Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 25

Vísir - 13.03.1978, Blaðsíða 25
VISIR Mánudagur 13. mars 1978 29 Verslunar- fulltrúi við sendiróðið í París? ,,Það er i undirbúningi að ráða verslunarfulltrúa að sendiráði okkar iParis, en engar ákvarðan- ir hafa hins vegar verið teknar þar að lútandi”, sagði Hendrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneytinu, við VIsi i morgun. í umræðum um markaðsmál á Búnaðarþingi var frá þvi skýrt, að utanrikisráðuneytið hefði hug á að ráða slíkan versiunarfulltr. til að greiða fyrir viðskiptum i Mið- og Suður-Evrópu, og væri i þvi sambandi von til að hægt væri að selja kjöt á hagstæðu verði til Frakklands. —ESJ. ÞRÍR BÓKAÚTGEF- ENDUR HEIÐRAÐIR Þrir kunnir bókaútgefendur hafa verið kjörnir heiðursfélagar Félags islenskra bókaútgefenda og afhenti örlygur Hálfdánarson, formaður félagsins, þeim heiðursskjölin að viðstaddri stjórn féiagsins og framkvæmda- stjóra. Þessir útgefendur eru Ragnar Jónsson, bókaútgefandi, Ragnar Jónsson, hæstaréttarlögmaður, og Hilmar Ó. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri. Þáttur Ragnars Jónssonar i íslenskri bókaútgáfu er alþjóð kunnur. Forlag hans, Helgafell, hefur um áratuga skeið verið i fremstu röð islenskra bókafor- laaa og hefur annast útgáfu flestra verka fremstu rithöfunda þjóðarinnar um árabil. Ragnar Jónsson, hrl., rak um alllangt skeið umfangsmikla og merka bókaútgáfu og var virkur félagi i Bóksalafélagi íslands, eins og Félag isl. bókaútgefenda hét á þeim árum, sat lengi i stjórn þess og gegndi formennsku i þvi 1952—1957. Atti hann mikinn þátt i að móta störf félagsins og breyta lögum þess i samræmi við kröfur timans. Hilmar Ó. Sigurðsson var um aldarfjórðungsskeið starfandi i félaginu og gjaldkeri þess i tiu ár. Vann hann félaginu i þvi starfi mikið gagn og átti hvað mestan þátt i þvi að félagið festi kaup á húsnæði fyrir starfsemi sina, og á það án efa eftir að verða félaginu traustur bakhjarl i framtiðinni. Bókaútgefendurnir með heiðursskjölin: Hilmar Ó. Sigurðsson, Ragnar Jónsson i Smára og Ragnar Jónsson hrl. Nemendaleikhús 4-S, L.í. frumsýnir leikritið „FANSJEN” eða „UMSKIPTIN” eftir David Iiare, i Lindarbæ mánudaginn 13. mars kl. 20.30. Uppselt. 2. sýning miðvikudag 15. mars kl. 20.30 3. sýning fimmtudag 16. mars kl. 20.30 4. sýning föstudag 17. mars kl. 20.30. UTBOÐ íslenska járnblendifélagið h.f. óskar eftir tilboðum i byggingu 600 fer- metra baðhúss á Grundartanga. Verkið nær til jarðvinnu, uppsteypu og alls loka- frágangs byggingarinnar og skal þvi lokið fyrir 1. nóvember 1978. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni h/f, Fellsmúla 26, Reykja- vik, gegn fimmtíu þúsund króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á föstudag- inn 31. mars 1978. Almenna verkfrœðistofan h/f Kauptilboð óskast i eftirtaldar vinnuvél- ar: JCB-4C Traktorsgröfu árgerð 1965, á Reyðarfirði, gangfæra. JCB-4C Traktorsgröfu árgerð 1965, á ísa- firði, ógangfæra. 2 Le Tourneau — Skófluvagna (Scraper) 10 Cu.Yd, árgerð 1963/i Borgarnesi. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Véladeild Vegagerðar rikisins, Borgar- túni 5, Reykjavik, simi 21000, og hjá verk- stjórum Véladeildar á ofangreindum stöð- um. Tilboðum sé skilað til Innkaupastofnunar rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik, fyrir 21. mars n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Vörumarkaðurinn hf. ^^rmúlM^^^im^6n7 Electrolux uux ritou x » #/.?/; MOTTAITUX ÍS í ÍMÓÐ 1 árs ábyrgö Electrolux þjónusta. Hagstæð greiðslu- kjör. Electrolux þv.ottavélin er til á lager á þessum útsölustöðum: AKRANES: Þóröur Hjálmarsson, BORGARNES: Kf. Borgfiróinga, PATREKSFJÖRÐUR: Baldvin Kristjánsson ISAFJÖRÐUR: Straumur hf., BOLUNGARVIK: Jón Fr Einarsson, BLONDUÓS: Kf. Húnvetninga, SIGLUFJORÐUR: Gestur Fanndal, ÖLAFSFJORÐUR: Raftækjavinnustofan sf., AKUREYRl: Akurvík hf., HÚSAVIK: Grlmur og Arni, VOPNAFJORÐUR: Kf. Vopnfirftinga, EGILSSTAÐIR: Kf. Héraftsbúa, ESKIFJORÐUR: Pöntunarfélag Eskfirftinga HOFN : KASK, ÞYKKVIBÆR: Friftrik Friftriksson, VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf., KEFLAVIK: Stapafell hf • Sérstök stilling fyrir straufri efni — auðveldari notkun. • BlO-kerfi — lengir þvottatimann fyrir óhreinan þvott, • Ryöfritt stál í tromlu og vatnsbelg —lengri endingartimi. • 3falt öryggi á hurð — örugg fyrir börn. • 3 hólf fyrir þvottaefni og mýkingarefni. • Lósigti að framan — auövelt að hreinsa — útilokar bilanir. • Vinduhraöi 520 snún/mín — auöveld eftirmeðferð þvottar. • Vökvademparar — mjúkur, hljóölaus gangur. • 60cm breið, 55 cm djúp, 85cm há. • Islenskur leiöarvisir fylgir hverri vél.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.