Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 6
TUNGSTONE RAFGEYMAR c Mánudagur 13. mars vism Kúbumenn i Miami eiga erfitt meðað má Castro úr huga sér. LITLA HAVANA Fidel Castro hefur veriö Washington-stjórninni óróðin gáta i hartnær tuttugu ár. Það þarf þvi litt að undrast það, þótt stór hluti kúbönsku útlaganna i Miami eigi erfitt með að gleyma honum. En af þeim Kúbumönnum, sem sest hafa að i Bandarikjunum (sumir hverjir búið þar lengi og nokkuðvel),erufáir eftir sem ala með sér nokkrar vonir um, að Kúba verði frelsuð af Castro. Samt ætlar þeim seint að takast aðslita augunfrá þessarieyju, og beina heldur sjónum sinum að félagsmálum i sinu nýja föður- landi. Yngri kynslóð þessa fólks, sem hlotið hefur mesta sina menntun i nýja landinu, er þó farin að snúa sér að stjórnmálum i Miami og sækjast eftir embættum hjá þvi opinbera. Hugsjónir þeirra eru jarðbundnari en innrásar- og byltingardraumar gömlu mann- anna. Það eru hversdagsverkefni eins og fjárveitingar til mennta- mála, oghverniglifga eigi við at- hafnalifið i Miamiborg, sem hefur farið dofnandi. Framtiðardraum- ar þeirra yngri lúta að þvi að gera Miami að miðstöð verslunar við Suður-Amerikulöndin. En meðal þessara Kúbu- Amerikana eru margir enn, sem stöðugt horfa um öxl. Utanrikis- mál vekja meiri áhuga hjá þeim en venjuleg heimstjórnarmál þessára nýju ( og þó ekki svo nýju) heimkynna. Það eru rétt tvær vikur siðan aðstoðarborgar- stjóri Miami, maður af kúbönsk- um ættum, flutti opinberlega ræðu i Managua i Nicaragua og færði einræðisherranum, Somoza hershöfðingja, „árnaðaróskir og baráttukveðjur hálfrar milljónar Kúbumanna”. —Þetta fólk fylgir flest öfgameiri armi hægrimanna i hatri sinu á Castro og kommún- isma hans. Eins og jafnan þegar öfgarnar eru annars vegar er grunnt á of- beldinu, og hefur borið á hryðju- verkum i Miami. Ekki eru fátið sprengjutilræði á borð við það, er reynt var fyrir framan Marco Polo-hótelið á Miami Beach i byrjun mánaðarins. Sumt af þessu eru innbyrðis átök meðal útlaganna sjálfra. Fikniefna- smygl ( sem er sérgrein glæpa- hringanna i Miami) liggur i sumum tilvikum að baki þessu. En i mörgum tilvikum er um að ræða einbert pólitiskt ofstæki. Á þessum slóðum leynist hryðju- verkahópur, sem lýst hefur á hendur sér ýmsum sprengjutil- ræðum, mannránum og að minnsta kosti tveim morðum. Versta illvirkið var þó, þegar kúbönsk farþegaþota var sprengd upp, og allir innanborðs fórust með henni. Að undanförnu hefur ýmislegt komið fram, sem þykir benda til þess, að Kúbumenn i Miami hafi gerst flugumenn, eins konar leigumorðingjar, erlendra aðila. að er grunur yfirvalda i einu morðmáli að minnsta kosti. Nefnilega þegar Orlando Leteli- er, fyrrum utanrikisráðherra Allendes i Chile, var myrtur i Washington i september 1976. YESTUR-ÞÝSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Talið við sölumennina HEKLA HF. Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21 240 Nýkomnir loftlistor, margar gerðir Auðveldir í upp- setningu Verðið miög hagstœtt MÁLARABÚÐIN Vesturgötu 21 S: 21600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.