Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 8
Mánudagur 13. mars 1978 DUSCHOLUX vjsm 1 1 ♦! 1 ♦ vms a fuuw rcau fig undirritaöur óska að gcrast áskrifandi að Visi. Í*J fcí | Íi Naín SÍðUMIÚid 8 P.O.Box 1426 101 Reykjavik lleimilisfang Sveitarfél./Sýsla Slmi Nafn-nr. SIMI 86611 Baðklefar í sturtur og baðherbergi Auðhreinsað matt eða reyklitað óbrothætt efni, sem þolir hita. Rammar fást gull- eða silfurlitaðir úr áli, sem ryðgar ekki. Hægt er að fá sér- byggðar einingar i ná- kvæmu máli, allt að 3.20 metra breiðar og 2.20 metra háar. Duscholux baðklef- arnir eru byggðir fyr- ir framtiðina. Söluumboð: Heildverslun Kr. Þorvaldssonar og Co. Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730. Frá Jasskjallaranum 1 \ T Ásmundur JónssoTi (Umsjónarm. Áfanga), kynnir tónlist af plötum. Kynnt verða áhrif free-jass á popptónlist. Aðgangur ókeypis. Jassvakning. UM REFINAVONDU Leikfélaj Reykjavikur: Refirnir eftir Lillian Hellman. Þýöing: Sverrir Hólmarsson. Leikstjórn: Steindór Hjörleifs- son. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsing: Daniel Williamsson. Sá á kvölina sem á völina, segir máltækið. Ég hafði reynd- ar haldið að leikhúsin i Reykja- vik væruekkisvo mörgað nauð- synlegt væri að frumsýna verk þeirra sömu kvöldin. En á mið- vikudaginn var bar jólin upp á páskana, eins og gamla fólkið sagði. Þvi þá frumsýndi Þjóð- leikhúsið ballett, en þeir Iðnó-menn hleyptu af stokkun- um nýrri sýningu á bandarisku leikriti. Eftír ofurlitlar vanga- veltur ákvað ég að láta skáld- konuna Lillian Hellman sitja i fyrirrúmi, allsendis ókunnugur verkum hennar til þessa. Mér þykir að visu ósennilegt að Refirnir eigi eftir að teljast tilsígildra leikrita, þegar marg- fræg Saga hefur fengið að fella sinn dóm. Engu að siður eru þeir um margt athyglisverðir. Þar er á kraftmikinn hátt ráðist að grimmd og mannúðleysi einkakapitalisma svipan reidd hátt og smellirnir heyrast viða. Viðfangsefnið er að sönnu dálit- ið staðbundið, plantekrueigend- ur i Suðurrikjunum vekja vænt- anlega litið annað en bók- menntalegar endurminningar islenskra áhorfenda (a.m.k. þeirrá sem lesið hafa Kofa Tómasar frænda eða Þrúgur reiðinnar). Þó myndi þetta ekki gera mikið til, ef ekki kæmi sá agnúi sem mér þykir verstur: Þau systkinin sem smám sam- an eru að leggja undir sig allt héraðið, ná þar öllum völdum — bæði á kostnað aðalsis og öreig anna -þessi systkin eru „vond samkvæmt skilgreiningu”, þ.e.a.s. þau eru einfaldlega ill- menni, ogþar með búið. Nú skal ég ekkert vera að mæla á móti þvi að manneskjurnar geti verið misjafnlega góðar eða misjafn- lega vondar i eðli sinu. En mér þykir alltaf heldur dapurlegt að skoða á leiksviöi persónur sem „bara eru svona”, án þess manni sé gefin nokkur viðhlit- andi skýring á þvi. Þetta virðist Lillian Hellman reyndar hafa fundiði þvi skv. því sem segir i leikskrá LR, samdi hún siðar leikrit um fortið þessa fólks, og gerði þá tilraun til að komast að orsökum vonskunnar. Þetta erlangur inngangur, og kannski skiptir hann engu máli. Skýringin er einfaldlega sú, að þetta fór dálitið i taugarnar á mér, og spillti ánægjunni af sýn- ingu, sem að mörgu öðru leyti var mjög góð. Mér sýnist leikstjórinn, Stein- dór Hjörleifsson, hafa farið mjög skynsamlega að. Svið- HEILSA EK GULLI dETRI Ljúffengur múlsverður og hódegis- eða kvöldverðarborðið Lífrœn rœktun ún tilbúins óburðar. Gceði í sérflokki CASTUS ER VORUMERKI HINNA VANDLÁTU NLF. BUÐIRNAR Óðinsgötu 5 Laugovegi 20 B setningin sjálf er smekkleg, og nýtur þar ágætrar leikmyndar Jóns Þórissonar. I túlkun er öll áhersla lögð á persónueinkenni, rétt eins og textinn virðist gefa tilefni til. í aðalhlutverkum (sem eru mörg) eru þau Sigriður Haga- lín, Gisli Halldórsson og Þor- steinn Gunnarsson sem systkin- in þrjú, Jón Sigurbjörnsson og Guðrún Ásmundsdóttir sem makar tveggja þeirra, og Hjalti Rögnvaldsson og Valgerður Dan sem börn af þeim hjóna- böndum. Auk þessara hlutverka Heimir Pálsson skrifar um Refina ) eru aðeins tvö aukahlutverk, hér leikin af Þóru Borg og Jóni Hjartarsyni — að ógleymdum stórkapitalistanum sem aðeins sést fyrstu minúturnar leiknum af Guðmundi Pálssyni. Það erbýsna litil ástæða til að gera upp á milli leikendanna að þessu sinni. Þeir eru vel sam- stílltir og móta persónurnar af- skaplega skýrt. Vonandi var það bara einhverskonar frum- sýningar-hiti sem geröi að mér fannst leikurinn stundum óþarf- lega ýktur. Mesta aödáun vakti reyndarÞorsteinn Gunnarsson i hlutverki Oscars Hubbards, þess bróðurins sem alltaf hefur verið einhverskonar verkfæri i höndum annarra, en hefnir þess ihéraði sem hallaðist á alþingi: nær sér niðri á eiginkonu sinni i staðinn. Þorsteini tókst með ólikindum að gera þessa per- sónu þannig úr garði að manni þótti hún ýmist verð fullrar fyr- irlitningar eða allrar samúðar. Frumsýningin var reyndar lika afmælissýning. Þóra Borg hefur unnið leiklistargyðjunni i hálfa öld og þó vel það, ef barnahlutverk eru talin. Nú fór hún með sama hlutverk og hún lék i þessu leikriti fyrir 30 árum, þegar systir hennar og mágur, Anna Borg og Paul Reumert fórumeð tvö af aðalhlutverkun- um. Þóra lék blökkukonuna Addie á afar látlausan og hrif- andi hátt, og hún mætti verða mörgum leikaranum áminning um að aukahlutverkin eru mik- ilvæg og að þar gildir,. ef ein- hvern tima, boðorðið um að veratrúr yfir litlu. Aðeins ef öll smáatriði eru i fullu samræmi og gerð s vo þau verði náttúrleg- ur hluti heildarinnar, aðeins þá verður til mikil list. HP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.