Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 28
VÍSIR Innsiglingin inn i Vestmannaeyjahöfn er þröng og þvl má litiö út af bera til aö skipin fari út úr rennunni. Mynd — GS. Framtíðin Stöðva launþegasamtökin utflutning i april? ■ ■ i ■ „6ETVR Jf AFT AL VARLEOAR AFLEIDINOAR" ■ segir fframkvœmdastjóri Söiumiðstöðvar hraðffrystihúsanna ,,Það segir sig sjálft að það getur haft undir hann frétt i blaðinu á laugardag mjög alvarlegar afleiðingar ef útflutn- þess efnis að verkalýðsfélögin hygðust ingur stöðvast”, sagði Hjalti Einarsson, stöðva útflutning með verkfallsaðgerð- ■ framkvæmdastjóri SH, þegar Visir bar um i aprilbyrjun. ■ „Ég vil sem minnst ■ segja um málið á þessu I stigi”, sagöi Hjalti, „en I það ætti að vera ljöst aö ef útflutningur stöövast hef- ur það ekki aðeins áhrif á fjárhag útflútningsfyrir- tækja, heldur allt þjóðar- búið, og þá ekki sis^ alþýðustéttirnar.” Eins og Visir skýrði frá á laugardaginn mun það fara nokkuð eftir við- brögðum vinnuveitenda á fundi meö verkalýösfor- ustunni hversu harkaleg- ar aðgerðirnar verða. Fundurinn hefst klukkan tvö i dag. —GA. ffestist í inn siglingunni í Eyjum Skuttogarinn Framtiðin KE4 festist i innsiglingunni i Vestmannaeyjahöfn um miðjan dag i gær. Togarinn haföi fengiö veiöarfæri i skrúfuna og varöskip tók hann i tog upp undir Eyjar. Lóösinn tók svo Framtiöina i tog, en þegar komið var rétt inn fyrir hafnarkjaftinn, mun skipið hafa farið út fyrir rennuna og festist þar. Þaö tók um hálfa klukkustund aö ná þvi aftur á flot. Botninn er sendinn á þessum stað og þegar skip- iö festist var fariö að flæða aö. Þvi gekk þaö greiðlega að ná togaranum aftur á flot. Skemmdir munu hafa oröið óverulegar á skipinu. — GÓ/KP. Fjailið vinsœlt Visir heimsótti skiöaparadisina i IIIiö- arfjaili viö Akureyri um helgina, en þá var þar skiöafóik I hundraöa — ef ekki þúsundatali upp um allt fjall i hita og glaöa sólskini. Hér má sjá einn hinna sex skiöakennara sem starfa i Hliöarfjalli, Guömund Sigurbjörns- son kenna einni 4 ára dömu frá Akureyri á skiöum, en þarna fyrir noröan byrja þau ung á aö heiinsækja fjalliö meö skiöin sin og annan útbúnaö... Vlsimynd: KLP Þessir tveir hafa lagt fram drjúgan skerf til framgangs skáklistinni hérlendis um fjölda ára, Hólmsteinn Stcingrimsson og Guömundur Arason viö vigslu nýja hús- næöislns, Skáksambaitdið í nýtt húsnœði Formleg vigsla húsnæöis Skáksambands islands aö Lauga- vegi 71 fór fram á laugardaginn. Viðstaddir voru stjórnar- menn Skáksambandsins og ýmsir gestir, þar á meðal menntamálaráöherra. SkáksambandiÖ festi kaup á þriðju hæð hússins og var kaupverð um 15 milljónir króna tilbúiö undir tréverk. Þar er 63 fermetra skáksalur, fundarherbergi stjórnar, rými fyrir veitingar og fleira. Skáksambandiö seldi Taflfélagi Heykja- vfkur eignarhluta sinn i Skákheimilinu viö Grensásveg þegar þessi kaup voru ákveðin. Sem kunnugt er hefur Friörik Ölafsson gefiö kost á sér við forsetakjör Alþjóöaskáksambandsins sem fram fer i október. Veröi hann kjörinn forseti munu aðalstöövar FIDE flytjast til tslands og er þeim ætlaður staður i húsnæöinu aö Laugavegi 71. — SG Skólasfjórar og yfirkennarar á grunnskólastigi: m Ottast vand- rœði I skólum — verði tvöfföld yffirvinna dregin ffrú kaupi ,,Það sem fyrir okkur vakir fyrst og fremst er að koma i veg fyrir að stofnanir rikisins lendi i erfiðleikum”, sagði Asgeir Guðmundsson, formaður Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi, við Visi i morgun. Stjórn félagsins hefur beint þvi til stjórnvalda að lagaheimild sem um getur i 30. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna rikisins veröi ekki beitt vegna verkfallsaö- gerða launþegasam- takanna 1. og 2. mars s.l. „Ef þessari lagaheimild verður beitt þú verða talsverðir peningar i húfi og viss hætta á þvi að' starfsmenn mótmæli hvort sem þaö verður meö uppsögnum eöa öörum hætti”, sagöi Ás- geir.” Margir skólar eru þannig i stakk búnir að þeir mega alls ekki við\ þvi að missa kennara og var þvi þessi samþykkt gerð til að milda málin. Jafnframt viljum , við benda á að það er ekkert nýtt aö þessari laga- heimild hafi ekki verið beitt.” —KS DREGIÐ 1. APRÍL n.k. um hinn glœsilego FOKDFAIRMONT árgeró '78, að verömæti ó.l millj. kr. Ertu orðinn óskrifandi? Sínti 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.