Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 13. mars 1978 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. s ólafur Ragnarsson ., Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundur G. Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli 'ynes. Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla B. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Góðu mennirnir í sandkassonum Umræður þær, sem f ram haf a f arið upp á síðkastið um launapólitikina og efnahagsráðstafanir rikisstjórnar- innar, hafa um margt minnt á sandkassaleik barna. Hið raunverulega þrætuefni sýnist vera það, hverjir séu góðu mennirnir í sandkassanum og hverjir þeir slæmu. Röksemdafærsla forystumanna verkalýðshreyfingar er tiltölulega einföld. Þeir eru á móti því að fella gengi krónunnar. Þeir eru jafnf ramt andvígir skerðingu verð- bóta á laun. Þar af leiðir, að þeir eru góðu mennirnir. Þessi leikbrögð er unnt að nota i sandkassaleik, en þau gilda ekki i raunveruleikanum. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ráku yfirleitt f remur skynsamlega launapólitík á árunum 1975 til 1976. Á þeim árum þurftum við að sæta afleiðingum stöðugt rýrnandi viðskiptakjara. Hjá því varð ekki komist að kaupmáttur launa minnkaði samhliða rýrnandi kaup- mætti útflutningstekna. AAeð þessu móti tókst ríkisstjórninni og verkalýðs- hreyf ingunni í sameiningu að koma verðbólguhraðanum úr 54% niður í 26%. Þegar ytri aðstæður bötnuðu á nýjan leik ákvað verkalýðsforystan að ná aftur því sem tapað- ist á erf iðleikaárunum. Það var engan veginn óeðlilegt, þvert á móti. En verkalýðsforystan valdi verðbólguleið- ina að þessu marki. Það er gagnrýnivert. Af leiðingin er sú, að verðbólguhraðinn er kominn á þvi sem næst sama stig og eftir febrúarsamningana 1974. Þær aðstæður leiddu til þess að vinstri stjórnin bannaði með öllu visitölubætur á laun og vildi takmarka með lög- um umsamdar grunnkaupshækkanir. Forystumenn verkalýðsfélaganna hafa nú einsett sér að f jölga krónum í launaumslögunum án nokkurs tillits til verðgildis þeirra. Sannleikurinn er sá, að áf ramhald- andi verðbólga gerir ekkert nema rýra verðgildi krón- unnar. Þær krónur, sem „góðu mennirnir" i sandkassa- leiknum vilja slá og setja i launaumslögin hafa raun- verulega ekkert verðgildi. Þær geta því ekki verið þáttur i þvi að bæta lífskjör í landinu, þó að þær hækki kaupið. Kjarni málsins er sá, að kaupmáttinn þarf að auka hægar en að er stef nt. Að öðrum kosti magnast verðbólg- an enn meira og þar með erum við komin í vítahring stjórnleysisverðbólgu. Launapólitík forystumanna verkalýðsfélaganna bitnar þvi á engum jafnþunglega og þeim, sem við kröppust kjör búa. Hvað sem líður sandkassaþrætunum um góða menn og vonda er þetta staðreynd, sem ekki verður mótmælt, þegar málin eru brotin til mergjar. Rikisstjórnin gerði vitleysu í því að grípa ekki í taum- ana í beinu framhaldi af sólstöðusamningunum síðast liðið sumar. Þá var rétti tíminn til þess að láta skerast í odda eins og bent var á í þessu blaði á sínum tíma. Stjórnin hefur of lengi þolað verðbólgulaunapólitikina. Og að sumu leyti er það rétt ábending, að ríkisstjórnin hef ur í raun veru tekið nokkurn þátt í henni. i þessu tilliti er vígstaða ríkisstjórnarinnar svolítið veik. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að lengur mátti ekki draga að gera þær ráðstafanir, sem ákveðnar voru í síðasta mánuði. Og það réttlætir ekki áframhald- andi verðbólgulaunapólitík. Ef menn á annað borð hafa hug á að draga úr hraða verðbólgunnar er ekki unnt að loka augunum fyrir því, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í aðalatriðum rétt byrjun. En þær eru aðeins byrjun og koma að engu haldi, ef þeim verður ekki f ylgt eftir með grundvallarbreyting- um á flestum sviðum efnahagsstarfseminnar. Víðtæk samstaða um skynsamlega launapólitík er einn höfuð- þátturinn i þeirri efnahagslegu nýsköpun, sem bíður þess að menn hætti sandkassaþrætunum. Ert þú með of hóan blóðþrýsting? Þrír af hverjum fjórum sem fundust með háþrýsting í rannsókn Hjartaverndar vissu það ekki fyrir Of hár blóöþrýstingur er sjúk- dómur sem töluvert margir Is- lendingar eiga viö aö striöa, margir án þess aö hafa hugmynd um þaö. Oft á tiöum fylgja þess- um sjúkdómi nefnilega engin óþægindi, en þeim sem er haldinn honum eru engu aö siöur mun hættara viö ýmiskonar áföllum, en öörum, ef ekkert er aö gert. Ef vitað er um sjúkdóminn er hins vegar hægt aö halda honum i skefjum meö lyfjum og sjúkling- arnir geta i flestum tilvikum lifað alveg eölilegu lífi. A siðasta ári var opnuö á veg- um Landspitalans göngudeild fyrir fólk með of háan blóðþrýst- ing og þangað getur þaö komiö samkvæmt tilvisun læknis, til mælinga, eftirlits og meöferöar. Háþrýstingsdeild Landspitalans var formlega tekin i notkun fyrir skömmu. Þá sýndi Guörún Þorvalds- dóttir.yfirhjúkrunarkona, blaöamönnum hvernig blóöþrýstingurinn er mældur, og sá sem þarna gekkst undir sllka mælingu er Georg Lúöviksson, framkvæmdastjóri rikisspítalanna. tumræðunum um efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar var deilt um hvort fara skyldi sam- dráttarleið eða kjaraskeröingar- leið. i samdráttarleiöinni fólst m.a. minnkun opinberra fram- kvæmda og aukiö aöhald og sparnaöur i rikisrekstrinum. Kikisstjórnin treystist ekki til siikra aðgeröa i þeim mæli sem þurfti og valdi því kjaraskeröing- arleiöina. Hér tókust á rikisbákn og launþegar og bákniö sigraöi. Undanfarin misseri hefur veriö mikiö ritaöum fjárfestingargleði ríkisvaldsins og hún mjög gagn- rýnd, bæði vegna þeirra óheppi- legu áhrif sem hún hefur á verö- bólguþróun og eins vegna þess aö margar fjárfestingar rikisins hafa verið litt undirbúnar og ó- arðbærar frá upphafi. Hinu hefur verið miður sinnt, hvort rekstur rikisfyrirtækja og stofnana fari fram með eins hagkvæmum hætti og unnt væri. Þaö má áreiðanlega til sanns vegar færa aö margar opinberar stofnanir eru vel rekn- ar og meiri hluti opinberra starfs- manna sinnir störfuin sinum vel og samviskusaml. Hitt dylst eng- um, sem einhver kynni hefur af stofnunum rikisins, aö viöa er brotinn pottur i þessu efni. Þaö er ekki sjaldgæf sjón hjá þvi opin- bera aö sjá starfsmenn gaufa verkefnalausa og bíöa eftir klukk unni. Bruöl og óráösia blasir viöa við. Sukkið svonefnda i rikis-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.