Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 16
20 Mánudagur 13. mars 1978 vism (——v s— J FRÆNDSEMI Frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndun- um skiptast gjarnan á góðlátlegum svivirð- ingum. Norðmenn hlógu til dæmis óskap- lega að þessum brand- ara: „Veistu hvernig á að bjarga Svia frá drukknun?” ,,Ha, nei”. „Gott”. Og Sviar hefndu auð-| vitað fyrir sig.: „Það var verið að gera könn- un á tiðni geðveiki á Norðurlöndunum. Sér- fræðingar komust að þeirri niðurstöðu að i Finnlandi þyrfti að reisa þrjú ný geð- veikrahæli, tvö i Dan- mörku, eitt i Sviþjóð og eitt á Islandi. Og svo þyrfti að byggja þak yfir Noreg. MEGRUNARFERÐIR? Með hækkandi sól er kominn nokkur ferðahugur i landsmenn og þeir eru byrjaðir að velta fyrir sér hvert þeir eiga að sækja sólina i sumarleyfinu, ef þeir hafa þá efni á að fara. Raunar má sýna fram á að það er ódýrara að bregða sér til Spánar eða Italiu i nokkrar vik- ur en að sitja heima á gamla góða íslandi i sumarfrfinu. Og eins og venjulega eru menn nú farnir aö reka sig á gjaldeyrismúrinn. Fyrir nokkru var hækkaður gjaldeyris- skammtur fyrir verslunarmenn og aðra þá sem hafa efni á að ferðast upp á eigin spýtur Allur almenningur getur það hins vegar ekki nema fyrir miliigöngu ferðaskrifstofanna, sem skipuleggja ódýrar hóp- ferðir. Og þetta fólk hefur enga hækkun fengið, ennþá. I fyrra var gjaldeyris- skammtur til hópferðamanna hækkaður upp i að vera mest fimmtiu þúsund krónur, miðað við þriggja vikna ferð og dvöl i ibúð. Þessi skammtur er enn hinn sami, þrátt fyrir mikið gengis- sig, þrettán prósent gengisfell- ingu og ýmsa hækkun erlendis. Þetta var naumur skammtur á siðasta ári. Ef menn geta ekki aflað sér gjaldeyris á svörtum til að fara með núna, er hætt við að ráðlegt sé að taka me? sér nesti. Nema ferðaskrifstofurnar sem eru jú nokkuð úrræðagóð- ar, fari aö auglýsa megrunar- ferðir til sólarlanda. —ÓT m SN31 GlYMIST i kæli hreinn appeismu safi FRA FLORIDA ód’iMib' 1 nA-U hreinn sar*'ri....... ER ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Auglýsið í Vísi + Hinin fjórda desember 1977 afhenti Pétur Thorsteinsson hans hátign Bhumibol Adulyadej, konungi Thailands, trúnadarbréf sitt sem sendiherra íslands í Thailandi, meö absetri í Reykjavík. Sendum um ollt land í póstkröfu Afnotagjöld símans hafa nífaldast síðan 1969 HVÍT SKATTH01 FtRMIHEAREJÚf en margvísleg opinber þjónusta hefur hœkkað minna en vísitala vöru og þjónustu Tmis opinber þjónusta hefur hækkað minna en visitala vöru og þjónustu sé litið yfir timabilið allt aftur til ársins 1969, að sögn Geirs Hallgrimssonar, forsætisráð- lierra. Forsætisráðherra sagði i gær, að ef visitala vöru og þjónustu væri sett 100 árið 1969 þá hefði hún hækkað i 765 stig miðað við 1. febrúar 1978. Afnotagjöld hljóðvarps hafa hækkað i 778 stig og rafmagn til heimilisnota i Reykjavfk i 780 stig, en margvísleg opinber þjón- usta hefur ekki hækkað svona mikið, sagði ráðherra. T.d. hafa afnotagjöld sjónvarps hækkaö i 625 stig, miðar Þjóðleikhússins i 644 stig, og hitaveitugjöld i 552 stig. Sumt hefur hins vegar hækkað nokkru meira, t.d. afnotagjöld sima i 936 stig, svo og strætis- vagnamiðar. —ESJ. Hamraborg 3, Kópavogi. Simi 42011 Vatnsnesvegi 14, Keflavik. Simi 99-3377.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.