, er algengari i sumum ættum en öðrum. Einnig er vitað að tiðni háþrýstings fer vaxandi með aldrinum. Hjá þeim tiu próscntum sjúk- linga sem ótaldir eru eru nýrna- og nýrnahettusjúkdómar algeng- asta orsök háþrýstings.” Fæstir vita um sjúkdóminn „Hversu algengur sjúkdómur er þetta hjá íslendingum?” „Rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt f Ijós að tiu til tuttugu prósent uppkomins fólks eru með of háan blóðþrýsting. í rannsókn- um Hjartaverndar á mönnum á aldrinum 34-61 árs var talan 26,6 prósent við fyrstu mælingu. En út úr fyrstu mælingu koma oft full- stórar tölur,svo ætli við séum ekki svipað staddir og önnur vestur- lönd”. „Það er nokkuð algengt að menn viti ekki af þvi að þeir séu með of háan blóðþrýsting?” „Já og kannske algengara en hitt. Um það get ég vitnað I skýrslu Nikulásar Sigfússon- ar, yfirlæknis Hjarta- verndar. Þar kemur fram að þrir fjórðu þeirra sem rannsakaðir voru og reyndust hafa of háan blóðþrýsting vissu ekki um það”. „Þessu þurfa sem sagt ekki að fylgja óþægindi, en afleiðingarn- ar geta samt verið alvarlegar?” „Þessi sjúkdómur getur dregið fólk til dauða ef ekkert er að gert. Háþrýstingur er til dæmis algeng Þannig litur blóðþrýstingsmælirinn út. Snorri Páll Snorrason, yfirlæknir. orsök heilablæðingar, hjartabil- unar og nýrnabilunar. Rannsókn á 7700 einstaklingum i Bandarikj- unum leiddi i ljós að kransæða- sjúkdómar voru 25 prósentum al- gengari hjá þeim sem höfðu of háan blóðþrýsting en öðrum/ en blóðtappi í heilaæðum var fjórum sinnum algengari”. Stöðugar framfarir „En ef sjúkdómurinn finnst er hann þá ekki hættulegur eftir sem áður?” „Yfirleitt ekki. Fyrir 1950 voru engin lyf til við þessu og þá dó fólk úr þessum sjúkdómi. Nú eru hins vegar til fjölmargar tegundir lyfja sem eru notuð með góðum árangri og það verða stöðugar framfarir á þessu sviði. Hár blóO- þrýstingur er því yfirleitt ekki hættulegur nema ekkert sé að gert”. „En er hægt að lækna hann al- veg með iyfjakúr?” „Oftast þarf fólk að vera á lyfj- um langalengi, jafnvel árum saman. Það getur hlotið góðan bata, en þarf samt að gæta þess að vera alltaf undir eftirliti.” „Hvaða áhrif hefur þetta á dag- legt lif manna, hvað þurfa þeir að neita sér um, til dæmis?” „Oftast nær getur fólk lífað al- veg eðlilegu lifi Það þarf að tak- marka neyslu á söltum mat og forðast offitu. Hæfileg likamleg áreynsla er holl og heppileg en það er svosem ekkert óskaplegt sem fólk þarf að leggja á sig. Þaðerfiðasta við meðferðina er kannski að lyfin geta haft nokkrar áhrif á fólk. Þau geta valdið slappleika sem verður kannski að búa við alla ævi. Það getur verið erfitt fyrir mann sem fann ekki nein merki þess að hann væri með háan blóð- þrýsting að sætta sig við þessi óþægindi þegar hann fer að taka lyfin. Fólk verður aö skilja að þetta er nauösynlegt og aö hinn kosturinn er miklu verri. Og eins og ég sagði verða stöð- ugar framfarir í meðferð á þess- um sjúkdómi. Fyrir nokkrum ár- um þurfti fólk aö taka inn lyf 3-4 sinnum á dag, en nú ekki nema 1-2 sinnum. Ég held þvi að ekki sé á- stæða til annars en að menn séu bjartsýnir." „Hvernig á fólk að vita hvort það þarf hjálpar fyrst sjúkdóms- einkenni eru stundum engin?” „Eina leiðin til að vera alveg viss er að fara i skoðun, og þar kemur nýja göngudeildin inn I dæmið. Við vitum að þetta er arf- gengur sjúkdómur og að tiðnin er mest hjá uppkomnu fólki. „Ef menn vita af tilfellum i ætt- inni og eru að verða, eða orðnir uppkomnir er fyllsta átæða til að fara i rannsókn. Aðrir þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur, en eins og ég sagði fæst ekki full vissa nema með rannsókn. —ÓT ,Nú eru til morgar tegundir lyfja sem notuð hafa verið með góðum órangri við hóþrýstingi og eru stððugar framfarir ó þessu sviði," segir Snorri Póll Snorrason lœknir í þessu viðtali við Vísi • SUKKINU rekstrinum er gamalt vandamál og það mun ekki hverfa af sjálfu sér. Aðgerðir í Ameríku Bandarikjamenn hafa lengi haft áhyggjur af sukkinu. And- stætt við islensk stjórnvöld hyggj- ast þcir nú hefjast handa um að útrýma þvi. Carter forseti, sem gat sér gott orð i rikisstjóratima sinum i Georgiu fyrir röggsama rekstrarstjórn hefur nú sett fram tillögur sem miða að þvi að hreinsa til i rikisapparatinu, losa það við verkefnalausar stofnanir og starfskraft og virka hvetjandi til meiri afkasta. Bandarikja- mennsjá tvær meginástæður fyr- ir lélegu vinnusiðferði i bákninu hjá sér. Sjálfvirkar launahækk- anir án þess að til komi aukin hæfni eða afköst, og örðugleika á þvi að segja upp óhæfum eða óþörfum starfskrafti. Tillögur Carters miða að þvi að breyta þessu. Þar er gert ráð fyrir þvi, aö menn fái launahækkanir eftir afköstum og hæfni, þannig að launagreiðslur virki hvetjandi til betri vinnu. Þá verður meöferð uppsagna gerð einfaldari og fljót- virknari. Eftir núgildandi kerfi getur það tekið upp undir tvö ár að segja manni upp starfi. Sam- kvæmt nýju tillögunum tekur það fjóra mánuði, jafnframt þvi sem sérstakar reglur verða settar sem vernda starfsfólk fyrir fljótræðis- ákvörðunum og pólitískum veðrabrigðum. Að tala gegn sjálfum sér Aðstæður eru auðvitað um margt ólikar hér á landi og i Bandarikjunum. Tillögur Carters eru engu að sfður vel þess virði að islensk stjórnvöld kynni sér þær. Ástæður fyrirlélegu vinnusiðferði i opinberri þjónustu eru vafalaust svipaðar hér á landi og i Banda- ríkjunum. Má þar nefna t.d. sjálf- virkar launahækkanir. Sú rök- semd frjálshyggjumanna úr deil- um við jafnaðarmenn um ágæti rikisreksturs, að rikisfyrirtæki séu af nauðsyn alltaf illa rekin og menn nenni aldrei að vinna vel fyrir rikið, er auðvitað gam- alkunn. Sérislensk mótsögn er það hins vegar, að rikisbáknið er að mestu byggt upp og þvi stjórn- að af þeim sömu aðilum sem helst hafa hallmælt rikisrckstri i gegn- um tiðina. Þannig hefur starfs- fólk hins opinb. mátt horfa á yf- irboðara sina og vinnuveitendur prédika það daglangt, að ekki sé að búast við miklum vinnuafköst- um hj á rikinu. Það er þvi ekki von á góðu. Röksemdin gamla um að ekki sé unnt að reka rikisfyrirtæki vel er auövitað löngu fallin fyrir róða. Þess eru sem betur fer mörg dæmi aö rikisfyrirtæki gefi harðvitugustu einkafyrirtækjum ekkert eftir hvað snertir rögg- saman rekstur. Hér fer eins og endranær allt eftir þvi hvernig á spilunum er haldið. Æviráðning úrelt Eins og kunnugt er njóta opin- berir starfsmenn almennt ævi- ráðningar. í þvi felst að ekki er unnt að segja þeim upp störfum löglega án þess að tilteknar, ríkar ástæður séu fyrir hendi. Þessar . A Finnur Torfi Stefáns- son skrifar og segir aö viöa þurfi aö bæta rekstur stofnana ríkis- ins. Sukkiö \ ríkis- rekstrinum sé gam- alt vandamál og þaö muni ekki hverfa af siálfu sér. V v reglur virðast úreltar og er i fljótu bragði ekki auðvelt að sjá að opinberum starfsmönnum sé i þessu efni þörf á rikari vernd en öörum launþegum, ef frá eru talin sérstök undantekningartilvik, eins og t.d. dómarar. Upphaflega munu menn hafa litið svo á að opinberum starfsmönnum stæði hætta af gjörræðisfullum brott- rekstri af pólitiskum toga og þeir þyrftu á vernd að halda þess vegna. Sú hætta er áreiðanlega ekki raunhæf lengur, enda hefur stjórnmálabaráttan mjög mildast frá þvi sem áður var. Æviráðningin hlýtur hins vegar að vera mikill fjötur um fót allri viðleitni til aukinnar hagkvæmni i rikisrekstrinum. Það gildir auð- vitað um rikisrekstur sem annan rekstur, að unnt þarf að vera án afarkosta að losna við eða færa til óhæfan eða óþarfan starfskraft, þegar þess gerist þörf. Það er ennfremur ekki að sjá að opinber- ir starfsmenn hafi neinn sérstak- an hag af æviráðningunni. Henni er iðulega beitt sem röksemd gegn kröfum þeirra i kjarabar- áttunni og að þvi er virðist stund- um með nokkrum árangri. For- ystumenn opinberra starfsmanna hafa iðulega bent á að launakjör þeirra séu lakari en gerist á al- mennum vinnumarkaði. Má þaö áreiðanlega til sanns vegar færa. Vitneskjan um sukkið er áreiöan* lega ein ástæða tregðu stjórn- valda til að greiöa opinberum starfsmönnum sambærileg laun, enda þóttóréttmætsé. Aðför gegn sukkinu yrði opinberum starfs- mönnum þannig mjög til hags- bóta. Með henni inætti að likind- um vinna þrennt, betri þjónustu, bætt launakjör opinberra starfs- manna og sparnað fyrir skatt- greiðendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.