Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 3
V .4 3 VISIB Mánudagur 13. mars 1978 Bílaumferðin jókst mikið á árínu 1977 Bifreiðaumferð jókst verulega á síðasta ári um allt land/ eða að meðaltali um 13%, samkvæmt umferðar- talningu, sem fram fór á vegum Vegagerðar ríkisins. Umferðin var talin allt árið á 47 stöðum um landið, en auk þess var gerð viðtæk könnun á sumar- umferð á Suðurlandi og Reykja- nesi. Sumarumferðin jókst i heild nc-kkru minna en ársumferðin, eða um 7%. Hún var hins vegar misjöfn eftir landshlutum. A Austurlandi jókst sumarumferðin langmest, eða um 17%. Ársumferðin jókst hins vegar einna mest á Suðurlandi og Reykjanesi, eða um 13-14%. —ESJ. Sverrir Guðjónsson, Kristln Magnús, Ilalldór Sverrisson og Þór- oddur Þóroddsson fengu margar og skemmtilegar gjafir, sem komið var með upp á svið að loknum sýningum. FERÐALEIKHÚSINU VEL TEKIÐ í USA — boðið að koma aftur með sýningu „Ferðin heppnaðist i alla staði mjög vel og eftir sýningar kom fólk upp á svið til okkar og færði okkur ýmislegt skemmtilegt að gjöf”, sagði Kristin Magnús hjá Ferðaleikhúsinu i samtali við Vísi. Ferðaleikhúsið er nýkomið úr Bandarikjaferð, þar sem það sýndi isex leikhúsum, samtals átta sinnum. Sett var á svið islensk kvöld- vaka og sviðsmyndin var islensk baðstofa. „Fólkið tók okkur mjög vel, bæöi i (Jhicago og annars staöar þar sem við sýndum. Alls komu um 2400 manns á sýningarnar, sem fóru flestar fram i leikhúsum sem eru I tengslum við háskóla. Sum þeirra voru alveg ný, en önnur tvö til þrjú hundruð ára gömul”, sagði Kristin, en hún vildi einnig geta þess að ef velvild Flugleiða hefði ekki komið til, þá hefði þessi ferð aldrei verið farin. Flugleiðir gáfu þeim fjórum sem fóru utan, Kristinu, Sverri Guðjónssyni, Halldóri Sverrissyni og Þóroddi Þóroddssyni mikinn afslátt af far- gjöldum. „Það er búiðað bjóða okkur að koma aftur til Bandarikjanna með sýningu eftir tvö ár. Þá verður með okkur hópur frá Hawai, ef til kemur,og talað var um að nefna sýningu okkar ts og eldur. Það væri mjög skemmtilegt að geta tekið þessu boði, og við vonumst til þess”, sagði Kristin. Ferðaleikhúsinu hefur verið boðið að taka þátt i Edinborgarhá- tiðinni, sem haldin verður bráðlega, en svar verður að berast innan fárra daga. Kristin sagði, að ef fjárstuðningur fengist til ferðar- innar myndu þau fara utan með tvo einþáttunga. —KP. Kynning ó stoppuðum teppum Listgrein sem nýtur siaukinna vinsælda i Bandarikjunum, en fáir tslendingar eru kunnugir, verður kynnt hér á landi i næstu viku. Frú Linda Schápper, bandarisk listakona búsett i Paris, mun kynna gerð stopp- aðra teppa (quilts) hjá Menningarstofnun Bandarikj- anna, Neshaga 16, fimmtudag- inn, 16. mars kl. 8:30. Fyrir tveim árum voru bandarisk hjón hér á ferð og kynntu að nokkru leyti þessa listgrein sem vakti geysimikla athygli. I þetta sinn mun frú Schápper sýna áhugamönnum hér hvern- ig teppin eru hönnuð. Frú Schápper kemur hingað til landsins i sambandi við sýningu sem hún heldur á stopp- uðum teppum að Kjarvalsstöð- um. Linda Schápper Stendur sem hœst, í kjallaro Iðnaðarhússins, Hallveigarstíg STÓRKOSTLEGA GOn VERÐ! Kuldafatnaður - Vinnufatnaður • Kemputeppi - Efni - Smáhlutir POLARULPUR FULLORÐINNA plussfóðraðar No. 38-44 kr.8.200,- No. 46-56 kr.9.700,- Vattfóðraðar stuttar No.38-44 kr. 6.100.- No.46-56 kr. 6.900,- Sloppar stuttir/síðir Samfestingar og ýmis annar vinnu- fatnaður PÓLARÚLPUR BARNA plussfóðraðar No. 30-36 kr. 6.800.- Vattfóðraðar stuttar No. 30-36 kr. 5.200.- Plussfóðraðar stuttar. No. 30-36 kr. 5.700,- Allskonar vinnujakkar, sportjakkar og hálfsíðir kuldajakkar ★ Kemputeppi -KKerrupokar -K Gœruúlpur (íslandsúlpur) ★ Allskonar efni og bútar og margt, margt fleira BELGJAGERÐIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.