Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 13
13 VtSIH'Mánudagur rsx,_____ 13. mars 1978 Stórgóð útfærsla á farangursrými, og meira aðsegja „leynihólf” undir gólfinu. bíl með þverstæðri vél á markað- inn. Fiesta: T-módel nútím- ans? Sjaldanhefur nokkur bilafram- leiðandi lagt eins mikið fé i að hanna nýjan bil og Ford-verk- smiðjurnar i hönnun Fiesta. Verksmiðjurnar hafa aldrei fyrr framleitt svo litinn bil, og aðeins einu sinni framleitt framhjóla- drifinn bil, en það var Ford Cardinal árið 1962. Verksmiðj- urnar settu markið mjög hátt við hönnun Fiesta: þessi bfll átti að verða framleiddur i mörgum löndum, beggja vegna Atlants- hafs, og verða helst mest seldi bill heims! Þótt Fiesta hafi fengið mjög góða dóma hjá bflasérfræðingum viða um lönd og hafi selst mjög vel, varð hann þó ekki fyrir valinu sem bill ársins á sinum tíma, og þessi bíll hefur einhvern veginn vakið m inni athygli en efni standa til. Hér veldur kannski miklu hin gifurlega samkeppni i þessum stærðarflokki og það, hve likir bilarnir eru. Þannig er Fiesta að- eins þremur sentimetrum breið- ari og f jórum sentimetrum styttri en Fiat 127 og Pegeut 104. Heldur lágt undir bflinn, einkum púströrið Kannski vekur Fiesta einnig minni athygli vegna þess að útlit- ið er ekki ósvipað og á Fiat 127, neðri gluggalinan örlitið sveigð, sem er dálitið broslegt, þvi að nú hefur linan verið rétt á fyrir- myndinni. Viðhald og viðgerðir auðveldar í hönnun Fiesta hefur tvennt greinilega verið höfuðatriði, ann- ars vegar að notfæra sér sem best þá reynslu, sem fengist hefur i gerð svipaðra bila, og hins vegar að bæta um betur. Og vissulega hefur um margt verið bætt um betur. Til dæmis hefur í allri hönnun bilsins verið lögð mikil áhersla á það, að sem best yrði og auðveld- ast fyrir hvern sem er að annast sjálfur einfaldasta viðhald ómar Ragnarsson skrifar um bíla: -------y—— á honum og viðgerðir, og hefur þetta tekist mjög vel, ef marka má umsagnir erlendra sérfræð- inga um það. Gluggarnir á Fiesta eru óvenjulega stórir og útsýni út úr honum þvi i einu orði sagt frá- bært i hvaða átt, sem litið er, auk þess, sem bíllinn sýnist enn rýmri en hann raunverulega er. Enn er eitt atriði, þar sem Ford-hönnuð- irnir hafa náð góðum árangri, en það eru stýriseiginleikar. Með tannstangarstýri og svonefndum „neikvæðum stýrisradius” hefur tekist að gera bilinn svo framúr- skarandi léttan og nákvæman i stýri, að aðeins Volkswagen Polo Derby tekur honum fram. Einnig er billinn ágætlega rásfastur og betri að þvi leyti en Poló/Derby, og tiltölulega litt næmur fyrir hliðarvindi, og eru stýriseigin- leikar Fiestunnar þvi einn helsti aðall bilsins, alltfrá þvi að leggja honum i stæði upp i langferðir á slæmum vegum. Beygjuhringur- inn er þar að auki sérlega þröng- ur, þ.e. billinn leggur mjög vel á, öllu betur en flestir keppinaut- arnir. Töluverð áhersla hefur verið lögð á að gera girskiptinguna vel úr garði, og enda þótt hér sé ekki um Escort-skiptingu að ræða, er hún þó ekki eins gúmmikennd, eins og á mörgum keppinautun- um með þverstæðri vél. Sem sagt: það er bæði gott og gaman að aka Fiesta, og ekki dregur vélin úr þvi, þvi að kraft- urinn er feikinógur. Billinn er ekki nema um 16 sekúndur úr kyrrstöðu upp i 100 kilómetra hraða, enda þótt hestöflin séu að- eins 53, og veldur þar að sjálf- sögðu, hve léttur billinn er, aðeins um 700 kiló. Góð nýting rýmis Þótt Fiesta sé aðeins 3,56 metr- ar á lengd, er rými ágætt i biln- um, eins og krafist er nú af bilum i þessum stærðarflokki, eftir að Fiat 127 kom mönnum á bragðið fyrir sjö árum. Innanbreiddin er allt að fimm sentimetrum meiri en i Fiat 127 og rými fyrir fjóra stóra menn i bilnum, en ekki geta allir bilar af þessari stærð státað af þvi. Miðað við Fiat 127 sitja allir um tiu sentimetrum aftar i Fiesta. Betra fótarými er þvi til hliðanna frammi i, þar sem hjólskálarnar að framan skaga ekki eins inn i farþegarýmið og á Fiat 127. Hins vegar skaga hjólskálarnar að aftan nokkuð inn i aftursætið og þvi þröngt um þrjá rassa þar. Einnig er farangursrýmið nokkru minna en á Fiat 127. Innréttingin virkar nokkuð ein- föld, dökkleit spjöld i hliðum og hurðum. En enda þótt ekki sé um CASITA fellihýsi í ór Nú er kominn timi til að tryggja sér Casita fellihýsifyrir sumarið. Það muna allir eftir töfrakerr- unni á sýningunni Heimilið ’77 sl. hausten þá heillaði hún alla, sem fengu hana augum litiö, þegar hún var i essinu sinu. Væntanlegir kaupendur hafi samband við okkur strax I dag. Munið að Casitaheillar alla með sinni frábæru, snilldarlegu, frönsku hugvitsemi. Þér eruð aðeins 30 sekúndur að reisa þak yfir höfuð fjöl- skyldu yðar með Casita: Casita heillar alla. Hallbjörn J. Hjartarson h.f. Skagaströnd, slmi 95-4629. að ræða japanskan iburð, venst þetta umhverfi ágætlega. Gott er að lesa á mæla, ágætt að sitja i framsætum og vasar i hurðum og hólf til þess að leggja frá sér smáhluti sæmilega Utilat- in. Sem áður sagði er ágætt rými i aftursæti fyrir tvo, en bakið er dálitið þunnt. Útfærsla á farangursrýminu er mjög góð. Billinn er skutbill með afturhurð og mjög auðvelt að leggja aftursætið niður og fjar- lægja gluggahilluna fyrir aftan það. Svo lumar Fiesta á auka- geymslu við hliðina á varahjólinu undir sjálfu gólfi farangurs- geymslunnar, og þar er mjöggott að geyma hluti, sem annars væru á þvælingi i bilnu. Fiesta er flutt þingað inn frá Spáni, og er frágarigur að þvi er virðist ágætur. Hins vegar er vél- in hin margreynda 1100 rúmsenti- metra vél úr Escort, sem nýtur sin sérlega vel I þessum miklu léttari bil, og má þvi búast við mjög góðri sparneytni Fiesta, sem raunar er lika hægt að fá með 957 ccm vél, sem slær öll met i sparneytni. Billinn er mjög hljóðlátur, litið heyrist i vélinni, og enda þótt hljóðmælirinn sýndi 82—83 desi- bela hávaða á grófum malarvegi, virtist hávaðinn minni en mæl- ingin sagði til um. Það er þvi ekk- ert því til fyrirstöðu, að sæmilega gott sé að ferðast i Fiesta á malarvegum, svo framarlega, að þeir séu ekki holóttireða slæmir. Fjöðrunin ábilnum, sem reynslu- ekið var, var þokkaleg, dálitið stif Óvenjugott rými fyrir fætur og höfuð I aftursæti að aftan, þegar bíllinn var óhlað- inn, en ekkert þó til baga, og bill- inn er algerlega hrekklaus i beygjum og furðu góður i lausa- möl, miðað við það að vera á radial-hjólb örðum. En fjöðrunin er tvimælalaust of grunn, þ.e., hún „slær saman” i slæmum holum. Og lágt er undir Fiestuna, aðeins 14 sentimetrar undir púströr á óhlöðnum bil og 16 sentimetrar undir framvagn- inn, sem er svipað og á Fiat 127. Felgur eru aðeins 12 tommur, og billinn þvi ekki til stórræða á slæmum vegum, nema honum sé breytt. Sem betur fer er hægt að koma mun stærri hjólbörðum undirhann oghækka hann þannig og ef til vill einnig að setja undir gorma, en framtak og fé þarf til. Að lokum: Ford Fiesta er sér- lega praktiskur og skemmtilegui; sparneytinn borgar- og bæjar- bill, sem létt og skemmtilegt er að aka og býður upp á furðumikið Einstaklega gott að komast að öllu og helstu viðgerðir sérlega auðveldar farþegarými, miðað við stærð. I Þýskalandi er Audi 50 að visu álitinn betri smábill, en vegna hins háa verðs á þýska markinu, keppir sá billekkivið Fiesta hér á landi. Margir hafa tröllatrú á merk- inu Ford, og þvi, að átak hins mikla bilajöfurs hafi getið af sér gott afkvæmi, þar sem Fiesta er. En billinn er ekki til stórræða á slæmum islenskum malarvegum, nema með breytingum. Keppinautar Fiesta eru liklega helstannars vegar iburðarmiklir, japanskir smábilar, vandaðir, en þó oft hvorki eins rúmgóðir né skemmtilegir I akstri. Hins vegar er svo fyrirmyndin, Fiat 127, sem nýlega hefur verið endurbættur og gerður hljóðlátari og bjartari, þótt ekki nái hann alveg hinum bestu, nýjustu eftirlikingum i þessu efni að sögn erlendra bila- sérfræðinga. Einnig er Lada skæður keppi- nautur, sterkbyggðari malar- vegajálkur, en þyngri i vöfum og eyðslufrekari. Fleiri mætti nefna, en enginn ætti að eyða rúmum tveimur milljónum i bilakaup, án þess að kynna sér nýfædda Ford-erfingjann: Ford Fiesta. PIÚS Létt, nákvæmt stýri. Gott rými fyrir far- þega. Framhjóladrif. Stórir gluggar. Leggur vel á. Auðvelt að viðhalda og gera við það helsta. Góður vélarkraftur og litil eyðsla. Mínus Lágt undir bilinn. Litil hjól. Fremur litii farangurs- geymsla, þegar billinn er fullsetinn. Nvr <s»glæsivagn l.aprfl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.