Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 7
 Mánudagur 13. mars 1978 / «. / c ( Umsjón: Guðmundur Pétursson~ NUna um mánaðamótin krafðist Bandarikjastjórn þess, að Chile. framseldi til yfirheyrslu tvo leyniþjónustumenn, sem taldir eru hafa flogið til Bandarikjanna til þess að skipuleggja morðið. Chile neitar allri vitneskju um þessa tvo einstaklinga, sem þykir nokkuð skritið, þvi að umsóknir um vegabréfsáritanir til handa þessum tveimur bárust eðlilega leið frá utanrikisráðuneyti Chile til Washington. Bandarikjastjórn virðist ætla að taka þetta mál óstinnt upp, og talið ekki óliklegt, að hún kalli sendiherra sinn i Santiago heim, ef Chilestjórn sýnir ekki samvinnuvilja i mál- inu. Bandarisk yfirvöld hafa ekki alltaf tekið svo hart á ofbeldis- verkum kúbönsku útlaganna. Fyrstu árin eftir Svinaflóainnrás- ina hafði CIA-leynijþjónustan úti- bú i Miami til þess að halda uppi hryðjuverkum og spjöllum gegn Castro á Cúbu. Útlagarnir voru fúsir sjálfboðaliðar til þessara verka. Kennedy forseti ól með sér vonir um að velta Castro úr sessi, en Johnson forseti var raunsærri og lagði þessa CIA-miðstöð niður. Erfiðara var hins vegar að setja bönd á athafnaþrá útlaganna. Enda munu sumir þeirra halda áfram enn i dag iðju sinni frá þessum árum. Og menn muna, að það voru Miami-Kúbumenn, sem aðstoðuðu Howard Hunt við Watergate-innbrotið. En eftir þvi sem árin liða frá þeim örlagatimum, þegar þeir þurftu að flýja gamla landið, dofnar sársaukinn, ofstækiö þverr og þeir snúa sér meira að framtiðinni i hinu nýja umhverfi. Þorri þeirra 450 þúsund Kúbu- manna, sem búa i Döðlu-sýslu (sem spannar Greater Miami og Miami Beach), eru að visu hægri- sinna og andkommúniskir, en fylgja ekki lengur blint öfgunum. Eftirtektarverður er þó áhugi þeirra fyrir stjórnmálum og þátt- taka i kosningum, sem er mjög mikil. Fulltrúar þessa þjóðar- brots hafa litið verið i f ramboði til þessa, en eru samt farnir að skjóta upp kollinum á framboðs- listum. T.d. er ungur kúbanskur lögfræðingur i framboði fyrir repúblikana til fylkisþingsins fyr- ir „Litla Havana”, eins og eitt hverfið i Miami er kallað. Þetta er á vissan hátt skiljan- legt. t fyrstu var þetta fólk ekki sannfært um, að það ætti ekki aft- urkvæmt til gamla landsins. Það leit á veru sina i Miami sem tima- bundna dvöl, bið eftir þvi að snúa heim aftur. Og á meðan vildi það litið blanda sér stjórnmál heima- manna, eða að minnsta kosti ekki innanlandsmál. Um leið og raunveruleikinn rennur upp fyrir þvi,vaknar það af dvalanum. Naumt forskot ■ 1MWUM ivivnwi unnist vinstriflokka eftir fyrri um- ferð kosninga í Frakklandi Leiðtogar franskra sósialista og kommún- ista settust saman til fundar i morgun, þegar séð varð fram á það, að atkvæðamunurinn á þeim og stjórnarflokk- unum i fyrri umferð kosninganna i gær var naumari en almennt hafði verið búist við. Endanlegar tölur lágu ekki fyrir, þegar blaðið fór i prentun, en það var ætlað, að vinstriflokkarnir hefðu fengið rétt yfir 50% samtals, en stjórnar- flokkarnir um 46%. Flestar skoðanakannanir höfðu þótt benda til þess að vinstriflokkarnir mundu gera betur, og þá sérstaklega sósial- istar — svona i fyrri umferðinni. Létu fulltrúar stjórnarflokk- anna i ljós góðar vonir um, að enn gæti fylgið snúist i siðari umferð kosninganna, sem verð- ur næsta sunnudag. „Ekkert hefur unnist enn, og ekkert tapast,” sagði Raymond Barre forsætisráðherra, einn af tólf ráðherrum stjórnarinnar, sem náöu hreinum meirihluta og kosningu strax i fyrri um- ferðinni. Jacques Chirac, leiðtogi gaullista, sem einnig náði kjöri strax i fyrri umferðinni, var jafnvel enn bjartsýnni: „I siðari umferðinni munu stjórnar- flokkarnir fara fram úr stjórnarandstöðunni,” sagði hann. En stjórnarandstæðingar litu öðrum augum á atkvæðatölurn- ar. Francois Mitterand, leiðtogi Atkvœðahlutfall eftir talningu 2/3 atkvœðanna Christian Bonnet, innan- rikisráðherra Frakkiands, lét frá sér fara snernma i morgun kosningatölur úr 343 kjördæm- um Frakklands (af alls 491), en þar i vantaði tölur frá Paris og öðrum borgum. Kommúnistar og sósialistar eiga venjulega mestu fyigi að fagna i borgunum, og á þvi þeirra fylgi eftir að breytast frá þvi, sem fram kemur i töl- um Bonnets i morgun, en þær miðast við, að taldar höfðu verið 24 milljónir atkvæða (af tæpum 36 inilljónum): Kommúnistar: 19,8% Sósialistar: 23,5% Gaullistar: 23% Giscardarnir: 22% Róttækir vinstri: 3,2% Og aðrir innan við 2% hver. ÁRÁS PLO-SKÆRU- LIÐANNA FORDÆMD Almenn viðbrögð eftir árás skæruliða Pales- tinuaraba i Herzliu i ísrael um helgina eru flest á sama veg, eða ámóta og hjá rikis- stjórnum Bretlands, Frakklands og V-Þýska- lands, sem allar hafa fordæmt hana. Einstöku rikisstjórnir, sem hafa verið óþreytandi að æsa Palestinuaraba til hryðjuverka og ódæða, eins og t.d. Libia, kalla árásina „hetjudáð” og „hefnd” fyrir „grimmdarverk” ísraela. Tass-fréttastofan sovéska sagði, að Israel mundi reyna aö nota sér árásina sem tylliástæðu til þess að troða illsakir við ara- biska nágranna sina. Begin, forsætisráðherra ísraels, og Weizman varnar- málaráðherra, létu á sér skilja, að Palestinuarabar yrðu látnir gjalda árásarinnar dýru verði. Hróp á hefndarráðstafanir þykja likleg til þess að setja svip sinn á rikisstjórnarfund sem boðaður var i Jerúsalem i morgun. Ellefu Palestinuskæruliðar komu á gúmbát að ströndinni skammt fyrir norðan Tel Aviv. Tóku þeir unga stúlku til fanga, þvinguðu til þess að visa sér veg og myrtu hana svo. Á vegi þeirra varð rúta full af fólki, sem þeir tóku til fanga. I rútunni óku þeir til Tel Aviv og skutu á bila, sem þeir mættu á leiðinni. Verðir sprengdu hjólbarða rútunnar, og neyddust skæruliðarnir til þess að yfirgefa hana. Sló i mikinn skot- bardaga við öryggisverði, sem drifið höfðu að, og lauk svo, að niu skæruliðanna féllu, en tveir voru handsamaðir. En 37 tsraelsmenn létu lifið og yfir 80 særðust. 23 tsraelsmenn fundustlátnir i rútunni, en skæru- liðarnir höfðu skilið eftir sprengju i henni þegar þeir yfirgáfu hana. Sokharov í mótmœlum Nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharov fór fyrir hópi Moskvubúa, seni efndu til mótmælaaögerða i gær vegna árásar Palestinuaraba inn I ísrael og vegna stuðnings Kremlstjórnarinnar við PLO. En ráðist var á hópinn af öðrum vegfarendum, sem rifu af þeim pappaspjöld og hrundu þeim til og frá. Al- menningur i Moskvu vissi ekkert um átökin i tsrael i gær, þvi að þeirra var e.kki getið i sovéskum fjölmiðlum. sósialista sagði, að vinstri flokkarnir væru nú greinilega i meirihluta i Frakklandi, og flokkur hans sá stærsti i landinu með um sjö milljónir atkvæða á bak við sig. — „Þetta er söguleg stund,” sagði Claude Estier, talsmaður sósialistaflokksins. Mitterand, sem tapaði naum- lega fyrir Giscard forseta i for- setakosningunum 1974, skoraði á kommúnista að jafna ágrein- inginn milli vinstriflokkanna. „Sameinaðir munum við vinna,” sagði hann. Hann þurfti ekki lengi að biöa svars. Innan klukkustundar hafði Georges Marchais, leið- togi kommúnista, tilkynnt að hann byði Mitterand og Robert Fabre, leiðtoga róttækra vinstri manna, til fundar við sig. Marchais hafði sagt, að flokk- ur hans þyrfti að fá að minnsta kosti 21% atkvæða til þess að ganga til stjórnarsamstarfs með hinum vinstriflokkunum. l'aldi hann horfur á, að þvi marki yrði náð, og lét á sér skilja, að sósíalistar og róttækir vinstri menn mundu ekki fá kommúnistana ódýrt til sam- starfsins. Marchais sagði, að markmið fundarins væri að gera skýra samninga um stjórnarstefnu, ef þessir flokkar kæmust að, og skipuleggja lokasprettinn i seinni umferð kosninganna. Kommúnistar hafa ekki látið frambjóðendur sina draga sig til baka i kjördæmum, þar sem sósialistar eða róttækir vinstri menn njóta meira fylgis. Né heldur hafa þeir skorað á kjós- endur sina og flokksbundna fé- laga að kjósa vinstri frambjóð- endur i slikum kjördæmum. En það hafa þeir gert i kosningum siðustu ára með góðum árangri fyrir vinstri flokkana. Fyrra kosningabandalag vinstri flokkanna rofnaði fyrir hálfu ári og allar tilraunir til þess að tjasla þvi saman fyrir þessar kosningar hafa farið út um þúfur. „Ef sósialistar hefðu fengist til þess að taka upp samninga aftur um nýja sameiginlega stefnuskrá, hefði árangur vinstri flokkanna orðið enn meiri,” sagði Marchais i gær- kvöldi. En það hefur komið á óvart, að sósialistum skyldi ekki vegna betur. „Hvað varð um þessi frægu 30%, sem sósialistunum var spáð?” spurði einn fram- bjóðandi kommúnista. Kjörsóknin i gær var sú allra mesta, sem nokkru sinni hefur verið. Vildu stuðningsmenn Gis- cards forseta þakka það áskorunum forsetans, sem lagði fast að kjósendum að „velja rétt”. Forsetinn hafði flutt tvær meiriháttarkosningaræður, þar sem hann varaði kjósendur við þvi, að efnahagur Frakklands þyldi ekki þær aðgerðir, sem vinstriflokkarnir hafa boðað, ef þeir kæmust að. Meðal þess, sem efst er á blaði hjá vinstri- öflunum, er þjóðnýting niu stórra iðnfyrirtækja, og þeirra banka sem ekki eru þegar i rikiseigu. ELDHÚSOG KLÆÐASKÁPi t t Fifu-skáparnir eru ný form sem skapa fjölda möguleika og ‘gera innréttingarnar mun aðgengilegri en áður. Auðvelda einnig endurnýjun og breytingar á eldra húsnæði. Ytri fletir Fifu-skápa eru spónlagðir með Lamel-spæni, hnotu, eik eða gullálmi. t harðplasti getið þér valið eigin liti. Fifu-skáparnir eru sérstaklega ódýrir. Kynnið yður verð og gæði. Leitið tilboða. n HÖFUM SÝNINGARELDHÚS KOMIÐ OG SKOÐIÐ. UPPLÝSINGABÆKLINGAR LIGGJA FRAMMI. HtJSGAGNAVINNUSTOFA AUÐBREKKU 53 SÍMI 43820.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.