Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 9
V»V*«r •;*'í vism Mánudagur 13. mars 1978 9 Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 KOMIST A BRAGÐIÐ OG YKKUR MUN VEL LÍKA lindltif SIMI 16463 zmm mttm mmm amm smmm w Prófkjör AlþýÖuflokksins á Akranesi um helgina: RÍKHARÐUR í FYRSTA SÆTI Úrslit prófkjörs Alþýöuflokksins á Akranesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fór um helg- ina, urðu þau að Rikharður Jónsson varð í 1. sæti. I öðrusæti varðGuðmundur Vésteinsson og Rannveig Hálfdánardóttir i þriðja. Frambjóðendur voru sex og buðu sig fram i misjafnlega mörg sæti. Rikharður fékk lang- flest atkvæði i fyrsta sæti eða 171. Guðmundur Vésteinsson bauð sig eingöngu fram i annað sæti og fékk 198 atkvæði og Rannveig Edda Hálfdánardóttir bauð sig fram i þriðja sæti og fékk 237 atkvæði. Sigurjón Hannesson fékk samtals 139 at- kvæði og varð i fjórða sæti. Aðrir frambjóðendur voru SkúliÞórðarson, sem fékk 45 at- kvæði i fyrsta sæti, 25 i annað og 47 i þriðja og Þorvaldur Þor- valdsson, sem fékk 71 i fyrsta og Rikharður 35 I annað sæti. Þátttakendur I prófkjörinu voru 367 sem er 94,83% af fylgi flokksins við siðustu bæjar- stjórnarkosningar. Einn seðill var auður og 36 ógildir. Niður- staðan er bindandi fyrir þá sem fengu 20% af fylginu siðast. — SG Drœm þátttaka á Siglufirði Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar éfndi til prófkjörs á Siglufirði um helgina fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en klukkan fimm i dag. Þátttaka i prófkjörinu var fékk Alþýðuflokkurinn 270 at- fremur dræm, þar sem aðeins 140 kvæði. Frambjóðendur voru átta kusu, en við siðustu kosningar talsins. — SG Ók á kyrrstœðan bíl: £*••• # - • • Sjo i steinmn Sjö piltar voru settir i fangageymslu eftir að ekið hafði verið á kyrrstæðan bíl á Skólavörðustíg á laugardags- kvöld. Það var um klukkan átta sem ekið var á bilinn. Þeir sem þar voru á ferðinni stungu af. Þeir fundust skömmu siðar i húsi i borginni og hafði bilnum verið hálfekið inn i bilskúr. Þeir sem inni voru vildu ekki opna fyrir lögreglunni og varð að fá úrskurð um að opna mætti húsið. Voru þar fyrir 7 piltar allir undir áhrifum og voru þeir i fangageymslu um nóttina. Morguninn eftir viðurkenndi einn að hafa ekið. —EA Senda fímm unglinga til Danmerkurdvalar i dag, mánudag, rennur út skilafrestur f ritgerðasam- keppni um starfsemi þjónustuklúbba í landinu, sem Lionshreyfingin á islandi efnir til meðal unglinga í skól- um landsins. Norrænar unglingabúðir fyrir unglinga 15—17 ára verða starf- ræktar á Norður-Jótlandi i grennd við Alaborg, dagana 8.-29. júli n.k. Lionshreyfingin á Islandi átti rétt til þess að senda 5 unglinga i þessar búðir, sem eru bæði fyrir drengi og stúlkur, og var ákveð- ið að láta fara fram ritgerða- samkeppni i skólum landsins til þess að velja þátttakendur og hefur svo verið gert, og eru rit- gerðir þegar farnar að berast. Skólastjórar víðsvegar um land voru beðnir að koma þessu verkefni á framfæri i skólum sinum, en siðar mun sérstök nefnd Lionsmanna meta þær ritgerðir, er þannig berast, en verðlaun eru ókeypis ferðir og dvöl i áðurnefndum unglinga- búðum. Lionshreyfingin greiðir allan kostnað, þ.e. Unglingaskipta- skiptasjóður greiðir fargjald og tryggingar þátttakenda. Danskir Lionsmenn greiða dvalarkostnað, og gert er ráð fyrir, að klúbbar i heimahéraði þeirra unglinga, er valdir verða til fararinnar, íeggi til skotsilfur i ferðina. Úrslit verða tilkynnt svo fljótt sem verða má. Nánari upplýs- ingar veitir unglingaskipta- stjóri, óskar Sverrisson, Réykjavik,simi, 71717. Það er algjör óþarfi að láta flugur angra sig í fríinu - heima eða érlendis. Takið Shelltox flugnafæluna með í sólarlandaferð- ina - og losnið þannig við óþægileg kynni af framandi skorkvikindum. Fæst á afgreiðslustöðum Shell. Olíufélagið Skeljungur hf Shell HEITIR LJUFFENGIR DRYKKIR ALLAN SÓLARHRINGINN Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með frá 2 upp í 6 tegundir í einu, svo sem kaffi, te, kakó og súpu, og það tekur ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn. Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í handfangið og þá rennur efnið í bollann, síðan seturðu bollann undir kranann og færð heitt vatn saman við. Þegar þú ert búinn að hræra i bollanum ertu kominn með alveg sérstaklega bragðgóðann heitann drykk. Þetta er þrifalegt, einfalt og ódýrt, ekkert fer til spillis, enginn uppþvottur, og drykkirnir eru alltaf nýjir og ferskir. Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þær eru jafnvel ekki dýrari en venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar, sem óskað er heitra ljúffengra drykkja. Hringið í sima 16463 og fáið sölumann í heimsókn, hann mun gefa ykkur að smakka og allar nánari upplýsingar. Flokksþing Framsóknarflokksins: Nefndarstörf í dag Flokksþing Framsóknarflokksins var sett í gær í Glæsibæ. Formaður flokksíns ólafur Jóhannesson# ritari hans, Steingrímur Hermannsson og gjaldkeri Tómas Árnason fluttu yfirlitsræður. Þá var að sögn Þráins Valdi- þingsins saman og var þeim marssonar framkvæmdastjóra skipt i fámennar undirnefndir flokksins kosið i nefndir og síðan sem sitja nú að störfum eftir há- voru almennar umræður til kl. degi. Aðrir þingfulltrúar mynda 6. Margir voru þá ennþá á mæl- þá umræðuhópa sem ræða endaskrá og verða framhalds- ákveðna málaflokka. Um kl. 6 i umræður i kvöld á Hótel Sögu. 1 dag koma aðalnefndirnar svo morgun komu 4 aðalnefndir saman aftur til funda. _k<? Prófkjör ó Patró Prófkjöri Alþýðuflokksins á Patreksfirði fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar lauk i gær. Fjórir voru i framboði og 109 tóku þátt i prófkjörinu eða um 81% af kjörfylgi flokksins við sfðustu kosningar. Kosningin var bindandi og urðu úrslit þau að Agúst H. Pétursson varð i fyrsta sæti, Björn Glslason i öðru, Gunnar R. Pétursson i þriðja og Birgir B. Pétursson i fjórða sæti. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.